Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 17
16 x>v MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 _______49>. Skoðun Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, augiýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, biaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Harðstjóri fellur Enn einn harðstjórinn er fallinn. Slobodan Milosevic er ekki lengur við völd í Júgóslavíu - almenningur, Júgósla- var sjálfir, settu harðstjórann af á meðan stjórnvöld á Vesturlöndum horfðu á. Kraftur lýðræðisins, sem öðru fremur blæs kjarki í venjulegt fólk, hefur enn einu sinni haft betur í baráttunni við glæpamenn sem einskis svífast. Mikil og erfið verkefni bíða Vojislavs Kostunica, rétt- kjörins forseta Júgóslaviu. Eftir áralanga óáran, stríðs- rekstur á hendur nágrönnum og viðskiptabann flestra landa heims er efnahagur Júgóslavíu í rúst. Einmitt þess vegna er mikilvægt að Vesturlönd taki höndum saman og rétti lýðræðislega kjörnum fulltrúum þessa hrjáða lands hjálparhönd. Evrópusambandið hefur þegar boðað að við- skiptabanni verði aflétt að hluta en slikt dugar skammt. Vesturlöndum er hollt að minnast þess, þegar þau fagna því að harðstjóri og glæpamaður hefur hrökklast frá völd- um, að Milosevic komst til valda og hélt völdum vegna heimsku og barnaskapar lýðræðisríkjanna. Hringlanda- háttur og ístöðuleysi Vesturlanda var og er undirrótin að vandamálum Balkanskaga og gerðu Milosevic og pótintát- um hans kleift að fara með ófriði gegn nágrönnum sínum og stunda þjóðernishreinsanir í Kosovo. Glæpamaðurinn starfaði í skjóli vanmáttar þeirra sem í orði segjast standa vörð um lýðræði. Vesturlönd, Nato, og þá einkum bandarísk stjómvöld, héldu einstaklega illa á öllum málum gagnvart Júgóslavíu og öðrum ríkjum Balkanskaga. Stefnan einkenndist af grunnhyggni og skammsýni, þróttleysi og heigulshætti. Skipulega var komið í veg fyrir að fómarlömb harðstjór- ans, sem nú er fallinn, gætu varið hendur sínar. Skuld lýðræðisríkjanna við íbúa Júgóslavíu er há. Mik- ilvægt er að ríkisstjórnir Vesturlanda átti sig á að þeim ber siðferðileg skylda til að gera allt sem hægt er til að að- stoða við uppbygginguna sem fram undan er i Júgóslavíu nú, þegar lýðræðið hefur fengið að skjóta rótum. Allt hálf- kák og hik getur haft alvarlegar afleiðingar. Brostnar vonir Miklar vonir vom bundnar við að íraelum tækist að öðlast sæmilega skynsemi í samskiptum sínum við Palest- ínumenn þegar Ehud Barak var kjörinn forsætisráðherra á liðnu ári. Sá einstrengingsháttur sem einkenndi stjórn- artíð Binyamins Netanyahus og Likud-flokksins kom í veg fyrir að hægt væri að tryggja varanlegan frið fyrir botni Miðjarðarhafs og Palestinumönnum sjálfstæði. Öllum var ljóst að leiðin til friðar var löng og þyrnum stráð en hófsemd Baraks og Verkamannaflokksins gaf mönnum ástæðu til bjartsýni og vonir um breytta tíma. Þær vonir hafa brugðist. Hægt en ömgglega eru gyðingar að missa traust og stuðning þeirra sem helst hafa staðið þétt við bakið á þeim í harðri baráttu fyrir lífi og frelsi. Framkoma þeirra og á stundum glæpsamlegt athæfi í garð Palestínumanna verða ekki lengur varin, hvorki með skírskotun til sög- unnar né þeirrar staðreyndar að litil þjóð sé að berjast fýr- ir sjálfstæði sínu. Hingað og ekki