Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________py Hveriir gerðu/ gera fivað? Leikstjóri: Hovhannes I. Piliki- an/Guöjón Pedersen Leikmynd: Ralph Koltai/Gret- ar Reynisson Búningar: Jane Bond/Stefanía Adolfsdóttir Lér, Bretakonungur: Rúrik Haraldsson / Pétur Ein- arsson Góneríl: Kristbjörg Kjeld / Nanna Kristín Magnúsdóttir Regan: Anna Kristín Amgríms- dóttir / Jóhanna Vigdís Amar- dóttir Kordelía: Steinunn Jóhannes- dóttir / Hlín Diego Hjálmars- dóttir Fíflið: Baldvin Halldórsson / Halldóra Geirharðsdóttir Jarlinn af Glostri: Erlingur Gíslason / Sigurður Karlsson Jarlinn af Kent: Flosi Ólafsson / Guðmundur Ólafsson Játgeir, sonur Glosturjarls: Þórhallur Sigurðsson / Friðrik Friðriksson Játmundur, launsonur Glost- urjarls: Sigurður Skúlason / Kristján Franklín Magnús Hertoginn af Albaníu, maður Góneríl: Sigmundur Örn Am- grimsson / Guðmundur Ingi Þorvaldsson Hertoginn af Komvall, mað- ur Regan: Gísli Alfreðsson / Valur Freyr Einarsson Ósvald, bryti hjá Góneríl: Bessi Bjarnason / Halldór Gylfason Heygarðshornið Og Bókin um hið sanna ástand heimsins eftir Danann Bjöm Lomborg hefur veriö íslenskum andstæðingum náttúruverndar sannkallaður hvalreki - sannkallað- ur: Þeir eru famir að skrifa í blöðin og heimta hvalveiðar á ný með þeim rökum að fílar i Afríku borði svo mörg laufblöð. Og kemur þá enn í hausinn á náttúruvemdarsinnum hin glórulausa áhersla þeirra á skil- yrðislaust bann við hvalveiðum af einhverjum ástæðum sem tengjast frekar Walt Disney og bókinnj um Moby Dick en visindum. En íslensk- ir hvalveiðisinnar telja sig hins veg- ar í góðum félagsskap þegar þeir gera að sínum málstað veiðiþjófa í Afríku. Hefur svo hver nokkuð að iðja. Aðferð Bjöms Lomborg virðist vera gamalkunn: hann rekur svart- sýnustu spár svartsýnustu manna og sýnir fram á að þær hafí ekki staðist og dregur af þeim þá ályktun að svartsýnar spár rætist aldrei: villa hans er sú sama og fólksins sem hlustaði ekki á drenginn sem kallaði úlfur! úlfur! þegar hann kall- aði í þriðja sinn. Þau áttuðu sig sem sé ekki á því að ferðir úlfsins voru ekki undir drengnum komnar. í öðra lagi gerir hann lítið úr baráttu náttúruvemdarsinna með því að benda á að árangur hafí náðst í ýmsu en leiðir hjá sér að sá árang- ur er vitaskuld baráttu náttúru- vemdarsinna aö þakka. Þetta er Riðlast á Shakespeare Lér konungur, verk Shakespeares sem varfrumsýnt á stóra sviói Borgar- leikhússins í gœrkvöld, var einnig sýnt hér á landi árið 1977, þá í Þjóðleikhús- inu. Það gustaði um uppfœrsluna í leikstjóm Bretans Hovhannesar I. Pilikian en um þœr mundir var Hov- hannes aó vinna aó doktorsritgerð um Lé konung vió Lundúnaháskóla og haföi auk þess vakið athygli fyrir ferskar og vandaöar sýningar á sígild- um verkum. Á Lé konung hafði hann ákaflega óvenjulega sýn sem sums staðar féll í grýttan jaróveg. Lér konungur hefúr löngum verið talinn einn mesti harmleikur leikbók- menntanna en hann er saminn á þeim tima sem kallaður hefúr verið harm- leikjaskeið Shakespeares, árið 1605. Júlíus Sesar varð til um 1600, Hamlet 1602, Óþelló 1604 og Makbeð 1606. Efni- við sinn sótti Shakespeare í keltneskar sagnir, en þangað leitaði hann oft eftir söguefni. Leikritið fjallar um aila helstu átakaþætti mannlegrar tilveru: hroka og niðurlægingu, eigingimi og fómfýsi, ofstopa og blíðu. Steingrímur Thorsteinsson, sem þýddi leikritið, sagði verkið vera hið „voðalegasta af öllum tragedíum Shakespeares, og um leið mætti segja af öllum tragedíum heimsins“. svo kom úlfurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV. Aðferð Bjöms Lomborg virðist vera gamalkunn: hann rekur svartsýnustu spár svartsýnustu manna og sýnir fram á að þœr hafi ekki staðist og dregur af þeim þá ályktun að svartsýnar spár rœtist aldrei: villa hans er sú sama og fólks- ins sem hlustaði ekki á drenginn sem kallaði úlf- ur! úlfur! setja bílinn í gang bara til að flýta fyrir þeim og færi út í búð til að biðja um einhver sprey sem eyða ósonlaginu. Lýsingar fréttamannsins minntu á fomar bækur þar sem segir frá Vínlandi hinu góða þar sem akrar spretta sjálfsánir og smjör drýpur af hverju strái. Við megum vænta auk- innar fiskigengdar hér, heyfengur mum stóraukast, kornrækt hefst og íslendingar þannig loksins komast á það menningarstig sem kennt er við akuryrkju. Eini gallinn við þessa gullnu tíð virtist vera sá að hingað kynni að streyma alls kyns pakk sem vildi fá að búa í svo undursam- legu landi. Ekki var farið nákvæm- í fáum