Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Abstoöarritstjórí: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þvcrholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Burt með eignaskattinn í fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem lagt var fyrir Al- þingi nú í þingbyrjun, er gert ráð fyrir að álagðir eigna- skattar á árinu verði rúmir 10,6 milljarðar króna. Þar er um að ræða eignaskatta einstaklinga og fyrirtækja, erfða- íjárskatt og stimpilgjöld og sértæka eignaskatta. Gert er ráð fyrir að skatturinn hækki um milljarð milli ára. Hækkunin stafar fyrst og fremst af áætlaðri hækkun fast- eignamats. Áætluð hækkun á næsta ári er þó til muna minni en varð á síðasta ári en þá hækkaði eignaskatts- stofninn um 17,6 prósent. Þar munaði mest um hækkanir á fasteignamarkaði sem námu 14,5 prósentum. í áætlun fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að heldur hægi á og að eignaskattsstofn einstaklinga hækki um 10 prósent. Ekki er greiddur skattur af rúmlega 3,8 milljóna króna eign einstaklings en af stofni ofan við þessar 3,8 milljónir er greiddur 1,20 prósenta eignaskattur. Sérstakur eigna- skattur er greiddur af eignaskattsstofni sem er tæplega 5,3 milljónir króna. Sá skattur nemur 0,25 prósentum af verð- mæti eignar. Af þessum tölum sést að fjöldinn verður að greiða eignaskatt af því einu að hafa komið sér upp þaki yfir höfuðið. Viðmiðunartölumar eru lágar, ekki síst eftir öra hækkun fasteignaverðs. Áætlaðir eignaskattar á einstaklinga á næsta ári eru um 3,5 milljarðar króna. Þeir skattar eru ósanngjarnir og þá ætti að fella niður sem fyrst. Það er fráleitt að fólk sé skattlagt fyrir það eitt að eiga ibúð utan um fjölskylduna. Sú eign er enda afrakstur vinnu sem þegar hefur verið skattlögð. Hjá öðrum þjóðum hefur vægi eignaskatta minnkað og víða eru eignaskattar ekki lagðir á einstaklinga. Þar sem eignir einstaklinga eru skattlagðar er skattprósentan oft lægri en hér á landi. íslensk stjórnvöld hafa loks viðurkennt óréttmæti þess- arar skattheimtu. í sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að rétt væri að afnema eignaskatt, sérstaklega af íbúðarhúsnæði. Ráðherrann sagði við það tækifæri að ísland væri eitt fárra rikja sem innheimtu eignaskatta og sú innheimta væri gamaldags. í viðtalinu við forsætisráðherra kom fram að ekki væri ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar og vilji væri fyrir því að afnema eignaskattinn. Það væri hins vegar ólíklegt að slíkt yrði gert i vetur þar sem efnahagsráðgjafar mæltu gegn skattalækkun í þvi góðæri sem ríkt hefur. Vissulega hefur ríkt hér góðæri en ástæðulaust er að fresta afnámi hins óréttláta skatts. í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir meiri tekjuafgangi ríkissjóðs en nokkru sinni fyrr. Ríkissjóður þolir því tekjutapið. Að auki er reiknað með að einkaneysla aukist minna á næsta ári en undanfarin ár og að fjárfesting dragist saman. Reiknað er með að hægi á hagvexti. Gangi þessar spár eftir má reikna með meira jafnvægi í efnahagslífinu. í fjárlagafrumvarpinu er tekið fram að mikilvægasta markmið hagstjórnarinnar sé að varðveita þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum að und- anfórnu og tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Að- haldssöm stefna