Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 4
20 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 Sport Stjarnan-Haukar 26-31 1-0, 2-4, 4-5, 5-7, 8-7, 9-11, 12-11 (13-12), 13-13, 15-13, 16-14, 16-17, 17-20, 19-21, 20-25, 22-26, 23-28, 26-29, 26-31. Stiarnan Mörk/viti (skot/viti): Arnar Pétursson, 10/8 (14/8), Eduard Moskalenko, 6 (10), Hafsteinn Hafsteinsson, 4 (6), Bjarni Gunnarsson, 2/1 (6/2), Björgvin Rúnars- son, 2 (8), David Kekilja, 2 (6). Mörk úr hradaupphlaupum: 6 (Haf- steinn, 3, Kekilja, 2, Björgvin). Vitanýting: Skorað úr 9 af 10. Varin skot/viti (skot á sig): Birkir ívar Guðmundsson, 17 (47/4, 36%), Árni Þor- varðarson, 0 (1/1, 0%) Brottvisanir: 16 mínútur. Rautt spjald: Kekilja fyrir 3x2 mín. Haukar Mörk/viti (skot/viti): Halldór Ingólfs- son, 10/4 (16/4), Óskár Ármannsson, 5 (8), Einar Örn Jónsson, 5 (7), Petr Baumruk, 3 (8), Rúnar Sigtryggsson, 3 (7), Jón Karl Bjömsson, 2/1 (2/1), Áli- aksandr Shamkuts, 1 83), Þorvaröur Tjörvi Ólafsson, 1 (3), Vignir Svavarsson, 1(2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 5 (Shamkuts, Baumruk, Einar Örn, Jón Karl, Rúnar). Vitanýting: Skorað úr 5 af 5. Varin skot/víti (skot á sig): Magnús Sigmundsson, 10 (26/5, 38%), Bjami Frostason, 5/1 (14/4, 36%), Jónas Stefánsson, 0 (1/1, 0%). Brottvísanir: 12 mínútur. Dómarar (1-10): Bjarni Viggósson og Valgeir Ómarsson (5). Gceói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 150. Maöur leiksins: Eduard Moskalenko, Stjörnunni Framarinn Gunnar Berg Viktorsson reynir hér skot á mark HK f Dígra- nesi á laugardag en hann er greini- lega hindraöur af Sverri Björnssyni. Róbert Gunnarsson, Fram, og Alex- ander Arnarson, HK, fylgjast meö á Ifnunni. DV-mynd E. Ól. Bland i P oka Júgóslavneski handknatt- leiksmaóurinn Slavisa Raka- novic, sem kom til landsins á vegum Breiðabliks ekki alls fyr- ir löngu, er farinn án þess að spila leik fyrir félagið. Raka- novic náöi ekki samkomulagi um laun við stjóm handknatt- leiksdeildar Breiðabliks. Brasilíski knattspyrnusnill- ingurinn Rivaldo hótar að fara frá félaginu og flytjast aftur til BrasUíu ef framkoma fólks á Spáni í hans garð breytist ekki. Rivaldo hefur verið gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu að und- anfórnu og segir hann að það sé vegna öfundsýki. Hann skrifaði á dögunum undir nýjan sex ára samning við Barcelona sem fær- ir honum 450 mUljónir í árslaun eftir skatta og hann er tUbúinn tU að gefa eftir hverja krónu í samningnum og flytja aftur til BrasUiu ef það er það sem fólk vUl. Ólíklegt þykir að Barcelona hleypi honum burtu þar sem hann er einn af lykilmönnum liösins. Svissneska tenniskonan Martina Hingis er ekki á flæðiskeri stödd hvað varðar far- artæki. Um helgina vann hún belgísku stúlkuna Kim Clijsters í úrslitaleik FUderstadt-mótsins í Þýskalandi og fékk að launum glænýja Porsche-bifreið. Þetta er þó ekki fyrsta Porsche-bifreiðin sem Hingis eignast því þetta er fjórða skiptið sem hún vinnur þetta mót. Bandariska tennisstúlkan Serena Williams bar sigur úr býtum í Prinessukeppninni í Tokyo í Japan um helgina. Ser- ena WiUiams vann frönsku stúlkuna Julie Halard-Decugis í tveimur settum, 7--5 og 6-1. Þetta er áttundi sigur Serenu WiUiams í einliðaleik en hún varð Ólymp- iumeistari í tviliðaleik i Sydney ásamt systur sinni, Venus