Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 7
22 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 43 Sport Sagt eftir leikinn: Léku frábærlega „Ég er mjög ánægður með mína menn í dag enda léku þeir frábær- lega. Þeir voru einbeittir 1 leikn- um og stjórnuðu honum frá fyrstu mínútu. Hvað íslenska liðið varð- ar er það þannig að þú spilar aldrei betur en andstæðingurinn leyfir þér og ég held að þeir hafi fengið að sannreyna þá kenningu í dag,“ sagði Jozef Chovanec, þjálf- ari Tékklands. Látum ekki draga kjark úr okkur "SÍÉBfeijr"l „Tékkland hefur auðvitað mjög gott lið en þó tel | - - tj ég að við hefðum I getað gert aðeins L, - - gg betur en við sýnd- /H um í dag. Þaö er engin furða þó þetta lið sé eins ofarlega á styrkleikalistanum og það er, þetta er ótrúlega gott lið. Enginn ánægður Ég held að enginn sé ánægður með frammistöðu sína hér í dag, ég er nú samt að koma inn í nýja stöðu í sjálfu sér, í vinstri bak- varðarstöðuna úr þeirri hægri. Þetta þýðir allt aðrar færslur sem ég þarf að hugsa um en ætli ég geti ekki sagt að ég sé þokkalega sátt- ur við frammistöðuna. Nú er þessi leikur búinn og þá forum við að hugsa um þann næsta, gegn Norður-írum á mið- vikudaginn. Þrátt fyrir þetta bakslag látum við það ekki draga kjark úr okkur,“ sagði Sigurður Örn Jónsson. Svona dagar koma „Það er ekkert verkefni of stórt fyrir islenska liðið en það koma dagar eins og þessir þar sem við höfum hvorki getuna né heppnina með okk- ur. Gerir út um leikinn á eigin spýtur Menn voru að leggja sig fram og reyna á hlutina en þetta gekk ein- faldlega ekki upp. Þeir skora með þennan mikla og stóra mann í framlínunni sem gerir út um leik- inn upp á eigin spýtur. Tékkneska liðið er að spila mjög góðan fót- bolta, leikmenn vita hvar þeir hafa hver annan og eru greinilega vel samæfðir. Við vorum í miklum vandræðum með þá og hlupum mjög mikið og vorum að reyna að verjast þeim en við héldum því ekki nema i einhverjar 20 mínút- ur. Við náðum aðeins að laga þetta í síðari hálfleik en það var auðvit- að orðið of seint. Engir auðveldir leikir Við verðum nú að taka okkur saman fyrir miðvikudagsleikinn og bæta okkar leik. Við ætlum okkur að koma sterkir til leiks þá. Það er engin spuming að þetta verður mjög erfiður leikur, reynd- ar eigum við aldrei auðvelda leiki,“ sagði Rúnar Kristinsson. -esá Tékkland-ísland 4-0 Birkir Kristinsson 7 Varði nokkur dauðafæri Tékkanna mjög vel ásamt því að verja viti frá Jan Koll- er þegar hann hefði getað fullkomnað þrennuna. Auðun Helgason 5 Vann ágætlega í hægri bakvarðarstöð- unni eins og ávallt en eins og allir í ís- lenska liðinu átti hann erfitt uppdráttar gegn sterku liði Tékka. Pétur Marteinsson 5 Hafði lítinn hemil á Jon Koller, sóknar- manni Tékka, en honum tókst þó að stöðva nokkrar sóknir á laglegan máta áður en þurfti að skipta honum út af í hálfleik vegna meiðsla. Tryggvi Guð- mundsson kom inn á fyrir Pétur á 46. mínútu og fann sig engan veginn. Eyjólfur Sverrisson 5 Reyndi af fremsta megni að stappa stál- inu í sina menn þegar sem mest á reyndi. Hann komst þó seint í takt við leikinn en átti sinn besta leikkafla í síð- ari hálfleik. Sigurður Örn Jónsson 6 Kom óvænt inn í byrjunarliöið og leysti hlutverk sitt ágætlega af hendi. Hans hlutverk var m.a. að gæta hins hættu- lega Karels Poborský og hann leysti það ágætlega. Heiöar Helguson 6 Var nokkra stund að venjast sínu nýja hlutverki sem hægri vængmaður en var þó duglegur og viljugur. Hann fór þó í sóknina í síðari hálfleik og hafði lítið að gera en nýtti tækifærin sem gáfust af fremsta megni þó það bæri ekki ávöxt. Hálfleikur: 3-0. Leikstaöur: Teplice Áhorfendur: 9843. Dómari: Kyros Vassaros, Grikklandi (8). Gæði leiks: 6. Gul spjöld: Helgi Kolviðsson, Eyjólfur Sverrisson og Auðun Helgason. Skot: Tékkland 19 ( Koller 5, Nedved 5, Horváth 2, Týce 2, Sionko 2, Poborský 1, Bejbl 1, Rosický 1), ísland 8 (Heiðar 3, Eyjólfur 2, Ríkharður 2, Eiður 1). Aukaspyrnur fengnar: ísland 