Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 DV 55 Ættfræði 85ára Þóröur Elíasson, Hólshúsum, Selfossi. 80 ára________________________________ Ólöf Sigurðardóttir, Hátúni 10, Reykjavík. Svavar Sigurðsson, Völvufelli 14, Reykjavík. 15 ára________________________________ Sigríður Gísladóttir, Skúlagötu 20, Reykjavík. Guðrún Sigbjömsdóttir, Hafnarstræti 94, Akureyri. Guðrún Baldvinsdóttir, Hlíðarlundi 2, Akureyri. 70 ára________________________________ Hans Adolf Linnet, Svöluhrauni 2, Hafnarfiröi. Hann er í útlöndum um þessar mundir. 60 ára _______________________________ Sigurbjörg ísaksdóttir, Rúðaseli 77, Reykjavík. Tryggvi Eymundsson, Sævarlandi, Sauðárkróki. 50 ára________________________________ Guðrún Erla Aðalsteinsdóttir, Aflagranda 3, Reykjavík. Pétur Snæland, Reykjafold 8, Reykjavík. Björn Hafsteinsson, Kjarrhólma 22, Kópavogi. Sigríður Guðmundsdóttir, Eyrarbraut 7, Stokkseyri. 40 ára_________________________________ Johann Berg Þorgeirsson, Álfheimum 50, Reykjavík. Bryndís Hlöðversdóttir, Laugarásvegi 13, Reykjavík. Helgi Guðmundsson, Hjarðarhaga 54, Reykjavík. Einar Gunnar Birgisson, Hraunbæ 194, Reykjavík. Guðlaug Baldvinsdóttir, Berjarima 25, Reykjavík. Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, Melabraut 3, Seltjarnarnesi. Atli Öm Jónsson, Grófarsmára 17, Kópavogi. Krístján Gíslason, Víðihvammi 30, Kópavogi. Ólafur Björnsson, Lækjarbergi 2, Hafnarfirði. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, Heiöarbraut 58, Akranesi. Þórir Þrastarson, Hafnarstræti 8, ísafirði. Halldóra S. Björgvinsdóttir, Hvanneyrarbraut 63, Siglufirði. Þorvaldur Ingvarsson, Álfabyggð 14, Akureyri. Harpa Garðarsdóttir, Eiðsvallagötu 28, Akureyri. Jón Már Jónsson, Furulundi 5b, Akureyri. Halla Höskuldsdóttir, Starmýri 21, Neskaupstað. Magnús Sigurðsson, Borgarlandi 14, Djúpavogi. Elísabet Mjöll Kristinsdóttir, Hveramörk 6, Hveragerði. Jarðarfarir Sigurður Einarsson útgeröarmaöur, Birkihlíð 17, Vestmannaeyjum, lést á heimili stnu miðvikud. 4.10. Jaröarförin fer fram frá Landakirkju laug- ard. 14.10. kl. 14.00. Eiríkur Tómasson, áður bóndi í Miö- dalskoti, Torfholti 6, Laugarvatni, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugard. 7.10. kl. 13.30. Þórír Ágústsson frá Blálandi, Skaga- strönd, verður jarðsunginn frá Hólanes- kirkju á Skagaströnd laugard. 7.10. kl. 14.00. Stefán Guðmundur Vigfússon, Kópa- vogsbraut 5, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánud. 9.10. kl._10.30. Þrúður Sigurðardóttir, Hvammi, Ölfusi, verðurjarösungin frá Hveragerðiskirkju laugard. 7.10. kl. 14.00. Jarðsett veröur aö Kotströnd. Magnús Hvanndal Hannesson verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði þriðjud. 