lengra. Sá tími er löngu kominn að Vesturlönd, og þá fyrst og fremst stjómvöld i Bandaríkjunum, setji ísrael stólinn fyr- ir dyrnar. Hér skiptir engu þó gyðingar standi styrkum fótum í bandarískum stjómmálum. Ekki er lengur hægt að snúa blinda auganu að ísrael. Óli Björn Kárason Á einum hreyfli yfir Alþingi „VonancLi þarf ekki að drepast á báðum hreyflum flugvélar yfir Alþingishúsinu til þess að ráðamenn átti sig á mistök- um sínum og nýbygging Reykjavíkurflugvallar verði stöðv- uð. - Innanlandsflugið þarf annað land. “ Það hefur varla farið fram hjá þeim sem fylgjast með fréttum að á sama tíma og verið er að byggja nýjan flug- völl I miðborg Reykjavíkur hafa nokkur alvarleg atvik og mannskætt slys undirstrikað háskalega staðsetningu hans í miðri byggð. Hvorki flugslys- ið né hin tilvikin hafa þó enn nægt til þess að ráðamenn hugsi sinn gang. Þeir eiga eitt tískuorð yfir áhættuna, það heitir að hún sé „ásættanleg". Og það verður að segja þeim til hróss, jafnt alþingismönnum sem borgarstjórn, aö þeir sýna af sér nokkurn hetjuskap, þar sem þeir sinna störfum sínum sallarólegir beint undir aðflugslínu úr norðri inn á aðalflug- brautina. Það er ekki hreysahverfi sem þeir út- setja fyrir mestu hættuna, heldur æðstu stjómarsetur ríkis og borgar. Kannski álykta þingmenn sem svo að það séu yfirgnæfndi líkur á því að þeir séu ekki í húsinu þegar fullsetin far- þegavél flýgur yfir Alþingi á einum hreyfli. - Þaö sannaðist líka á dögunum, eða hvað! Er þá nokkur þörf á stefnubreytingu? Nýtt mannvirki með sextíu til hundrað ára endingartíma skal steypa niður á klöpp í Vatnsmýrinni, hvað sem það kostar. Það er eins og trúar- setning sem ekkert fær hagg- að, ekki einu sinni þótt flug- reksturinn innanlands hökti sjálfur á einum hreyfli og reglulegt farþegaflug muni væntanlega leggjast af á næst- unni, nema milli Reykjavíkur og fjögurra þéttbýlisstaða úti á landi. Land í gíslingu Samtök um betri byggð á höfuðborg- arsvæðinu hafa hvað eftir annað bent á hversu gífurlega verðmætu landi er haldið í gíslingu fyrir þennan hættulega og dýrkeypta flugvöll. Þar er ekki um að ræða nokkrar lóðir eða íbúðahverfi á gfrnilegum stað móti suðri og sól, held- ur liggur í Vatnsmýrinni einstætt tæki- færi til þess að skapa sterka, fjölþætta og glæsilega nýja miðborg sveitarfélag- anna allra sem em að vaxa saman, mið- borg í beinum tengslum við upphaf Reykjavíkur og fyrstu byggð í landinu. Á meðan Reykjavíkurflugvöllur klippir borgarlandið í sundur með þeim hæti sem hann gerir verður slík mið- borg aldrei til. Hinn sjarmalausi Smári getur ekki tekið við því hlutverki hvaða stórveldisdrauma sem bæjarstjóm og verktaka í Kópavogi dreymir. Innanlandsflugiö þarf annaö land Samtök um betri byggð hafa bent á átta flugvallastæði í nágrenni Reykja- víkur sem af eöiahags- og umhverfisá- stæðum væm mun hentugri og meiri framtíð í en hinum aðþrengda velli í Vatnsmýrinni. Með því að þröngva flug- velli upp á miðborgina heldur dreifing byggðarinnar áfram upp um holt og hæðir þar sem ósnortnu mó- og mýr- lendi og náttúruperlum á borð við svæð- Steínunn Jóhannesdóttir rithöfundur Verður landhelgin seld? Nú er krónan byrjuð að falla, enda verðbólga hér meiri en í næstu lönd- um. Þá verður að hressa hana við með erlendum lántökum eða selja