Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 Fréttir I>V Bæjarstjórn samþykkti átta hæða hús í miðbæ Keflavíkur: Deilt um háhýsi DV. REYKJANESBÆ:___________________ Meistarahús ehf. hefur sótt um að byggja 8 hæða háhýsi í miðbæ Kefla- víkur, að Aðalgötu 7-9. Málið hefur verið á ferðinni í bæjarkerfinu síðan 9. september þegcir það var kynnt í bæjarstjóm Reykjanesbæjar, en þá var málinu vísað til bæjarráðs. Afar heitar umræður urðu strax um málið á bæjarstjórnarfundinum. Minnihlutinn vildi undir engum kringumstæðum leyfa að byggja svo stóra byggingu í miðbæ Keflavíkur þar sem það skaðaði umhverfið, en meirihlutinn var því ósámmála. Málið kom svo til umræðu í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar í vikunni. Bæjarfulltrúar minnihlutans lögðu til að öllum hugmyndum um fleiri háhýsi í eldri, gamalgrónum bæjar- hlutum verði hafnað. Verði þess þörf beri að skipuleggja sérstakt hverfi fyrir slik hús þar sem þau falla betur að heildarbæjarmynd- inni. Minnihluti bæjarstjómar segir að þessi hugmynd um háhýsi ásamt gríðarlegri bílageymslu sem reisa á á svæðinu veki sérstaka furðu. Þeir minna á að á þessu svæði hafi bæj- arstjóm samþykkt 1. febrúar s.l. að rísa skyldu tvö einbýlishús sem væra í samræmi við umhverfíð. Telja menn hugmyndina um háhýs- ið alfarið komna frá byggingaverk- taka sem ekki taki á neinn hátt tillit til umhverfisskemmda sem bygging- in muni valda íbúum svæðisins. Til- laga minnihlutans var felld með sjö atkvæðum gegn fjóram. -DVÓ Síldin er komin! DV. NESKAUPSTAÐ:__________________ Síldarvertíð er hafm í Neskaup- stað. Síldin er einkum fryst og unn- in lítils háttar í saltflök og svo- nefnda harðsöltun. Það tefur nokk- uð söltunarmöguleika að hið endan- lega vinnusvæði Síldarvinnslunnar er enn ekki tilbúið en það hefur ver- ið í byggingu eins og kunnugt er. Á myndinni hampar ung, norðfirsk snót silfri hafsins, kóngafæðu sem skiptir miklu fyrir afkomu fólksins í sjávarþorpunum. Annað að frétta er að allar teg- undir berja hafa sprottið með ólík- indum vel. Menn segja að það sé ráð að hafa með sér skóflu og hjólbörur þegar farið sé til berja. Berjaafurð- imar eru svo miklar að fólk veit varla hvað gera skal við þær. Segja mætti mér samt að framleiddir séu missterkir drykkir úr berjun með öðru. -KAJ Hætt Hætt hefur verið við að loka barnadeildum Landsspítala i Foss- vogi. Upphaflega var gert ráð fyrir að loka barnadeildunum tvær helg- ar af hverjum þremur. Þessar helg- ar átti að flytja börnin, sem lágu inni á deildunum, af Fossvogsspítal- anum á Landsspítalann við Hring- braut. Ekkert varð af þessum flutn- ingum þar sem hætt var við lokan- imar. Helga Bragadóttir, forstöðumaður hjúkrunarsviðs bama, sagði að áformin hefðu einungis snúist um að flytja börn úr Fossvogi á Lands- spítalann við Hringbraut en ekki til Barnadeildir í Fossvogi: viö helgarlokanir og flutning barna milli spítala um helgar baka aftur. Ráð hefði verið gert fyrir að þau dveldu áfram á sjúkrahús- inu við Hringbraut og útskrifuð- ust þaðan. „Það kom upp tilfelli sem þótti best að opna deildina fyr- ir,“ sagði Helga, að- spurð hvaða ástæður lægju að baki þessum breyttu áformum. „Aðstæður á spítalanum í heild breytt- ust líka. í framhaldi af Hætt við lokanir þvj var Barnadeildirnar í Fossvogi veröa áfram opnar um ákveðið að helgar. Hætt hefur veriö viö áform um aö flytja þafa þarna. börn þaöan niöur á Landsspítala viö Hringbraut. deMir í Fossvogi opnar um helgar. Flestar barnadeildirnar hjá okkur eru illa mannaðar, það hefur verið mikið álag á þeim svo og öðrum deildum. Mikið hefur verið um slys og svo eru haustpestir byrjaðar að herja á landsmenn. Því var ákveðið að halda barnadeildunum opnum áfram, hvað sem verður í framtið- inni.