Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 9. OKTÓBER 2000 - fyrsti ökumannstitill Ferrari-liðsins í 21 ár Michael Schumacher hefur nú loksins bundið enda á tuttugu og eins árs bið Ferrari eftir heims- meistaratitli ökumanna með því að sigra í japanska kappakstrinum á Suzuka í gær. Endalaus vinna síðan 1996, þegar Schumacher gekk til liðs við Ferrari, hefur nú loks skilað ár- angri og heimsmeistaratitill öku- manna er í höfn. Liðatitillinn er svo rétt handan við hornið. Þetta er í þriðja sinn sem Schumacher hamp- ar ökumannstitlinum á ferli sínum en þeir hefðu auðveldlega getað orð- iö fleiri. Ákvörðun Þjóðverjans að ganga til liðs við Ferrari frekar en að velja auðveldari kosti, eins og Williams, varð að hugsjón. Að gera Ferrari aftur aö meistara var mark- miðið en eins og kunnugt er var Jody Schectker síðasti meistari rauða liðsins árið 1979. Verkefnið var ærið og eftir nokkrar heiðarleg- ar tilraunir '97 og '98 og 24 sigra fyr- ir Ferrari tókst það loks á Suzuka í gær. Þrátt fyrir að enn sé ein keppni eftir af mótaröð ársins er Ferrari aftur orðinn meistari og fögnuðurinn í Maranello, heimabæ Ferrari, var geysilegur. \ Mika Hákkinen, sem kláraði keppnina í gær í öðru sæti og sér nú á eftir tigninni í hendur Schumachers, var að vonum von- svikinn en óskaði nýkrýndum heimsmeistaranum til hamingju. Næstu menn voru langt á eftir og var það David Coulthard sem tók siðasta þrepið á verðlaunapallinum þrátt fyrir að vera 1:09,462 á eftir Schumacher í mark. Barrichello varð svo fjórði á undan undra- drengnum Jenson Button sem hafði verulegt forskot á Jacques Vilien- euve sem tók síðasta stigið á heima- velli Honda-vélanna. Áttundi ráspóll dugði ekki Alla helgina var Schumacher fljótastur, fyrir utan einn æfinga- tíma á laugardag þar sem Hákkinen var hraðari. Það var greinilegt að Þjóðverjinn var kom- inn til Japans til að tryggja sér titilinn. Átta stiga forskot hans fyrir keppnina varðtil þessaðsigur á Suzuka dugði til þess. Á laugardag nældi hann í ráspól- inn með 0,009 sek. mun á Hákkinen í æsispennandi tíma- tökum. „Þetta er besti staðurinn til að hefja keppnina," sagði Schumacher á laugardag. En það dugði skammt því ör- fáum sekúndum eftir að keppnin hafði ver- ið ræst var Hákkinen orðinn fremst- ur. Finninn hefur sérstakt lag á að koma McLaren-bíl sínum snöggt af stað og eru þessar „einu sinni á ári ræsingar" hjá honum orðnar ansi margar. Meistararnir í sérflokki Það blés því ekki byrlega fyrir Schumacher í upphafl keppninnar. Ef Hákkinen ynni yrði að kljást um titilinn í Malasíu en það vildi Schumacher ekki. Keppendurnir um heimsmeistaratitilinn voru í al- gerum sérflokki og voru mun hrað- ari en allir aðrir á brautinni. Á meöan Schumacher hékk 1,5 til 2,5 sek. á eftir Hákkinen dreifðust aðrir ökumenn langt fyrir aftan. Alla helgina hafði verið spáð rigningu og sýnishorn af henni fór að falla á tuttug- asta hring. Þannig var aUa keppnina með stuttum hlé- um. Það varð þó ekki tU þess að ökumenn skiptu yfir á regndekk. Vendipunktur keppninnar Hákkinen og Schumacher tóku sín fyrstu þjónustuhlé á 20. og 21. hring, án þess að staðan breyttist, en það var í seinna hléinu sem allt gerðist. Hákkinen fór inn á undan á 36. hr. sem skildi Schumacher eftir í umferð hægari bíla. Rigningin jókst og hægði á öllum nema Schumacher sem fór svo inn tU dekkjaskipta eftir fjóra hringi og kom út aftur með fjögurra sekúndna forskot á Hákkinen. Eftir það var bara að tryggja og vona að ekkert kæmi fyrir og með það að leiðarljósi krossaði hann endalínuna eftir 53 hringi og þá fyrst leyfði hann sér að fagna nýjum titli. Enn og aftur leika keppnisáætlun Ross Brawns og veðrið stórt hlutverk í sigri Schumachers. „Hann er einfaldlega meistari liðsins. Þaö er hann sem gerði okkur að meisturum," sagði Michael Schumacher eftir keppnina í gær. Þjóðverjinn er verðugur meistari eftir átta sigra og jafn marga ráspóla. Næsta markmið Ferrari verður að tryggja sér titU keppnisliða en Ferrari hefur nú 13 stiga forskot á McLaren sem þarf að sigra tvöfalt i Malasíu og vona aö Ferrari-ökumennirnir fái ekki fleiri en 2 stig. -ÓSG Úrslitin í Japan 1. Michael Schumacher ... Ferrari 2. Mika Hákkinen........McLaren 3. David