Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 13^T Tilvera Buzby leikur á yidaki í Leikhúskjallaranum: Hljóðfærið sem lag- lausir geta leikið á „Ég hafði ekki verið lengi í Ástr- alíu í tveggja ára dvöl minni þar þegar ég fór á tónlistarhátíð þar sem þetta einstaka hljóðfæri, didgeridoo eða Yidaki, eins og það er einnig nefnt, var kynnt fyrir mér af manni nokkrum sem ég hafði hitt. Ég fékk strax mikinn áhuga á hljóðfærinu, sem er best þekkta hljóðfæri áströlsku frumbyggjanna, og hef nú spilað á það í sex og hálft ár. Ég lærði á það að miklu leyti þá þrjá mánuði sem ég dvaldi í Menningar- miðstöð frumbyggja og hef nú spilað á hljóðfærið í sex og hálft ár og tel mig alltaf vera að fmna ný og ný túlkunarsvið, segir Englend- ingurinn Buzby. Hann hefur ferð- ast um allan heiminn og á ferða- lagi um Ástralíu fékk svo mikinn áhuga á þessu einstaka hljóðfæri að hann lærði á það í tvö ár og hef- ur haft það meðferðis á ferðum sín- um og haldið námskeið og tón- leika. Nú er komið að íslandi, en Buzby verður með tónleika í Leik- húskjallaranum á mánudagskvöld á vegum Listaklúbbs Leikhús- kjallarans. Ásamt honum kemur fram raftónlistarmaöurinn Darri. Buzby segir að það hafi verið óhjákvæmilegt fyrir hann, þegar hann var að læra á hljóðfærið, að læra líka um menningu og siði frúmbyggja: „Þetta tvinnast allt svo saman. Yidaki er ekki venju- legt hh'óðfæri í þeim skilning sem lagt er í slíkt orð. Maður þarf ekki að vera tónviss til að geta spilað á það. Ég hafði til að mynda enga tónlistarmenntun að baki þegar ég hóf að læra á hljóðfærið. Þetta byggist á öndun og hvernig henni er stjórnað. Hvað varðar frum- byggjana þá var ég ekkert öðruvísi en aðrir og hélt eins og fleiri að þessi þjóðflokkur væri frumstæður og lifði í eyðimórkinni. Annað kom í ljós þegar ég fór að kynna mér menningu þeirra. Þeir eru með mjög flókið kerfi, hvort sem litið er til siða alls konar, uppbyggingar ætt flokksins eða tungu- máls. Allt þeirra líf er mjög ólíkt vest- rænni lengri dvöl, helst í eitt ár eða leng- ur. Á tónleikunum í kvöld ætlar hann að leika gömul áströlsk stef: „Mér til aðstoðar verður raftónlist- armaðurinn Darri og felst hans þáttur í að vera með í bak- grunninum hæga raftóna. Ég mun síðan í lokin skýra út hljóðfærið og svara spurningum." Þess má geta að Buzy verður með námskeið fyr- ir þá sem hafa áhuga á að læra á Yi- daki. -HK menn- ingu. Sú sem stjórnaði menningarmið- stöðinni þar sem ég dvaldi var kona á sex- tugsaldri sem hafði nánast alið allan aldur sinn meðal frumbyggjanna. Hún sagðist eiga mikið eftir að læra til að skilja mál þeirra og menn- ingu." Frá Ástralíu hélt Busby til hinna ýmsu eyja í Kyrrahaf- inu á leið sinni til Bandarikj- anna, þar sem hann dvaldi um skeið. Þaðan fór hann til Evrópu, kom hingað til ís- lands i ágúst síðastliðnum í smáfrí og kom svo aftur fyr- ir stuttu til að hafa hér Buzby Hljóðfærið didgeridoo eða Yidaki, sem Buzby heldur á, er ættað frá Ástralíu. Yidaki: Termítar hola það að innan Didgeridoo er evró-ástralska orð- ið yfir mest þekkta hefðbundna hljóðfæri áströlsku frumbyggjanna. Það eru til yfir fjörutíu mismunandi