út- lendingum eitthvað bitastætt til að rétta af gjaldeyrisstöðuna. Með því má enn í bili halda krónunni uppi til að blekkja kjósendur og telja þeim áfram trú um að hér ríki „stöðug- leiki og góöæri“. Samt er staðreynd- in sú að þetta er allt ein stór blekk- ing. Góðærið er rekið með skulda- söfnun erlendis og vaxandi við- skiptahalla við útlönd sem nálgast það að verða risavaxinn. Stöðugleik- inn er ekki meiri en það að menn segja: selja, selja. Hvað vilja útlend- ingar kaupa næst? Verðlausir peningar prentaðir Fátt er orðið um auðvelda leiki til að búa til góðæri án þess að auka framleiðslu og verðmætasköpun. Áður var góðæri, t.d. þegar síldin kom og veiddist. Þá fékk þjóðin meiri gjaldeyristekjur og gat aukið innflutning á móti. Svo fundu menn upp gjafakvótann sem í raun og veru var prentun peninga án innistæðu. Þá kom góð- æri án þess að nokkur ný verðmæti væru framleidd. Viðtakendur gjafakvót- ans seldu hann útgerðinni sem tók erlend lán til að borga gjafakvótamenn út. Peningar flæddu án nýrrar framleiðslu og menn versl- uðu bara með pappíra en framleiddu ekki meira en áður. Slíkt gervigóðæri getur aðeins staðið í stuttan tíma. Innleysa þarf prentuðu verðlausu peningana. Þá þurfa menn að selja eitthvað fljótt sem útlending- ar vilja kaupa. Vilja selja landhelgina Útlendingar hafa lengi reynt að ná af okkur fiskimiðum okkar. Þau eru undirstaða góðra lífskjara hér á landi. Stutt er síðan viö háðum svokölluð þorskastríð til að koma er- lendum fiskiskipum burtu. Síðan höfum við haft fiskimiðin hér við land einir. Þetta hefur bjargað miklu fyrir okkur fjárhagslega. Útflutning- ur íslendinga er að stórum hluta fiskur og fiskafurðir. Þess vegna er bannað með lögum að útlendingar kaupi hér upp fyrirtæki í sjávarút- vegi. Nú hafa tveir ráðherrar vakið máls á því að taka þurfi upp nýja stefnu í þessu efni. Byrja verði á að selja útlendingum landhelgina og fiskimiðin okkar. Þetta er orðað með þeim loðna hætti að leyfa verði út- lendingum að fjárfesta hér í okkar fiskveiðum og sjávarútvegi. Það er heldur ekki sagt skýrum orðum að ráðherr- ar vilji selja landhelgina út- lendingum til að blekkja kjósendur enn um sinn með tali um „stöðugleika og góð- æri“ þegar þeir eru í raun og veru að selja bestu mjólkurkýmar úr fjósinu til að setja peningana í stjómlausan viðskiptahalla við útlönd sem þeir hafa sjálfir búið til með of mikl- um erlendum lántökum. í örvæntingu sinni segja menn: selja, selja. - Seljum landhelgina. Ný stefna í stað þess að lifa á erlendum lán- um og sölu eigna þá mætti byrja á því að rétta þetta með því að flytja hluta kvótans i fiskibæina meðfiram allri strönd landsins. Þar standa nú auðar íbúðir vegna þess að fólki er þar bannað aö veiða fisk. Samt er líklega ekkert eins fjárhagslega hag- kvæmt og línu- og handfæraveiðar smábátanna. Lítið fer t.d. í olíu og annan erlendan kostnað. Stórtogar- inn skilar í dag minni gjaldeyri nettó en áöur þar sem erlendi kostnaður- inn við hann er orðinn of mikill, svo sem olían. í stað þess að byrja á þeirri hel- stefnu fyrir þjóöina að selja útlend- ingum fiskimiðin okkar og útgerð- imar okkar á að flytja fiskveiðamar aftur í fiskiveiðibæina úti um allt land þar sem fjöldi húsa og íbúða stendur nú auður. Ekki kaupa þrá- setu í ráðherrastólum