Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 DV DV-MYND INGÓ Söngkonan Joan La Barbara Undurfalleg tök hennar á einstökum senum í verkinu voru sem öflug sprenging í vitund manns. Nafnið hljómar eins og um eitthvert fyrir- bæri væri að ræða. Kannski nunnuklaustur eða forvitnilegur veitingastaður, höggmynda- listaverk í stórum garði eða afskekkt vík með fallegri lltilli strönd. Joan La Barbara, tón- skáld og hljóðlistarkona, er að sönnu sérstakt fyrirbæri og myndimar sem skutu upp kollin- um við að velta fyrir sér nafni hennar eru sennilega engar tilviljanir. Verkin hennar á tónleikunum í Salnum á sunnudagskvöld höfðu margar vísanir í líf þess sem lifir lif- andi og nýtur. Fimm verk voru á efnisskrá þessarar öguðu en um ieið djörfu konu. Einu þeirra hefði al- veg mátt sleppa en það var verk eftir frægasta tónskáld kvöldsins, John Cage. Margir eru á því að sá ágæti maður hafi verið meiri heim- spekingur en tónskáld. Hugmyndir hans hafa haft mikil áhrif, en önnur tónskáld eru þegar farin að koma fram sem virðast betur fær um að útfæra þær á sviði tónlistar en hann var sjálfur. La Barbara mun örugglega teljast þeirra á meðal. Sextán ára gamalt verk Charles Dodge, Öld- urnar, var samið fyrir La Barbara og er byggt á textabroti úr samnefndu verki eftir Virginiu Woolf. Tilbúin, sérunnin segulbandsupptaka með rödd hennar og hljóðabrotum gegndi hlutverki samleikarans í flutningnum og féll þetta vel saman þó ýmislegt hljómaði langsótt þegar á leið. Mjög fingerð hljóðmynstur og tært leikandi endurkast milli bands og raddar i upphafshluta var styrkur þessa verks sem reyndist langdregið. Tónlist Raddgluggar er verk þar sem myndband eft- ir Steinu Vasulka er í lifandi sambandi við rödd La Barbara. Bílferð gegnum suðrænt hverfi og svo lágflug yfir sólbrenndum stök- um runnum skreytt með innskeyttum römm- um i miðri mynd og spriklandi nótnastrengj- um sem lifnuðu og leystust upp með röddinni er gjömingur sem sjálfsagt getur virkað sterkt en gerði það ekki þetta kvöld. Upphafs- verk og svo lokaverk tónleikanna skyggöu svo hressilega á önnur verk efnisskrárinnar að erfitt er að hugsa um annað. í nálægð feguröarinnar Það voru verkin sem Joan La Barbera samdi sjálf og flutti þarna á sviðinu af svo miklum þokka að unun var. Því miður voru bæði verkin samantektir. Hið fyrra, In the Dreamtime, er brotasafn úr sautján öðram verkum hennar. Það var samið fyrir þýska út- varpsstöð og átti að vera hljóðræn sjálfsmynd. Því voru þessir hlutar úr fyrri verkum skeytt- ir listilega saman af listamanninum. Án þess að segja neitt eða syngja nein þekkileg stef ferðaðist Barbara í þessu verki um í ytri og innri veruleik mannsins. Undurfalleg tök hennar á einstökum senum í verkinu voru sem öflug sprenging í vitund manns. Að skynja sjálfan sig í nálægð fegurðarinnar á svona ókunnuglegan hátt var upplifun sem ekkert getur vakið nema djúpa gleði. Síðara verkið, ShamanSong, inniheldur valda en endurskoðaða kafla úr tónlist La Barbara við kvikmyndina Anima. í samræmi við efni myndarinnar var þetta töfrum hlaðið verk en bar þess merki að hafa veriö stutt með myndefni. Þó hljómaði verkið furðu sjálfstætt, líkt og ballettónlist í konsertflutningi. Samband þess efnis sem Joan La Barbara flutti á sviðinu viö það sem heyra mátti af til- búnum segulböndum hennar var í báðum tO- fellum mjög náið og sett saman af miklu tón- listarlegu innsæi. Sú akróbatík sem búast hefði mátt við í raddbeitingu hjá listakonunni reyndist öll þjóna verðugum tónlistarlegum markmiðum. Tónlist La Barbara er