Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 49
57 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 DV Tilvera Afmælisbörn Pútín 48 ára Vladimir Pútín, forseti Rússlands, fæddist í St. Pétursborg á þessum degi fyrir 48 árum. Pútín, sem starfaði í fimmtán ár fyrir leyniþjónustu KGB, tók við forsætisráðherraembætti í Rúss- landi i ágúst árið 1999. í mars á þessu ári var Pútín kjörinn forseti landsins. Damon 25 ára Bandaríski kvikmyndaleikarinn Matt Damon blæs að líkindum i veislulúðrana í dag enda kappinn þrítugur. Matt sló í gegn í kvikmyndinni Good Will Hunting þar sem hann lék á móti æskuvini sín- um, Ben Affieck. Alls hefur Matt leikið í 21 kvikmynd og má þar frægar telja Sav- ing Private Ryan og The Talented Mr. Ripley. Stjörnuspn Glldir fyrir sunnudaginn 8. október og mánudaginn 9. október Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.): pSinntu mikilvægum verkefiium fyrst þar sem ekki er séð hve mikinn tíma þú hefur. Þrýstingur á fólk við vinnu skilar sér ekki. Spá mánudagsins: Ef þú gætir þess að gera enga vit- leysu mun þessi dagur verða mjög góður. Sinntu öldruðum ættingja, það myndi gleðja hann mjög. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): "Gættu þess að gleyma engu mikilvægu þótt þú hafir í mörg horn að líta. Gamall vinur leitar ráða hjá þér. Happatölur þínar eru 3, 8 og 32. Spá mánudagsins: Þetta mun verða ótrúlega hefðbundinn og venjulegur dagur. Ef þú hefur ein- hver tök á þá ættir þú að reyna að gera eitthvað til að krydda hann aðeins. Tvíburamir (21. maí-21. iúní); Spá sunnudagsins: Fjármálin þarfhast at- hugunar og ef þú ætlar __ að gera stórinnkaup eða jafnvel kaupa fasteign væri réttara að leita aðstoðar sérfræðinga. Spá mánudagsins: Dagurinn verður rólegur en kvöldið fiörugt. Þú ættir að passa þig á að taka ekki of mikið út úr gleðibankan- um. Happatölur þínar eru 4,11 og 16. Liónið (23. iúlí- 22. ágústi: I 1 f sunnucíags*ns: '— • / s 0 íá /Dagurinn byrjar rólega en síðar færist Qör í leikinn. Þú þarft á allri þolinmæði þinni að halda. Við- skipti ganga vel. Gáleysislegt tal getur leitt af sér tor- tryggni og jafnvel misskilning. Varðveittu leyndarmál sem þér er trúað fyrir. Happatölur þínar eru 12,17 og 23. Vogin (23. sept.-23. okt.i: Gengi þitt í vinnunni fer óðum batnandi og það er engu líkara en lánið leiki við þig þar. í einkalífinu gæti orðið um einhvers konar árekstra að ræða. Gerðu eitthvað frækUegt í dag og láttu taka efitir þér. Ekki hlusta á það sem þú trúir ekki á og ekki láta aðra segja þér fyrir verkum. Bogamaður (22. nðv.-21. des.l: Spa sunnudagsins: 'Ástvinir eiga saman nota- lega sfimd og eru jafnvel aö gera áætlanir um framtíðina og er ekki annað að sjá en að nú sé hagstæður tími til þess. EMIiiHil'fipMlil-U Vandaöu val á vöru sem þú ert að hugsa um að kaupa. Margir vilja reyna aö svindla á þeim sem ekki gæta sín. Ástarmálin ganga vel. Fiskarnlr (19, febr.