í rikisfjármálum stuðli að stöðugu rekstr- arumhverfi atvinnulífs og skapi svigrúm til frekari niður- greiðslu skulda og lækkunar skatta. Þar sem reiknað er með að heldur hægi á þenslunni og enginn ágreiningur er innan ríkisstjórnarinnar um afnám eignaskatts, einkum af íbúðarhúsnæði, ætti sú skatta- lækkun að koma til framkvæmda þegar frá næstu áramót- um. Jónas Haraldsson DV Skoðun Allt í járnum í forsetaframboöi „Þessi kosningábarátta er nú þegar sú tvísýnasta síðan 1960 þegar Kennedy sigraði Nixon með nokkur þúsund atkvæðum. Allt bendir til að baráttan verði í járnum allt fram á síðasta dag. “ - Forsetaframbjóðendur i Bandaríkjunum takast á. Svo virðist sem kappræð- ur frambjóðenda í banda- rísku forsetakosningunum hafi litlu breytt. Ef eitthvað er hefur Bush unnið á með því einu að koma fram á sama sviði og varaforsetinn án þess að gera sjálfan sig að viðundri. Sjálfum fannst mér A1 Gore sigra með yfirburð- um, bæði i framkomu og rök- semdafærslu, en Bandaríkja- menn hafa önnur viðmið. Bush talaði almennt og yfir- borðslega, Gore var rökfastur og sann- færandi. En fáir virðast hafa skipt um skoðun á frambjóðendum. Samkvæmt skyndikönnunum rétt eft- ir sjónvarpsútsendinguna hefur Gore enn lítils háttar meira fylgi en Bush, en aðeins rúmlega skekkjumörk. Þetta þýð- ir að næstu kappræður á þriðjudaginn verða þeim mun mikilvægari. Fyrir kappræðurnar var talað um að Gore hefði meiru að tapa en Bush, því að all- ir viðurkenna að hann er miMum mun reyndari. Það eitt að Bush tapaði ekki afgerandi samkvæmt áliti þeirra kjós- enda sem spurðir voru er á vissan hátt sigur. I raun og veru er Bush aðeins i fram- boði vegna þess að hann er sonur fóður síns. Nafnið Bush fellur repúblíkönum vel í geð og Bush yngri hefur höfðað til þjóðarstoltsins vegna sigursins í Persaflóastríðinu undir stjórn fóður síns með því að hafa sér til ráðuneytis hershöfðingjana Powell og Schwarzkopf úr því stríði. En Bush þykir léttvæg- ur, reynslulaus og vitmaður í meðallagi. Einmitt það kann að falla Bandaríkjamönnum í geð, Gore þykir of yfirþyrmandi hæfur og er oft sakaður um að tala niður til fólks. Það gerir Bush ekki og þykir alþýðlegri og opnari. Úrslit kosninganna 7. nóvember kunna að ráðast einfaldlega af því hvor frambjóðandi fellur almenningi betur í geð persónulega og þar virðist Bush hafa vinninginn, enda þótt á málefna- grundvelli standi Gore betur. Mjög mik- ið ber á milli í mörgum málum og svo virðist sem úrslit kunni að ráðast af at- kvæðum kvenna. Mikill munur er á fylgi frambjóðenda eftir kynjum, Gore hefur um 20 prósent meira fylgi meðal þeirra, en Bush aftur á móti um 13 pró- sent meira meðal karla. Málefnin Næsti forseti mun fyrirsjáanlega út- nefna þrjá eða jafnvel flóra nýja hæsta- réttardómara. Það gæti þýtt nýtt valda- jafnvægi i réttinum sem gæta mundi i áratugi. Fóstureyðingar eru löglegar núna, en Bush er á móti þeim og mundi útnefna dómara sem mundu ógilda fyrri úrskurði hæstaréttar um þetta mál. Gore er fylgjandi fóstureyðingum. Þetta er ekki mikið uppi í umræðuni en því meira undir niðri og fylgi Gores meðai kvenna byggist meðal annars á þessu. Annað mikið mál er niðurgreiðsla á lyfseðilsskyldum lyfium, þar sem Gore þykir hafa betri áætlun og höfðar þar með til eldri borgara, sem eru einn mik- ilvægasti