þvi verði að afhenda útlendingum fiskimiðin okkar. Lúðvlk Gizurarson „Góðœrið er rekið með skuldasöfnun erlendis og vax- andi viðskiptahalla við útlönd sem nálgast það að verða risavaxinn. Stöðugleikinn er ekki meiri en það að menn segja: selja, selja. “ Með og á móti > sendiráð íslands erlendis Mun borga sig upp Þurfum engin kokkteilpartí „Ég er hlynnt áætlun fjárlaga um upphæðir til sendiráða Islands erlendis. Fjárfestingin í Japan hefur verið gagnrýnd sérstaklega en staðreyndin er sú að fasteignaverð í Tokyo er mjög hátt og sömuleiðis verð á leigulóð- um. Ef við ætlum á annað borð að standa við þá grundvallarákvörðun að vera með sendiráð þama hef ég fengið þær upplýsingar að Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaöur og meölimur í utanrík- ismálanefnd þessi fjárfesting muni borga sig upp á örfáum árum. Samskipti okkar við þenn- an heimshluta hafa farið sí- fellt vaxandi undanfarið og sendiráðin hafa í æ ríkari mæli tekið að sér að við- halda viðskiptasamböndum okkar. Hér er ekki verið að eyða í neinn lúxus heldur einungis verið að koma á fót húsnæði til að geta náð árangri í okkar viðskiptum á þessum slöðum." „Mér aldeUis I ofbýður þessi ’MjKr áætlun um kostn- f að við sendiráð í Japan. Að það eigi að fara að eyða milljarði í slikt kemur að mínu mati alls ekki til nokkurra mála. Þetta er vissulega mjög mikilvægt land hvað snertir fiskútflutning en sölusam- tökin hafa séð ágætlega um það sjálf að viðhalda þeim samböndum sem eru nauðsynleg Sverrir Hermannsson alþingismaöur og formaöur Fijáls- lynda flokksins til þess. Við þurfum enga fulltrúa í kokkteilpartí þama eystra og þess vegna er ég alfarið á móti þessu. ísland hefur engin efni á að eyða svona fjárhæðum eins og menn eru að ráðgera. Eins og samskipti eru nú orðin tæknfieg getum við ís- lendingar leyst sambands- málin við ríki i fjarlægum heimsálfum með öðrum hætti en þessum.“ I fjárlagafrumvarpinu er gert ráö fyrir umsókn um aukafjárveitingu upp á 700 milljónir til kaupa á húseign undir sendiráö Islands í Japan. Þessi ráöstöfun er nokkuö umdeild, ekki síst í Ijósi þess aö rekstrarkostnaöur sendiráösins er tvöfalt til þrefalt meiri en sendiráöa íslands annars staöar. ið umhverfis Elliðavatn verður fómað undir ný og ný úthverfi með tilheyrandi lagnakerfum, umferðarmannvirkjum og bílastæðaflákum. Samfélagskostnaður- inn, sem hlýst af þessu óráðsskipulagi, er gífurlegur, að ekki sé talað um áhrif- in á heimilisreksturinn. Áður vom húsnæðið, matar- og fata- kaup stærstu útgjaldaliðir heimilanna, nú em það tækin sem þarf að eiga til þess að komast að heiman og heim, hinn mengandi bílafloti og rekstur hans. Reykjavík og nágrenni er eitt dreifðasta höfuðborgarsvæði í heimi með aðeins 17 ibúa á hektara en 28 í höf- uðborginni sjálfri. Til samanburðar má nefna Kaupmannahöfii með um 50 íbúa á ha. Það er samhengi milli borgarskipu- lags og lifskjara. Það er dýrt að búa dreifi. Sú kjarabót sem fengist við það að þjappa íbúunum betur saman á höf- uðborgarsvæðinu fyndist jafnt í budd- unni sem í betra lífi í fallegri og skjól- sælli borg. Vonandi þarf ekki að drepast á báðum hreyflum flugvélar yfir Alþing- ishúsinu til þess að ráðamenn átti sig á mistökum sinum og nýbygging Reykja- víkurflugvallar vecði stöðvuð. - Innan- landsflugið