Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 I>V Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.ls Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáis fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk„ Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Viðskiptabanni aflétt Eðlilegt er, að Vesturveldin aílétti nú þegar við- skiptabanni á Serbíu, þar sem skrímslið með engilsvip- inn er flúið af hólmi og löglega kjörinn forseti hefur náð völdum í landinu. Forsendur viðskiptabannsins á Serbíu eru því hamingjusamlega brostnar. Slobodan Milosevic var hinn illi andi Serba og stóð fyrir endurteknu áreiti við nágranna þeirra. Hann átti mikinn þátt í að gera áreitið óvenjulega fólskulegt með því að senda brjálæðinga á vettvang til að fremja sögu- fræg iílvirki, sem lengi verða blettur á Serbum. Vegna voðaverka Serba í Króatíu, Bosníu og Kosovo hefur verið stofnaður fjölþjóðlegur stríðsglæpadómstóll í Haag, sem hefur þegar dæmt nokkra Serba og á eftir að dæma fleiri, þótt höfuðpaurarnir hafi ekki enn náðst. Milosevic er eftirlýstur stríðsglæpamaður. Vojislav Kostunica hlaut tilskilinn meirihluta at- kvæða í forsetakosningunum 24. september, þrátt fyrir umfangsmiklar atkvæðafalsanir af hálfu stuðnings- manna Milosevics. Þegar falsanir atkvæða nægðu ekki, var gripið til þess ráðs að reyna að falsa úrslitin. Þetta sætti þjóðin sig ekki við og tók völdin í landinu á fimmtudaginn var. Engar blóðsúthellingar urðu, því að hvorki her né lögregla höfðust að. Völdin láku ein- faldlega úr höndum Milosevics, sem reyndist harla vinafár, þegar viðhlæjendur hans létu sig hverfa. Þótt viðskiptabanni verði núna aflétt, fer því fjarri, að samskipti Serbíu og umheimsins komist af sjálfu sér í eðlilegt ástand. Vijislav Kostunica er róttækur þjóð- emissinni, sem afneitar ábyrgð Serba á voðaverkum og sakar Atlantshafsbandalagið um stríðsglæpi. Kostunica hefur sagt, að Milosevic verði ekki fram- seldur striðsglæpadómstólnum í Haag. Sennilega þýðir það, að hann verði ekki heldur fús til að framselja ýmsa helztu brjálæðingana á borð við Radovan Karadzic og Ratko Mladic í hendur alþjóðlegrar réttvísi. Meðan Kostimica og mikill meirihluti Serba lifa í af- neitun voðaverkanna er engin ástæða til, að Vestur- veldin geri meira en að aflétta viðskiptabanni. Stuðn- ingur við efnahagslega uppbyggingu Serbíu af vest- rænni hálfu kemur ekki til greina að svo komnu. Raunar er Kostunica svo róttækur þjóðemissinni, að hann sagði nýlega, að Serbar muni hvorki þiggja hjálp að vestan né austan við uppbyggingu landsins. Sú yfir- lýsing einfaldar málið og dregur úr líkum á, að vest- rænir leiðtogar freistist til að ausa fé í Serbíu. Með byltingunni 5. nóvember hafa vandræði Balkan- skaga ekki verið leyst. Hins vegar hafa skyndilega myndazt forsendur til að þróa smám saman samskipti Serba annars vegar og annarra þjóða skagans hins veg- ar á þann veg, að sárin grói á löngum tíma. Serbia hefur ekki í einni svipan hætt að vera krabba- mein Balkanskagans. En versta æxlið hefur allt í einu verið skorið og sjúklingnum getur batnað með tíð og tíma. Eitt skref er upphaflð að sérhverju löngu ferða- lagi og Serbar hafa stigið þetta fyrsta skref. Ósigur skrímslisins með englasvipinn er mikill sigur fyrir Evrópu og vestræna hugmyndafræði. Forsendur lýðræðislegs samfélags hafa verið endurreistar í drungalegasta afkima