hópur kjósenda. Aðalmál Bush er mikil skattalækkun, sem Gore segir að muni fyrst og fremst koma auð- mönnum, um einu prósenti skattgreið- Hafa mannréttindi þá landamæri? enda var minnt á það í ávarpi að margt væri und- anskilið á þeim spjöldum sem þama var haldið á loft. Það voru ungliðar í Vinstri- hreyfingunni - grænu fram- boði sem boðuðu til fundar- ins til að vekja athygli á af- leiðingum viðskiptabanns- ins á írak sem Bandaríkja- stjórn stendur ótvírætt fyr- ir. Með viðskiptabanninu er heilli þjóð haldið í svelti með þeim afleiðingum að á aðra miljón manns hafa látið lífið beinlínis af völdum þess og dauðs- follunum fiögar með hverjum degi sem því er haldið áfram. Þetta er ekki bara skoðun unglið- anna í Vinstrihreyfingunni og fá- einna gamalla herstöðvaandstæð- inga. Samtök og stofnanir á borð við Rauða krossinn og Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna hafa farið hörðum orðum um viðskiptabannið og Mann- réttindaráð SÞ telur að það standist ekki alþjóðalög. Það er því brýnt að bera fram öflug mótmæli gegn við- skiptabanninu og í ljósi þess að gagnrýni á það hefur verið miklu al- mennari en gagnrýni á aðrar gerðh Bandaríkjanna og einnig í ljósi þess að allar ungliðahreyfingar stjórn- málaflokkanna gátu sameinast um mótmæli gegn Li Peng, forseta kín- verska þingsins, nokkru fyrr, þótti nokkur von í að nú mætti ná viðlíka samstöðu. Litlar undirtektir Það er skemmst frá að segja að undirtektir voru litlar. Einungis talsmaður Frjálslynda flokksins tók vel í erindið. Frá ungum sjálfstæðis- mönnum bárust engin svör en ann- ars staðar kom fram að þeh kenna stjómvöldum í Bagdad alfarið um ófarir íraka. Ungh framsóknar- menn sögðu Albright ekki réttan aðila til að beina mótmælum að þar sem ör- yggisráð Sameinuðu þjóð- anna stæði að viðskipta- banninu. Þannig komu þeir sér undan mótmælum gegn þessari vinkonu Halldórs Ásgrímssonar. En hrekklaus maður gat ímyndað sér að ungir jafnaðarmenn tækju höndum saman við ungliða Vinstrihreyfingarinnar og gengið yrði af krafti í að undirbúa öflug mótmæli gegn þessum afmörkuðu gerðum Bandarikjastjómar þar sem afstaðan til NATO-aðildar og hersetu yrði látin liggja milli hluta. En þeir komust að sömu niðurstöðu og ungh framsóknarmenn. Við verðum þá væntanlega að bíða efth því að utanríkisráðherra ís- lands bjóði öllu öryggisráðinu í heimsókn og kann nú að verða bið á því. Af svörum ungra framsóknar- manna og ungra jafnaðarmanna má ráða að þeir treysti sér ekki til að neita því að viðskiptabannið sé brot á mannréttindum. En ef svo er, þá er líka ljóst að mannréttindi hafa landamæri að þeirra mati þvert á það sem var yfh- skrift mótmælanna gegn Li Peng. Það er óhætt að mótmæla mannrétt- indabrotum ef í hlut á Kínverjinn Li Peng, en þegar um er að ræða full- trúa Bandarikjastjómar er fundin tylliástæða til að vera ekki með. Þá vitum við það Einar Ólafsson Einar Olafsson rithöfundur Laugardaginn 30. september síð- astliðinn komu um hundrað manns á mótmælafund í Reykjavík vegna heimsóknar Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna. Þessi hópur hélt á spjöldum með ýmsum áletrunum, svo sem: Stöðvið stríðið gegn írak. Stöðvið stríðið gegn Júgóslavíu. Afléttið viðskipta- banninu. 