Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 15
t- I I MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 15 i>v Meniúng Magnþrunginn harmleikur Það er orðið langt síðan Lér konungur var síðast settur á svið á íslandi. Uppsetning Leik- félags Reykjavíkur er þvi tímabær og þá ekki siður þegar tekið er tillit til þess að þetta er fyrsta Shakespeare-sýningin i Borgarleikhús- inu. í grein í leikskrá segir breski leikhúsmað- urinn Peter Brook eitthvað á þá leið að verkið eigi að setja upp þegar til eru leikarar sem eru titilhlutverkinu vaxnir. Á frumsýningu á föstudag sýndi Pétur Einarsson að það er hann svo sannarlega. Duttlungar örlaganna ráða þvi svo að efni leikritsins hefur líka beina skírskotun í samtimaatburði. Lér konungur er langt og mannmargt verk og því ekki að undra að textinn sé skorinn verulega niður. Guðjón Pedersen leikstjóri og Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir dramat- úrg hafa líka fækkað persónum og í stöku til- viki er texti lagður öðrum í munn. Framan af koma þessar breytingar ekki að sök enda gerð- ar með það í huga að styrkja söguna af Lé og dætrum hans annars vegar og söguna af greif- anum af Glostri og sonum hans hins vegar. Sögur þeirra eru hliðstæðar þvi báðir útskúfa feðurnir afkvæminu sem ann þeim best en treysta á börnin sem síðar svíkja þá. Það er helst að styttingar trufii skilning á lokum verksins því röklegar forsendur vantar þá fyr- ir stríði og blóösúthellingum en leiksrjórinn hlýtur að vilja undirstrika fullkominn fárán- leika allra stríða. Sú afstaða er góð og gild en persónulega finnst mér hún veikja annars áhrifamikinn endi. Leikmynd Gretars Reynissonar er í einu orði sagt stórkostleg og listaverk út af fyrir sig. Allt er einfalt en úthugsað samanber stól- ana sem eru uppréttir meðan allt er eins og Lér konungur byrstir sig við Goneril, elstu dóttur sína. Pétur Einarsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir í hlutverkum sínum. DV-MYNDIR TEITUR Guömundur Olafsson I hlutverki jarlsins af Kent þjarmar að Ósvaldi bryta sem Halldór Gylfason leikur. Bókmenntir það á að vera í konungsríki Lés en liggja í hrúgu þegar dæturnar eru farnar að brugga honum launráð. Turninn sem færist eftir svið- inu kallast á við ferðalag Lés sem í raun er eins konar manndómsvígsla og leiðin er vörð- uð þungum steinum sem síga hver af öðrum niður úr loftinu. Steinarnir hafa margvíslega Leiklist táknræna merkingu og nægir að benda á til- vísun í hjartalag þeirra sem svíkja feður sina og okið sem þessi svik eru þeim Lé og Glostri. Margt fleira mætti tína til, svo sem eins og tjörnina og brúna, en látið nægja að geta þess að lausnir eru bæði snjallar og myndrænar. Lýsing Lárusar Björnssonar styður ekki bara við leikmyndina heldur er órofa hluti hennar og sérlega áhrifamikil. Sama má segja um hljóðmyndina sem hefur afgerandi áhrif á stemninguna hverju sinni. Búningar eru líka vel heppnaðir og undirstrika karakterein- kenni persóna en á hæfilega hógværan hátt. Stjörnuleikur Eins og áður gat stóð Pétur Einarsson fylli- lega undir væntingum sem Lér konungur. Hlutverkið gerir miklar kröfur því leikarinn þarf meðal annars að túlka hörku, sturlun, ör- væntingu og vonbrigði en allt þetta tókst Pétri á einkar sannfærandi hátt. AUt miðar að því að undirbyggja harmræn endalok konungsins sem í upphafi er blindur á raunveruleikann og öðlast ekki sýn fyrr en allt er um seinan. Nanna Kristín Magnúsdóttir og Jóhanna Vig- dís Arnardóttir léku kaldlyndu og svikulu dæt- urnar af ástríðu og sú ráðstöfun að velja dansarann Hlín Diego