Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinri R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösia, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjöimiöiunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarbiaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki-viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Lögreglan ritstýrir ekki „Hvenær verður það að fjölmiðlafólk áttar sig á því að lögreglumenn eru að vinna vinnuna sína þegar árekstrar verða á vettvangi og fjölmiðlafólk segir að lögreglan hafi verið að hindra það í að vinna vinnuna sina?“ Svo spyr Guðmundur Fylkisson í leiðara Lögreglumannsins, rits um stéttar- og starfsmálefni lögreglumanna. Spurningin er væntanlega að því gefna tilefni að lögreglan hindraði Árna Snævarr, fréttamann Stöðvar 2 og myndatökumann stöðvarinnar, við störf í alræmdri heimsókn Li Pengs, for- seta kínverska þingsins, hingað til lands. Leiðarahöfundi stéttarblaðs lögreglumanna hefði nægt að spyrjast fyrir innanhúss því lögreglustjórinn í Reykja- vík hefur beðist velvirðingar á framkómu lögreglumanns sem með ofbeldi hindraði myndatöku sjónvarpsfrétta- mannanna. Aðgerðirnar voru, að mati lögreglustjórans, óréttmætar og ónauðsynlegar. Þá lýsti ríkislögreglustjóri afskipti lögreglu og kínverskra öryggisvarða af sama fréttamanni óréttmæt og ónauðsynleg. Fleiri dæmi eru um ágreining lögreglumanna og blaða- og fréttamanna á vettvangi þar sem báðar starfstéttir sinna nauðsynlegum störfum. Valdbeiting hefur komið til þar sem lögreglan hefur hindrað fréttamenn við störf og dæmi eru um handtöku fréttamanns. Dæmin sýna, þótt lögreglustjórarnir hafi beðist afsökunar, að það hendir lögreglumenn að ganga á rétt blaðamanna á vettvangi at- burða. Að þessu gefna tilefni hefur stjórn Blaðamannafélags ís- lands sent frá sér álitsgerð þar sem meðal annars kemur fram að aðgerðir viðkomandi lögreglumanna beri því mið- ur vott um skilningsleysi á hlutverki fjölmiðla í lýðræðis- þjóðfélagi og skeytingarleysi um stjórnarskrárbundin rétt- indi fuUtrúa þeirra. Tilburðum lögreglunnar má jafna til ritskoðunar, segir í álitsgerðinni. Þessi niðurstaða stjómarinnar styðst við álit Atla Gísla- sonar, lögmanns Blaðamannafélags íslands. Hann telur til- burði lögreglu við að hindra myndatöku og spurningar Qölmiðlamanna fela í sér ritskoðun sem gangi gegn tján- ingarfrelsisákvæði 73. greinar stjómarskrárinnar. Lög- maðurinn bendir á að það sé ekki í verkahring lögreglu að stýra því sem myndað er eða sagt. Lögreglumaðurinn sem spurði í leiðara stéttarblaðs síns hefði því mátt snúa spurningunni við og spyrja inn- an stéttar hvenær það verði að lögreglumenn átti sig á mikilvægi starfs blaða- og fréttamanna á vettvangi. Réttur blaðamanna er ótvíræður og til hans þarf að taka tillit við mikilvæg störf. Blaðamannafélagið bendir á, í niðurstöðu álitsgerðar sinnar, að reglur þær sem lögreglan hefur sett sér í samskiptum við fjölmiðla séu rýrar og grundvallist eingöngu á forsendum lögreglunnar. Við það verður ekki unað. Eðli máls samkvæmt eru samskipti fjölmiðla og lög- reglu mikil. Þeim þarf að koma í eðlilegt horf. Því ber að fagna framtaki ríkislögreglustjóra sem skipa mun starfs- hóp um samskiptareglur lögreglu og fjölmiðla. í lýðræðisríki verður lögreglan að átta sig á mikilvægi starfs blaða- og fréttamanna og taka tillit til þess. Það er blaðamanna að meta hvað er fréttnæmt. Skorður við tján- ingarfrelsi eru ekki líðandi. Starfsmenn fjölmiðlanna bera síðan ábyrgð á því sem þeir senda frá sér. Það er þeirra að gæta þess að sá fréttaflutningur sé innan velsæmis og í samræmi við réttarreglur. Starf lögreglumanna skal ekki vanmetið