Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Page 6
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 Fréttir I>V Bónus með helming allrar matvöruverslunar í Færeyjum : Dugnaðarforkar verðlaun aðir með íslandsferð - hlakka til, segir Bárður Olsen afgreiðslumaður DV, TÓRSHAVN: Sparigrís Bónuss, sem við þekkj- um svo vel hér á landi, er áberandi í verslunarlífi Færeyinga. Bónus opnaði fyrstu verslun sína í eyjun- um fyrir um sjö árum og var henni þegar vel tekið af almenningi enda hefur verslununum fjölgað jafnt og þétt og er nú svo komið að Bónus sinnir um eða yfir helmingi allrar matvöruverslunar í Færeyjum. Færeyingar sem DV talaði við töldu að koma Bónuss hefði lækkað vöru- verð í eyjunum mikið og aðrar verslanir hefðu þurft að fylgja í kjöl- farið og lækka sitt verð. Og af þessu hefði verið mikil kjarabót fyrir eyja- skeggja. Þegar komið er inn i verslunina í Þórshöfn vekur athygli hinn mikli keppnisandi sem ríkir meðal starfs- fólks um að standa sig sem best enda starfsfólkinu lofaö verðlaun- um ef vel tekst til. Bárður Olsen hefur starfað hjá Bónus i Þórshöfn um árabil og læt- ur vel af sér. „Já, ég er búinn að vinna hér í fjögur ár og hef haft gaman af því. Hér er gott að vinna. Viðskiptavin- unum líkar vel við verslunina og það gerir starfið enn skemmti- DV-MYND GUÐMUNDUR SIG. Gaman í vinnunni Báröur Olsen, afgreiðslumaöur hjá Bónus í Þórshöfn í Færeyjum, segir aö viöskiptavinunum líki vel viö verslunina og þaö geri starfið enn skemmti- legra. Packard Beil MS Ódýr lausn fyrir heimilið og skólann Club 2600 Örgjörvi celeron 600 Flýtiminni 128Kb Vinnsluminni 64Mb, stækkanlegt í 512 Harður diskur 7,5 GB Skjákort Skjár CD-Rom 3D hljóð Fjöldi radda Hátalarar Faxmótald A móðurborði 17" 40 x 128 Dimand 56k - V.90 Fax Verð &......-•» ** T ■ i 114.900 m Vinsælasta heimilistölvan í Evrópu er einfalt margmiðlunarævintýri l-Media 7800a rw Orgjörvi AMD K7 800 Flýtiminni 512Kb Vinnsiuminni 64Mb, stækkanlegt í 512 Harður diskur 15 GB Skjákort Skjár DVD+CDRW 3D hljóð Fjöldi radda Hátalarar Faxmótald 32Mb TNT II - TV útgangur 17" tífaldur leshraði +áttfaldur skrifhraði 64 Dimand 56k - V.90 Fax Verð 169.900 Hugbúnaður Almennur Windows 98 - 2nd edition, Customer Registration, PB Softbar, Word 2000, Works 2000, MONEY 2000, Printartist 4, í Club: PB Navigator Hjálparforrít Norton AntiVirus 2000, Smartrestore, PB PC Documentation, S.O.S, Babylon - 20.12, PC Doctor, Easy Crypto 2000 - 3.0.0.37 Samskiptaforrit WinPhone 2000, IP TELEPHONY, ICQ99 - v99 beta l-media/l-Xtreme: Cu-See Me 4.0 Internetforrít IE5 - 5.0, Discover Internet, Communicator 4.7 & 4,51, Knowledge assistant, Intel Web Outfitters (24 plugins), Real Player G2 - 6.0.3.143, Acrobat Reader 4.0, QuickTime 3 - v3.0, ShockWave 6.0 (OS), CYBER PATROL, AOL 4.0, CompuServe 2000 Áhugamál ACDSee vs2.4, WINAMP 2.203, l-media/l-Xtreme: AND Route Europe, CDRW - Easy Creator Version 3.5c, DVD Player, Photo Express2,0, Video Studio 3.0 SE Kennsluforrft Encarta 99, GCSE English & Maths, GCSE Maths Barnaforrit l-media/l-Xtreme: TAFLZAN Magic Studio Leikir Ultimate Soccer Manager l-media/l-Xtreme: CAESAR III, Baldur's gate, Monaco Grand Prix, Alpha Centauri Packard Bell BRÆÐURNIR Geistagötu 14 • Sfml 462 1300 Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is legra,“ segir Bárður afgreiðslumað- ur. Hann segir að nú standi yfir keppni á milli Bónusverslananna í Færeyjum um hver selji mest og verðlaunin eru ekkert slor. „Þeir sem standa sig best fá ferð til íslands í verðlaun. Ég hef aldrei komið þangað. Við leggjum mikið á okkur héma til að fá verðlaunin og ég er strax farinn að hlakka til,“ segir hinn knái verslunarmaður og er þegar rokinn til að snúast í kringum viðskiptavini sína. Enda til mikils að vinna þar sem utan- landsferð er í boði fyrir vel unnin störf. -GS Fótbolti á Litla-Hrauni: Löggan lagði fangana - og bauð upp á kók Úrvalslið lögreglunnar í Raeykja- vík lagði lið fanga á Litla-Hrauni í æsispennandi knattspymuleik sem fram fór á fangaleikvanginum við Litla-Hraun í síðustu viku. Fangar höfðu betur i hálfleik, 3-1, en í síð- ari hálfleik seig hins vegar á ógæfu- hliðina, lögreglumennirnir tóku leikinn í sínar hendur og sigruðu með 7 mörkum gegn 3. „Þess má geta að það var enginn annar en Magnús Pálsson, viður- kenndur milliríkjadómari, sem sá um dómgæsluna og fórst það vel úr hendi,“ sagði