Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 Fréttir I>V Sæbjörg ST-7 varð fyrst á slysstað: Fengum kall um að eitthvað mikið væri að - segir Guðmundur Viktor Gústafsson skipstjóri „Við fengum kall frá Ingi- mundi gamla um að eitthvað mikið væri að gerast. Þeir báðu okkur að koma strax til hjálpar,“ segir Guðmundur Viktor Gústafs- son, skipstjóri á Sæbjörgu ST-7, sem varð fyrst á slysstað á Húnaflóa í gær. Sæbjörgin var stödd í tæplega fjögurra mílna íjarlægð frá Ingi- mundi þegar kallið barst. „Við hófum þegar í stað að hífa en það er ekki liðin nema örskots- stund þegar vélstjórinn hrópar að báturinn sé að fara niður. Ég sé að Ingimundur er horflnn af radamum og þá var ekkert ann- að að gera en að skera á togvírana og setja á fulla ferð,“ segir Guð- mundur. Sæbjörgin tók þegar í stað stefn- una á slysstað. „Við vorum innan við hálftíma á Guömundur Viktor Gústafsson skipstjóri. DV-MYND BIRGIR ÁRNASON Sæbjörgin viö bryggju á Skagaströnd Sæbjörgin var fyrst á slysstaö og flutti skipverjana tvo sem björguöust til lands. DV-MYND JÓSEF STEFÁNSSON Ingimundur gamli Báturinn, sem er 100 tonna stálbátur, var á togveiöum á Húnaflóa þegar hann sökk í gær. staðinn, veður var gott og sjór lygn. Við sáum björgunarbátinn um leið og við nálguðumst slysstaðinn. Við náðum skipverjunum tveimur, sem voru í björgunarbátnum, strax um borð,“ segir Guðmundur. Mennim- ir voru nokkuð vel á sig komnir miðað við aðstæður en þeir voru báðir i flotbúningum. Aðrir bátar sem komnir vom á vettvang hófu þegar leit að þriðja skipverjanum og skömmu síðar bættust þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarmenn frá Skagaströnd og Hvammstanga sem leituðu á svæðinu á þremur bátum. Leit stóð yflr fram i myrkur í gær- kvöld. Sæbjörgin yfirgaf hins vegar leit- arsvæðið og hélt áleiðis til Skaga- strandar með skipverjana sem höfðu komist í björgunarbátinn. Seint í gærkvöldi tókst skipverj- um á Sæbjörginni að slæða upp trollið sem þeir höfðu skorið aft- anúr þegar þeir héldu á slysstað. -aþ Smiðir við byggingu stórverslana í Smáranum óánægðir: Boða yfirvinnu- bann í næstu viku - ístaksmenn hafa ekki orðið varir við óróann íslenskir smiðir og bygginga- verkamenn við verslunarmiðstöð- ina í Smáranum eru óánægðir með kaup og kjör og hóta yfirvinnu- banni frá 17. október samkvæmt heimildum DV. Einkum eru það ís- lenskir smiðir sem eru óánægöir með laun sín en í það minnsta einn Svíi er á förum frá ístaki vegna þess sem hann telur að séu svik við sig, honum hafi verið greitt allmikið lægri laun en heitið var í upphafi. Sænski smiðurinn fullyrðir að ístak sé á svörtum lista hjá sænskum verkalýðsfélögum. „Ég veit að þessi sænski maður er óánægður og er á förum og viö ósk- um ekki eftir að hann komi aftur til vinnu. Við höfum samt gert vel hið hann eins og aðra sem hjá okkur starfa. En sænsku smiðimir hjá okkur eru alls ekki óánægðir, það ég veit,“ sagði Kolbeinn Kolbeins- son, staðarverkfræðingur fstaks i Smáranum. Við hinar miklu byggingarfram- kvæmdir starfa eins og er um 200 byggingamenn, þar af eru margir útlendingar i 8 vikna úthaldi hver. Þrír af hverjum fjórum hafa snúið til baka til vinnu. Um 80 smiðir eru í þessum hópi, þar af um helmingur útlendingar, um 20 Svíar og Danir og 19 Portúgalir. Byggingahópurinn keppist við að ljúka verkinu í heild fyrir septem- ber á næsta ári en afhenda á eitt- hvað af fokheldum plássum í sitt hvorum enda byggingarinnar í jan- úar, Debenhams í vesturenda og Hagkaup í austurenda. Verkið er nokkuð á eftir áætlun og yfirvinnu- bann, ef af því verður, gæti seinkað verklokum enn