en það er ekki þeirra hlutverk að ritstýra. Jónas Haraldsson I>V Geðheilbrigði Rauði kross íslands hefur rekið athvarfið Vin í tæp 8 ár á Hverf- isgötu 47. Markmiðið með athvarfinu er að rjúfa félagslega ein- angrun geðfatlaðra á höfuðborgarsvæðinu og koma í veg fyrir endur- innlagnir á geðdeildir. í Vin koma að meðaltali 28 gestir á dag og taka þátt í þeirri vinnu og virkni sem boðið er upp á, svo sem matar- gerð, listsköpun, fræðslu og ferðalögum. í Vin koma gestir á eigin forsend- um, þar er unnið samkvæmt hug- myndafræði Rauða krossins og mikil áhersla lögð á að styrkja gesti til sjálfshjálpar til að auka þannig lífs- gæði sín. Að meðaltali koma 90 ein- staklingar á mánuði og langflestir þeirra eru á örorkubótum, einungis 10% gesta stunda launaða vinnu, um helmingur fær einhverja greiðslu úr lífeyrissjóðum og meðaltekjur gesta eru um 60.000 krónur á mánuði. Þess má geta að einungis um 8% gesta eru Guöbjörg Sveinsdóttir geOhjúkrunarfræöingur og forstööumaOur Vinjar á sambýlum eða í vemduðu hús- næði. Hvað er vinna? Gestir Vinjar hafa á undan- fomum árum unnið ötullega að undirbúningi alþjóðlega geðheil- brigðisdagsins 10. október sem hefur verið haldinn hátíðlegur hér síðan 1996. Þar má nefiia myndlistarsýningar, skrif í hlöö og fyrirlestra. Eru gestir Vinjar nú einnig með málverkasýningu í Vin frá 10.-20. október. í ár er þema dagsins geðheilbrigði og vinna. Þetta þema hefur ýtt imd- ir ýmsar vangaveltur og spumingar hjá gestum, svo sem: Hvað er vinna? Hverjir skOgreina hana? Er geðheilbrigði einungis tengt þeim sem eru virkir og hafa fulla vinnugetu? Hvað með þá vinnu sem felst í því að vinna með sjálfan sig og mæta í ýmis konar virkni og endurhæfmgu? Getur sum vinna ver- ið heilsuspillandi? Getur verið að tekjutap og viðhorf til geðfatlaðra í þjóðfélaginu knýi suma til að fara of ' fljótt út á vinnumarkaðinn? Er gert ráð fyrir geðfötluðum á vinnumark- aðnum? Eða í skólakerfinu? í heil- brigðiskerfinu? Teljast þeir sem tala máli geðfatlaðra vera að gera út á aumingja og hvað felst í því viðhorfí? Era þetta hinir margumræddu for- dómar og hvaða áhrif hafa þeir á sjálfsvirðingu þeirra sem eru að berj- ast við sjúkdóma og lélegar félagsleg- ar aöstæður sem era í sjálfu sér heilsuspillandi? Er félagsleg einangr- im afieiðing sjúkdóma eða fordóma? Það er forstjóranum sem öryrkjan- um jafhmikilvægt að hugsa um og viðhalda geðheilsu sinni. Endurspegla samfélagið Gestir Vinjar telja að staðir eins og Vin séu samfélagslega hagstæðir og með því að þéttríða samhjálpar- netið geti endurinnlagnir á geðdeild- ir heyrt sögunni til. Eins og einn gestur Vinjar segir: „Til að vinna að geðheilbrigðismálum skili árangri verður að vinna út frá réttum for- sendum." Og hann bætir við: „For- dómar verða ekki yfirunnir nema í fullu samstarfi við þolendur, þar sem sjálfræði þeirra og frumkvæði fær að njóta sín til fulls. Geðræn vandamál verður alltaf að nálgast með opnum og vinna „I Vin koma gestir á eigin forsendum, þar er unnið samkvœmt hugmyndafrœði Rauða krossins og mikil áhersla lögð á að styrkja gesti til sjálfshjálpar og auka þannig lífsgæði sín.“ huga á líðandi stimd af því að þau hljóta ætíð að verða síkvik endur- speglun á vandamálum samfélagsins í heild.