Hjálmarsdóttur í hlut- verk Kordelíu var ágætlega til fundin. Persón- an er táknræn fyrir hreinleika og von og það komst vel til skila i þokkafullum hreyfingum Hlínar. Halldóra Geirharðsdóttir átti stjömu- leik i hlutverki fíflsins og tvískipting persón- unnar gaf henni óvænta dýpt. Af vörum fiflsins nemum við sannleikann sem er í góðu samræmi við fyrrgreinda áherslu á fáránleika og tilgangsleysi striða. Aðrir leikarar komast ágætlega frá sinu en sumar persónurnar urðu of fyrirsjáanlegar. Má þar nefha hertogann af Albaníu sem strax í upphafssenunni gefur til kynna með látbragði hug sinn til væntanlegra svikráða. Lér konungur er mögnuð sýning sem gefur fyrirheit um spennandi ár i leikhússtjóratíð Guðjóns Pedersen. Halldóra Friðjónsdóttir Lelkfélag Reykjavíkur sýnir á stóra svlði Borgarlelk- hússins: Lér konungur eftir Wiliiam Shakespeare. Þýöing: Steingrímur Thorsteinsson, endurskoöuð af Hrafnhildi Hagalín Guömundsdóttur. HIJóö: Baldur Már Arngrímsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Búning- ar: Stefanía Adólfsdóttir. Leikmynd: Gretar Reynis- son. Lelkstjórn: Guöjón Pedersen. Skeggræður um bókmenntir í leiftri daganna geymir minningar Agnars Þórðarsonar, leikskálds og rit- hófundar, frá sjöunda og áttunda áratug þessarar aldar. Hún er sjálfstætt fram- hald bókarinnar í vagni tímans sem kom út árið 1996 en þar rakti Agnar minningar sínar fram yfir fertugt. Margt var vel gert í þeirri bók en hér tekst honum betur upp enda gefur hann sér nægan tíma til að staldra við og lýsa rækilega. Uppistaða bókarinnar eru frásagnir af samræðum Agnars við vini og kunn- ingja um bókmenntir, listir og stjórn- mál annars vegar en hins vegar sögur af ferðum hans víða um Evrópu og Banda- rikin. Agnar segir vel frá og þó að orð séu spöruð dregur hann upp skýrar og eftirminnilegar myndir. Leikskáldið er þó ríkast í honum, hann er stöðugt að endursegja eigin orð og annarra og bók- in má heita safn samræðna um andleg málefni, ekki síst bókmenntaverk sem honum eru hugleikin. Eigin verk Agnars leika þó fremur lít- ið hlutverk og hann er gjarnari á að Hann segja frá annarra mati á þeim en sínu eigin. Þessi bók er ekki um höfundinn sjálfan heldur samtíð hans en sögumað- urinn er þó skýr persóna, maður sem er hald- inn óseðjandi forvitni og löngun til þess að kynna sér málin sjálfur fremur en að dæma, ferðalangur í eðli sínu og þykir fátt skemmti- legra en samræður við gáfaða menn um það sem hann kann best að meta. Það sem Agnar leggur mest kapp á að end- ursegja eru óvæntar skoðanir og athuganir um hvaðeina og bók hans er ágæt heimild um um- Agnar Þórðarson rithöfundur segir vel frá og dregur upp skýrar og eftir- minnilegar myndir. ræðusamfélag menntamanna á eftirstríðsárun- um. Er hann þar í góðri stöðu til að gefa víða mynd þar sem hann vann bæði fyrir Sovét- menn og Bandaríkjamenn á langri ævi. Agnari hefur ekki verið hampað sem höf- undi hin síðari ár og greina má að það veldur honum nokkrum vonbrigðum þó að hann sé fjarri því að vera bitur, eins og stundum hefur hent skáld í þeirri stöðu. Vera kann að orsök- in hafi að nluta verið félagsleg, skýrt kemur fram að hann er ekki einn þeirra sem skipar sér i hóp heldur leggur hann áherslu á að vera einn og leita síns eigin sann- leika. Athygli vekur dálæti hans á ólíkustu höfundum og gáfumönn- um sem skipuðu sér hver sínum megin á kanti stjórnmálanna. Les- andi hefur á tilfinningunni að sögumaðurinn Agnar sé trúr sjálf- um sér og reyni að lifa sig inn í sinn eldri mann, að minnsta kosti er fátt um að felldir séu dómar yfir