Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 Menning Var líf fyrir GSM? Sýningin Tilvist er framlag Dansleikhúss meö ekka til leiklistarhátíðar sjálfstæðu leikhúsanna. Þetta er sjötta sýning Dansleikhússins og þemað er tilvist mannsins með áherslu á samskipti og þá ekki síst áhrif eða þátt nútímatækni í þeim. Svið- setningin er nýstárleg því að í staðinn fyrir hefð- bundna leikhúsuppróðun í salnum sátu áhorfend- ur uppi á sviði og með veggjum salarins en at- hafnasvæði dansleikhópsins var horn úr horni i miðjunni og við útidyr og glugga sem snúa út að Tjörninni. Þegar listamennirnir voru ekki á svið- inu sátu þeir meðal áhorfenda. Nálægð dansleikar- anna og uppröðunin í salnum skapaði óformlega og notalega stemningu á sýningunni, það var eins og listamennirnir og áhorfendur væru saman í skemmtilegu boði. Það að útidyrahurð og gluggar voru partur af leikmyndinni undirstrikaði þetta heimilislega andrúmsloft. Dansleikhús með ekka teflir fram tveim tján- ingarformum, leiklist og dansi sem annars vegar byggja á heimi orða og hins vegar á veróld hreyf- inganna. í Tilvist eru tiltölulega skýr skil á milli þessara tveggja forma þannig að í einu atriði ráða orðin ríkjum en i þvi næsta er hreyfingin allsráð- andi. Vandasamt er að ferðast á milli svo ólíkra heima á stuttum tíma án þessa að missa niður stemninguna en skiptingar á milli kröftugra hreyfiatriða og hægari talaðra sena tókust prýðis- vel. Áhorfendur voru hrifhir með í ærslin jafnt sem átökin, ástina og óöryggið. Sýningin er byggð upp af sjálfstæðum hug- myndum sem tengjast innbyrðis beint og óbeint og mynda þannig samfellu eða heild. Boðskapur verksins er einfaldur og er það klárlega styrkur Ur dansleikverkinu Tilvist Áhorfendur voru hrifnir meö í ærslinjafnt sem átökin, ástina og óöryggiö. DV-MYND TEITUR DV-MYND E.ÓL Úr dansverkinu Nakin Sveinbjörg ogJóhann eru dásamlegir dansarar. sýningarinnar. Dansleikararnir koma efhinu líka tU skila á skýran, einlægan og einfaldan hátt án þess að falla í þá gryfju að taka sjálfa sig eða efn- ið of hátíðlega. Einfaldur og skýr textinn var lip- ur og eðlilegur í meðförum þeirra, þarna var ungt fólk að tala um veruleika sinn og vandamál sem koma upp í samskiptum manna á milli. Á stöku stað minnti textameðferðin þó á gamalt íslenskt sjónvarpsleikrit. Hreyfiatriðin voru annars vegar takt- fastur samdans og hins vegar hlaup þar sem tvö risastór trampólín léku stórt hlut- verk. Þessi endurteknu atriði voru full af lífsgleði og orku og sýndu svo ekki varð um villst að listamennirnir nutu þess sem þeir voru að gera. í heild var frammistaöa dansaranna/leikaranna frábær. Sérstaka athygli vakti Sveinbjörg Þórhallsdóttir sem er frábær dansari og hefur mikla út- geislun á sviði; einnig Richard Kolnby en leikur hans var áhrifamikill og grípandi. Búningar, ljós og sviðsmynd voru hin smekklegustu og tónlistin var góð; sér- staka athygli vakti endurtekinn hljóð- effekt sem minnti á hjartslátt. Það er ótrú- lega flott að tónlistin skuli vera frumsam- in við flestallar íslensku danssýningarnar undanfarið. Loks skal Dansleikhúsi með ekka óskað til hamingju með góða sýningu. Nakln fegurö Hvítir veggir og gólf, hvítt reipi hangandi úr loftinu og hvít lýsing sem gerir allt sem áður er nefnt ennþá hvítara. Eldrauðar fjaðrir liggja dreifðar um sviðið. Þær hörfa úr stað undan fótum dansaranna, karls og konu í hvítum fötum. Þessi mynd er úr dansverkinu Nakin sem var sýnt i Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í gær. Að- standendur sýningarinnar eru dansararnir Jóhann Freyr Björgvinsson og