álfunnar. Ljósið að vestan mun óhjákvæmilega lýsa upp þessar leifar miðalda. Balkanskagi var á tuttugustu öld kveikjan að tveim- im heimsstyijöldum. Þess má nú vænta, að skaginn verði friðsamur á tuttugustu og fyrstu öld. Jónas Kristjánsson Þegar valdið gufar upp Það er eitthvað magnað við að sjá einræðisherra faila. Vald, sem virðist jámbent, lekur niður einn daginn, slappt og þvalt, og valdsmennimir standa berskjaldaðir. Án þess að nokk- uð hafi breyst er allt breytt. Svona hafa harðstjórar fallið, stundum á drama- tískan hátt eins og Nicalae Ceaucescu Rúmeníuleiðtogi fyrir tæpum 11 árum, stundum án blóðsúthellinga eins og Gustav Husak, forseti Tékkóslóvakíu, sem sagði af sér seint á árinu 1989. Fall Milosevics nú, rúmum áratug eftir að Austur-Evrópuþjóðir hristu af sér kommúnistastjómimar, er þó af dálítið öðra tagi. Milosevic er þrátt fyr- ir allt „póst-kommúniskur“ leiðtogi, hann komst til valda fyrst sem umbóta- sinnaður kommúnisti eða sósíalisti og hélt valdataumunum með sívaxandi þjóðemisstefnu. Hann var vinsæll leið- togi, að minnsta kosti framan af, og þrátt fyrir óprúttnar aðferðir gat eng- inn haldið því fram að hann hefði rænt völdunum eða sölsað þau undir sig með ólögmætum hætti. En samt er leið Milosevics augljóst dæmi um örlög einræðisherrans sem einangrar sig í hópi traustra stuðnings- manna, fyllist ofsóknarbijálæði, neitar að sjá út fyrir þröngan og dapurlegan sjóndeildarhring þess. Strið og friður Haustið 1998, þegar Frelsisher Kosovo var að sækja i sig veðrið og smám saman taka völdin i héraðinu, má segja að fyrst hafi verulega farið að hitna undir Milosevic. En þetta var hæg þróun. Vestrænir leiðtogar og for- usta NATO vom ótrúlega sein af stað. Það var ekki fyrr en búið var að klúðra mörgum samningafúndum og hafha fúrðuhagstæðum tilboðum að Milos- evic og stjóm hans stóðu frammi fyrir því að sterkasta hemaðarbandalag ver- aldar taldi sig knúið til að hefja stór- kostlegar loftárásir á Serbíu, sem þrátt fyrir allt er ekkert annað en fátækt smáríki andspænis heimsbyggðinni. Jafnfáránleg og sú niðurstaða var, þá var hún líka tilkomin af vissri nauð- syn, þeirri nauðsyn sem segir að hótan- ir séu ekki trúverðugar nema staðið sé við þær. Afstaða Milosevics þá, ekki sist ósveigjanleiki hans þegar úrslitatil- raun var gerð til að semja um framtið Kosovo í febrúar 1999, er erfitt að skýra með öðm en bijálsemi. Eða hvemig er hægt að skýra það með öðrum hætti að leiðtogi ríkis fómi meiri hagsmunum fyrir minni, kalli yfir sig loftárásir, mannfall og allar þær hörmungar sem þessu fylgja með öðra en bijálsemi? Stjómmálaskýrendur töldu á sínum tíma að Serbar hlytu að vHja semja, en svo varð ekki og því fór sem fór. Menn velta því nú fyrir sér hvort Slobodan Milosevic er eða var enginn venjulegur einrœðis- herra en á stjórnar- ferli hans má sjá hvernig lýðræði getur snúist upp í andhverfu sína, sé þannig farið með það árásimar á Kosovo hafi verið réttlæt- anlegar og hvort þær hafi á endanum skilað þeim árangri sem ætlast var til. Það er margt sem bendir til þess að svo hafi alls ekki verið. Ein ástæða til gagnrýni er til dæmis sú staðreynd að NATO getur ekki beinlinis hreykt sér af frammistöðu sinni. Loftárásimar vora miklu ónákvæmari og ollu miklu meiri spjöllum og mannfalli en ætlast var til. Ástandið í Kosovo er enn hörmulegt þó að þar hafi vestræn ríki í raun verið við völd í