Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 Létt hjá Njarðvík í Njarðvik voru heimamenn ekki í vandræðum með ÍA og sigruöu 128-81 í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Kjörísbikarsins. Njarðvík beitti pressuvörn sem gestirnir réðu ilia við og voru Njarðvíkingar búnir að skora 42 stig í fyrsta leikhluta sem segir allt um yfírburði þeirra. Þrátt fyrir ójafnan leik sáust mörg góð tiltrif þar sem leikmenn Njarðvíkur voru duglegir að troða boltanum þegar færi gafst. Skagamenn áttu ekkert erindi í heimamenn að þessu sinni enda hafa þeir verið að byggja upp nýtt liö frá grunni sem þarf nokkur ár áður en það fer að ógna liði eins og Njarðvik. Hér fyrir neðan er stigaskorið í báðum leikjum liðanna um helgina. Stig Njarðvíkur: Jes Hansen 29, Brenton Birmingham 22, Logi Gunnarsson 20, Ragnar Ragnarsson 17, Ásgeir Guðbjartsson 8, Páll Þórðarson 8, Halldór Karlsson 8, Sævar Garðarsson 5, Teitur Örlygsson 5, Friðrik Ragnarsson 3. Stig IA: Svanur Svansson 19, Trausti Jónsson 19, Erlendur Ottesen 9, Brynjar Sigurðsson 9, Sveinbjöm Ásgeirsson 7, Jón Orri Kristjánsson 6, Elías Guöjónsson 5, Halldór Jóhannesson 4. ÍA-Njarövík 67-140 STIG ÍA: Erlendur Ottesen 13, Trausti Jónsson 12, Sveinbjörn Ásgeirsson 9, Róbert Jörgensen 8, Jón Orri Kristjánsson 7, Elías Guöjónsson 7 Fannar F. Helgason 5, Brynjar Sigurðsson 4, Halldór B. Jóhannsson 2. Stig Njarðvíkur: Logi Gunnarsson 30 Sævar Garðarsson 21, Jens W. Hansen 20, Brenton Birmingham 15 Friðrik Ragnarsson 14, Ragnar Ragnarsson 13, Ásgeir Guðbjartsson 12, Páll Thorsteinsson 8, Halldór Karlsson 7. -DVÓ/BG Rassskellur KR-Stjarnan 84-51 Seinni leikur KR og Stjörnunnar, sem fram fór í KR-húsinu við Frosta- skjól, sýndi að stór munur er á milli Epson- og fyrstu deildar. Leikmenn KR gjörsamlega rassskelltu Stjörnu- menn og komust án teljandi erfið- leika í 8-liða úrslit Kjörísbikarsins. Staðan í hálfleik var 41-29 og það tók Stjömumenn 9,40 mínútur að skora stig í seinni hálfleik. 1 liö Stjörnunn- ar vantaöi alla baráttu, hvort sem um var að kenna að þaö sýndi KR- veldinu svona mikla virðingu eða var ekki í betri æfingu. Það var einkenni- legt að þjálfari Stjömunnar, Jón Kr. Gíslason, skyldi ekki spila í leiknum því með hann innanborðs hefði liðið án efa sýnt meiri mótspymu. KR-ing- ar gerðu það sem þeir þurftu. Eins og áður sagði var mótspyrnan ekki mik- il og þeir áhorfendur sem lögðu leið sína í KR-húsið fengu lítið fyrir sinn snúð. Stig KR: Jón A. Stefánsson 18, Magni Hafsteinsson 10, Steinar Kaldal 9, Valdimar Helgason 8, Arnar Kárason 8, Ólafur Jón Ormsson 7, Ólafur Már Ægisson 7, Hjalti Krist- jánsson 6, Jóhannes Árnason 5, Vikt- or Birgisson 4 Stig Stjömunnar: Sigurjón Lárus- son 14, Davíð Jens Guðlaugsson 8, Örvar Kristjánsson 8, Eiríkur Sig- urðsson 6, Eiríkur A. Eiríksson 5, Hjörleifur Sumarliðasson 5, Jón Ó. Jónsson 2, Shirian Þórisson 2, Hilmar Geirsson 1. Stjarnan-KR 83-106 Stig Stjömunnar: Örvar Þór Krist- jánsson 19, Shirian Þórisson 18, Sig- urjón Lámsson 16, Jón Ólafur Jóns- son 8, Davíð Jens Guðlaugsson 7, Steinar Haíberg 6, Eiríkur Sigurðs- son 4, Jón Kr. Gíslason 2. Stig KR: Ólafur Jón Ormsson 36, Jón Arnór Stefánsson 22 (öll í fyrri hálf- leik), Amar Kárason 18, Ólafur Ægis- son 13, Jónatan Bow 7, Steinar Kaldal 5, Hjalti Kristjánsson 3, Magni Haf- steinsson 2. -EH Sport -rm*- Kjörísdreng- irnir áfram Kjörísdrengirnir frá Hvera- gerði náðu aö komast í aðra umferð i Kjörísbikarnum er þeir unnu Skallagrím í Hveragerði á laugardaginn, 90-77. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Skallagríms, 71-63, og komust því Hamarsmenn áfram með samanlagt 153-140. Stigahæstir í liði Hamars voru Chris Dade, 33 sig Pétur Ingvarsson, 31 stig, og Guðlaugur Erlendsson með 7 stig en í liði Skallagríms var Warren Peebles með 30 stig og Alexander Ermolinskij gerði 12 stig. -EH Kjörís-bikarínn: Valur-Haukar 82-103, 89-84 ÍR-Keflavlk 89-111, 81-84 ÍA-Njarðvík 67-140, 81-128 Stjaman-KR 83-106, 51-84 KFÍ-Þor, Ak. 86-83, 63-75 Skallagrímur-Hamar . . 71-63, 77-90 Snæfell-Tindastóll . 56-125, 54-111 Þór, Þ.-Grindavík . 89-125, 97-143 Átta liöa úrslitin í Kjörísbikamum fara fram 19. og 21. október næstkomandi. Haukar, Keflavík, Njarðvík, KR, Þór, Ak., Hamar, Tindastóll og Grindavík berjast þar um sætin til aö vera hluti af þeim fjórum fræknu í Kjörísbikarnum. -ÓÓJ 16 liða úrslitum Kjörísbikarins lauk um helgina: Stórslysalaust - Keflavik, KR, Njarðvík, Grindavík, Haukar, Hamar, Þór, Akureyri, og Tindastóll Sextán liða úrslit Kjörísbikarsins í körfubolta voru stórslysalaus fyrir þau lið sem skipuðu efstu átta sæt- in á síðasta tímabili. Minnstu mun- aði hjá Hamar og Þór frá Akureyri sem töpuðu fyrri leiknum en unnu það upp i þeim seinni. Öruggt hjá Keflavík Keflvíkingar sigruðu ÍR-inga, 84- 81, í seinni leik liðanna í 16-liða úr- slitum Kjörísbikarsins sem fram fór í Keflavík á laugardag. Keflavík vann fyrri leik liðanna með 22 stiga mun og gátu þeir því mætt nokkuð afslappaðir til leiks. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en heimamenn tóku síðan frumkvæðið í leiknum, i öðrum leikhluta og leiddu 56-40 í hálfleik. Mest náðu þeir 18 stiga forskoti, í seinni hálf- leik en þá tóku gestimir við sér, með Eirik Önundarson í broddi fylkingar, og komust yfir, 73-75, þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum. Keflavík náði aftur forust- unni en Sigurður Þorvaldsson jafh- aði leikinn, 81-81, þegar 20 sekúnd- ur voru eftir og Keflvíkingar fengu síðustu sóknina. Úr henni skoraði Falur Harðarson sigurkörfuna með 3ja stiga skoti og tryggði þar með Keflvíkingum sigur í báðum leikj- um þessara liða. Hjá Keflavík skor- uðu allir 10 leikmenn liðsins og stóðu allir fyrir sínu. Þó var liðið fullrólegt í seinni hálfleik enda með mjög vænlega stööu. Cedrick Holmes átti góðan leik fyrir ÍR og Eiríkur var öflugur í seinni hálf- leik. Einnig skilaði Sigurður Þor- valdsson sínu. Stig Keflavíkur: Calvin Davis 17, Albert Óskarsson 12, Magnús Gunn- arsson 10, Birgir Öm Birgisson 10, Hjörtur Harðarson 9, Gunnar Ein- arsson 8, Falur Harðarson 7, Jón Hafsteinsson 5, Birgir Guðfinnsson 4, Gunnar Stefánsson 2. Stig ÍR: Cedrick Holmes 27, Eirík- ur Önundarson 21, Hreggviður Magnússon 12, Sigurður Þorvalds- son 10, Ásgeir Bachmann 4, Rúnar Sævarsson 3, Ólafur Sigurðsson 2, Halldór Kristmannsson 