10.10. kl. 14.00. Halldór A. Halldórsson, Múlavegi 6, Seyöisfirði, verðurjarðsunginn frá Seyð- isflaröarkirkju laugard. 7.10. kl. 14.00. Aðalheiður Siggeirsdóttir, áður til heim- ilis á Kaplaskjólsvegi 61, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánud. 9.10. kl. 13.30. Ingibjörg Soffía Guttormsdóttir veröur jarösungin frá Háteigskirkju miövikud. 11.10. kl. 13.30. Óskar Jöhannsson málarameistari, áður til heimilis í Meöalholti 7, verður jarð- sunginn í Fossvogskapellu þriðjud. 10.10. kl. 13.30. Attræður Guðmundur Runólfsson fyrrv. útgerðarmaður í Grimdarfirði Guðmundur Runólfsson, fyrrv. útgerðarmanður, Hrannarstíg 18, Grundarfírði, verður áttræður á mánudaginn. Starfsferill Guðmundur fæddist í Stekkjatröð í Eyrarsveit. Hann byrjaði tíu ára tU sjós og var tvö sumur á skaki. Guðmundur fór aftur á sjóinn 1943, tók minnapróf hjá Skúla Skúlasyni í Stykkishólmi 1945 og stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1958-59. Guðmundur hóf formennsku á Svan 1946, var skipstjóri m.a. á Hring SI 34 1955-60 og Runólfi 1960-68. Hann eignaðist fyrst bát í félagi með öðrum 1947, mb. Runólf SH 135. Annar Runólfur var byggð- ur í Noregi 1960 og þriðji Runólfur hjá Stálvík 1974. Þá stofnaði Guð- mundur frystihúsið Sæfang með fleirum 1979. Guðmundur var formaður UMFG í tíu ár, formaður Útvegsmannafé- lags Snæfellsness, sat í stjóm Fiski- félags íslands og sat í hreppsnefnd Eyrarsveitar. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 27.12. 1947 Ingibjörgu Sigríði Kristjánsdóttur, f. 3.3.1922, húsmóður. Foreldrar he- nar voru Kristján Jóhannsson, bóndi á Þingvöllum í Helgafells- sveit, og k.h., María Kristjánsdóttir húsfreyja. Böm Guðmundar og Ingibjargar eru Runólfur, f. 12.5.1948, skipstjóri í Grundarfirði, kvæntur Eddu Svövu Kristjánsdóttur og eru böm þeirra Vignir Már og María; Krist- ján, f. 13.2.1950, vélstjóri í Grundar- firði, kvæntur Ragnheiði Þórarins- dóttur og em synir þeirra Amar og Þórarinn; Páll Guðfinnur, f. 27.7. 1952, netagerðarmaður í Gmndar- firði, kvæntur Guðbjörgu Hrings- dóttur og eru synir þeirra Hringur og Guðmundur; Ingi Þór, f. 9.5.1955, netagerðarmaður í Grundarfirði, kvæntur Hjördísi Hlíðkvist Bjama- dóttur og eru böm þeirra Ingibjörg Hlíðkvist, Davíð Hlíðkvist og Rebekka Hlíðkvist; Guðmundur Smári, f. 9.5. 1955, d. 4.12. 1955; Guð- mundur Smári, f. 18.2. 1957, fram- kvæmdastjóri í Grundarfirði, kvæntur Jónu Björk Ragnarsdóttur og eru böm þeirra Runólfur Viðar, Rósa og Ragnar Smári; Svanur, f. 3.11. 1958, sjávarútvegsfræðingur í Reykjavík, kvæntur Elínu Theó- dóru Jóhannesdóttur og er sonur þeirra Jóhannes; Unnsteinn, f. 28.6. 