Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 DV 20. öldin í mynd Á sunnudagskvöldið verður sýndur fyrsti hluti viðamestu sjónvarpsþáttarað- ar sem Stöð 2 hefur ráðist í. Röðin heitir 20 öldin, brot úr sögu þjóðar, þættirnir eru tíu og nær hver yfir einn áratug ald- arinnar sem nú er í andarslitrunum. Textann semur Jón Ársæll Þórðarson fréttamaður en Björn Br. Björnsson sá um dagskrárgerð. Myndritstjóri þáttanna er Karólína Stefánsdóttir og hafa hún og aðrir aðstandendur þáttanna safnað því- líkum Qársjóði í myndum, kvikmyndum og ljósmyndum, í á annað hundrað söfn- um hér heima og erlendis, að það er kraftaverki líkast. í þáttunum fær íslensk saga líf og lit sem aldrei fyrr í íslensku sjónvarpsefni. Uppbygging þáttanna er þannig að fyrst er stuttlega reifað hvar við erum stödd í mannkynssögunni, síðan er snúið heim og atburðir raktir í stjórnmála-, at- vinnu- og landssögu en aðaláherslan er jafnan á fólkið í landinu og áhrif viöburð- anna á lif þess. „Þetta er saga allra íslend- inga, ekki bara stjórnmálaforingja," segir Jón Ársæll. Hann hefur sérstaklega leitað uppi fólk sem lifði söguna á eigin kroppi, ef svo má segja, og kemur margt skemmtilega á óvart í þeirri vinnslu. Elsti viðmælandi hans er Helgi Símonar- son á Þverá sem er 105 ára gamall og furðu em. í frásagnarhætti eru þættirnir óvenju- legir að því leyti að sjónarhornið er alltaf þess tíma sem sagt er frá og reynt er að hafa frásögnina sem hlutlægasta. Sögðu aðstand- endur að þetta væri til þess að þeir úreltust síð- DVWYND E.ÓL. Jón Ársæll Þórðarson Hefur samiö „sögu allra íslendinga" fyrir sjón- varp og í bók. ur, því mat hvers tíma á fortíðinni vill verða vafasamt þegar tímar liða fram. Síðasti þátturinn verður ekki fullgerður fyrr en alveg undir áramót því hann á að ná öldina á enda. Hann verður frumsýnd- ur á gamlárskvöld. Sjónvarpsþættir í bók Eins og nærri má geta hefur verið freist- andi að nýta þetta mikla myndefni á prenti eins og iðulega er gert með sjónvarpsefni er- lendis, og í næstu viku kemur 20 öldin, brot úr sögu þjóðar, út í bók sem Jakob F. Ás- geirsson ritstýrir og Nýja bókafélagið gefur út. Textinn er stuttur og hugsaður fremur sem viðbót við myndirnar en skýring á þeim. Myndirnar fá að tala í næði við skoðandann og er hver opna bókarinnar sér um efni. Hér eru birtar allar frægustu fréttamyndir aldarinnar og þar að auki ótal myndir af heimilum fólks og af almenningi í leik og starfi. Hér má glögglega sjá á stórum mynd- um fatatísku og annað sem varðar lífstíl al- mennings. híbýli, farartæki o.s.frv., allt frá örbirgð aldamótanna 1900 til allsnægta þús- aldamótanna. Saman eru sjónvarpsþættir og bók handhægt fræðsluefni um síð- ustu öld á íslandi fyrir skóla- fólk og allan almenning. 1918: Ör- lagaríkt ár í sögu þjóóar Opna úr bókinni. íheimi hunda Áhorfendur höfðu komið sér fyrir í sætum sínum í Tjarnarbíói til að sjá sólódansverkið My Movem- ents are alone like Streetdogs, sem mætti útleggja „Hreyfingar mínar eru einar eins og flækingshund- ar“, eftir flæmska danshöfundinn Jan Fabre í flutn- ingi Ernu Ómarsdóttur. Á svörtu sviðinu hékk upp- stoppaður hundur niður úr loftinu. Það var létt skvaldur í salnum þegar ljósin slokknuðu en allt datt í dúnalogn þegar ásakandi rödd heyrðist hrópa: „Af hverju skilduð þið hann eftir...heyrðuð þið ekki þegar hann gelti?“ Fremst á sviðinu stóð stúlka og borðaði eitthvað hvítt upp úr dós á meðan hún beindi þessum áleitnu spurningum til áhorfenda. Báðum megin við hana lágu tveir uppstoppaðir hundar til viðbótar þeim í loftinu og einn lifandi var bundinn úti í vinstra horni. Á meðan stúlkan skammaðist >dir yonsku heimsins ýlfraði hann, hissa á þessum látum. 