meira. „Við erum illa launaðir á þessum vinnustað, smiðir meö um 1.100 krónur á tímann og verkamenn ekki hálfdrættingar þeirra. Óánægj- an kraumar, vinnumarkaðurinn seilist eftir mönnum. En ég tek fram að ístak kemur vel fram við verka- fólkið og vill að okkur líði vel, við erum með fmt fæði, en ístak kann ekki að lægja svona óánægju. Mönn- um sem komu til að vinna á Kefla- víkurflugvelli var lofað 200 sænskar krónur á tímann fyrir vaktavinnu frá 7 á kvöldin til 7 á morgnana en fengu aðeins 185 krónur. Þetta telja þessir menn svik við sig,“ sagði starfsmaður við Smárann. íslenskir starfsmenn telja sig langt undir því sem borgað er á markaðnum og eins fá þeir minna en til dæmis portúgalskir starfs- menn, 10 Bandaríkjadali á timann eftir skatta, frítt fæði, frítt húsnæði og ferðalög. Telja islenskir smiðir og verka- menn að þeim beri sömu kjör og aðrir starfsbræður þeirra á vinnu- staðnum. -JBP DV-MYND E. ÓL. Erlent vinnuafl á íslandi. Erlendir og innlendir byggingamenn keppast viö aö reisa ofurmarkaöinn í Smáranum. Hér er einn portúgatsk- ur í járnalögnum. Ekki íþróttarás á RÚV aMarkús Öm Ant- onsson útvarpsstjóri hafnar þeim mögu- leika að Sjónvarpið muni bjóða upp á sér- staka íþróttarás í framtíðinni. Dagur Margir þurfa sérkennslu Nærri 20% allra nemenda í grunn- skólum i Reykjavík þurfa á sér- kennslu að halda. Þetta hlutfall hefur haldist óbreytt í 20 ár hér á landi en það er hærra en í nágrannalöndun- um. Visir.is greindi frá. Gervisköpum stoliö úr búð Þjófur hafði í gær gervisköp á brott með sér úr verslun með hjálp- artæki ástarlífsins á Vitastíg. Ekki vildi þó betur til en svo að hann skildi eftir debetkort sitt í verslun- inni. Stöð 2 greindi frá. Vilja að kaupverð ráði Félag fasteignasala vill að lán til fasteignakaupa miðist við kaupverð en ekki brunabótamat eins og hing- að til hefur verið. Félagsmálaráð- herra segist hafa samúð með sjónar- miðum fasteignasalanna. RÚV greindi frá. Kæra skattlagningu Félag aldraðra hefur kært flár- magnsskatt á lifeyri. Ólafur Ólafs- son, formaður félags aldraðra og fyrrv. landlæknir, segir félagið reiðubúið að sækja rétt sinn til mannréttindadómstólsins í Haag. Stöð 2 greindi frá. Kafari fiuttur á sjúkrahús Þjálfaður kafari var fluttur á Landsspítalann í Fossvogi með ein- kenni köfunarveiki um hádegið í gær. Hann hafði ásamt öðrum verið við æfingar á vegum björgunar- sveitarinnar Ársæls í skipsflaki á 25 metra dýpi út af Kjalarnesi. Bylgjan greindi frá. Fleiri fóstureyðingar Fóstureyðingum Qölgar sífellt hérlendis, öfugt við þróunina ann- ars staðar á Norðurlöndum, en fóst- ureyðingar miðað við höfðatölu eru meira en tvöfalt fleiri hér á landi en í Finnlandi. Enn fremur er verð á getnaðarvömum hærra hér en víða erlendis. Mbl. greindi frá. Taka við rekstri Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæ- ferðir hf. um að taka við rekstri Breiðaflarðarferjunnar Baldurs frá næstu áramótum. Mbl. greindi frá. Verð á hassi hækkar Verð á hassi hefur ekki verið jafn- hátt síðan SÁÁ byrjaði að fylgjast skipulega með verði eiturlyfla í febr- úar á þessu ári. Bylgjan greindi frá. Rænt af pitsusendli Þrjú þúsund krónum var rænt af pitsusendli þegar tveir menn réðust á hann í Bakkahverfi í Breiðholti um tvöleytið aðfaranótt sunnudags. Mbl. greindi frá. Aldraðir ekki óreglufólk Benedikt Davíðs- son, formaður Landssambands eldri borgara, segir að umræða um óreglu aldraðra sé á mjög lágu plani og segir greinilegt að alþingismaður hafi ekki kynnt sér mál aldraðra nógu vel. Visir.is greindi frá. Pétur Blöndal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.