Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 20
20 Helgarblað LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 DV Æðsti presturinn í Bastillunni - Kristinn Sigmundsson syngur til sigurs í París „Þaö má segja að þáttaskil hafi orðið 1995 þeg- ar Hugues R. Gall var ráðinn óperustjóri við Parísaróperuna. Hann var áður óperustjóri í Ziirich og þar hafði ég sungið í nokkur ár mörg hlutverk. Gall tók mig eiginlega með sér til Par- ísar og síðustu ár hef ég fengið ótal tækifæri til að syngja skemmtileg hlutverk og hef dvalist hér mjög mikið,“ segir Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari sem syngur hlutverk Zaccharia í óper- unni Nabucco eftir Verdi sem nú er að ljúka á fjölum Bastillunnar í París. Bastillan er eitt af nýjustu og fullkomnustu óp- eruhúsum heimsins. Þar er hægt að sviðsæfa fimm óperur í senn við fullkomnustu aðstæður og aðalsalur óperunnar rúmar ca 3000 manns í sæti. Auk þess rekur Opera National de Paris gamla óperuhúsið sem heitir Opera Garnier sem er mun eldra og sögufrægara hús. Kristinn Sigmundsson Ópera byltingarinnar Kristinn í aöalhlutverkinu í Nabucco eftir Verdi. Hann syngur rullu Zaccharia, æöstaprests, á fjölum Bastillunnar, eins fullkomnasta óperuhúss í heiminum í dag. Óperuhúsið í París var reist við Ba- stillutorgið árið 1989 til að minnast tvö hundruð ára afmælis frönsku bylting- arinnar. Torgið gegnir mikilvægu hlutverki í franskri sögu þvi Bastillan sem þar stóð var upphaflega virki er síðar varð að iilræmdu fangelsi. Fyrir ahnenningi var það tákn harðstjómar- innar og í byltingunni réðst æstur múgurinn þar inn til að leysa alla fangana úr haldi. Þetta var 14. júlí árið 1789 og var Bastillan síðar jöfhuð við jörðu. Er óperuhúsið var byggt heyrðust háværar mótmælaraddir. Torgið er ekkert sérstaklega stórt en óperuhúsið hins vegar risavaxið og þótti útkoman verða eins og flóðhestur í baðkari. Sumum fannst staðsetningin á tákn- rænasta reit Parísarborgar vera hneyksli því minnisvarðinn frægi um síðari júlíbyltinguna árið 1830 fellur í skuggann á húsinu, sérstaklega á kvöldin þegar það er flóölýst. Mörgum þótti líka miður að fjöldi húsa með ódýrum íbúðum vom rifm svo yflr- stéttarpakkið gæti byggt sér óperuhús þar sem dýmstu sætin kosta um sjö þúsund krónur (sem þykir reyndar ekki mikið í óperuheiminum í dag). En hvað sem líður staðsetningu óp- eruhússins við Bastillutorgið era flest- ir sammála um að það er eitt besta sinnar tegundar. Hljómburðurinn er dásamlegur og því skiptir litlu máli hvar maður situr, þó auðvitað sé skemmtilegra að vera framarlega. Tæknibúnaðurinn til að framkvæma alfa hugsanlega galdra á sviðinu er í fremstu röð og hljómsveitin er framúr- skarandi undir stjóm James Conlon sem er aðalhljómsveitarstjóri óperunn- ar. Listræn stjóm virðist vera í ágætu lagi og hafa sýningamar í óperunni yf- irleitt fengið lofsamlega dóma og verið vel sóttar. Vonandi verður húsið því ekki sprengt upp af þjóðemissinnuð- um uppreisnarmönnum. Hylltur aff áheyrendum Undirritaður var nýlega í París og brá sér á Nabucco eftir Verdi sem nú er verið að sýna í Bastilluóperunni. Kristinn Sigmundsson er í einu aðal- hlutverkanna en hann sló eftirminni- lega í gegn í Laugardalshöllinni í vor og hefúr vakið mikla athygli erlendis. Sýningamar á Nabucco standa til tí- unda október og er Kristinn í hlut- verki Zaccaria sem er æðsti prestur Gyðinga. Fjallar óperan um eyðingu Jerúsalem, innrásina í musteri Salómons