1 miðri ræðu var einhverju kastað upp á sviðið utan úr sal. Stúlkan hljóp til, tók upp hlutinn og færði eigandan- um sem þakkaði kurteislega fyrir sig. Á meðan voru Leikiist Stórbrotnar geðsveiflur þar er hvorki verið að gera grín að geðsjúkum né vorkenna þeim. Saga Karítasar er ekki rakin i tímaröð heldur er brugðið upp stuttum myndum sem smám saman raðast saman í eitt langt ferli. Rými er vel nýtt og einfóld leikmynd Rannveigar Gylfadóttur styður andrúmsloft sýningarinnar án þess að gefa beinlín- is til kynna ákveðið umhverfi. Ljósabúnaður Kaffi- leikhússins er frumstæður en lýsing var engu að síður markviss. Ég á dálítið erfitt að meta þátt leik- stjórans, Ágústu Skúladóttur. Hún hefur án efa lagt sitt af mörkum við að gera þetta að heildstæðri sýn- ingu en stíll leikkonunnar/handritshöfundarins Völu er svo kunnuglegur að Ágústa hefur litlu bætt við þar. í þessu tilviki er vinna leikstjórans kannski fyrst og fremst fólgin í verkstjórn og ekk- ert nema gott um það að segja. Vala Þórsdóttir á heiður skilinn fyrir að taka á jafn viðkvæmu máli og geðveiki. Hún ber hæfilega virðingu fyrir umfjöflunarefninu og því er útkom- an bráðskemmtileg en vekur eigi að síður til um- hugsunar. Halldóra Friðjónsdóttir Kaffileikhúsið og The lcelandic Take Away Theater sýna í Hlaövarpanum: Háaloft eftir Völu Þórsdóttur. Leikmynd og búningar: Rannveig Gylfadóttir. Tónlist: Pétur Hallgrímsson. Hönnun lýsingar: Jóhann Bjarni Pálmason. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Einleikurinn Háaloft eftir Völu Þórsdóttur er þriðji af fimm einleikjum sem Kaffileik- húsið býður upp á nú á haust- dögum, auk þess sem sýningin er hluti af leiklistarhátíðinni Á mörkunum sem Sjálfstæðu leik- húsin efna til með tilstyrk M- 2000. Vala Þórsdóttir útskrifaðist úr breskum leiklistarskóla árið 1995 og hefur farið nokkuð aðra og sjálfstæðari leið en flestir kollegar hennar. Háaloftið er til að mynda þriðji einleikur henn- ar sem kemst á svið í Kaffileik- húsinu. Hún hefur lika þróað með sér sinn persónulega stíl, bæði í leik og skrifum, og kann það að vera ein ástæða þess að stofnanaleikhúsin svokölluðu hafa sýnt henni lítinn áhuga. Líkt og hjá Dario Fo, sem er einn af lærifeðrum hennar, er gamansemin ávaflt í fyrirrúmi en það þýðir ekki að umfjöllun- arefnin séu léttvæg - eins og sannast í Háalofti þar sem fjafl- að er um málefni sem enn þykja feimnismál hér á íslandi. Hún Karítas, sem laumar sér inn i salinn i Kaffileik- húsinu, er nefnilega með geðhvarfasýki sem þýðir að sveiflurnar í tilfinningalífi hennar eru mun stórbrotn- ari en okkar sem þykjumst „normal". Hún er ýmist yfir- máta hress og atorkusöm eða niðurdregin og fufl von- leysis og lyfin sem hún tek- ur i það og það skiptið ráða miklu um andlegt ástand hennar. Þegar hún er í upp- sveiflu á hún það til að skreppa i búðir og versla fyrir tugi og jafnvel hundruð þúsunda en þegar vanlíðan- in er sem mest kemst hún varla hjálparlaust með strætisvagni niður á Félags- málastofnun til að ná í end- urhæfingarstyrkinn sinn. Vala á einkar auðvelt með að túlka þessar geðsveiflur dv-mynd e.ól. og þrátt fyrir húmorinn, Vala Þórsdóttir í hlutverki Karítasar sem á köflum kann að virka Sveiflurnar í tilfinningalífi hennar eru nokkuð svartur, er undir- mun stórbrotnari en okkar sem þykjumst tónninn sár og tregafullur. „normar. Helsti kostur verksins er að ljósin í salnum kveikt. Vegna þessarar óvæntu send- ingar hafði sullast upp úr dósinni sem stúlkan var að borða úr en hún lét það ekki á sig fá heldur byrj- aði að sleikja upp af gólfinu. Aðfarir hennar minntu á hund sem sleikir dallinn sinn, en ekki síður á kvikmyndina 9 og 'A vika. Þannig hófst danssýningin og þessi byrjun gaf tónninn fyrir það sem á eftir kom. My Movements are alone like Streetdogs er frábær sýning, í senn áleitin og tvíræð. Hún er margbreytileg að því leyti að í henni mynda leiktjáning, danstjáning, tónlist og ljóð eina heild. Umgjörð verksins skapar einfalda en hráa götulífsstemningu. Hundarnir, svart sviðið og hversdagslegur klæðnaður Ernu ýta undir þá tilfinn- ingu að áhorfendur séu staddir í heimi þeirra sem lifa á götunni meðal flækingshunda. Hreyfingar Ernu og tjáning hennar í orðum vekja upp tilfinn- ingar um óvissa og harða lífsbaráttu samhliða því aö tjá hlýju, væntumþykju og nálægð. Verkið hefur yfir sér í erótískan blæ - og þó er stutt í grínið. Erna sýndi svo um munaði hversu fjölhæfur og sterkur listamaður hún er. Hún hélt athygli áhorfenda al- gjörlega fanginni allan tímann og gott betur því að