Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 46
54 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 DV Ættfræði Umsjön: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára___________________________ ^iunnar Sigurðsson, Leirulækjarseli 1, Borgarnesi. Anna Kristinsdóttir, Víöilundi 6e, Akureyri. 80 ára___________________________ Sigurborg Helgadóttir, Langagerði 48, Reykjavík. Ingveldur Þórarinsdóttir, Geirastöðum, Bolungarvík. Ragnar Ólafsson, Birnufelli, Egilsstööum. 75 ára___________________________ Sigríöur Kristjánsdóttir, Oddagötu 6, Reykjavík. Hún er aö heiman. Luttormur V. Þormar, Eikjuvogi 5, Reykjavík. Siguröur Jónsson, Hammersminni 3, Djúpavogi. 70 ára___________________________ Steinunn Guömundsdóttir, Miöleiti 10, Reykjavík. Egill Sveinsson, Teigageröi 9, Reykjavík. Skúli Jónsson, Reykjaheiðarvegi 2, Húsavík. Guörún Pétursdóttir, Árhólum, Húsavík. 60 ára___________________________ Björn Pálsson, Fjarðarbraut 19, Stöövarfirði. 50 ára___________________________ Georg Helgi Magnússon, •^lúöaseli 95, Reykjavík. Valdimar Olgeirsson, Næfurási 7, Reykjavík. Gunnar Haraldsson, Fannafold 102, Reykjavík. Örlygur Jónatansson, Grænumýri 14, Seltjarnarnesi. Kristín Sveinbjörnsdóttir, Daltúni 16, Kópavogi. Ragnar Wiencke, Vesturtúni 30, Bessastaðahreppi. Ámundi Gunnarsson, Hverfisgötu 5b, Siglufirði. Guöfinna Nývarösdóttir, pórustööum 5, Akureyri. Lusia Óskarsdóttir, Hlíðartúni 23, Höfn. 40 ára___________________________ Baldur H. Hólmsteinsson, Hrísateigi 22, Reykjavík. Höskuldur Geir Erlingsson, Fiskakvísl 9, Reykjavík. Jón Valgeir Kristensen, Rjúpufelli 29, Reykjavík. Konráö Árnason, Rjúpufelli 42, Reykjavík. Haukur Hannesson, Leiðhömrum 5, Reykjavík. Óli Jóhann Daníelsson, Bakkahjalla 13, Kópavogi. Bjami Ásgeirsson, Holtageröi 22, Kópavogi. Inga Dís Guöjónsdóttir, Álfaskeiði 55, Hafnarfirði. Maríanna Barbara Kristjánsson, Engjavegi 28, ísafirði. Andlát Siguröur Einarsson, Greniteig 9, Kefla- vík, andaöist á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja miövikud. 4.10. Edda Hrafnhildur Árnadóttir andaöist á heimili sínu laugard. 23.9. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóhannes Steindórsson frá Munaðar- nesi lést á Sjúkrahúsi Hólmavíkur fimmtud. 5.10. Svava Aradóttir, Aflagranda 40, Reykja- vík, lést á Landsspítalanum, Fossvogi, sunnud. 24.9. Jaröarför fór fram í kyrr- þey miðvikud. 4.10. Kristinn Pálsson útgeröarmaður frá Þingholti, Vestmannaeyjum, lést á Heil- brigöisstofnuninni í Vestmannaeyjum miövikud. 4.10. Andrea Helgadóttir frá Herríðarhóli, andaöist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miövikud. 20.9. sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö hennar ósk. Magnús Helgason, stjórnarformaöur í Málningarverksmiöjunni Hörpu, Einimel 4, Reykjavík, lést á Landspítala, Foss- vogi, fimmtud. 