orðum sagt fjallar leikritið um kónginn Lé sem hefúr ákveðið að draga sig i hlé og eftirlætur dætrum sínum stjóm ríkisins. Lér virðist út- Skólabókardæmi um geöklofa sprottfnn af hórdóml og blóðskömm? Steinunn Jóhannesdóttir og Rúrik Haratdsson „Sú voðalegasta af öllum tragedíum Shakespeares." Úr Lé konungi sem settur var upp í Þjóðleikhúsinu 1977. Átakamikii sýningsem olli miklu fjaörafoki í þjóöfélaginu. sama rökvillan og henti þá sem sögðu eftir Eyjabakkadeiluna: til hvers voru þeir að þessari baráttu, það var hætt við allt saman... Aukið sjálfstraust þeirra sem andsnúnir eru náttúruvemd sást berlega á dögunum þegar nefnd á vegum Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra skilaði á dögunum merku áliti um hugsanlegar afleið- ingar gróðurhúsaáhrifanna á ís- lenskt veðurfar. Sú nefndarskipun er reyndar loflegt vitni um að ríkis- stjórn landsins sé hætt að berja hausnum við steininn í þessu mik- ilsverða málefhi. þegar kom að því að segja frá áliti nefndarinnar í fjöl- miölum völdu frétta- menn æði frjálslega úr því - allt eftir því hvaða málstað þeir töldu sig þurfa að styðja. Fréttastofa útvarps og Morgunblað- ið greindu frá skýrsl- unni á þann hátt að hinn almenni borgari gat gert sér nokkuð ljósa grein fyrir innihaldi hennar og mátti ráða af þeim fréttaflutningi að velt væri vöngum þar fram og aftur um hugsanleg áhrif hlýnunar and- rúmsloftsins, og kom skýrt fram að um þetta verður eiginlega ekkert vitað. Allt getur gerst: hafstraum- arnir em dyntóttir og þarf stundum lítiö til að eitthvað ófyrirséð gerist, að gæti hlýnað, að gæti kólnað; nið- urstaðan er óvissa. Fréttamaður Sjónvarps valdi hins vegar - eins og vænta mátti - ein- ungis að segja frá þeim vangavelt- um í skýrslunni sem telja má já- kvæöar spár. Eftir að hafa horft á þessa frétt beið maður í slíku of- væni eftir meiri gróðurhúsaáhrif- um aö lá við að maður flýtti sér að hluta dætrum sínum arfi í réttu hlut- falli við leikni þeirra í smjaðri, en þar gerir hann herfileg mistök og hrekst á brott undan valdabaráttu og ólátum. Undir lokin er leiksviðið einn blóðvöll- ur. GeðvelM, hórdómur og blóöskömm Leikstjórinn Pilikian túlkaði Lé konung á nýstárlegan og spennandi hátt að mati margra. Kordelía er að hans mati hórgetin, ekki dóttir Lés. Pilikian magnaði með þeirri túikun kynferðislegt andrúmsloft verksins og komst þannig að orði um konunginn: „Ef brjálsemi er alger útrás bælinga viðkomandi manns, hvort sem þær era félagslegar, sáifræðilegar eða kyn- ferðislegar, ef eðli bijálseminnar kem- ur upp um hvers eðlis bælingar sjúk- lingsins hafa verið, þá er geðveiki Lés skólabókardæmi um geðklofa sem sprottinn er af tveimur mestu bann- Kordelía og Lér faölr hennar - eða hvaö? helgisfyrirbrigðum kristinnar trúar, hórdómi og blóðskömm." Sagði hann að orð fíflsins, sem talar margt í upp- hafi, bentu til þess að það vissi meira en aðrir um þetta atriði. Hovhannes lét hafa ýmislegt eftir sér í fjölmiðlum fyrir frumsýninguna og fólk bjó sig undir það fyrir fram að hta mjög hneykslanlega sýningu. Og víst var margt nýstárlegt - t.d. að karl- leikarar bára mikið völsatákn miilum fóta sinna og kynlegar hreyfmgar vora tíðar. Eftir framsýningu var leikstjór- inn hins vegar rólegur og vildi ekkert vera að rífast í flölmiðlum. Hann neit- aði að elta ólar við ásakanir og kjafta- gang en hafði skrifað lærða grein í Tímarit Máls og menningar þar sem hann viðraði sína túikun á verkinu. Um fomar rætur Lés konungs segir þar: „Konungurinn var að fomu völsa- tákn, upphafsmaður síns kyns, hinn mikli ftjógjafi, „faðir" og „eiginmað- lega í saumana á því hins vegar hvað fólk væri að flýja: hvað koma okkur flóð við í útlöndum? Þessi fréttaflutningur var sem sé í gamalkunnum anda íslenska draumsins: að vera laumufarþegi í heiminum. Eins og fyrri daginn er það undir lífsskoðun okkar komið hvemig við tökum svona skýrslu: vísindin veita okkur aldrei hið endanlega svar, þau færa okkur einungis nokkrar forsendur til að gera upp hug okkar. Annars vegar eru þeir sem telja ekkert manninum ómáttugt, hann sé herra jarðarinnar og öll lögmál heimsins séu í hendi hans. Hins vegar eru þeir sem telja ekki í verkahring mannsins að stjórna veðurfari heimsins. Telja að það sé ekki maðurinn einn sem geti með hugkvæmni sinni ákveðið hið sanna ástand heimsins - ferðir úlfs- ihs séu óháðar vilja þeirra sem ann- aðhvort óttast hann eða vilja ekkert af honum vita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.