fortiðinni út frá kreddum nú- tímans. í leiftri daganna er notaleg bók sem tekst það sem ætlunin er, að bregða upp 'íj/ myndum af ákveðnum menn- ingarheimi sem höf- undurinn lifði. Stíll- inn er vandaður og til- gerðarlaus. Það væri óskandi að meira heyrðist frá Agnari og enn fremur er full ástæða til að hverja bókmenntafræðinga til að kanna höfundarverk hans bet- ur. Kannski er kominn tími til að setja einhver verk hans á svið á ný? Armann Jakobsson. Agnar Þóröarson. i lelftri daganna. Mál og menning 2000. Ný kynslóð í viðtaTi við i----- nýtt Mannlífs- hefti talar Bera Nordal, fyrrum forstöðumaður Listasafns ís- lands og núver- andi forstöðu- maður Malmö Konsthall, um myndlistarlífið í ýmsum löndum Evrópu og nefnir sérstak- lega uppgang í Bretlandi og Svíþjóð og einnig í Berlín, Belgíu og Frakklandi. Þegar hún er spurð um ísland segir hún: „Vissu- lega hefur einn og einn afbragðs myndlistar- maður skotið upp kollinum á íslandi á síð- ustu árum en það er langt síðan sterk kyn- slóð hefur komið upp." Nú hefur Bera verið erlendis um skeið og kannski ekki haft tækifæri til að fylgjast náið með hræringum í íslenska myndlistar- heiminum. Ýmsir myndu kalla það all- sterka kynslóð sem telur fólk á borð við stelpurnar í Gjörningaklúbbnum, Jóní, Sig- rúnu, Dóru og Eirúnu, Ásmund Ásmunds- son, Magnús Sigurðarson, Gabrielu Frið- riksdóttur, Egil Sæbjörnsson og Jón Sæ- mund... Skáldsögur í haust Bókaunnendur eru farn- ir að spá í hverjir verði með í skáldsagnakapp- hlaupinu í haust og er rétt að létta aðeins á spennunni - án ábyrgðar þó! Pétur Gunnarsson og Einar Már Guðmundsson verða að öllum líkindum mjög framarlega í kapphlaupinu því von er á skáldsögum frá báðum hjá Máli og menningu. Saga Einars mun heita Draumar á jörðu sem kall- ast augsýniiega á við Fót- spor á himnum... Frá Ið- unni kemur sterkur keppi- nautur þeirra, verðlauna- höfundurinn Vigdís Grímsdóttir, sem sagt er að verði með skáldsögu. Hjá JPV forlagi er von á nýjum skáldsög- um frá Mikael Torfasyni og Sigurði Pálssyni ljóð- og leikskáldi sem sigraði hjörtun með Parísarhjóli fyrir tveimur árum. Og orð hefur borist um að Guðrún Helgadóttir, landsins vin- sælasti barnabókahöfundur til áratuga, sendi frá sér skáldsögu fyrir jól hjá Vöku- Helgafelli. Hjá Máli og menningu er líka væntan- leg skáldsaga eftir Auði Jónsdóttur sem mikla at- hygli vakti fyrir sina fyrstu, Stjórnlausa lukku, í hittifyrra og frá Bjarti kemur Guðrún Eva Mínervudóttir með Fyrirlestur um hamingj- una - sem þrátt fyrir titil er skáldsaga. Frést hefur að Guðberg- ur Bergsson og Rúnar Helgi Vignisson gefi út smásagnasöfn hjá JPV for- lagi og það gerir Gyrðir El- íasson líka hjá MM. Það stefnir i fin bóka- jól... Hrós í New Yorker Menningarblöð heims- ins halda áfram að skipa sér í raðir eftir áliti á Dansara i myrkrinu og ein síðasta rósin í hnappagat Triers kom frá gagnrýnanda The New Yorker. Undir fyrir- sögninni „Singin' Through the Pain" (Sungið við sársaukan- um - eins og glöggir lesendur sjá leikur hann sér að titli á frægum söngleik, Singin' in the Rain) hrósar Anthony Lane kvik- myndinni fyrir dirfsku og frumleika. Hann líkir Björku við Mary Pickford og Lars við Godard, Dananum í hag. Svo ráðleggur hann öllum að sjá myndina og lýkur máli sínu á þessa leið: „Farið og sjáið myndina, jafnvel þó að þið farið út áður en henni lýk- ur. Minnist þess að Selma fór sjálf út af sín- um eftirlætismyndum eftir næstsíðasta lag, því þá, eins og hún kemst svo vel að orði, varir bíómyndin að eilífu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.