1966, vélstjóri í Grundarfirði, kvæntur Alexöndru Sólveigu Arn- arsdóttur og eru böm þeirra Örn Ingi og Rúna Ösp; María Magða- lena, f. 28.6.1966, húsmóðir i Grund- arfirði, gift Eiði Bjömssyni og eru dætur þeirra Karitas, Stefanía og Monika. Systkini Guðmundar, samfeðra: Þorkell Daníel, f. 16.12.1894, d. 4.12. 1965, sjómaður á Fagurhóli í Grund- arfirði, kvæntur Margréti Gísladótt- ur; Jóhanna, f. 9.6.1896, d. 27.5.1972; Kristín, f. 21.2. 1898, d. 16.11. 1972, gift Cecil Sigurbjömssyni, sjómanni í Grundarfirði, móðir Soffaníasar, útgerðarmanns í Grundarfirði; Páll Guðfinnur, f. 18.9. 1901, d. 5.12. 1929; Halldór, f. 14.2. 1904, d. 23.3. 1951, bóndi í Naustum í Grundarfirði, kvæntur Halldóru Þórðardóttur; Sigurþór, f. 9.4. 1907, d. 3.12. 1970, vefari á Selfossi, kvæntur Ástbjörgu Erlendsdóttur; Lilja, f. 23.10. 1908, d. 31.5. 1909. Systkini Guðmundar, sammæðra, Guðmundarböm, eru Gísli, f. 14.1. 1901, d. 22.7.1981, skipstjóri á Suður- eyri við Súgandafjörð, kvæntur Þor- björgu Guðrúnu Friðbertsdóttur; Magnús Þórður, f. 24.2. 1905, drukknaði af Agli rauða 27.1. 1955, sjómaður á Fáskrúðsfirði, kvæntur Þórlaugu Bjamadóttur; Móses Bene- dikt, f. 10.12. 1909, d. 24.12. 1936, sjó- maður í Reykjavík, kvæntur Sigur- borgu Sveinbjörnsdóttir; Geirmund- ur, f. 28.8. 1914, verkamaður í Reykjavík, kvæntur Lilju Torfadótt- ur. Foreldrar Guðmundar vom Run- ólfur Jónatansson, f. 2.1. 1873, d. 18.1.1947, oddviti og verslunarstjóri í Grafamesi, og Sesselja Sigurrós Gísladóttir, f. 18.4. 1880, d. 9.9. 1948, húsfreyja i Götuhúsum í Grafar- nesi. Ætt Runólfur var sonur Jónatans, b. í Vindási í Eyrarsveit, Jónssonar, b. í Svarfhóli i Miklaholtshreppi, Jóns- sonar. Móðir Runólfs var Halldóra, dóttir Daníels, b. á Haukabrekku á Skógarströnd, Sigurðssonar, bróður Sigurðar, langafa Daða, foður Sig- fúsar skálds. Móðir HaUdóru var Halla, systir Kristínar, konu Þor- r leifs í Bjamarhöfn. Önnur systirv Höllu var Kristín yngri, móðir Magnúsar Sigurðssonar í Mikla- holti og Elisabetar, konu Áma Þór- arinssonar, pr. á Stóra-Hrauni. Halla var dóttir Sigurðar, b. í Syðra- Skógamesi, Guðbrandssonar, bróð- ur Þorleifs, foður Þorleifs, læknis í Bjamarhöfn. Móðurbróðir Guðmundar var El- ís, b. á Vatnabúðum í Eyrarsveit, afi Pálínu, kaupmanns, Elísar, skip- stjóra í Grundarfirði, Hólmfríðar Gísladóttur, ættgreinis í Reykjavík, og Hjálmars Gunnarssonar, útgerð-, armanns í Grundarfirði. Sesselja'' var dóttir Gísla, b. og sjómanns á Vatnabúðum í Eyrarsveit, Guð- mundssonar, b. og sjómanns á Naustum í Eyrarsveit, Guðmunds- sonar. Móðir Guðmundar var Guð- ríður Hannesdóttir, sjómanns á Hrólfsskála á Seltjarnamesi, Bjamasonar og Guðrúnar Gríms- dóttur. Móðir Guðrúnar var Oddný, systir Magnúsar, sýslumanns í Búð- ardal, langafa Kristínar, ömmu Gunnars Thoroddsen. Oddný var dóttir Ketils, pr. í Húsavík, Jónsson- ar, og Guðrúnar Magnúsdóttur, systur Skúla fógeta. Móðir Sesselju