-20. marsl: Spá sunnudagsins: Eert talsvert gefinn fyrir að gagnrýna aðra og gæti það komið þér í koU ef þú gætir þín ekki. Kvöld- ið verður skemmtUegt. Spá manudagsins: Ekki gera mikið úr Utlu máfi í dag, morgundagurinn kemur með ný ráð. Taktu ákvarðanir með mikilU varkámi í dag. Nautið (20. apríl-20. maí.l: Spa sunnudagsíns: mm jjmssregt Þú hugar að framtíðar- n' áformum og er þar sannarlega úr mörgu að velja. Þótt ýmsir vUji ráðleggja þér verður þú að treysta á sjálfan þig. Spá mánudagsins: Karlar í þessu stjömumerki ættu að hugsa sinn gang varðandi kon- umar og konumar hugsa sig enn meira mn varðandi karlpeninginn. Kfabblnn (22. iúni-22. iúlíl: Spá sunnudagsins: Jræddur er geymdur ‘ eyrir, þér hefur gengið vel í spamaðarátaki þínu og getur leyft þér smámun- að. Njóttu kvöldsins. Spá mánudagsins: Ungt fólk í þessu merki hefur mik- ið að gera í dag. Eldra fólk ætti að taka það rólega þar sem stjömum- ar era þvi ekki eins hagstæðar. Mevlan (23. áeúst-22. seot.i: Spá sunnudagsins: j Þú ert fremur niðurdreg- i fyrri hluta dags en það bráir af þér ef þú hefur nóg fyrir stafiú. Þú kynnist mikilvægri manneskju á næstunni. Spá mánudagsins: Þó að fólk sýnist vera leiðinlegt í dag snýst þó allt til betri vegar í kvöld og nóttin verður ánægjuleg, að minnsta kosti hjá þeim sem eru ástfangnir. Sporðdreki (24. okt.-21, nóv.l: Spá sunnudagsins: Gáleysislegt tal getur leitt f sér tortryggni og jafnvel E misskilning. Varðveittu leyndarmál sem þér er trúað fyrir. Góö- ur vinur leitar til þin eftir aðstoð. Spá mánudagsins: Á morgun verður mikið að gera og fólk ætti ekki að ana út í það sem ekki virðist ráðlegt. Farðu eftir innsæi þinu ef þú þarft að gera upp á milli manna. Stelngeitin (22. des.-19. ian.l: HM£H| Spá sunnudagsins: Mikilla breytinga er að vænta í lífi þínu i nm margvíslegu tilliti. Þú færð upplýsingar sem reynast þér verulega gagnlegar. Spá mánudagsins: í dag verður mikill viðburður i lifi þínu. Atburðurinn tekur verulega á en ef vel tekst til mun þetta hafa verulega jákvæð áhrif á líf þitt. Taflfélag Reykjavíkur 100 ára Veganestið hefur‘ verið sótt til TR Heil öld, skáköld. Vagga skák- listarinnar á íslandi, Taflfélag Reykjavíkur, varð 100 ára í gær 6. október. Á 19. öld var það áhugi Daniels W. Fiske á íslenskum þjóð- háttum og taflmennsku Grímsey- inga sem mótaði íslenska skáklist. Það var svo árið 1900 sem TR var stofnað. Ég efa að þeir menn sem stofnuðu TR með Pétur Zophaníus- son í broddi fylkingar hafi haft hinn minnsta grun um hverju þeir voru í raun að hrinda af stað. Núna 100 árum seinna er margs að minnast, margt að gleðjast yfir og margir sigrar hafa unnist. Allir ís- lenskir skákmenn sem hafa náð góðum árangri hafa sótt veganesti í TR á einn eða annan hátt. Stór- meistararnir mörgu sem við eig- um sem og allir skákáhugamenn hafa sótt i þann mikla viskubrunn skáklistarinnar sem TR hefur alltaf verið. Undir merki félagsins hafa verið tefldar úrslitaskákir sem hafa skipt miklu máli fyrir viðkomandi skákmenn og félagið og skáklistina í landinu. Einnig, og þær eru miklu fieiri eins og vera ber, æfingaskákir, hraðskák- ir