Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MANUDAGUR 9. OKTOBER 2000 Eftiriegukindur á heioum uppi Bændur í uppsveitum Borgarfjarðar fóru seinni leit á Holtavöröuheiði ígær. Afraksturinn var nokkrar eftirlegukindur sem virtust hafa þráast við að skila sér til byggða. DV-MYND G.BENDER ísafjörður: Keyrðu beint -* í sjóinn Hjón um sextugt sluppu ómeidd eft- ir að bifreið þeirra hafnaði á tveggja metra dýpi í ísköldum sjónum við Skutulsfjarðarbraut á ísaflrði á laug- ardag. Óhappið varð um eittleytið og var ferð fólksins heitið til Súðavíkur. Þau munu hafa ekið niður Vallartún en einhverra hluta vegna ekki náð beygjunni með fyrrgreindum afieið- ingum. Að sögn lógreglu var fólkiö á lánsbíl og ökumaðurinn ekki vanur bílnum. Bíilinn fór á kaf og aðeins glitti í farangurkassa á þaki hans. Fólkið mun hafa beðið þess að billinn fylltist af sjó en síðan komið sér út og til lands. Fjöldi fólks var á staðnum en körfuboltaleikur var rétt í þann ¦^ypund að hefjast í íþróttahúsinu skammt frá þegar slysið varð. Ekkert amaði aö fólkinu og eftir að hafa haft fataskipti hélt það ferðinni áfram til Súðavíkur. Bíllinn var dreginn á land og mun töluvert mikið laskaður. -aþ Borgarnes: Ok á Ijósastaur Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar bifreið hafnaði á ljósastaur og niður í skurði norðan við Borgarnes á áttunda tímanum í gærkvöld. Fjögur ungmenni voru í bílnum, tvö sluppu ómeidd en tvö hlutu minni háttar meiðsl. Að sögn lögreglu virðist sem bíllinn hafi verið í framúrakstri og Jent í lausamöl með fyrrgreindum af- leiðingum. Bíllinn er mikið skemmdur eftir óhappið. -aþ r» AF HVERJU ER MER \ALPREI 30Ð\Ð ME0? Tveir björguðust úr skipsskaða á Húnaflóa: Eins skipverja enn saknað - umfangsmikil leit stód fram í myrkur í gærkvöldi Leit að skipverjanum sem sakn- að er af bátnum Ingimundi gamla, sem sökk á Húnaflóa um eittleytið í gær, bar ekki árangur í gærkvöld. Þrir voru í áhöfn báts- ins og tókst tveimur skipverjanna að komast um borð í björgunarbát. Þeim var síðan bjargað um borð í Sæbjörgu ST-7 sem var á veiðum á sömu slóðum. Tilkynning um slys- ið barst Landhelgisgæslu klukkan 12.43 i gær og hófst umfangsmikil leit þegar í stað. Þyrla Landhelgis- gæslunnar fór á vettvang og björg- unarsveitarmenn frá Skagaströnd og Hvammstanga hófu leit á þrem- ur bátum. „Við brugðumst strax við kall- inu en þegar björgunarsveitar- menn komu á vettvang voru trill- ur, sem höfðu verið á veiðum á svæðinu, þegar byrjaöar að leita og höfðu fundið brak úr bátnum. Veðurskilyrði voru góð framan af en þegar leið á daginn fór að blása. Björgunarsveitarmenn héðan og frá Hvammstanga leituðu fram í myrkur í gærkvöld en því miður án árangurs," sagði Gunnlaugur Sigmarsson hjá Svæðisstjórn SVFÍ á Skaga- strönd í samtali við DV. Ingimundur gamli, sem er 100 tonna stál- bátur, var gerð- ur út frá Hvammstanga. Hann var að togveiðum þeg- ar slysið átti sér stað. Báturinn mun hafa sokk- ið á örskammri stundu en dýpi á þessum slóð- um er í kringum 200 metra. Tildrög slyssins eru ókunn en sjópróf munu að líkindum fara fram í dag. -aþ Sjá viðtal við skipstjórann á Sœbjörgu á bls. 2 Parísarferð smábátaeigenda gagnrýnd: Þetta er fáránlegt segir stjórnarmaðnr sem sat heima - Kostar ekki krónu, segir formaðurinn íe er ósáttur við bessa ferð. tvö ár í röð oe kostnaðurinn i--------------------1 ferðar en stiórnarmem Húnavatnssýsla: Mikið slösuð eftir alvarlegt umferðarslys Alvarlegt slys varð í V-Húnavatns- sýslu á fjórða tímanum í fyrrinótt þeg- ar ekið var á mann og konu. Fóikið, sem var að koma af dansleik í félags- heimilinu Víðihlíð, var fótgangandi á þjóðveginum þegar það varð fyrir bíl. Lögreglumenn á Blönduósi voru við störf við félagsheimilið og komu þeir samstundis á vettvang. Þegar var ljóst að fólkið var mikið slasað og var þyrla Landhelgisgæslunnar kvödd á vett- vang. Þyrlan flutti fólkið á Landspítal- ann í Fossvogi þar sem það liggur þungt haldið. Að sögn læknis á gjör- gæsludeild er fólkið alvarlega slasað og er haldið sofandi í öndunarvél. -aþ Alvariegt umferðarslys Tvennt liggurþungt haldið á sjúkrahúsi eftír alvariegt umferöarslys við VíðiMð í Húnavatnssýslu aðfaranótt sunnudagsins. „Ég er ósáttur við þessa ferð, þetta er bara fáránlegt," sagði Eð- vald Eðvaldsson, stjórnarmaður í Landssambandi smábátaeigenda, um viku Parísarferð stjórnar sam- bandsins ásamt mökum. Eðvald af- þakkaði boðið að fara til Parísar. Kostnaður við ferðalag hátt í 40 manna er sagður vera á bilinu 1,6 til 2 milljónir króna. „Það vita allir að samtökin eru ekki vel rekin og eiga ekki of mikla peninga. En það er rétt, sumarfundir voru ekki haldnir tvö ár í röð og kostnaðurinn við þá er látinn renna til ferðalagsins," sagði Eðvald. „Þannig stendur á að stjórnin fer til Parísar af því að hér er haldinn aðalfund- ur Alþjóðasambands strand- veiðimanna þar sem ég var endurkjörinn í stjórnina. Ég bar það upp í stjórninni að kostnaður við tvo sumar- fundi yrði lagður saman og hann notaður til Parísar- Arthúr Bogason „Kostar ekki krónu" ferðar en srjórnarmenn kostuðu afganginn ef hann yrði meiri," sagði Arthúr Bogason í París í gær- kvöldi. „En þetta kostar lands- sambandið ekki eina krónu meira en sumarfundirnir tveir hefðu kostað. Það er eitthvað að hjá mönnum sem eru að öfundast út í þetta," sagði Arthúr. -JBP Gæði og glæsileiki smoft Csólbaðstofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350. biotherp-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tðlvunni Samhæft Windows 95, 98ogNT4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sfmi 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport_____ m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.