nöfn yfir hljóðfærið og fer það eftir talaðri mállýsku mismunandi frum- byggjaflokka hvert nafnið er. Yi- daki, sem Buzby kýs að nota, er komið frá Yolgnu-fólki og er eitt af þekktustu nöfnunum. Upprunalega var spilað á Yidaki í norðurhluta Ástralíu og hjá sumum ættflokkum var konum stranglega bannað að spila á hljóðfærið. Hljóð- færið var notað í lokuðum kynja- skiptum athöfnum, opnum söng og dans og var spilað sem hluti af sög- um af forfeðrum sem sagðar voru í formi söngljóðs sem kallað er Man- ikay. Hljóðfærið fylgdi nákvæmum söng og danshreyfingum og taktur var sleginn með tveimur prikum sem kallast Bilma. Það var líka not- að til þess að herma eftir hljóðum frá umhverfmu sem hluttekning í andlegu og líkamlegu samræmi við náttúruna. Efnið sem notað er í Yidaki eru greinar og eldri bolir mismunandi tegunda eucalyptus-trjáa. Samt bendir ýmislegt til að það geti einnig verið búið til úr bambus. Eucalyptusinn er holaður út af termítum sem éta sig í gegnum miðju trésins og gera bú neðst á tréð úr viðartrefjum sem þeir hafa melt. Hljóðfærið er svo gert með því að saga til greinina eða bolinn og hreinsa út termítana ásamt öðrum stíflum og taka ytri börkinn af. Rönd af býflugnavaxi er svo sett á brún annars endans sem munn- stykki og innsigli milli hljóðfæris- ins og vara hljóðfæraleikarans. Stöðugur niður hljóðfærisins er fenginn með öndunartækni sem heitir hringöndun. Hringöndun fæst með því að geyma loft í kinnunum og þrýsta því svo út þegar andað er inn í gegnum nefið. Þindin lyftist einnig upp þegar andað er og þannig þrýstist út loft til hljóðfæris- ins. í& Gítarínn ehf. Laugavegi 45. Sími 552-2125 OB 895-9376. ól og snúra. Aur 40.400 krX^._ Nú 27.900 kr. ^^ frá 7.90Q kr. Trommusott m/diskum + kjuðum, 45.900,-^2^?* Lfttle Caesars á íslandi er 1 árs! Af því tilefni bgóðum við pizzur á hlægiiegu afmæíisverði dagana 6. - 13. október. O Tvær litlar pizzur með 3 áleggstegundum. Aðeins 999 kr. 'Stór pizza með 3 áleggstegundum. Aðeins 750 kr. GæoHGæði! í pizzunum okkar er UrvM firíefni frí vkhiffcenndum fvrirfJekjum. m\ M»SS«OEHeRCVKJ*vlKUH HJ- Fákafenl u,108 Rcykjavík Datshfauni 13, 220 HafnarflrSi . Nesti. Ártúnshtifða VW Passat 1600 Comfort 4. d. skr. 04.'99, gulur, ek. 30 þ. km, bsk., cd. V. 1.480 þ. VW Vento 1600 4d., skr. 08 '97, grár, ek. 52 þ. km, bsk. V. 1.070 þ. VW Golf 1600 Comfort 5d., skr. 05 '99, vínr., ek. 22. þ. km, bsk., álf., spoil., cd, o.fl. V. 1.520 þ. áhv. bílalán. Skoda Oktavia 1600 4d., skr. 05 '98, vínr., ek.47 þ. km, bsk. V. 1.040 þ. MMC Space Wagon 4x4 5d., skr. 04 '98, d.blár, ek. 31 þ.km, ssk., cd. V. 1.650 þ. Toyota Landcr. 90 LX 3000 5d., skr. 08 '99, blár, ek. 34 þ. km, bsk., 35" breyttur frá P. Sam. V 3.400 þ. áhv. bílalán. MIKIÐ OG GOTT ÚRVAL BÍLA Á SKRÁ OG Á STAÐNUM. VANTAR BÍLA OG VÉLSLEÐA Á SKRÁ OG Á STAÐINN. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL10-18. LAUGARDAGA FRÁ KL.10-14. fMLASALINN nöldur ehf. B í L A S A L A Tryggvabraut 14,600 Akureyri 461 3020-461 3019 MMC Pajero 2800 DTI 5d., skr. 08 '98, grænn, ek. 94 þ. km, ssk. V 2.600. þ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.