og skákrannsóknir sem hafa mótað þúsundir íslendinga á skák- sviðinu og sú mikla vinna hefur skilað sér vel í lífi margra, já mjög margra. Við íslendingar eigum 9 stór- meistara sem hafa gert harða hríð að heimsmeistaratitlinum. Friðrik Ólafsson reið á vaðið, Jóhann Hjartarson náði einnig langt og nú er Hannes Hlífar Stefánsson búinn að vinna sér rétt til að taka þátt í útsláttarkeppni sem fram fer á Indlandi seinna á þessu ári og lokaeinvígið verður háð í íran. Eins og úrslitin á síðasta heims- meistaramóti sönnuðu gæti Hann- es alveg eins og hver annar af þeim sem þarna taka þátt náð að komast í úrslitaeinvígið og jafnvel sigra. Hinir 6 hafa einnig náð langt í heimsmeistarakeppninni og hafa örugglega ekki sagt sitt síðasta orð á þeim vettvangi. Saga Tafifélagsins er glæsileg og löng, of löng til að hægt sé að rekja hana hér í þessu litla greinar- korni. Ég get ekki látið hjá líða að minnast örfáum orðum á ung- lingastarf félagsins. Æfingar eru á laugardögum kl. 14 og allir að sjálfsögðu velkomnir. Það dylst engum að skáklistin er vel til þess fallin að þroska og móta unga huga og vinnubrögð sem flestir ungir skákmenn tileinka sér er þeim gott veganesti út í lífið. Und- anfarin 25 ár hefur Ólafur H. Ólafsson haft veg og vanda af ung- lingastarfinu og unnið þar gott starf sem hann hefur einnig fengið að sjá umtalsverðan árangur af. Formaður Taflfélags Reykjavíkur hefur verið nokkur undanfarin ár Ríkharður Sveinsson. En það verður ekki hjá því kom- ist aö birta 2 skákir úr mótum sem TR hefur haft veg og vanda af. Ég ákvað að finna 2 gamlar skákir sem ekki voru tefldar af titilhöf- undum heldur af mönnum sem voru í fremstu röð svona ára- tugum áður en þeir sem núna eru á toppnum. Hvítt: Arinbjörn Guðmundsson Svart: Jón Kristinsson Nimzo-indversk vörn 1. d4 Rfi6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Rge2 b6 6. a3 Bxc3 7. Rxc3. Skák þessi var tefld á 1. alþjóðlega Reykjavíkurskák- mótinu 1964. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Arin- bjöm Guðmundsson er eini ís- lendingurinn fyrir utan Friðrik sem hefur náð að marka aðeins á Bobby Fischer. Arinbjöm hef- ur verið búsettur í Brisbane í Ástralíu síðan um 1969 og mát- ar þar minni spámenn þegar honum dettur það í hug. Jón Kristinsson var þarna ungur maður og skákstílinn að mótast og varð að lokum að þessum fína stíl sem Arinbjörn teflir hér. Jón hefur unnið íslands- meistaratitfiinn a.m.k. þrisvar, alla aðra titla sem hægt var að ná hér innanlands og áfanga að alþjóölegum meistaratitli a.m.k. einu sinni. Hann fluttist til Hólmavíkur upp úr miðjiun átt- unda áratugnum og er útibús- stjóri Búnaðarbankans á staðn- um. Þeir koma víða við skák- mennirnir og báðir þessir herramenn tefldu oft í Ólymp- íuliði Islands. Já, næsti leikur svarts er mislukkaður, betra er 7. -d5 7.-Bb7 8. d5 exd5 9. cxd5 d6 10. Be2 De7 11. 0-0 a5 12. f3 Rbd7 13. e4 Re5 14. Rb5 Had8 15. Bg5 c6. Svartur verður að taka á sig bakstætt peð sem síðar verður hans banabiti. 