500 þúsund börn hafa verið drepin, er ekki nóg komið? Ekkert stjörnustríð, hættið viö gagnflauga- áætlunina. ísland úr NATO, herinn burt. Ærln ástæða Það er ljóst að sumum finnst ærin ástæða til að mótmæla þegar utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna kemur í heimsókn og þá er af nógu að taka, „Það er óhœtt að mótmcela mannréttindabrotum ef í hlut á Kínverjinn Li Peng, en þegar um er að rœða fulltrúa Bandarikjastjómar er fundin tylliástœða til að vera ekki með. Þá vitum við það. “ Með og á móti nú? Innanlandsflug - sameiginlegt verkefni „Svarið er ein- vallarskilyrði þess að byggð falt - já. Að mínu mf um landið verði ekki ein- mati er ríkis- ungis viðhaldið heldur styrkt innan- II ■* einnig treyst. Ef almenn- landsfiug fullkomlega rétt- ik M ingssamgöngur eru í ólestri lætanlegt og reyndar sjálf- H .<^B^H er augljóst, að svo mun sagt til þess að tryggja Jl ...^H aldrei verða. nauðsynlega samfélagsþjón- Innanlandsflugið er því, ustu. Bjarnason rétt eins og heilbrigðiskerf- Það er mikilvægt að leit- aiþm. Vinstrihreyf■ iö og skólakerflð, sameigin- að sé allra leiða til að jafna ingarinnar - græns legt verkefni velferðarsam- tækifæri og möguleika í framboös félagsins og opinber stuðn- þéttbýli og dreifbýli. Reglu- ingur við það fullkomlega legar og öruggar almenningssam- réttlætanlegur hér eins og í ná- göngur um allt land eru eitt grund- grannalöndum okkar.“ Ríkisrekstur út sem kostur er „Það er ekki bora við gerð flugvalla er réttlætanlegt að H J framlag skattborgaranna til ríkið styrki inn- ■ 1 bætts samgöngukerfis anlandsflug, sem ■ -s — j hinna dreifðu byggða, eins og ekki hefur H -.rifM og raunin er til hafna- og verið gert vegna áætlunar- H| 1 vegagerðar. Til þeirra staða ferða fólksflutningabifreiða. HL JH þarf þó að líta yfir hörðustu Sú meginstefna hefur verið vetrarmánuðina, þar sem ríkjandi að fela einkaaðil- Guðmundur snjóruðningur á sér ekki um frekari verkefni og að Hallvarðsson stað, til dæmis þrisvar i ríkið dragi sig út úr rekstri aiþm. Sjáifstæöis- viku, og vegasamgöngur sem nokkur kostur er. fíokksins ekki komnar í það horf sem Fjármögnun hins opin- almennt er nú orðið.“ Forsvarsmenn dreifbýllsins hafa margir ýjað að aðstoð hins opinbera til að gera Flugfélagi Islands kleift að halda uppi óbreyttu flugi til áfangastaða á landsbyggðinni. enda, til góða. Skattalækkun er ekki ofarlega í huga almennings en menntamál og almanna- tryggingar eru stórmál. Bush hefur mikinn áhuga á menntamálum og hefúr náð góðum árangri í þeim í Texas og áætlanir hans þykja raunhæfar. Öðru máli gegnir um almanna- og sjúkratryggingar þar sem mikill ágrein- ingur er um hvernig verja eigi fyrirsjá- anlegum tekjuafgangi rikissjóðs. Bush vill skila honum í formi skattalækkana, en Gore vill efla tryggingakerflð. I raun er furðulegt að kjósendur vilji skipta um forstystu núna, eftir mesta uppgang sem sögur fara af í efnahagslífi Banda- ríkjanna undir stjórn Clintons. Hvers vegna aöra stefnu núna? Bandaríkjamenn hugsa lítið um for- tíðina og meira um framtíðina, og þeir virðast leiðir á Clinton eftir tvö kjör- tímabil. En þegar að því kemur að greiða atkvæði í kjörklefanum er ekki víst að þeir vilji í raun breytingar. Þessi kosningabarátta er nú þegar sú tvísýnasta síðan 1960 þegar Kennedy sigraði Nixon með nokkur þúsund at- kvæðum. Allt bendir til að baráttan