Sveinbjörg Þórhallsdóttir en þau hafa fengið til liðs við sig tónlistarmanninn Kristján Eldjárn og búningahönnuðinn Hildi Haf- stein. Nakin er mjög fallegt verk sem sýnir samspil tveggja einstaklinga i hreyfingu og leik þeirra með fjaðrirnar og reipið. Verkið er mjög áhugavert að sjá enda Sveinbjörg og Jóhann bæði dásamlegir dansarar. Nokkuð skortir þó á að markmið verks- ins sé skýrt en áhugavert verður að fylgjast með þróun þess. Sesselja G. Magnúsdóttir Dansleikhús meö ekka sýnir í lönó dansleikhúsverkið Tilvist. Höfundar: þátttakendur í sýningunni. Listrænn stjörnandi: Sylvia von Kospoth. Tónlist: Kristján Eld- járn. Leikmynd og búnlngar: Rannveig Gylfadóttir. Lýs- ing: Coen Wermers. Myndlist Ut um stéttar Þorbjörg Höskuldsdóttir listmálari hefur verið fastheldin á viðfangsefni og úrvinnslu þeirra siðastliðna þrjá áratugi, svo mjög að nú orðið er ákveðin tegund landslagssýnar órjúfanlega tengd nafni hennar. „Þetta er svipaö og í verkunum hennar Tobbu," varð kunningja mínum að orði í fyrsta skipti sem hann sá kirkjugólfið svokallaða á Kirkju- bæjarklaustri með fjöllin í baksýn. í þessum verkum fer fram margháttað samspil óspilltrar íslenskrar náttúru og mannvirkja - eða mannvirkjaleifa - i vestrænum endur- reisnarstíl. Gjarnan teygja sig tíglagólf, kannski ættuð úr málverkum Pieros eða Rafaels, inn í islenska gilskorninga eða þá að grisk-rómverskar súlur eða hrörlegir hálfbogar standa upp úr íslenskri auðn og erja kappi við nálæg fjöll. Til frekari áherslu hefur listakonan einnig telft saman grunn- einingum sigildrar byggingafræði, tening- um, keilum og þríhyrningum, og óbyggðri náttúrunni. Aukin dulmögnun Einfaldur framsetningarmáti Þorbjargar hefur ef til vill orðið til þess að menn hafa gert henni upp helst til einfóld viðhorf til viðfangsefha sinna. Að segja að verk hennar gangi út á togstreitu náttúru og menningar eða togstreitu norrænnar menningarvitundar og klassískrar arfleifðar er eins og að lýsa því yfir að tiltekinn listamaður „fjalli um manninn" eða „vinni með náttúruna". Slíkar yfirlýsingar eru svo galopnar í báða enda að þær verða nánast út í hött. Hér skiptir fyrst og fremst máli hvaö lista- maðurinn ætlast fyrir með „manninn" eða „nátt- úruna". Þorbjörg Höskuldsdóttir: Landvörður. Sú myndveróld sem hún skapar er skotin ávæningi um innra líf alls sem er. Nánari skoðun leiðir í ljós að málverk Þor- bjargar eru langt í frá öll þar sem þau eru séð. Á nýrri sýningu hennar í Hafnarborg er til dæmis áberandi hve oft hún forðast að draga afgerandi línur milli hins náttúrulega og manngerða; oft renna þau saman og verða hluti af sama sköpun- arverkinu. í tímans rás hefur einnig skýrst hversu margþættan skilning Þorbjörg leggur i menningartákn sín, ekki síst klassísku stéttarnar. Þær verða henni ekki einungis formrænt og hugmyndalegt mótvægi við náttúruna heldur „sviðserja" hana fyrir augliti okkar, eins og til að tæpa á firrtri náttúruupplifun hins jeppávædda borgar- búa. Einnig notar listakonan tíglagólfið í landslaginu öðrum þræði sem eins konar skákborð þar sem augljóslega er vikið að þeirri refskák sem óvandaðir aðilar eða glámskyggnir tefla gjarnan við viðkvæma staði í náttúrunni. En það sem er kannski mest áberandi í nýjum verkum Þorbjargar og helst raunar í hendur við þá heildrænu sýn á náttúru og menningu sem minnst er á hér að ofan er stóraukin dulmógnun þeirra. Sú myndver- öld sem hún skapar, með malerískari tökt- um en nokkru sinni fyrr, er skotin ávæn- ingi um innra líf alls sem er. Tákngerving- ar þess eru „furðuleg dýr" af ýmsu tagi, ekki síst hestar, ljósgjafar