16. dxc6 Rxc6 17. Rc3 Ðe6 18. Rd5 Re7 . Næsti leikur Arinbjarnar sýnir vel hvað hann hefur verið búinn að þróa með sér góðan stöðubar- áttustíl. Margur hefði leikið hér 19. Rxb6 en þá hefði svartur náð sprikli með 19. -d5. Allur er varinn góður, svarta peðastaðan splundr- ast hvort eð er. 19. Rxe7 Dxe7 20. Dd4! De5 21. BxfB gxfB 22. Hfdl Hc8. Nú lokar hvitur c-línunni, eina mótspili svarts. 23. Bc4 Hc7 24. Bb3 Dc5 25. h3 b5 26. a4 b4 27. Khl f5 28. exf5 Dxf5. Nú fefi- ur bakstæða peðið. 29. Dxd6 Hfc8 30. Hd4 Kh8 31. Hf4 Dg6 32. De5 Dg7 33. Hel Hg8. Svörtum hefur tekist að gera b- peðið að sínum fremsta liðsmanni. En það eru önnur peð veik og svo er allt krossleppað! 34. Hxf7! Hxf7 35. Bxf7 Dxe5 36. Hxe5 Hf8 37. He7 Bc6 38. b3 Hd8 39. Hc7 Hdl 40. Kh2 Bd5 41. Bxd5 Hxd5 42. Ha7 1:0. Þarna í gamla daga fóru margar skákir í bið og menn gátu síðan hringt í skákstjórann og gef- ist upp. Það var líka mun þægi- legra. Og hér alls ekki átt við Jón Kristinsson! Hvítt: Emo Böök Svart: Guðmundur Pálmason ... _ Hollensk vörn 1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 d6 4. Rf3 g6 5. 0-0 Bg7 6. c4 0-0 7. Rc3 c6 8. b3 Dc7 9. Bb2 Ra6 10. Hcl Bd7 11. e3 Had8 12. De2 Hfe8 13. Hfdl Db8 14. h4 e5 15. dxe5 dxe5 16. Ba3 Bf8 17. BxfB Hxf8. Guð- mundur Pálmason tefldi ávallt mjög vandað og keppti á nokkrum Ólympíumótum. Hann þykir ákaf- lega traustur skákmaður og gaf sig ekki þótt andstæðingamir hétu Boris Spassky eða Benóný Bene- diktsson! Hér teflir hann við fremsta skákmann Finna 1950-1965 eða áður en Heikki Westerinen kom fram á sjónar- sviðið. Skákin var tefld á öðru Reykjavikurskákmótinu, 1961?» Finninn misskilur stöðuna og verður sér úti um slæman biskup á g2. 18. e4 f4 19. c5 Kg7 20. b4. Vafasöm peösfóm, eftir 20. -fxg3 21. fxg3 Rxb4 hefur hvítur ekki merkileg færi. En Guðmundur tefl- ir eftir því mottói að bæta stöðuna fyrst og síðan að hirða það sem til fellur. 20. -Rh5 21. Rg5 h6. Hvít- ur hefur nú mikla flugeldasýningu en hann hefur greinilega ekki átt- að sig á íslensku veðurfari því að allt rýkur út í veður og vind. 22. Hxd7 Hxd7 23. Re6 Kh7 24. RxfB DxfB 25. g4 Rg7 26. a3 Re6 27. g5 hxg5 28. Dg4 Rac7 29. Rd5. t_. Nú fær hvítur allt moldviörið á sig aftur, Guðmundur skiptir upp í auðunnið endatafl. 29. -cxd5 30. exd5 Df5! 31. Dxf5 gxf5 32. dxe6 Rxe6 33. hxg5 Rd4 34. Kfl f3 35. Bh3 Kg6 36. Kel Kxg5 37. Bfl a6 38. a4 e4 39. b5 axb5 40. axb5 Kf6 41. b6. 0:1 Og eins og með fyrri skákina, hér fór hún væntan- lega i bið og síðan var hringt í skákstjórann og gefið. Það voru mörg stílbrögð við þetta, sumir skrifuðu mjög ranga biðleiki, þeir týndust og fóru í vasann óvart í unnum stöðum. Þá töpuðu menn með unnið ef þeir léku eða skrif- uðu rangan biðleik. Séra Lombar- dy lenti i því að andstæðingur_ hans skrifaði miður skemmtilég skilaboð til hans í biðleik. Það var í Ameríku en svoleiöis datt engum í hug að gera í TR. Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000' I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.