verði í jámum alit fram á síðasta dag. Gunnar Eyþórsson Ummæli Skýrsla auðlindanefndar „Augljóst er að framsóknarmenn hafa tekið öll völd í þessari nefnd, enda formaður þeirra höf- undur kvótakerfisins í fiskveiðum ... Þjóð- areign á nytjastofn- um gefur ekkert í aðra hönd. Sama gildir um þjóðareign á notkun á vatnsafli. Tilgangurinn er því að- eins sá að blekkja almenning til að fela áframhaldandi úthlutun á veiði- heimildum til kvótakónga." Önundur Ásgeirsson, fyrrv. forstjóri, í Mbl. 5. okt. Neytendur og veitendur „Stjórnvöld hafa sett frjálsum við- skiptum og athafnafrelsi borgaranna ýmsa stóla fyrir dymar. Einna þyngst- ur í vöfum og alvarlegastur virðist vera lög nokkur sem hlutu númerið 8/1993 og eru í daglegu tali kölluð samkeppnislögin. Með þeim lögum veittu stjómvöld embættismönnum sínum ótrúlegar heimildir til að skipta sér af því sem einstaklingamir taka sér fyrir hendur og hvernig þeir haga rekstri sínum og annarri starf- semi... Svo óhugnanlegt sem það er þá eru ýmsir sem einlæglega trúa því að opinber fyrirmæli um viðskipta- hætti séu fallm til þess að stuðla að frjálsri samkeppni. Sumir virðast halda að á markaði starfi tvö ólík öfl, góð og slæm; neytendur og veitendur. Neytendur séu „góðir" og veitendur, það er fyrirtækin, „slæm“ - og því verri sem þau eru stærri." Úr Vef-Þjðöviljanum 4. október. Nýju fötin sægreifans „Svokallað Geir- finnsmál hrikti í máttarvöldum þjóðfé- lagsins á sínum tíma og olli röskun á þjóð- lifinu. Málið flæktist í höndum dómsyfir- valda og flækjan óx þeim yfir höfuð ... Ólafur Jóhannesson dómsmálaráð- herra sá sæng sína uppreidda. Ráð- herrann kallaöi á þýskan lögregluþjón til að pakka málinu inn í umbúða- pappír ... íslendingar vissu að Þjóð- verjanum var ekki ætlað að fmna sannleikann, heldur útgönguleið fyrir ráðherrann og hyski hans. Farginu var aldrei létt af þjóðinni heldur dysjað í þjóðarsálinni. Davíð Oddsson forsætisráðherra er nú í sporum Ólafs Jóhannessonar og Auðlindanefnd í hlutverki þýska lögregluþjónsins. Mán- uðum saman hafa klæðskerar ráðherr- ans setið við sauma og á fóstudaginn var birtust „Nýju fótin Sægreifans“.“ Ásgeir Hannes Eiríksson verslunarm. í Degi 5. október. Má ekki tala um kvótaeign? Einn varaforseta Alþing- is hefur sett ofan í við óbreyttan þingmann, Sverri Hermannsson, fyrir mál- flutning sem stangast á við þingsköp. Sverrir brigzlaði Halldóri Ásgrímssyni utan- ríkisráðherra um að láta eigin fjárhagslega hagsmuni ráða stefnu sinni í sjávarút- vegsmálum. ítem: Halldór og ættingjar hans eiga kvóta að milljarðavirði og því er Halldór nú hlynntur fjár- “ festingu útlendinga í íslenzkum sjáv- arútvegi. Þannig græðir hann meira þegar kaupandi finnst að fjölskyldu- fyrirtækinu. Sverrir hafði ekki fyrir því að svara þingforseta. Hann hristi bara höfuðið og glotti. Ofsóknirnar Þetta er ekki nýtt umræðuefni. í kosningabaráttunni í fyrravor kvart- aði Halldór Ásgrímsson yfir því að andstæðingar hans og fjölmiðlar of- sæktu sig og aldraða móður sína vegna útgerðarfyrirtækis fjölskyld- unnar sem ætti svolítið af kvóta. Þeg- ar Finnur Ingólfsson fór á eftirlaun um áramótin tiltók hann þessar of- sóknir líka sem eina sönnun þess hversu ógeðfelld stjómmálaumræða væri í landinu og að hér væri eigin- lega ekki líft fyrir hælbítum. Ofsóknimar