2. Valssigur dugöi ekki Síðari viðureign Hauka og Vals einkenndist af mikilli baráttu og töluverðum sveiflum. Valsmenn leiddu eftir fyrsta fjórðung og Hauk- ar í hálfleik. Valsmenn náðu siðan góöri forystu i síðari hálfleik sem þeim tókst að halda til leiksloka með gífurlegri baráttu. Hátt í fimm- tíu villur voru dæmdar í leiknum og var síöari hálfleikur ekki sér- staklega skemmtilegur áhorfs vegna þess hversu illa mönnum tókst að hemja aðgangshörku sína í vöm- inni. Haukamir leyfðu nokkrum yngri mönnum að spreyta sig tölu- vert og höfðu alltaf stjóm á því sem þeir voru að gera. Munurinn úr fyrri leiknum var of mikill fyrir Valsmenn að brúa. Stigahæstu menn hjá Haukum vom: Rick Mickens 29, Marel Guð- laugsson 16 og Bragi Magnússon 13. Hjá Val: Sigurbjöm Bjömsson 18, Delawn Grandison 15, Drazen Jozic 13 og Bjarki Gústafsson 11. -MOS Auövelt hjá Tindastóli Tindastólsmenn unnu tvo létta sigra á Snæfelli frá Stykkishólmi. Fyrri leikurinn, sem fór fram í Stykkishólmi á föstudagskvöldið, endaði með stórsigri Sauðkrækinga, 125-56, og sá síðari, sem fór fram í gærkvöldi, fór á sömu leið. Tinda- stóll sigraöi, 111-54, í heldur ójöfn- um leik og því samanlagt 236-110. Það er greinilegt að munurinn á liö- um í Epson-deild og þeirri fyrstu er ansi mikill, eins og tölumar í þess- um leikjum gefa til kynna. Stórskotahríð Grindvíkingar tóku á móti Þór frá Þorlákshöfn í gær. Grindavík vann fyrri leikinn, 125-89, í Þorláks- höfn og mættu því tiltölulega af- slappaðir til leiks á heimavelli sín- um í gær. Þeir fóru á kostum í sókn- arleiknum og skoruðu meðal ann- ars 80 stig í fyrri hálfleik. Lokatölur ■* urðu 143-97 og sáu Þórsarar aldrei tO sólar í leiknum. Grindvíkingar hittu frábærlega í leiknum og skoruðu fjórtán þriggja stiga körfur ásamt því að vera með tæplega 65% skotnýtingu inni í teig. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vil- bergsson 28 (5 fráköst, 5 stolnir boltar), Kim Lewis 23 (5 fráköst, 5 stoðsendingar), Guðmundur Þ. Ás- geirsson 17, Guðlaugur Eyjólfsson 16, Elentínus Margeirsson 14, Krist- ján Guðlaugsson 12, Jóhann Þ. Ólafsson 10, Davíð Þ. Jónsson 8, Pét- ur Guðmundsson 7. Stig Þórs, Þ.: Canon Baker 29 (7 stoðsendingar), Andrés M. Hreiðars- son 14, Ágúst ö. Grétarsson 11, Þór- arinn A. Þórarinsson, 10, Sigur- björn I. Þórðarson 10, Hallgrímur Brynjólfsson 10, Bjarki Guðmunds- son 6. -ósk/ÓÓ J/BGy' _ Hvít-rússnesk landsliðs- skytta á leið í Stjörnuna Stjaman er að fá til sín mjög sterka örvhenta skyttu í kvennahandbolt- anum. Liðið hefur byrjað timabilið mjög vel og er á toppnum ásamt Haukum eftir þrjár umferðir. Stjaman, sem missti frá sér Ragnheiði Stephensen út í atvinnu- mennsku til Noregs, er að fá til sín 23 ára gamla hvít-rússneska lands- liðskonu. Hún er 178 sm á hæö og er fjölhæfur leikmaður sem spilar sem hornamaður í landsliðinu en hún á þrátt fyrir ungan aldur alls 30 lands- leiki að baki. Að sögn Siggeirs Magnússonar þjálfara er þessari skyttu ætlað að auka breiddina í liðinu en það haföi fyrir aðeins eina örvhenta stelpu í sinu liði, Helgu Ormsdóttur, sem sleit krossbönd í Reykjarvíkurmótinu.-ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.