og ýmsir óræðir hlutir sem augljóslega hafa djúpstæða merkingu fyrir listakonuna. Það sem mér þótti einna merkilegast við þessa þróun í verkum Þorbjargar er hvernig nýjar mynd- ir hennar kallast á við dulúðugar myndir Kjarvals frá 1917-20 þar sem birtast fyrsta sinni klassísk tákn, furðuverur og hestar í sam- hengi við stórbrotna náttúru íslands. Ekki er að efa að þessi nýja - innhverfa - vídd í verkum Þor- bjargar á eftir að verða henni notadrjúg. Aðalsteinn Ingólfsson Sýning Þorbjargar Höskuldsdóttur stendur til 16.10. Hafnarborg er opin kl. 12-18 alla daga nema þriöjud. Umsjón: Síija Aoalsteínsdöítir Egon Schiele Aodáend- ur austur- riska teikn- arans og málarans Egon Schi- ele ættu að nótera hjá sér að stór sýning á verkum hans er nú haldin í safninu Gl. Holtegaard á Sjálandi og stendur til 12. nóvember. Egon Schiele dó úr spænsku veikinni 1918, 28 ára gamall, og eitt það síðasta sem hann teiknaði var kona hans á dauðastund- inni nokkrum dögum áður. Hann teiknaði og málaði bara fólk en hann var líka ófeim- inn við að sýna það við hvaða aðstæður og í hvaða stellingum sem vera skyldi. Svo ögrandi þóttu myndir hans að einu sinni var hann settur í gæsluvarðhald vegna þess að uppvist varð að börn höfðu komist inn á vinnustofu hans og séð þar teikningar af fyrirsætum. Söngtónleikar Annað kvöld kl. 20 halda Björg Þórhalls- dóttir sópran og Þór- hildur Björnsdóttir pí- anóleikari söngtónleika í Salnum í Tíbrárröð- inni. Á efniskrá eru verk eftir Haydn, Schubert, Strauss, Fauré og Britten. Björg Þórhallsdóttir stundaði söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri og fram- haldsnám í óperusöng við Konunglega Tónlistarháskólann í Manchester á Englandi sem hún lauk vorið 1999. Hún hlaut ýmsar viðurkenningar á námstím- anum, m.a. fyrir framúrskarandi túlkun á þýskum ljóðasöng. Hún er nú búsett í London. Mynd af mynd Einar Garibaldi, myndlistarmaður og prófessor við LHÍ, flytur fyrirlestur við Opna Listaháskólann í Laugarnesi í dag kl. 15 í stofu 024. Fyrirlesturinn nefnir hann „Mynd af mynd" og fjallar þar um eigin verk. Á miðvikudaginn kl. 12.45 heldur Tinna Gunnarsdóttir fyrirlestur i Skip- holti 1, stofu 113. Tinna lauk meistara- gráðu sem iðnhönnuður frá Domus Aka- demy í Mílanó og fjallar í fyrirlestrinum um nám sitt og starf sem þrívíddar- og iðnhönnuður. Málverkið eftir málverkið Um fátt hefur verið rætt af jafn mikilli ákefð meðal listamanna og „málverkið" og örlög þess. Á 7. áratugnum héldu margir að dagar málaralistarinnar væru taldir og nýir miðlar teknir við hlutverki hennar. Margir fögnuðu þeirri þróun en aðrir hörmuðu hana. Hvað skyldi vera hið sanna í málinu og hvers vegna skiptast menn i tvær andstæðar fylkingar, með og á móti málverkinu? Á námskeiðinu verður leitað svara við þessum og öðrum spurningum og rakin þróun málaralist- arinnar á síðustu áratugum. Fyrirlesari er Hall- dór Björn Runólfsson listfræðingur. Kennt verður í Listaháskóla íslands, Skipholti 1, og hefst námskeiðið 16. október kl. 20. Sama dag hefst nám- skeið um uppbyggingu og vörslu málverka. Aðaláhersla verður lögð á notkun olíu- lita en einnig á möguleika eggtemperu og akrýllita. Fjallað verður um vörslu mál- verka með lökkun og hvernig nota má vax. Kennari er Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður og kennt verður í Skipholti 1. Frumútgáfa á Netinu Út er komin bók um sjónvarpsþýðing- ar, Orð í mynd, eftir Jóhönnu Þráinsdótt- ur, Ólöfu Pétursdóttur og Veturliða Guðnason. Bókin er á Netinu og slóðin er www.eyktir.com.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.