á hendur Halldóri Ás- grímssyni fólust í því, ef mig brestur ekki minni, að einn fjölmiðill spurði hann um kvótaeign hans einu sinni (óstaðfestar fregnir herma raunar að þetta mál hafi líka verið til umræðu i dreifiritinu alræmda sem aldrei kom fyrir augu lands- manna). Halldór svaraði spumingunni á sínum tíma og notaði svo hvert tækifæri sem hann fann til að minna á að hann hefði verið spurður þessar- ar spumingar, hæfi- lega ergilegur vegna kosninganna sem hann var að tapa. Honum fannst ósann- gjamt að hann væri spurður um kvótaeign sina, eins og verið væri að bera honiun Karl Th. Birgisson blaöamaöur óheiðarleika á brýn. Það er mikill misskilningur, og jafnreyndur stjómmála- maður og Halldór ætti að vita betur. Sérstaklega nú hin seinni árin þegar hann er orðinn sigldur. í þeim nágrannaríkjum okkar, þar sem lýðræði er þroskaðra en hér, er það gömul og álitin sjálfsögð krafa að þingmenn veiti upplýsingar um fjárhagsleg tengsl sem kunna að skipta máli í opinberum störfum þeirra. Þetta á til dæmis við um hlutafjár- eign, fjárframlög frá einstaklingum og fyrirtækjum, gjafir og styrki, svo það helzta sé nefnt. í þessum löndum væru það ekki taldar ofsóknir að spyrja sjávarútvegsráðherra til margra ára um fjárhagslega hags- muni hans af kvótakerfi sem hann bjó til og hefur varið, blóðugur upp að öxlum. Það væri einfaldlega talinn sjálfsagður réttur kjósenda að vita hvaða persónulegra hagsmuna stjómmálamenn eiga að gæta þegar mikilvæg mál koma til ákvörðunar þeirra. Á Sverrir kvóta? 1 eðlilegum samfélögum heföi það þótt sjálfsagt mál og brýnt að spyrja eins og Sverrir Hermannsson gerði. Sverrir notaði að vísu sitt striga- kjaftsorðcdag og líkti Halldóri við Borís Jeltsin og rússneska mafíósa sem hafa stolið þjóðareignum og stofnað um þau fjölskyldufyrirtæki. Það er líka mikill misskilningur. Halldór hefur engu stolið, og þætti þeim fráleitt sem þekkja til hans. Fjölskyldufyrirtæki hans fékk, eins og önnur útgerðarfélög í landinu, milljarðaverðmæti gefins, með frum- varpi Halldórs, lögum frá Alþingi og síðar blessun Hæstaréttar. Ekki veit ég hvurnig ijölskyldu- fyrirtæki Halldórs hefur reitt af, en hitt veit ég að aðrir hafa fundið not fyrir þessa milljarða sem Halldór gaf þeim. Einn Akureyringur seldi sitt og labbaði út með þrjá milljarða í vasanum. Aðrir hafa keypt fótboltafé- lög á Englandi í von um seinni tíma gróða og þægileg sæti á vellinum. Það breytir ekki þvi að full ástæða er til að spyrja: Hversu mikinn kvóta á Halldór Ásgrímsson eða á í vændum? Hvaða persónulegu fjárhagslegu hagsmuna á hann að gæta við að verja óbreytt kvótakerfi? Og hvað um aðra þingmenn? Á Sverrir Hermannsson kvóta? Stein- grímur J. Sigfússon? Og allir hinir? Þetta eru spurningar sem á og verð- ur að spyrja. Ef Halldór Ásgrímsson hefur ekki bara fengið Evrópuglýju í augim á ferðum sínum til Brussel hefur hann vonandi fengið nasasjón af því að í alvörulöndum verða al- vörustjómmálamenn að svara al- vöruspumingum. Hvað sem öllum þingsköpum liður. Karl Th. Birgisson „Hversu mikinn kvóta á Halldór Ásgrímsson eða á í vœndum? Og hvað um aðra þingmenn?Á Sverrir Hermannsson kvóta? Stein- grímurj. Sigfússon? Og allir hinir? Þetta eru spumingar sem á og verður að spyrja. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.