23 (Helgi K. 4, Rúnar 3, Eyjólfur 3, Birkir 2, Pétur 2, Heiðar 2, Ríkharöur 2, Auðun 1, Hermann 1, Eiður 1, JTyggvi 1, Amar 1), Tékkland 9 (Eiður 2, Heiðar 2, Ríkharður 2, Hermann 1, Helgi K. 1, Siguröur Öm 1.) Hom: Tékkland 7, ísland 0. . Rangstööur: Tékkland 2, ísland 1 (Ríkharður). Mörkin: 1-0 Jan Koller (18., Með lúmskum skalla innan markteigs eftir sendingu Pavel Horváth frá hægri kanti), 2-0 Sjálfmark Rúnars Kristinssonar (40., Með skalla eftir hom, boltinn fer i Rúnar Kristinsson og inn), 3-0 Pavel Nedved ( 41., Sionko fær sendingu inn fyrir islensku vörnina og leggur boltann fyrir Nedved sem skorar af miklu öryggi), 4-0 Pavel Nedved (90., Beint úr aukaspyrnu af um 30 metra færi.) Maður leiksins: Jan Koller, Tékklandi Helgi Kolviðsson 5 Stóð í mikiUi baráttu allan leikinn og lét Tékkana fara i taugamar á sér á köflum. Hann náði þó aldrei að halda í miðvall- arleikmenn heimamanna þótt hann sýndi ágæta takta á köflum. Rúnar Kristinsson 7 Eins og ávallt var Rúnar helsta drifljöð- urin í sóknaraðgerðum íslendinga. Hann var með sönnu leikskipuleggjandi liðsins og var ávallt með augun opin fyr- ir glufum i vöm Tékkanna. Arnar Grétarsson kom inn á fyrir Rúnar á 85. mínútu og komst ekki inn í leikinn á þeim stutta tima. Hermann Hreiðarsson 6 í fyrri hálfleik var Hermann í nýju hlut- verki í liðinu. Hann lék á vinstri kanti þó hann gegndi aðallega vamarsinnuðu hlutverki. Eftir hlé færði hann sig í stöðu miövarðar í vöminni og leysti það hlutverk ágætlega af hendi. Eiður Smári Guðjohnsen 5 Vann lítið á köflum en tók þó góða spretti í þau fáu skipti þegar islenska liðið sótti. Hann spilaði þó ekki stórt hlutverk i leiknum eins og gefur að skilja. Ríkharður Daðason 5 Þurfti að fara af velli i hálfleik vegna meiðsla og náði sér aldrei á strik í leikn- um. Eins og Eiður tók hann lítið þátt i leiknum en reyndi þó af fremsta megni þegar tækifæri gafst. Þórður Guðjóns- son kom inn á fyrir Ríkharð og var sprækur. -esá i Eiöur Smárí Guöjohnsen í baráttu viö fyririíöa Tékka. Pavei Nedved. Nedved skoraöi tvö mörk í ieiknum og átti Eíöur Smá'i, íiKt og aörir íeikmenn isienska íiösins erfitt upptírattar gegn trábæru íiöí Tékka. OV-mynd Hiimar Pó: ______________________________Sport Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari íslands: Þriðja sætið - í riðlinum er enn raunhæft markmið fyrir ísland DV, Tékklandi: Þeir voru ofboðslega sterk- ir, um það er engin spurning. Jafnvel í líkamlegum styrk, þar sem við erum venjulega betri aðilitm í þeim efnum en þessir menn, frá aftasta til fremsta manns. Þetta voru allt saman mjög sterkir menn ásamt því að vera góðir knatt- spymumenn. Miklir erfiðleikar Við áttum í mjög miklum erfiðleikum með löngu þver- sendingamar. Það má segja að Koller setji allt úr skorð- um. Strax á fyrstu mínútun- um fær hann tækifæri og er mjög ógnandi við markið. ís- lensku leikmennimir hrein- lega hrynja af honum hver af öðrum í hverju einasta ná- vígi. Við það verðum við of varkárir og komumst ekkert áfram í leiknum. Hvað karakterinn í liðinu varðar má segja að það missir móðinn fljótlega í leiknum, þá sérstaklega þegar hinir skora og komast fljótlega í 3-0, þá varð þetta mjög erfitt fyrir íslensku leikmennina. í þessari stöðu er lítið annað að gera en að reyna að fá ekki rassskellingu, sem tókst, sem betur fer, þó að 4-0 séu auð- vitað mjög slæm úrslit fyrir okkur. Það sem er mest svekkj- andi við þennan leik er að Tékkarnir fengu færi sem þeir hefðu með réttu átt að skora úr en fengu svo mjög ódýr mörk. Þegar Koller skor- ar þessi tvö skallamörk erum við einfaldlega ekki nógu grimmir í hann. í síðara marki hans nær hann rétt að koma við knöttinn áður en hann fer í öxlina á einum leikmanna okkar og svo upp í þaknetið. Heföi ekki breytt neinu Hvort við hefðum spilað 4-4-2 eða 5-4-1 í dag hefði í sjálfu sér skipt litlu máli. Við fáum þrjú markanna á okkur þegar við erum allir í vöm. Það eru horn og aukaspymur sem við erum í mestum