og útlegð Gyðinganna í Babýlon. Inn í söguna er fléttaður ást- arþríhymingur sem samanstendur af Ismaele, frænda konungs Jerúsalems, Fenenu, dóttur Babýloníukonungsins Nabucco (eða Nebúkadnesars) og Abigaille, hinni dóttur Nabuccos, en hún er reyndar ekki dóttir hans í al- vörunni. Fenena og Ismaele elska hvort annað en Abigaille reynir að spilla fyrir þeim því hún elskar Is- maele líka. Nabucco konungur bland- ast í málið því hann oftnetnast af sigri sínum yfir Gyðingum og lítur á sig sem Guð. En almættið er ekkert allt of hrifið af því og lýstur Nabucco eld- ingu. Abigaille nær þá völdum og hyggst nota aðstöðu sína til að ganga frá Fenenu. Allt endar þó vel, Nabucco iðrast og sér ljósið og Abigaille hin vonda drekkur eitur og dettur dauð niður. Fenena var leikin af Súsönnu Poret- sky en Susan Neves var Abigaille. Ten- órinn Marco Berti var Ismaele, og Lado Ataneli var í hlutverki Nabuccos. Ataneli var óneitanlega stjama sýning- arinnar, enda með stórfenglega barít- onrödd sem var eins og sniðin fyrir, hlutverkið. Susan Neves stóð sig einnig prýðilega þó asmakennt blístur kæmi fyrir í efstu tónunum í upphafi óperunnar. En Kristinn Sigmundsson var frábær í sínu hlutverki, sannfær- andi sem ábúðarfullur prestur og rödd- in þétt og öragg allan tímann. Var hann mikið hylltur af áheyrendum í lok sýningarinnar. Marco Berti er athyglisverður tenór með afar sterka rödd og var ekki laust við að maður vorkenndi söngkonun- um þegar hann öskraði upp í eyrað á þeim í einu atriðanna. Súsanna Poret- sky hefði hins vegar mátt fá lánað eitt- hvað af raddstyrk hans því frammi- staða hennar var fremur máttleysisleg, röddin kuldaleg og barst illa. Aftur á móti var Cecile Perrin örugg og músík- ölsk sem systir Zaccaria og Romuald Tesarowicz sem æðsti presturinn í Babýlon var prýðilegur í sínu hlut- verki. Veisla fyrir augað Sviðið í Bastilluóperunni er risa- stórt og hefúr ekkert verið til sparað til að gera sviðsmyndina sem áhrifarík- asta. Veggimir era ýmist úr gulli eða risastórum múrsteinum og langir gangar og tröppur, stór herbergi og þröngur fangaklefi era sannkölluð veisla fyrir augað. í samanburðinum er smágert svið í íslensku óperunni, þar sem lítið þarf til að söngvaramir rekist hver á annan eða detti fram af, eins og fataskápur. Michael Levine á heiðurinn af sviðs- myndinni og búningamir sem hann hannaði, sérstaklega þeir sem Babyloníumenn klæddust, vora afar glæsilegir. Leikstjóm Roberts Carsens hefur sömuleiðis tekist prýðilega og er ummyndun Nabuccos úr hrokafúllum einræðisherra í iðrandi trúmann sann- færandi. Tæknibrellan þar sem Nabucco er lostin eldingu kom mjög á óvart, sprengiþráður sem maður tók ekkert eftir hafði verið límdur á gólfið og þegar kveikt var í honum vora áhrifm enn magnaðri en bálför Bald- urs í Laugardalshöllinni í sumar. Óperukór Parísarborgar stóð sig vel, hann söng hreint og jafht allan tím- ann. Var hann í góðu jafnvægi við hljómsveitina sem undir stjóm James Conlons lék lýtalaust allt kvöldið. Verður að segjast eins og er að þetta er ein allra besta og skemmtilegasta óp- erasýning sem undirritaður hefur far- ið á og tónelskandi túristar á leiðinni til Parísar á næstu dögum era eindreg- ið hvattir til að verða sér út um sæti hið bráðasta. Bastilluóperan er á 120 rue de Lyon í tólfta hverfi Parísar og mióa- pantanir eru í síma 0836 69 78 68. Miöaverö er frá 60 og upp í 670 franka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.