einn fjölmargra áhorf- enda úr fangahópnum á Litla- Hrauni. „Veðrið var svipað og venjulega þegar þessi lið eigast við Litla-Hraun Fangarnir hafa unniö einn leik en tapaö tveimur. en þó nokkuð skárra, dálitil rigning og smágola." Að leik loknum buðu lögreglu- mennirnir föngunum upp á kók og prins póló og fór vel á með liðunum. Þetta var þriðji knattspymuleikur- inn sem fangamir á Litla-Hrauni leika í ár. Sá fyrsti var gegn ut- andeildarliði frá Selfossi og endaði hann með sigri Selfyssinga. Síðar kepptu fangarnir við starfsmenn Aðalskoðunar Islands og unnu glæstan sigur, 7-3. Stefnt er að því að fjórði og síðasti knattspyrnuleikur fanganna á Litla- Hrauni fari fram á mánudaginn en þá hyggjast þeir etja kappi við lið lögfræðinga úr Reykjavík. -EIR Matvöruverslun- um fækkar Þeim fyrirtækjum sem stunda verslun með matvöru hefur fækkað á síðustu árum samkvæmt gögnum frá Þjóðhagastofnun. í Hagvísum, blaði Þjóðhagsstofnunar, kemur fram að þegar bráðabirgðatölur frá árinu 1999 eru skoðaðar kemur í ljós að fyrirtækjum í matvöruvöm- verslun hefur fækkað um 30 pró- sent frá árinu 1990 en alls voru fyr- irtækin 229 árið 1999. Fyrirtækjum á höfðuborgarsvæð- inu hefur fækkað meira en fyrir- tækjum á landsbyggðinni frá árinu 1990 ef árin 1999 og 1998 em skoðuð. Á Suðurnesjunum fjölgar þó mat- vömverslunum. Mest hefur versl- unum fækkað á Vestfjörðum og Suðurlandi. -MA _________HBmsión: Hörbur Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Fúinn fáni Svæðis- útvarp Vestfjarða sagði frá því að lögreglan á ísafirði hefði verið kölluð yfir á Þing- eyri fyrir helgi til að hafa afskipti af norsku saltflutningaskipi. Ekki var það vegna ölvunar skipstjórans heldur af því að hann flaggaði svo skítugum íslenskum fána að mönn- um blöskraði. Löggan las yflr skip- stjóra íslenskar fánareglur sem honum þóttu fjári strangar. I þessu sambandi minnast menn tíðra ferða rússneskra skipa til íslands með bútung úr Barentshafi. Á fána- stöng í skut hékk venjulega ein- hver dula og töldu menn að verið væri að viðra strigapoka utan af saltfiski. Síðar kom þó í ljós að dul- an var rússneski fáninn sem dreg- inn var að hún þegar skip voru sjó- sett og ekki settur nýr fyrr en fán- inn var orðinn svo fúinn að vind- urinn sá um að fjarlægja hann af stönginni... Á sýningunni er þetta helst Hildur Helga I Sigxu'ðardóttir I hefur verið ráðin 1 kynningarstjóri | Listasafns íslands f frá fyrsta október. Hildur Helga þyk- ir vel að starfinu komin en sjón- varpsáhorfendur hefðu þó án efa frekar viljað sjá hana áfram með sinn vinsæla spumingaþátt á skjánum. Hildur Helga er vel menntuð úr breskum háskólum. Hún hefur verið blaða- maður á Mogga, fréttamaður fyrir RÚV og var ritstjórnarfulltrúi Dags-Tímans. Þá var hún stjórn- andi þáttarins „Þetta helst“ í Sjón- varpinu sl. þrjú ár. Þykir augljóst að Hildur Helga muni í framtíðinni byrja allar kynningar á orðunum; „á sýningunni er þetta helst“... Heitur pólitískur vetur Jóhanna Sig- urðardóttir spáir í veturinn á heimasíðu sinni. Ólíkt þvi sem vænta mætti af Veðurstofunni og veðurhópnum fyr- ir norðan þá spá- ir Jóhanna ekki kulda og snjókomu heldur að vetur- inn verði pólitískur og heitur. Segir hún ágreining mikinn í samstarfl stjómarflokkanna. Deilt sé um Landssíma, bankasölu, byggðamál, Evrópumál, Ríkisútvarpið, barna- kort og Bamahús. Pirringurinn og brestimir í samstarfmu séu svo miklir að allt eins sé hægt að búast við stjómarslitum á næstunni ef ráðherramir væra ekki svona límd- ir við ráðherrastólana. Gárungar telja því litlar líkur á að Veðurstof- an skáki þessari spá Jóhönnu, jafn- vel fellibylur nái ekki að slíta límið af rassi ráðherranna... Clinton á Moggann Á vefsíðunni i Silfur Egils er [ sagt að ritstjóra-1 leit Moggans hafi f nú borið árangur og arftaki flmdinn j fyrir Matthías J Johannessen., Sumir vOja | meina að sá mað- ur sé ekki til í viðri veröld. En nú segja heimildir að leitin sé loks á enda. Ritstjóraefnið er ekki Davíð Oddsson og ekki Ólafur Jóhann Ólafsson. Nei, Mogginn ætlar að fara alla leið vestur um haf til að finna ritstjórann. Þetta er sjálfur Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sem lætur af embætti um áramótin, um svipaö leyti og Matthías hættir. Það þykir renna stoðum undir þessa kenningu að Morgunblaðið studdi Clinton dyggi- lega í Monicumálinu...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.