vand- ræðum með. Þeir fengu að vísu 3-4 tækifæri þar sem þeir hefðu átt að klára sókn- imar sínar með marki en tókst ekki, því held ég að það hefði ekki breytt neinu þótt við hefðum pakkað í vöm. Þá hefðum við jafnvel fengið enn meiri pressu á okkur. En við verðum að líta raunsætt á málið. Nú eram við búnir að spila við tvær sterkustu þjóðimar í riðlin- um og eigum í næstu leikjum þjóðir sem eru nær okkur í styrkleika. Við eigum leik gegn Norður-írum á miðviku- daginn og svo koma fjórir leikir við Búlgaríu og Möltu. Þetta eru þjóðimar sem við emm að keppa við, ætlum við okkur að flytja okkur upp um styrkleikaflokk sem er okkar helsta markmið. Við eram að stefna að þriðja sæti riðilsins og það er ennþá raunhæfur möguleiki. Nú er komið að því að við eigum heimaleik sem við ætlum okkur að af- greiða, hvort sem verður 1-0 eða 5-0, við þurfum á þessum stigum að halda sem era í boði. -esá Heiöar Helguson gaf ekki tommu eftir í landsleiknum. Hér er hann í baráttu viö Mil- an Fukal, varnarmann C Heiðar Helguson í loftfimleikum ásamt tékknesku leikmönnunum Thomas Repka og Karel Rada. DV-mynd Hilmar Þór Island vermir botnsætið í riðlinum eftir 4-0 tap fyrir Tékklandi sem hafði mikla yfirburði DV, Tékklandi: Það var svo sem ekki búist við miklu af íslenska liðinu fyrir leikinn gegn Tékklandi á útivelli. En í ljósi góðs gengis íslenska liðsins á undanfómum ámm gældu spek- ingar við það að íslandi myndi samt takast að stríða þeim aðeins, í það minnsta. Sú varð ekki raunin. Frá fyrstu mínútu leiksins var ljóst aö Tékkarnir ætluðu sér ekki að falla í þá gryfju sem margar stór- þjóðirnar höfðu fallið í gegn íslandi, ekkert annað kom til greina en öruggur. og sann- færandi sigur. Pavel Nedved komst strax í opið mark- tækifæri eftir aðeins 35 sekúndna leik. Hon- um brást bogalistin en það var þá greinilegt hversu einbeittir og viljugir Tékkamir vora. Þeir vildu gera út um leikinn og það strax. Birkir Kristinsson stóð vakt- ina vel í markinu þegar hann varði vel skot Libors Sionkos á þriðju mtnútu og var það góðs viti að hann var vel með á nót- unum. Islenska liðið tókst að verjast pressunni ágætlega næstu 15 mínútumar en á svipstundu var það yfirbugað og leikur íslenska liðsins eftir því. Mark Jans Koll- ers á 18. mínútu var fremur vandræðalegt fyrir íslenska liðið þcif sem það er venjulegast í þvt hlutverki að vera líkamlega sterkari aðilinn á vellinum. Jan Koller hins vegar stökk manna hæst og náði laglegum skalla að marki sem var erfiður viður- eignar fyrir Birki. Eftir þetta komust íslendingar meira og meira inn í leikinn og náðu nokkrum skotum að marki án þess að skapa verulega hættu. Tékkarnir vom einfaldlega í sinu besta formi og áður en langt um leið var Jan Koller aftur mættur fyrir framan íslenska markið til þess að auka forystu sinna manna. Enn var íslenska vömin á hælunum þegar Koller stökk manna hæst eftir hornspymu og náði að koma boltanum í netið. Pavel Nedved kláraði svo endan- lega dæmið með marki eftir lag- legan undirbúning Sionko. Síðari hálfleikur var ekki til að hrópa húrra fyrir, bæði lið skiptu mikið inn á varamönnum enda allir viðstaddir búnir að gera sér grein fyrir niðurstöðu þessa leiks. Hápunktur leiks íslenska liðsins kom þó á 74. mínútu er Jan Koller fékk gullið tæki- færi til að fullkomna þrennuna er tékk- neska liðinu var dæmd vítaspyrna eftir að Auðun Helgason braut á Pavel Nedved. Birkir náði hins vegar að verja víti Kollers og gerði það vel. Pavel Nedved kórónaði svo góða frammi- stöðu sína og síns liðs með glæsimarki á lokamínútu leiksins, beint úr aukaspyrnu. Það er erfitt að dæma íslenska liðið af frammistöðu sinni I þessum leik. Það var al- veg ljóst að andstæðingurinn var gífurlega sterkur og tókst einnig að sýna fram á að hann spilar vel, sama hver andstæðingur- inn er. íslenska liðið þarf þó að bretta upp ermamar og byrja að hala inn stigin ætli það sér að ná settu markmiði. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.