þarf annað land. Steinunn Jóhannesdóttir Ummæli Hringbrautin og Barnaspítalinn „Þótt ekki sé búið að samþykkja fiárlög ársins 2001 hafa fiölmiðlar nefnt að gert sé ráð fyrir seinkun framkvæmda við færslu Hringbrautar. Borgarstjóri mótmælti í fréttaviðtali þeim meinta ásetningi og vísaði rétti- lega til samnings borgaryfirvalda við ríkisvaldið um nýja legu Hringbrautar, m.a. vegna byggingar Barnaspítalans ... Mér er ekki kunnugt um að til standi að bijóta það samkomulag..." Hjálmar Árnason, alþm. og form. Bygg- inganefndar Barnaspítala, í Mbl. 5. októ ber. Forsetinn og þjóömálin „Ef forseti íslands tekur að tjá sig um pólitísk ágreinings- mál og stöðu Alþingis á þann hátt sem hann gerði í innsetningar- ræðu sinni hlýtur honum að verða svar- að. Það hefur ekki verið tíðkað hér á landi að forseti taki slíkan þátt í um- ræðunni. Það vakti svo athygli mína þegar hann veitti andsvörum Halldórs Blöndal andsvör, að hann misfór algjör- lega með efni innsetningarræðunnar og virtist telja hana hafa verið allt annars efhis en hún var.“ Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. í Degi 6, október Auðlindanefnd skapar vandamál „Alvarlegasti gallinn á álitsgerð auð- lindanefndar er (þó) sá að festa í stjóm- arskrá ákvæði þess efnis að ríkið eigi um aldur og ævi að eiga þær náttúru- auðlindir og þau réttindi sem nefhdin fiallar um ... Til lengri tíma litið skapa tillögur auðlindanefndar hins vegar hugsanlega fleiri og alvarlegri vanda- mál en þær leysa.“ Örn Valdimarsson framkvstj. í Viöskipta blaöinu 4. október. Stjórnlaus hvalafjölgun „Hvorki gengur né rekur að hefia hvalveiðar aftur hérlendis og hvöl- um fiölgar stjómlaust. Ofvemdun nytjastofna eins og hvala og fiski- stofna getur leitt til ,of- >1 beitar í vistkerfi hafsins. Skyndilega og óvænt getur orðið fæðu- skortur vegna ofvemdar. Fari slíkt saman með niðursveiflu í umhverfis- skiljrðum getur orðið mikill fellir í nytjastofhum vegna hungurs. Liklegt dæmi um það er við Labrador, þar sem þorskstofhinn virðist hafa hrunið úr hor, m.a. vegna offriðunar.“ Kristinn Pétursson framkvstj. í Mbl. 6 október Fimmta valdið Löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald er sú þrenning sem lengst af hef- ur ríkt í lýðræðisríkjum. Á síðari áratugum með þróun og eflingu fiölmiðla hefur orðið til það sem kallað hef- ur verið fiórða valdið. Og nú er svo komið á Islandi að fimmta valdið er orðið til í voldugri mynd en áður, pen- ingavaldið. Frá þvi ég man eftir mér hefur ríkt tiltölu- legur jöfnuður milli fólks hér á landi. Atvinna hefur oftast verið næg frá stríðslokum og tækifæri vaxandi til verðmætasköp- unar. Fólk gat með ráðdeild og dugn- aði orðið efnað á einni mannsævi. Samt varð aldrei um verulegt ríki- dæmi að ræða. Efnamenn af þessu tagi ógnuðu ekki þjóðfélagsskipan eða ró almenn- ings, a.m.k. meðan fólk hafði til hnifs og skeiðar. Og yfirleitt var um atvinnurekendur að ræöa sem sköp- uðu atvinnutækifæri og báru hag al- mennings fyrir brjósti. Næstum í hverjum kaupstað og sjávarplássi allt í kringum landið mátti finna slíka einstaklinga en þeir eru nú flestir horfnir. Cjjörbreytt þjóöfélag Þjóðfélaginu hefur verið gjör- breytt á örfáum árum og gífurlegir fiármimir færðir úr sameiginlegum sjóði landsmanna og í vasa