lifandi, mennsk og full af hreyfingu. Nú er bara að vita hvort tekist hefur að varðveita líf verk- anna í upptökum sem til eru á geisladiskum. Sigfríður Bjömsdóttir Lestur - listin best Islenska lestrarfélagið er hópur fólks sem tók sig sam- an fyrir áratug í því skyni að hvetja fólk til að lesa og ala börn sín upp við góðar lestr- arvenjur og nýlega kom út hjá Rannsóknastofnun Kennara- háskóla íslands greinasafn um lestur og læsi undir titlin- um Lestrarbókin okkar. Flest- ar greinarnar eru frumsamd- ar fyrir þessa bók en líka eru hér eldri greinar sem setja efnið í sögulegt samhengi. Hér fylgjumst við með því þegar þau læra að lesa og verða elsk að bókum Aðal- björg Pálsdóttir, Guðný Jóns- dóttir frá Galtafelli, Þórleifur Bjarnason, Málfriður Einars- dóttir og Árni Þórarinsson prófastur. Lýsir Ámi því með- al annars hvernig læst hirsla með bókum opnaðist honum fyrir kraftaverk svo að hann kæmist til að lesa á enda spenn- andi sögu sem verið var að lesa sem framhalds- sögu á heimilinu. Hinn dásamlegi kafli „Bama- bækur“ úr í túninu heima eftir Halldór Lax- ness er hér birtur og frásögnin úr Heimsljósi þegar Magnína heimasæta kennir Ólafi Ljós- vikingi að lesa, „digur og hörð, en blá framaní, og hundurinn hnerraði þegar hann þefaði af henni.“ Einnig er hér frá- sögnin úr í Suðursveit af því þegar fysta aðkenning af al- vöru lífsins lagðist yfir Þór- berg Þórðarson með komu stafrófskvers að Hala! Hann segist þar alveg búinn að gleyma hvernig hann lærði að skrifa en „ég var ekki lengi búinn að pára stafi á pappír áður en fór að sækja á mig óviðráðanleg skrifsýki." Birtir eru kaflar úr Ferða- bók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar þar sem þeir lýsa lestri og sagna- skemmtan í öllum landshlut- um um miðja 18. öld. Þeir komast að þvi að alls staðar er verið að lesa upphátt úr bókum meðan heimilisfólk er að vinna og sálgreina þjóðina eftir siðvenjum í þeim efnum. Til dæmis er til þess tekið að Vestfirðingar hafi skemmtanir og dægradvöl lítt um hönd: „Þeir unna kyrrð og einveru og eru því oft mjög hugsi og hneigðir til þunglyndis." Að vísu lesa þeir fomsögur eins og aðrir en ekki á helgidög- um eða á föstunni, „í þeirra stað lesa menn þá andlegar bænir og sálma tvisvar á dag.“ Hún- vetningar og Skagfirðingar eru léttlyndastir af Norðlendingum, en á Austfjörðum er líkt á komið fyrir mönnum og á Vestfjörðum, þeir þekkja „fátt af skemmtunum og dægradvölum, enda eru þeir ekki glaöværir, og mun fremur mega kalla þá þunglynda." En þeir eru sólgnir í fomsögur og jafnvel lítilfjörlegustu kotbænd- ur tala þar sama mál og er á sögunum - „en fyr- ir það er hlegið að þeim, þegar þeir koma til Suðurlandsins.“ Ásdís Egilsdóttir segir frá rannsóknum sem gerðar hafa verið á læsi á miðöldum og margar greinar eru í ritinu þar sem komið er á fræði- legan en þó aðgengilegan hátt að fyrirbærinu lestri. Meðal höfunda eru Ema Ámadóttir, Guðmundur B. Kristmundsson, Heimir Páls- son, Höskuldur Þráinsson og Þóra Kristinsdótt- ir. Allir eru sammála um að lestur sé listin best, og í greininni „Lestur - eilífðarmál" spyr Pétur Gunnarsson rithöfundur hvort ekkert sé hægt að gera til að örva bóklestur. „Jú, með því að lesa fyrir böm,“ segir hann, „segja bömum sögur, erum við að leggja vegi inn í heim bók- arinnar. Einhver dýrmætustu augnablik sem hægt er að eiga með barni er ögurstundin áður en það fer að sofa. Sagan á rúmstokknum. Sama hvort hún er handsömuð í loftinu eða les- in upp úr bók. Þvi það er ekki sagan sem skipt- ir máli, heldur samlifunin. Að þeirri gerð býr