WiUi- ams. -ósk - hjá íslandsmeisturum Hauka í fyrstu þremur leikjunum Haukar sóttu tvö stig tU Stjörn- unnar í Garðabæinn á laugardag með enn einni markasúpunni þegar þeir unnu 31-26. Þar með hafa Hauk- ar gert 103 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í deUdinni og eru með fuUt hús stiga. í byrjun leiksins mátti strax merkja töluverða spennu miUi lið- anna, bæði inni á veUinum og á bekknum. Nokkuð var um að farið væri í andlitið á mönnum og mis- ræmi í hvernig dómararnir tóku á þessum brotum fór í taugamar á jafnt leikmönnum sem þjálfurum. Oft kastaðist i kekki miUi leikmanna og var undirritaður farinn að halda að dómaramir hefðu strax misst tökin á leiknum. Fyrri hálfleikur var að öðm leyti jafn en Stjömumenn höfðu eins marks forskot í leikhléi. Leikmenn virtust róast nokkuð eft- ir hlé og dómararnir náðu aftur tök- um á leiknum. Stjömumenn náðu fljótlega tveggja marka forystu en fengu síðan á sig mikið af brottvisun- um og þurftu m.a. að vera þrír úti- leikmenn inn á í hátt í minútu eftir að hafa fengið á sig brottvísun vegna rangrar skiptingar. Þennan liðsmun nýttu Haukar sér og náðu fljótlega frnim marka forskoti sem Stjömunni tókst aldrei að saxa neitt á af ráði þrátt fyrir að Garðbæingar gæfust aldrei upp og reyndu alltaf sitt besta. Lokatölur urðu fimm marka sigur Hauka. „Þetta var dálítið furðulegur leik- ur. Við bjuggumst við Stjömumönn- um sterkum og áttum í vandræðum með þá, sérstaklega i fyrri hálfleik. Þá var spenna milli liða og mér fannst dómararnir kannski ekki taka hart á sumum brotum. Það er nóg eft- ir af mótinu. Við höfum verið að ströggla um miöja deild síðustu 2-3 árin en þetta var eitt skref i átt að því að vera í toppbaráttunni," sagði Óskar Ármannsson Haukamaður eft- ir leikinn en hann fór mikinn undir lok leiksins þegar sigurinn var að komast í höfn. Þá áttu Halldór og Einar Öm einnig góðan leik. „Við misstum leikinn frá okkur í seinni hálfleik þegar þeir náðu fimm marka forskoti og ég var ekki sáttur við dómgæsluna þegar við fengum á okkur allar þessar brottvisanir. Ég var sáttur við fyrri hálfleikinn en þegar við misstum þá í fimm mörk var þetta orðið erfitt. Þetta eru kannski of jöfn lið til að raunhæft sé að vinna slíkan mun upp,“ sagði Eyjólfur Bragason, þjálfari Stjörn- unnar. Ef Stjarnan hefði ekki fengið á sig þessar brottvisanir hefði leikur- inn sjálfsagt orðið mun meira spenn- andi en raunin varð. Eduard Moskalenko átti frábæran leik á línunni en hann fiskaði átta vítaköst í leiknum auk þess að skora sex mörk og var vörn Hauka í mikl- um vandræðum með hann. Þá var Arnar ömggur í vítaköstunum en á enn eitthvað í land með að ná sér á fullt eftir meiðslin. -HI Fram vann 11 marka sigur á HK í Digranesi: Ahugaleysi Fram sigraði HK, 30-19, í Digra- nesi á laugardaginn í bragðdaufum leik. Þeir voru frekar áhugalausir og daufir leikmenn liðanna í leik þeirra á laugardaginn. Hvort staðan í leik Islands og Tékklands hefur haft þar áhrif skal ósagt látið en að minnsta kosti var fátt í leik liðanna sem gladdi augað. Fyrri hálfleikur var jafn á öllum tölum þangaö til Fediouhine, þjálfari Fram, setti son sinn í homið og var með 3 skyttur utan við. Við þetta riðlaðist varnarleikur Kópavogsbúa og Framarar hófu að síga fram úr. Þaö var svo ljóst strax í upphafi seinni hálfleiks