heilt ár. Það má til sanns vegar færa að stríð- ið um Kosovo hafi verið harmleikur sem lék alla grátt. Fyrir utan ailar þær hörmungar sem stríð og ofbeldi ollu, þá hefúr enn alls ekki tekist að koma á þvi jafnvægi sem Vesturlönd ætluðu sér. í raun hefúr reynslan frá Kosovo verið stöðug áminning til Vesturlanda um hvemig þau eigi ekki að koma fram í málum af þessu tagi, frekar en að sýna fram á að vestrænn hemaðarmáttur geti látið gott af sér leiða. Lýðræði og einræði Það er einhver mótsögn fólgin í því að segja að lýðræðislega kjörinn leið- togi sé einræðisherra. Þó hafa margir einræðisherrar komist til valda með lýðræðislegum hætti. Milosevic er eða var enginn venjulegur einræðisherra en á stjómarferli hans má sjá hvemig lýðræði getur snúist upp í andhverfu sína, sé þannig farið með það. Einræðisherrar þurfa að treysta á stuðning og velvilja þegnanna, ekki síður, og stundum í meira mæli, en hinir sem fara með takmarkaðri völd. Þess vegna er mikið og stöðugt lýð- skrum jafnan fylgifiskur einræðis. Annar fylgifiskur einræðis era ofsókn- ir á hendur andstæðingum, ímynduð- um jafnt sem raunverulegum. Af hvora tveggja hafa stjómmál í Serbíu undir Milosevic einkennst í ríkum mæli. En það sem kannski gerir Milosevic sérlega ógeðfelldan er hvemig hann hefúr frá upphafi valdaferils síns í raun hvatt til og stutt að Serbar beittu þjóðimar í kringum sig ofbeldi. Þannig hafa stríðin í Júgóslavíu einkennst af ótrúlegum hrottaskap. Þegar málin verða gerð upp er það kannski fyrst og fremst ábyrgðin á hinum fjölmörgu of- beldisverkum sem menn Milosevics hafa framið sem eiga eftir að kynda undir kröfum um að réttað verði yfir honum og hann dæmdur fyrir stríðs- gfrepi. Það er á sinn hátt stórmerkilegt að það skuli hafa þurft kosningar til að Milosevic tapaði völdunum. Hvers vegna braust sú reiði sem hefúr ein- kennt mótmælaaðgerðir í Belgrad ekki út gegn Milosevic fyrr? Milosevic og Lér konunglir Þessi grátbroslega aðstaða: Að halda kosningar og hætta svo við þegar manni líkar ekki útkoman, minnir mann á einhvem öfúgsnúinn hátt á ör- lög Lés konungs sem skipti ríkinu á milli dætra sinna og iðraðist þess fljótt. Vissulega er Milosevic á sinn hátt tragískur leiðtogi, svo miklu illu hefúr hann komið til leiðar og slik er eyði- leggingin sem blasir við landi hans þegar hann hrökklast frá völdum. Og þó er maðurinn sjálfúr ekkert annað en grámóskulegur skriffmnur, afurð Titóismans í Júgóslavíu. En Milosevic stendur fyrir meira en þetta. Hann er fúlltrúi þeirrar kynslóð- ar sem boðaði harða og ofsafengna þjóðemisstefnu þegcir kommúnisminn hrundi. Þessi þjóðemissteöia hefúr nú beðið algjört skipbrot í Júgóslaviu og það sama á eftir aö gerast víðar þar sem hún hefúr geisað. Skipbrotið stafar af því að hvergi hafa þjóðemissinnar getað uppfyllt kröfúr fólks um mannsæmandi líf. Hvergi hefúr fæmi, menntun og vit verið í fyrirrúmi heldur hafa stjóm- málin likt og flokkseinræðið áður ein- kennst af harðstjóm og mannvígum, ekki af uppbyggingu eða framfórum af nokkra tagi. Það er vonandi að uppreisnin gegn Milosevic í Belgrad geti verið for- smekkur að því að þjóðemisbálin fari að kulna. Þá væra atburðimir i Júgóslavíu að sumu leyti ekki síður tímamót en hrun kommúnismans 1989. PPRÆÐUR Við sjáum miðan þinn en við fínnum ekki fyrirtœkið sem borgar fyrirþigl ViSTSYUTS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.