“ Helga sagði að engin áform væru uppi um að skera niður þjónustu á barnadeildunum. Fólki væri ekki visað frá heldur fengi það áfram þá þjónustu sem það hefði þurft og hefði fengið. -JSS Hólmurinn vatnslítill 1 Stykkishólmsbær er þessa dagana að bregðast við auk- : inni vatsnþörf, að sögn Óla Jóns Gunnarssonar, bæj- arstjóra í Stykkis- hólmi. Óli Jón segir að eftir að skel- j vinnslurnar og : rækjuvinnslan fóru í fulla vinnslu nú í haust hafi orðið ljóst að vatnsþörf þeirra yrði meiri en flutningsgeta aðveituæðarinnar, sem lögð var j 1973, annaði. Á þá lögn hefur þegar j verið sett ein dælustöð við Hamra- enda. Á síðustu vikum hefur verið unn- ið að undirbúningi þess að bregðast við aukinni vatnsþörf. Dælustöð verður sett á aðveitulögnina í Sauraskógi. Kostnaður er áætlaður um 15 milljónir króna og mun þetta auka innrennsli á bæjarkerfið um ca. 50 tonn á klukkustund. Ný að- veita kostar um 100 m. kr. og því al- gjörlega óraunhæfur kostur meðan aðrar leiðir eru færar. Dæla hefur verið pöntuð og smíði dælustöðvar er að hefjast auk þess sem raf- magnsstreng verður komið að svæð- inu. „Því miður munu verða óþægindi vegna þessara framkvæmda næstu i vikur en vonast er til að fram- kvæmdir gangi sem hraðast svo óþægindum linni og að sjálfsögðu koma þau misjafnt niður á íbúum miðað við hvar þeir búa í bænum,“ j sagði Óli Jón Gunnarsson. -DVÓ Gæðaverðlaun Coldwater DV. AKRANESI: I Frystitogararnir Höfrungur III AK 250 í eigu útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækisins Haraldar í Böðvarssonar og Arnar HU fengu gæðaverðlaun Coldwater Seafood i Corporation, sem er dótturfyrirtæki j Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum. Verðlaunin eru veitt árlega þeim framleiðendum sem skara fram úr í gæðum. , Óli í Sandgerði AK 14 landaði 600 | tonnum af kolmunna á Eskifirði í j gær. Þá hafði skipið landað tæpum j 14.000 tonnum af kolmunna á þessu ári. Aflanum hefur að mestu verið landað í Austfjarðahöfnum og í Færeyjum. -DVÓ DV, STYKKISHOLMI: Óli Jón Gunnarsson Vcörið i kvöld Kólnandi veður Suðvestan 8 til 13 m/s og skúrir vestanlands en hægari og skýjað með köflum á Austurlandi. Hiti víða 7 til 12 stig í dag en síðan kólnandi veður. Solargangur og sjavarfól! REYKJAvIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 18.35 18.17 Sólarupprás á morgun 07.58 07.46 Síödegisflóö 14.28 19.01 Árdegisflóö á morgun 03.04 07.37 Skýringar á veöurtáknum rÖviNDATT ÍOV-WH .in« 'NsVINÐSTYRKUR í metrum á sekúndu “^FROST HEIÐSKiRT Ö IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÖ ALSKÝJAÐ SKÝJAO *v4* Sw/ w w RÍGNiNG SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Ö'P == ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Vcöriö a inorgim Nokkuö hlýr september Septembermánuður var nokkuð hlýr á íslandi. Á norðan- og austanverðu landinu var frekar þurrt og sólríkt. Á suðvestanverðu landinu var mikið vatnsveður um miðja mánuöinn dagana 12. til 16. Meöalhiti i Reykjavík var 8,7 gráður en meðalúrkoman var 87,2 mm sem er þriðjungi meira en venja er. Sólskinsstundirnar voru 140. Suðlæg eða breytileg átt Suölæg eöa breytileg átt, 5-8 m/s og víða skúrir og dálítil rigning, en skýjaö og þurrt á köflum á Norðurlandi. Hiti 3 til 8 stig. CTmnrremfgg Vindur: C 10-15 Hiti 2° til 7“ Noröan 10 tll 15 m/s norövestanlands en annars breytlleg átt, 5 tll 10, og víöa rlgnlng eöa skúrlr. Hitl 2 tll 7 stlg. Búast má vlö ákveölnnl noröanátt meö slyddu noröanlands, en þurru veörl fyrir sunnan. AKUREYRI Léttskýjaö 14 BERGSSTAÐIR Léttskýjaö 12 BOLUNGARVÍK Rigning 8 EGILSSTAÐIR 11 KIRKJUBÆJARKL. Rigning 9 KEFLAVÍK Þokumóða 9 RAUFARHÖFN Alskýjaö 10 REYKJAVÍK Þokumóöa 10 STÓRHÖFÐI Þokumóöa 9 BERGEN Skýjaö 12 HELSINKI Léttskýjaö 16 KAUPMANNAHÖFN Alskýjaö 14 ÓSLÓ Rigning 13 STOKKHÓLMUR Rigning 16 ÞÓRSHÖFN Skýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR Skýjaö 12 ALGARVE Léttskýjað 24 AMSTERDAM Úrkoma 12 BARCELONA Skýjaö 20 BERLÍN Rigning 11 CHICAGO Skýjaö 11 DUBLIN Skýjaö 13 HALIFAX Rigning 7 FRANKFURT Skúrir 12 HAMBORG Hálfskýjaö 14 JAN MAYEN Úrkoma | LONDON Léttskýjaö 13 LÚXEMBORG Skýjaö 10 MALLORCA Súld 20 MONTREAL 7 NARSSARSSUAQ Súld 1 NEW YORK Þokumóöa 19 ORLANDO Þokumóöa 23 PARÍS Skýjaö 14 VÍN Alskýjaö 17 WASHINGTON Þokumóöa 19 WINNIPEG Léttskýjaö -5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.