Coulthard......McLaren 4. Rubens Barrichello .... Ferrari 5. Jenson Button.......Williams 6. Jaques Villeneuve........BAR Staða ökumanna 1. Michael Schumacher........98 2. Mika Hákkinen.............86 3. David Coulthard ..........67 4. Rubens Barrichello .......58 5. Ralf Schumacher...........24 Staða ökuliðanna 1. Ferrari..................156 2. McLaren .................143 3. Williams .................36 4. Benetton .................20 5. BAR ......................18 87 Sport Bensín- dropar Ron Dennis,oigandi og keppnis- stjóri McLareh, óskaði Michael Schumacher tii liamingju með öku- mannsti|iflnn skömmn eftir að ioóðverjinn sigraði á Suzuka i gær. „Micháel ók vel. Hann setti niður nokkra hraða hringi fyrir síðara þjónustuhléið og það réð úrslitum," sagði Dennis í gær. „Svona er kappakstur," sagði Dennis sem und- aifarin tvö ár hefur stýrt Mika Hkkkinen til heimsmeistara. lie Irvine, félagi Schu- machers til margra ára, varð oinn þeirrafyrstu til að óska nýkrýndum heimsmeistaranum til hamíngju. Ir- vine, sem var sjáirúFj titilbaráttu gegn Hákkinen á síðasta ári, segir að sigurinn hafi verið verð- skuldaður. „Hanp iitti þetta skilið fyrir löngu og sfrákarnir hjá Ferr- ari áttu þetta sahnarlega skilið. Æð- islegt," sagði Eddie Irvine: Borgarstjóri Maranello, tíeima- bæjar Ferrari, Giancarlo Berta- chini,/áagði að Ferrari væri flpl- skyldumál í bænum. „Allar tj skyldur hér eru tengdar Ferrari einil eða annan hátt. Þetta er mik: ánajgja fyrir alla.“ Þetta er fyrs- ökumannstitill Ferrari síðan Enzi Ferrari lést árið 1988 og segja þeir/í Marapello að hann brosi á hirmr Jean lodt, litli karlipn' sem fagnaði hvað mest með-Schumacher í gær, var ráðinn til liðsins árið 1994 og sagði hann strax að Ferrari yrði að fá þennan unga ökumann, Michael Schumacher, sem þá ók með BeneUon, hvað sem það kost- aði. Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt með liðinu og var ef- laust iniklu fargi af honum létt er Schuínacher kom fyrstur >411 enda- lirutna á Suzuka i gær og tryggöi sértitilinn. Todt er þrútt fyrir þaó ekki hœttur því nú stefnir hann á titjil keppnisliða í Malasíukappakstriþ- am eftir hálfan mánuð. Undanfai/ið ittugu og eitt ár hefur Feryari Úsvar orðið meistari keppnisliö- með Alain Prost ogUSfigel árið 1990 og ásíðasta ári með Edctie-Irvine.-'Mlka Salo og Michael Schumacher. Þaö má vera a'ö\upp hafi komið augnablik þar/éem Vfirmenn Ferr- ari hafi spurt sig hvort hann væri launa sinná virði (1,6 milljarðar á ári). Emeftir að hafa uþnið 8 sigra og náö' 8 ráspólum það sem af er tímabilinu og heimsmeistaratitill ökuiúanna í höfn er ekki sþurning að þeir eru tilbúnir að framlengja samning sinn við kappann Vem reþnur út árið 2002. Umboösmaóur Schumachers, Tilli Webber, sagði eftir sigurinn í gcþr að það væri engin ástæða fyrir Scnumacher að yfirgefa liðið þar seni honum liði vel. Hann þenti einnig á að Ross Brawn og/dean Todt væru honum mjög þýðingar- miklir. Webber trúir/pví að Schumacheryiiji-vera áfram hjá Ferrari en liðið er mjög samkeppn- ishæft um þessar mundir. Michael Sclijtínacher bannaði allt skipulag þátíðm-halda fyrir heimsmeistaratítilinn \því hann trúði því að/ það boðaði slæmt gengi. Meir\áð segja umboðsmaður hans, Willy'Webber, lét ekki útbúa stuttermaboli með áletrupinni „Schuntacher heimsmeistari líkt og'við önnur álíka tilefni 1997 þg 1998. hard Schroeder, kansli Þýskalands, hefur sent Michae) Schumacher heillaóskaskeyti eft að hann tryggði sér sinn þriöji heimsmeistaratitil á Suzuka í Þar stóð meðal annars að hæfilej ar, andlegur styrkur og hjálp jíðs- rnanna hefði gert þessi úr$Ht að veruleika. „Á næsta árFskalt þú verja tign þíha-og-ég-ósía þér vel- gengni í þeirri baráttu," skrifaði Schroeder og er greinilega ekkert á því aö ieyfa Schumacher að njóta augnabliksins ag fagna þessum titli fyrst áður eijTarið er að hugsa um þann næst; Síðastl kappakstur ársins fer fram yMalasíu eftir tvair vikur og hefur mikla þýðingu utn það hvaða ökulið fer með sigur af hólnii i öbuliöakeppninni. Eins og staðan e/ í dag hefur Ferrari 13 stiga irystu á McLaren en þessi lið hijfa irið í algjörum sérflokki það af er þessu ári. -Ó!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.