Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 Fréttir I>V VIDEOHOL L Á pfnxx haxrcii_ Aflakóngurinn á gulllaxveiðum á síðasta fiskveiðiári: Fráleitt að gull- laxinn sé búinn - þrátt fyrir að heildarveiði hafi dregist saman um 2/3 „Ég held þaö sé af og frá að guLllaxinn sé búinn, þótt það hafi verið minna af honum á síðasta fiskveiðiári," segir Hilmar Helgason, skipstjóri á gulllaxaflaskipinu Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255, sem er í eigu Þorbjarnar í Grindavík. Gulllaxaflinn varð alls rúm 4.870 tonn á síðasta fiskveiðiári, veruleg- ur samdráttur í afla frá metárinu 1998, en þá veidd- ust alls tæplega 15.600 tonn af gulllaxi á íslandsmiðum sam- kvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Þrátt fyrir sam- drátt í guUlaxaflanum hefur hann aðeins verið meiri metárið 1997-98. Rúm 800 tonn veiddust árið 1996 en á árinu 1997 varð veruleg aukning í aflanum en þá veiddust 3.367 tonn. Gulllax- inn er veiddur í venjulegt botntroll með smærri möskva í belgpoka háð leyf- um. Aflahæsta skipið á gull- laxveiðunum á nýliðnu fisk- veiðiári var Hrafn Svein- bjarnarson GK 255 með rúm 1.190 tonn. Þá kom Hrafn GK með rúmlega 1.030 tonn og í þriðja sætinu var Vest- Nóg eftir Hilmar Helgason skipstjórí segir aö nóg sé eftir afgulllaxi, sem sé góður matfiskur. mannaey VE með tæp 847 tonn. Alls voru 36 íslensk fiskiskip skráð með gull- laxafia á fiskveiðiárinu. „Ég hef enga skýringu á því hvers vegna veiðarnar minnka en þetta er alveg af- bragðs matfiskur. Þetta er kjörið hráefni. Gulllaxhakk er bæði bragðlaust og lykt- arlaust og svo er það mikið gelatín bindiefni í þvi að það er hægt að nota þetta í allt og það tekur í sig það bragð sem bætt er við það. Ef þú setur aðeins ýsuhakk saman við þá er þetta ýsu- hakk, lúðan verður lúða og humar verður humar. Við erum mest að selja þetta til Noregs og verðið er ekki nógu gott miðað við vinn- una sem við leggjum í þetta, en þeir hafa aðeins verið að nota þetta innanlands lika," sagði Hilmar, sem sagði að þeir væru á þorskveiðum núna fyrir austan land. „Eitthvað hefur þetta verið skárra siðustu tvo sólar- hringa, en mjög lélegt und- anfarið, þetta venjulega haustástand sem kemur yf- irleitt í september." -DVÓ Fólk og fé í Sléttuhlíðarrétt í Skagafirði. DV-MYND ÖRN ÞÖRARINSSON Þegar snjóaði til f jalla létti það smalamennskuna: Féð leitaði til byggða DV, SKAGAFIRÐI: A ýmsu hefur gengið í smala- mennsku yst á Tröllaskaganum í haust en þar voru göngur tvær helgar um miðjan september. Þannig hrepptu Siglfirðingar versta veður við fjárrekstur úr Héðinsfirði yfir i Siglufjórð á sunnudegi. Helgina áður höfðu Austur-Fljótamenn smalað og fengið foráttuvatnsveður fyrri dag- inn. Þá snjóaði til fjalla þannig að fé kom niður og létti það mikið smölun seinni daginn. Hins vegar fengu Slétthliðingar bærilegt gangnaveður á laugardeginum. „Við fórum fjórtán talsins, allt þaulvanir gangnamenn á þessum slóðum, út í Héðinsfjörð eftir há- degi á fóstudag og fengum þá ágætt veður til smölunar. Sömu- leiðis var bærilegt á laugardegin- um þar til við vorum að reka sam- an, þá fór að hvessa og rigna. Við lögðum af stað kl. 7 morguninn eft- ir með fjárreksturinn yfir fjallið. Þá var snjókoma og talsvert hvasst uppi á fjallinu en þetta gekk vel engu að síður. Safnið var komið í rétt í Siglufirði um kl. 13. Þeir fengu slæmt veður til að smala Siglufjörðinn en það hjálpaði að það snjóaði niður í miðjar fjalls- hlíðar um nóttina þannig að féð var neðar en ella og var þægara við að eiga," sagði Egill Rögn- valdsson, gangnastjóri þeirra sem smöluðu Héðinsfjörðinn. Það eru félagar í Skíðafélagi Siglufjarðar sem hafa annast smölun i Héðins- firðinum mörg undanfarin ár. „Það er fastur kjarni sem fer í þetta ár eftir ár. Sumpart er þetta ævintýr út af fyrir sig en getur verið ansi strembið og harðsótt ef veður er vont," sagði Egill. -ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.