lengi. Og allt sem spillir fyrir henni: sjónvarp, vinnuálag, ærusta - það ætti að klaga það fyrir lestrarvemdarnefnd." Lýðveldissjóður styrkti útgáfuna. OKKAR gwínasafn dm ícstw og; Ea?st ______________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Eyþór sjötugur Eyþór Þor- láksson, einn af frumkvöðl- um íslenskrar gítartónlistar, er orðinn sjö- tugur. Af því tilefni og hon- um til heiðurs verða haldnir tvennir tón- leikar og ljós- myndasýning í Hafnarfirði. Gítartón- leikar verða haldnir í Há- sölum, sal Tónlistarskól- ans í Hafnarfirði, annað kvöld kl. 20.30. Þar koma fram margir helstu gítarsnillingar landsins, Arnaldur Amarson, Einar Krist- ján Einarsson, Hinrik D. Bjamason, Krist- inn H. Ámason, Páll Eyjólfsson, Pétur Jón- asson, Rúnar Þórisson, Símon H. ívarsson, Vignir Snær Vigfússon, Þórarinn Sigur- bergsson og Þröstur Þorbjörnsson. í lok tónleikanna mun Oliver Kentish stjórna gítarhljómsveit með öllum þátttakendum ásamt fleiri nemendum og kennurum. Ljósmyndasýning þar sem ferill Eyþórs er rifjaður upp verður opnuð í Hafnarborg á laugardaginn kl. 16 og stendur hún út mánuðinn. Tríó Eyþórs leikur við opnun sýningarinnar. Seinni tónleikarnir eru djasstónleikar því Eyþór hefur starfað mikið sem raf- magnsgítarleikari og verða þeir 18. október kl. 20.30 í Hafnarborg. Þar koma fram ýms- ir samstarfsmenn Eyþórs i gegnum tíðina, m.a. Ómar Axelsson og félagar, Hljómsveit Ólafs Gauks, Dixelandsveit Árna ísleifsson- ar, Tríó Eyþórs Þorlákssonar og í lokin verður „Jam Session". Heimsþekkt nöfn í Garðabæ Annað kvöld kl. 20 verða fjóröu kammer- tónleikamir í Garðabæ á þessu ári og þeir verða ekkert slor. Þar koma fram barýtón- söngvarinn Andreas Schmidt sem hefur sungið við öll helstu óperuhús heims og er einhver þekktasti ljóðasöngvari i Evrópu og Rudolf Jansen píanóleikari sem ekki þykir síðri listamaður á sínu sviði. Á efnisskrá þeirra félaga er ljóðaflokkur- inn „An die ferne Geliebte“ (Til fjarstaddr- ar unnustu) eftir Beethoven, ballöður eftir Carl Löwe og ljóðasöngvar eftir Hugo Wolf. Leikhús, til hvers? í vetur verður staðið fyrir reglulegum fundum um leikhús í Borgarleik- húsinu til að skapa vits- munalega umræðu um leiklist og skýra stöðu leikhússins á íslandi. Leiklistarumræðan hefur að undanfömu verið lituð af deilum um eignarhald á stjömum, slagnum um áhorfendur og per- sónulegum væringum en gleymst hefur að ræða um hlutverk, markmið og skyldur leikhússins í samfélaginu. Fyrsti fundurinn verður í kvöld kl. 20. Hann ber yfirskriftina „Leikhús, til hvers?“ og er hugsaður sem stökkpallur inn í umræðu vetrarins. Á leikhúsið eitt- hvert erindi í nútímasamfélagi og eiga leik- listarkennsla og leikhús styrkt af almanna- fé sér enn þá tilverurétt? Frummælendur eru Ragnheiður Skúla- dóttir, deildarstjóri leiklistardeildar Lista- háskólans (á mynd), Guðjón Pedersen, leik- hússtjóri og Hallgrímur Helgason rithöf- undur. Leikrit aldarinnar Annað kvöld kl. 20 verð- ur í Borgarleikhúsinu fyrsta dagskráin undir heit- inu Leikrit aldarinnar. Þar verður leikskáldum gefinn kostur á að tilnefna eitt ís- lenskt leikrit 20. aldar sem hefur haft mikil áhrif á þeirra leikritan, sem þau telja merkilegt í leiklistar- sögunni eöa eiga skilið að verða hampað af einhverri annarri ástæðu. I hverjum mánuði rökstyður eitt leikskáld sitt val, fjallað verð- ur stuttlega um verkiö og höfundinn og leik- arar lesa kafla úr verkinu. Þorvaldur Þorsteinsson ríður á vaðið og fjallar um 13. krossferðina eftir Odd Bjöms- son. J0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.