í lok sýningarinnar sátu áhorfendur lengi og horfðu á myrkvað sviðið áður en þeir gátu fengið af sér að klappa. í verkinu er ýtt við hefðbundinni skilgreiningu á hugtakinu dans. Þannig inniheldur það ekki einung- is hreyfingar heldur einnig ljóð, leik og talað mál. Uppsetning verksins minnir á köflum meira á leik- sýningu en dans og þá sérstaklega í sambandi stúlkunnar og hundanna. Þannig talar verkið til áhorfenda ekki síður en að höfða til sjónrænnar upp- lifunar þeirra. Sesselja G. Magnúsdóttir My Movements are alone like Streetdogs, frumsýnt í Avignon sumariö 2000; sýnt í Tjarnarbíói í tilefni af Evr- ópska listaþinginu. Danshöfundur og sviöshönnuöur: Jan Fabre. Ljósamaöur: Sven Van Kuijk. Tónlist: Frank Pay. Texti og tónlist: Léo Ferré. Ljóö: George Brassens. Verkiö veröur sýnt aftur á laugardagskvöldiö kl. 22. ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdöttir Strauss og Wagner Á mánudagskvöldið munu Anna Júlí- ana Sveinsdóttir mezzósópran og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari halda tón- ieika í Borgameskirkju. Efnisskráin er fjölbreytt og verða meðal annars flutt sönglög eftir Richard Strauss, Richard Wagner og íslensk tónskáld. Anna Júlíana er kunn ljóðasöngkona en hefur einnig sungið fjölmörg óperu- hlutverk, bæði við ríkisóperuna í Aachen í Þýskalandi og hér heima. Sólveig Anna hefur ineðal annars leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands og Kammersveit Reykjavíkur. Geðveik list Á morgun, kl. 16, verður opnuð sýning- in „Geðveik list“ í Gallerí Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg, örskammt frá Hlaðvarpanum, þar sem Vala Þórsdóttir túlkar um þessar mundir geðhvarfasýki í einleiknum Háalofti. Þetta er ljóða- og málverkasýning þriggja einstaklinga sem aflir hafa glímt við geðraskanir og yfir- skriftin er tvíbent: hún vitnar til þess hugarróts sem veikindi á geði geta valdið en jafnframt þeirrar gleði og útrásar sem felst í listsköpun og verður aðeins lýst með hástemmdum lýsingarorðum eins og æðislegt, frábært og geðveikt! Listamenn- irnir eru þrír, myndlistarmennirnir Katrín Níelsdóttir og Leifur G. Blöndal og skáldið Vilmar Pedersen. Sýningin verður opin til 21. október. Á sama tíma Leikfélag íslands ætl- ar að sýna Á sama tíma að ári fjórum sinnum nú í haust til að hita upp fyrir framhaldið, Á sama tíma síðar, sem verður frumsýnt í lok mánaðarins. Er þetta kjörið tækifæri til að setja sig inn í flókin ástamál Georgs og Dóru áður en þau verða enn þá flóknari... Sigurður Sigurjóns- son og Tinna Gunn- laugsdóttir leika skötu- hjúin í báðum uppfærsl- um en leikstjóri er Hafl- ur Helgason. Fyrsta sýn- ingin er í kvöld, hinar seinni 15., 20. og 22. okt. Danssýningar á IETM Áhugamenn um dans ættu að athuga að um þessa helgi er dansveisla í borginni í tengslum viö Evrópska listaþingið. Sara Gebran frá Venesúela/Danmörku sýnir tvö dansverk í Tjarnarbíó kl. 18 í dag og 18.30 á morgun. Á sunnudaginn, kl. 12, sýna Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Jóhann F. Björgvinsson „Naked“ í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Dansleikhús með ekka frumsýnir Tilvist annað kvöld, kl. 20, í Iðnó og íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú dansverk, NPK, Flat Space Moving og Maðurinn er alltaf einn, í Borgarleikhúsinu annað kvöld, kl. 20. Guöný Rósa sýnir í Tournai Á morgun opnar Guöný Rósa Ingi- marsdóttir einkasýn- ingu í Toumai í Belg- íu í boði Foundation de la Tapisserie. Sýn- ingin er í tengslum við árlega listahátíð, „Art dans la ville“, í borginni. Foundation de la Tapisserie starfrækir þrjár vinnu- stofur í borginni og var Guðný Rósa styrkþegi stofnunarinnar 1997-8. Hún hef- ur tekið virkan þátt í myndlistarlífi í Brussel síðastliðin þrjú ár og hlotið viður- kenningar fyrir verk sín bæði þar og hér heima. Síðasta sýning hennar í Reykjavík var í Gallerí Hlemmur í september sl. Leiörétting í viðtali um Sögu Akureyrar á menn- ingarsíðu í fyrradag var höfundurinn, Jón Hjaltason, kaflaður Hjaltalín og er beðist afsökunar á þeirri misritun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.