að ræða þjálfara Fram hafði vakið leikmenn hans meira en ræða Páls Ólafssonar, þjálf- ara HK. Seinni hálfleikurinn var eign Fram og breikkaði bilið hægt og sígandi allan leikinn. Til marks um muninn á liðunum í þessum leik er að Framarar nýttu 62% sókna sinna á meðan HK nýtti 38%. í seinni hálf- leik var munurinn enn meiri, Fram nýtti 72% en HK 37%. Lið HK verður að gera betur en í þessum leik ef það ætlar ekki að lenda í slæmum málum í vetur. Liðið virtist áhugalaust og vantaði alla baráttu í það. Það leyfði Frömumm að labba fram hjá sér hvað eftir ann- að. Það var því skondið í stöðunni 19-29 að þá heyrðist í HK-vöminni, „ekki mark!“ Svolítið seint í rassinn gripið en vel meint engu að siður. HK-liðið var i meðalmennskunni í þessum leik. Þó var Jaliesky Garcia ógnandi eins og áður, stór leikmaður sem fer mikið á þyngd sinni. Ólafur V. Ólafsson hóf leik í seinni hálfleik og átti margar skemmtilegar stoðsendingar en varð fyrir því óláni að meiða sig á hné og lék því ekki meira. Aðrir leikmenn HK verða að gjöra svo vel að taka til hjá sjálfum sér ef þeir ætla ekki að leika í hinni fáliðuðu deild, 2. deild, að ári. Lið Fram var mjög jafnt í þessum leik. Það verður þó ekki dæmt af honum. Til þess var mótstaðan of lít- il, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Eins fyrr sagði nýtti Fram sóknir sínar mjög vel og voru allir leikmenn liðsins að skila sínu í þeim málum. Hjátmar Vilhjálmsson fór þó fremst- ur í flokki og ógnaði mjög vel og spil- aði félaga sína uppi. Það má einnig geta góðrar nýtingar Björgvins Þ. Björgvinssonar, Vilhelms G. Berg- sveinssonar og Róberts Gunnarsson- ar. Undir lok leiksins kom ungur og efnilegur markvörður inn á hjá Fram og vakti hann mikla athygli, varði 6 af fyrstu 8 skotunum sem komu á markið. Þarna er greinilega efnilegur markvörður á ferð. -RG HK-Fram 19-30 1-0,1-2, 4-3, 6-6, 6-8, 7-10, 9-10 (9-12), 9-13,10-13, 10-15, 12-18, 13-21,16-24, 19-26,19-30. IJK Mörk/viti (skot/viti): Jaliesky Garcia, 7/1 (17/1), Alexander Amarson, 3 (4), Stefán F. Guðmundsson, 3 (6), Óskar E. Óskarsson, 2 (5), Sverrir Bjömsson, 2 (8), Guðjón Hauksson, 1 (3), Karl Grönvold, 1 (2), Samúel Ámason, (1), Birgir Stefáns- son, (1), Ágúst Örn Guðmundsson (1), Ólafur V. Ólafsson (2). Mörk úr hraöaupphlaupum: 0 Vítanýting: Skorað úr 1 af 1. Varin skot/víti (skot á sig): Hlynur Jóhannesson 9 (30/2,30%), Amar Freyr Reynisson 1 (10,10%). Brottvisanir: 10 mínútur (Alexander Amarson rautt á 40. mín, þriðja brottvís- un.). Fram Mörk/viti (skot/viti): Hjálmar Vil- hjálmsson, 5 (8), Róbert Gunnarsson, 5 (6), Björgvin Þ. Björgvinsson, 4 (4), Vil- helm G. Bergsveinsson, 4 (4), Gunnar Berg Viktorsson, 4/1 (11/2), Ingi Þór Guð- mundsson, 2 (4), Njörður Ámason, 2 (5), Maxim Fediouhine, 2 (2), Guðjón F. Drengsson, 1 (2), Þorri B. Gunnarsson, 1 (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Maxim, Ingi Þór, Vilhelm, Róbert). Vitanýting: Skorað úr 1 af 2. Varin skot/viti (skot á sig): Sebastian Alexandersson 11 (25/1, 44% ), Magnús Erlendsson 6 (11, 55%). Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Þorlákur Kjartans- son og Einar Sveinsson (6). Gœói leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 102. Maður leiksins: Hjálmar Vilhjálmsson, Fram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.