5.10. Björn Þórhallsson viðskiptafræðingur Björn Þórhallsson viðskiptafræö- ingur, Goðheimum 26, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Björn fæddist að Efri-Hólum í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp og á Kópaskeri. Hann lauk viðskiptafræðiprófi i Hí 1955. Björn var fulltrúi hjá Regin hf. í Reykjavík 1955-59, fulltrúi hjá Últíma hf. 1960-66, vann á eigin veg- um við endurskoðun, bókhald, eignaumsýslu og fleira 1966-72, var starfsmaður Landssambands ís- lenskra verslunarmanna 1972-89 og hefur unnið á eigin vegum við end- urskoðun, bókhald, eignaumsýslu og fleiru frá 1989. Björn sat í stjóm Stúdentafélags Reykjavíkur 1955-56, hefur verið í framtalsnefnd Reykjavikur frá 1962 og formaöur 1966-78 og 1982-92, sat í stjórn Sparisjóðs alþýðu 1966-70, í bankaráði Alþýðubankans 1970-76, í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna frá 1957 og formað- ur 1972-89, sat í stjóm Verslunar- mannafélags Reykjavíkur 1960-72, í stjórn Lífeyrissjóðs verslunar- manna 1974-92, var stjómarformaö- ur Dagblaðsins 1975-95, sat í stjóm Frjálsrar fjölmiðlunar um árabil, sat í miðstjóm ASÍ 1976-88 og vara- forseti ASÍ 1980-88, sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1977-89, í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins 1980-93, var einn af stofnendum Ög- urvíkur hf. 1971 og stjómarformað- ur þar 1989-95. Fjölskylda Bjöm kvæntist 17.6.1953 Guðnýju S. Sigurðardóttur, f. 10.11. 1933, húsmóður. Foreldrar Guðnýjar voru Sigurður Sigurðsson, f. 20.10. 1905, d. 24.7. 1943, verslunarmaður í Reykjavík, og Dagmar Karlsdóttir, f. 17.7. 1914 d. 17.1. 1996, húsmóðir. Synir Björns og Guðnýjar eru Þórhallur, f. 6.12. 1953, viðskipta- fræðingur og löggiltur endurskoð- andi í Reykjavík, var kvæntur Guð- nýju Gunnarsdóttur, BA, en þau skildu og er dóttir þeirra Hildur Guðný, f. 30.9.1975, tónlistarkennari í Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Eyjólfur Þorleifsson, f. 31.7.1973 en dætur Þórhalls og konu hans, Wasana Thaisomboon, þau skildu, eru Hrafnhildur f. 22.11. 1991, og Þórhildur f. 5.1. 1993, en sambýliskona Þórhalls er Jiaporn Janyalert (Anna) og fóstursonur Þórhalls, sonur Jiraporn, er Jit- Arsa Masteraphidet, f. 25.8. 1990; Karl, f. 26.4. 1957, viðskiptafræðing- ur og bæjarstjóri Árborgar, kvænt- ur Katrínu Ingu Karlsdóttur, f. 23.1. 1958, og eru böm þeirra Bjöm Þór, f. 16.12. 1988, Dagmar, f. 22.1. 1993, en fósturböm Karls, böm Katrínar, era Jón Þorkell, f. 25.2. 1976, lækna- nemi, og Ása Ninna, f. 18.3. 1985, nemi. Systkini Björns: Friðrik, f. 16.4. 1932, d. 13.10. 1992, bifvélavirkja- meistari í Reykjavík; Gunnar Þór, f. 18.1. 1935, vélfræðingur í Kópavogi; Guðrún, f. 7.3. 1940, dagmóðir í Reykjavík; Gunnþórunn Rannveig, f. 21.5. 1941, húsmóðir á Seltjarnar- nesi; Barði, f. 14.9. 1943, d. 28.11. 1980, skipstjóri á Kópaskeri; Krist- veig, f. 13.2. 1946, forstöðukona í Danmörku; Þorbergur, f. 3.4. 1949, yfirvélstjóri í Kópavogi; Guðbjörg, f. 25.4. 1952, sjúkraliði í Kópavogi. Foreldrar Björns voru Þórhallur Bjömsson, f. 9.1. 1910, d. 16.6. 2000, kaupfélagsstjóri á Kópaskeri, síðar fulltrúi forstjóra SÍS, og k.h., Mar- grét Friðriksdóttir, f. 11.6. 