örfárra einstaklinga. Á valdastóli hafa setið menn sem virðast hafa unnið mark- visst að því aö breyta þjóðfélaginu og gera suma einstaklinga mjög ríka en halda fiöldanum við sæmileg efni svo hann kvarti ekki um of. Hér er eins og horfið sé til fyrri alda þegar svonefndir „höfðingjar" réðu ríkjum og pöpullinn svalt í auðmýkt. Hinir nýríku einstaklingar, sem varla vita sinna aura tal, hafa fengið í hendur gífurlegt vald. I fyrsta sinn um langan aldur hafa örfáir menn yfír svo miklum fiármunum að ráða aö þeir geta haft afgerandi áhrif á, hvort heldur er ríkis- eða sveitar- stjómir. Lesendur gætu getið sér þess til að hér væri verið að visa til hugsanlegrar hættu á mútugreiðsl- um. Hér er miklu fremur verið að vekja athygli á því að fiársterkir að- ilar geta beint viðskiptum sínum til ákveðinna aðila eða svæða og breytt ákvarðanatöku kjörinna valds- manna, t.d. meö því að gefa í skyn hugsanlega staðsetningu fyrirtækja eða fiárfestingarkosti. Vantar „gula“ pressu Fjölmiðlar hafa mikið áhrifavald og með aukinni tækni og fiármagni virðast áhrif þeirra sífellt verða meiri. Fijálsar kosningar gera okkur kleift að hafa áhrif á hina klassísku vald- þrenningu og skoðana- og málfrelsi veitir okkur tækifæri til þess að taka þátt í umræðu i fiölmiðl- um, þ.e. svo lengi sem eig- endur eða stjómendur fiöl- miðla hefta ekki aðgang að miðlum sínum. - Því miður þekkjast dæmi um það hér á landi. I litlu þjóðfélagi er erfitt að halda uppi fijálsri og opinni gagnrýni og því er stundum haldið fram að hér sé enginn fiölmiðill sem stendur undir því nafni að vera algjörlega fijáls og óháður. Hér vantar „gula“ pressu, heyrist stundum sagt í um- ræðunni, fiölmiðil sem hefur kjark til þess að afhjúpa spillingu. Um- ræða af því tagi er vandmeðfarin og kallar á einstaklinga með sterka siðferðis- og réttlætiskennd sem kunna að beita gagnrýni en stjóm- ast hvorki af heift né hefndarhug. - Gul pressa er ekki aðlaðandi fiöl- miðlun en af tvennu illu, spilling- unni og glannalegri fiölmiðlun, held ég að meiri hætta stafi af spill- ingunni en „gulunni". Afllö og magnið Almenningur getur haft áhrif á Qölmiðla með tjáningu og stjórnmál með atkvæðagreiðslu sinni. En hvernig er hægt að veita fimmta' valdinu aðhald? Sumir myndu segja aö hægt væri að sniðganga fyrirtæki þeirra og framleiðslu. En eru þeir að framleiða eitthvað? Er ekki fiármagn þeirra dulið og dreift í hagkerfinu og því engin leið að senda þessum aðil- um skilaboð sem þeir skilja? Afl fiár- magnsins er ekki slæmt í sjálfu sér fremur en annað afl en veldur hver á heldur. Og magnið skiptir líka máli. Of mikil samþjöppun skapar aukna hættu. Og hvemig er valdið til kom- ið? Var þess aflað með eðlilegum hætti eða var það þegið að gjöf, óveröskuldað? Hvemig geta borgar- arnir bmgðist við misnotkun pen- ingavalds? Þar liggja svörin ekki í augum uppi. Og því fer fimmta vald- ’ iö sínu fram, óheft, þar til almenn- ingur grípur í taumana og finnur leiðir til þess að setja því skorður og gera ísland aftur að samfélagi eðli- legrar gæðajöfnunar. Öm Bárður Jónsson „Gul pressa er ekki aðlaðandi fjölmiðlun en af tvennu illu, spillingunni og glannalegri fjölmiðlun, held ég að meiri hœtta stafi af spillingunni en „gulunni“.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.