var Katrín, systir Jóhönnu, ömmu Valdimars Indriða- sonar, útgerðarmanns á Akranesi. ^ Katrín var dóttir Helga, b. á Hrafn- kelsstöðum í Eyrarsveit, Jóhannes- sonar, og Sesselju Bjömsdóttur, b. á Mánaskál á Skaga, Bjömssonar. Móðir Sesselju Bjömsdóttur var El- ín Guðmundsdóttir, systir Sigurðar, b. á Heiði í Gönguskörðum, langafa Valtýs ritstjóra og Huldu Stefáns- dóttur skólastjóra, móður Guörúnar Jónsdóttur arkitekts. Guðmundur tekur á móti gestum í Samkomuhúsinu í Grundarfirði laugard. 7.10. milli kl. 17.00 og 20.00.. Áttrædur Stefán Björn Ólafsson múrarameistari á Ólafsfirði Stefán Bjöm Ólafsson múrara- meistari, Ólafsvegi 2, Ólafsfirði, verður áttræður á morgim. Starfsferill Stefán fæddist í Vík í Héðinsfirði en ólst upp í Ólafsfirði. Hann stund- aði nám við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og lauk þaðan búfræði- prófi 1943, lauk múraraiðn frá Iðn- skólanum á Ólafsfirði 1958 og sveinsprófi í iðngreininni 1960. Stefán stundaði ýmis störf til lands og sjávar á árunum 1943-53. Hann stundaði síðan múrverk sem var hans aðalstarf frá 1953. Stefán var fyrst kosinn í bæjar- stjóm Ólafsfjarðar fyrir Framsókn- arflokkinn 1954 og sat í bæjarstjóm- inni i fjögur kjörtímabil, síöast 1978-82. Þá sat hann í fjölda nefnda á vegum Ólafsfjarðarbæjar. Hann var formaður íþróttafélagsins Leift- urs í tvö ár og átti sæti í fyrstu stjóm Golíklúbbs Ólafsfjarðar og sat síðan í stjórn klúbbsins um árabil Stefán tók mikinn þátt í störfum verkalýðshreyfingarinnar, var um skeið ritari stjómar Verkalýðsfé- lags Ólafsfjarðar og átti sæti á þing- um ASÍ. Þá sat hann um árabil í stjóm Sparisjóðs Ólafsfjarðar, tók mikinn þátt í starfsemi Leikfélags Ólafsfjarðar og lék þar oft aðalhlut- verk í mörgum stómm verkum. Fjölskylda Eiginkona Stefáns var Stefanía K. Haraldsdóttir, f. 29.11. 1912, d. 24.12. 1990, húsmóðir. Hún var dóttir Har- alds Stefánssonar, bónda á Ytra- Garðshomi i Svarfaöardal, og Önnu Jóhannesdóttur húsfreyju. Dóttir Stefáns og Stefaniu er Sól- ey Stefánsdóttir, f. 14.1. 1945, kaup- maður i Kópavogi, gift Guðmundi Oddssyni skólastjóra og eru böm þeirra Stefanía, gift Þorsteini Geirs- syni en dætur þeirra eru íris Hrund og Sóley, Sigrún, gift Jóhanni Jó- hannssyni en sonur þeirra er Guö- mundur, og Sunna en sambýlismað- ur hennar er ívar Sigurjónsson. Systkini Stefáns: Stefanía, nú lát-i- in; Guðmundur; Jón; Sigurrós Þór- leif, nú látin; Sæmundur; Sveinn, nú látinn; Kristín. Foreldrar Stefáns voru Ólafur Guðmundsson, sjómaður á Ólafs- firði, og Sóley Stefánsdóttir húsmóð- ir. Þú nærð alltaf sambandi i © 550 5000 alla virka daga kl. 9-22 sunnudaga kl. 16-22 (g) dvaugl@ff.is hvenær sólarhringsins sem er við okkur! DV 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.