1910, d. 9.10.1989, húsmóðir. Ætt Þórhallur var sonur Bjöms alþm. á Víkingavatni Kristjánssonar, b. þar Kristjánssonar af Kjamaætt. Ásta Einarsdóttir húsmóðir í Vestmannaeyjum Ásta Einarsdóttir, fyrrv. húsmóðir að Upp- sölum í Vestmannaeyj- um, nú á dvalarheimil- inu Hraunbúðum, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ásta fæddist í Reykja- dal í Hrunamanna- hreppi og ólst þar upp. Hún lauk- skyldunámi og var í Heimavistar- skólanum að Flúðum 1929-30. Ásta stundaði almenn sveitastörf í Reykjadal til sautján ára aldurs og fór síðan í vist til Vestmannaeyja, fyrst á heimili Gunnars Ólafssonar kaupmanns og síðar á heimili Stein- gríms Benediktssonar kennara. í Eyjum kynntist Ásta manni sín- um og hóf búskap með honum í heimabyggð hans ásamt móður hans og tveimur systkinum. Þau fluttu síðan til Vestmannaeyja 1953 þar sem maður hennar hafði verið vertíðarmaður í mörg ár og héldu þar heimili síðan. Ásta flutti á Hraunbúðir 1994. Ásta er hagleiksmanneskja til munns og handa, áhugasöm um andleg málefni og vísindi og víðles- in um þau efni. Enn í dag varpar hún fram tækifærisvísum á auga- bragði. Fjölskylda Ásta giftist 1936 Kort Ármanni Ingvarssyni, f. 4.1. 1908, d. 7.4. 1986, bónda og verkamanni. Hann var sonur Ingvars Pálssonar og Krist- bjargar Jónsdóttur, ábúenda á Klömbru undir Austur-Eyjafjöllum. Dætur Ástu og Korts era Guð- björg Júlía Kortsdóttir, f. 21.9. 1936, húsmóðir og fyrrv. bóndi, búsett á Akur- eyri, gift Grími Jóhann- essyni, fyrrv. mats- manni á Akureyri; Elin Gréta Kortsdóttir, f. 1.8. 1943, húsmóðir og kenn- ari í Reykjavík, gift Sig- urði Sigurðssyni vél- virkjameistara. Systkini Ástu: Magn- ús Einarsson, nú látinn, bóndi að Reykjabóli í Hrunamannahreppi; Jó- hanna Einarsdóttir, nú látin, húsmóðir í Grindavík; Jón Einarsson, nú látinn, bóndi að Reykjabakka í Hrunamannahreppi; Margrét Einarsdóttir, nú látin; Guð- mundur Einarsson, fyrrv. bóndi í Reykjadcd; Jóhann Einarsson, nú látinn, bóndi að Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi; Sigurður Ein- arsson, verkamaður í Hafnarfiröi; Elísabet Einarsdóttir, húsmóðir í Reykjavik; Hörður Einarsson, nú látinn, bóndi i Reykjadal; Haukur Einarsson, brúarsmiður í Kópavogi; Auður Einarsdóttir, húsmóðir á Ak- ureyri. Foreldrar Ástu voru Einar Jóns- son, bóndi í Reykjadal í Hruna- mannahreppi, og k.h., Pálína Jóns- dóttir frá Hrauni í Grindavík, hús- freyja. Ætt Einar var sonur Jóns, b. á Högna- stöðum og í Reykjadal, Einarssonar, hreppstjóra á Galtafelli, Jónssonar, dbrm. á Kópsvatni, Einarssonar, b. í Berghyl, Jónssonar, hreppstjóra í Skipholti, Jónssonar, bróður Fjalla- Eyvindar. Móðir Einars í Reykjadal var Guörún Jónsdóttir. Pálína var dóttir Jóns í Buðlungu i Grindavík, Pálssonar. Móðir Björns alþm. var Jónina, systir Bjöms, foður Þórarins skóla- meistara. Jónína var dóttir Þórar- ins á Víkingavatni, bróöur Ólafar, ömmu Benedikts Sveinssonar alþm., föður Bjarna forsætisráð- herra, fóður Bjöms menntamálaráð- herra. Þórarinn var sonur Bjöms á Víkingavatni, bróður Þórarins, afa Nonna. Móðir Þórhalls var Gunn- þórunn Þorbergsdóttir. Móðir Gunnþórunnar var Guðrún, systir Björns alþm. Guðrún var dóttir Þor- láks pr. á Skútustöðum, af Reykja- hliðarætt, bróður Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra, og bróður Sólveigar, móður ráðherranna Kristjáns og Péturs Jónssona, ömmu Haralds Guð- mundssonar ráðherra og langömmu Jóns Sigurðssonar, fyrrv. ráðherra. Margrét var systir Barða hjá VSÍ, dóttir Friðriks, stórbónda á Efri- Hólum Sæmundssonar, b. í Narfa- staðaseli Jónssonar, á Höskulds- stöðum, bróður Jóhannesar, langafa Salome, fyrrv. alþingisforseta. Ann- ar bróðir Jóns var Sæmundur, afí Valdimars Ásmundssonar ritstjóra, fóður Héðins alþm. Móðir Friðriks var Þórný Jónsdóttir, af Gottskálks- ætt. Móðir Margrétar var Guðrún, ljósmóðir á Efri-Hólum Halldórs- dóttir, b. á Syðri-Brekkum Guð- brandssonar og Dýrleifar Kristjáns- dóttur, b. í Leirhöfn á Sléttu Þor- grimssonar, b. Hraunkoti í Aðaldal, Marteinssonar, b. í Garði Þorgríms- sonar, b. í Baldursheimi, Marteins- sonar. Móðir Kristjáns var Vigdís Hallgrímsdóttir, ættfóður Hraun- kotsættar Helgasonar. Bjöm er aö heiman. Níutíu og fiitim ára Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja í Svínadal í Skaftártungu Ágústa Ágústsdóttir, fyrrv. húsfreyja í Svína- dal í Skaftártungu, nú á Dvalarheimilinu á Kirkjubæjarklaustri, verður níutíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Ágústa fæddist á Þykkvabæ í Landbroti og ólst upp í Landbroti, á Síðu, í Vík í Mýrdal og í Skaftártungu. Hún hlaut hefðbundna skólagöngu þeirra tima í barnaskóla og auk þess menntun i Kvennaskóla Reykjavíkur sem á þeim tíma var eftirsóttur fyrir verð- andi húsmæöur. Ágústa sinnti snemma almennum bústörfum og vinnumennsku á bæj- um í sinni æskusveit í Landbroti. Hún var með móður sinni Önnu Þorláksdóttur á Eystra-Hrauni, Blómsturvöllum og Amardrangi á árunum 1906-20, var síðar vinnu- kona á Amardrangi og í Króki 1920-32 og í Svínadal í Skaftár- tungu 1932-39. Ágústa var húsfreyja i Svínadal með manni sínum, Eiríki Björn- syni, frá 1939 og þar til hún fór á Dvalarheimilið Klausturhóla á Kirkjubæjarklaustri fyrir nokkrum árum. Fjölskylda Ágústa hóf búskap 1932 með manni sínum, Eiríki Bjömssyni, f. 5.12. 1900, rafvirkja og túrbínusmið. Foreldrar hans vora Björn Eiríks- son, f. 21.1. 1861, d. 26.12. 1922, bóndi í Svínadal í Skaftártungu, og k.h., Vigdís Sæmundsdóttir, f. á Borgar- fefli 22.8. 1872, d. 21.7. 1955, hús- freyju. Vigdís var seinni kona Bjöms Eiríkssonar. Börn Ágústu og Ei- ríks eru Sigurdís Erla Eiríksdóttir, f. 3.4. 1934, húsfreyja í Svíþjóð, var gift Bjarna Óskari Páls- syni en þau skildu og eru synir hennar Páll Steinþór, Óskar Vignir, og Eiríkur Indriði en maður Sigurdísar Erlu er Pétur Kristjónsson; Bjöm Eiríksson, f. 27.8. 1945, rafvirki í Garða- bæ, kvæntur Kolbrúnu Þórarinsdóttur og eru böm þeirra Anna Lisa, Eiríkur og Símon Bjöm; Ágúst Hjalti Sigurjón Eiríksson, f. 19.12. 1949, rafvéla- virki í Reykjavík, var kvæntur Jón- inu Aðalsteinsdóttur en þau skfldu og eru böm þeirra Þórir Guðjón og Ágústa. Seinni kona Hjalta er Erla Sigurgeirsdóttir og er sonur þeirra Hjalti Geir. Alsystiu' Ágústu eru Þórdís Ágúst- sdóttir og Steinurm Ágústdóttir. Hálfsystkini Ágústu era Lára Ágústsdóttir; Jón Ágústsson; Ágústa Ágústsdóttir; Hjörtþór Ágústsson; Sverrir Ágústsson; Ein- ar Ágústsson ogHaraldur Ágústs- son. Foreldrar Ágústu voru Ágúst Jónsson frá Hellisholtum í Hruna- mannahreppi, f. 19.12. 1868, d. 28.6. 1945, skáld og músíkant, og Anna Þorláksdóttir, f. í Þykkvabæ 31.12. 1881, d. 2.8.1985, húsfreyja. Ætt Anna var dóttir Þorláks, b. í Þykkvabæ í Landbroti Sveinssonar, í Eystri-Dalbæ Þorlákssonar. Móðir Þorláks var Anna Eyjólfsdóttir. Móðir Önnu Þoráksdóttur var Steinunn Þorsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.