“ Þessi grein er afrakstur umræðna meðal gesta og starfsmanna Vinjar. Okkur langar að lokum í ljósi um- ræðna undanfarinna daga að bjóða ráðamönnum í hqimsókn í Vin til að kynna sér kjör geðfatlaðra frá fyrstu hendi. Guðbjörg Sveinsdóttir Hvar eru þingmenn Reykvíkinga? saman við. En það er einmitt í skjóli þessara umsvifa sem tekist hefur að byggja upp öfluga höfuðborg sem flestir íbúar landsins eru bara nokk- uð ánægðir með. í þessu skjóli þríf- ast fjölmörg fyrirtæki, ekki síst fjöl- miðlar af öllum stærðum og gerðum. Þrátt fyrir að þeir gleymi stundum hver fóstrar þá. Ég held að þrátt fyrir allt geti þingmenn Reykvíkinga hallað sér makindalega aftur í stólimum og verið nokkuð ánægðir með verkin. Það kemur að vísu einstaka mjálm frá öörum þingmönnum landsins sem vilja líka vera með við kjötkatl- ana. Síðustu áratugi voru þau mál ein- faldlega leyst þannig að út fyrir borg- ina fór helst enginn peningur nema í fjárfestingar, s.s. vegalagningu, hafn- argerð o.þ.h. Þetta virkuðu stundum stórar upphæðir einar og sér og voru góð dúsa upp í sveitavarginn. Öll al- vöru fjárútlát sem sköpuðu eftir- spum og umsvif til lengri tíma, s.s. byggingar og rekstur háskóla, sjúkrahúsa og hvers konar annarra stofnana, voru bundin við Reykja- vík. - Á móti var landsbyggðarliðinu sagt að halda sig við fiskinn og þeg- ar hann var svo tekinn upp í pant í ríkisbönkunum í borginni var mönn- um einfaldlega sagt að hætta að væla og snúa sér að saumaskap og graut- argerð. Þrátt fyrir þessa hörkulegu og ein- dregnu byggðastefnu þingmanna allra til handa borginni þá er enn öfl- ugt atvinnulíf og skemmtilegt mann- líf víða úti um landið og þar bíður fólk spennt eftir því að landsbyggð- arþingmennimir fari nú að læra af félögum sínum við Faxaflóann. Sigurður Jónsson „ A móti var landsbyggðarliðinu sagt að halda sig við fiskinn og þegar hann var svo tek- inn upp í pant í ríkisbönkunum í borginni var mönnum einfaldlega sagt að hœtta að væla og snúa sér að saumaskap og grautargerð. “ Ég verð að játa að mér brá nokkuð þegar mér varð á að líta í DV þriðju- daginn 26. september sl. Þar var í forystugrein enn einu sinni fjallað á yfirvegaðan hátt um byggðamál og erfiða stöðu höfuðborgarbúa. Getur það verið að geðleysi og aumingja- skapur þingmanna Reykjavíkur sé slíkt, að þingmenn Bolungarvíkur fái að spilla atvinnu margra sam- borgara og enginn viti hvar öxin lendir næst? Uppgjöf þingmanna Undanfama áratugi hafa verið flutt eitthvað í kring um 20 störf frá höfuðborgarsvæðinu og út á land. Þetta er auðvitað uppgjöf hjá þing- mönnum borgarinnar þrátt fyrir að þeir hafi á sama tíma unnið nokkuð ötullega að atvinnuuppbyggingu á sínu svæði. Landsíminn, eitt stærsta Siguröur Jónsson skipatæknifræöingur sjálfseyðingarþörf að kjósa Framsóknarflokkinn þá er hann sennilega langt kom- inn með að skapa þau 12.000 störf, sem hann lof- aði einhvemtíma, í Reykjavík. Gleyma fóstrinu Undanfarin ár hafa um 65% af stöðugildum ríkis- ins verið í Reykjavík þrátt fyrir að þar búi „aðeins“ um 40% þjóðarinnar. í Reykjavík falla til 60% af hlutafélag landsins, er með mestalla sina starfsemi í Reykjavík. Þar fengu menn fyrir stuttu tæpar 500 miilj- ónir í byggðastyrk (án út- boðs) til að flytja nokkra kalla og kellingar frá ísa- firði, Siglufirði og víðar að suður í Gufunes til að reka þar loftskeytastöð. Borgarþingmennimir hafa á undanfömum árum byggt upp nokkur stór iðn- fyrirtæki (jámblendi, ál- verksmiðjur o.fl.) í borginni og lagt þeim til milljarða í formi raf- orkusamninga, skattaívilnana og að- stöðusköpunar. Ríkið er einnig ný- búið að stofna gríðarlegan banka og skapa þar fjölda áhugaverðra starfa í borginni. Þrátt fyrir að Jónasi Krist- jánssyni þyki það flokkast undir öllum útgjöldum ríkisins, til ofan- greindra 40% ibúa. Kannski þessir þingmenn eigi kannski meiri sann- gimi skilið? Þessi samþjöppun á umsvifum rík- isins er auðvitað einstök miðað viö öll önnur lönd sem við berum okkur Með og á móti fjölbýlishús í miðbœ Keflavíkur Land er verðmætt „í miðbæ Kefla- víkur eru nokkur fjölbýlishús. Þau standa m.a. við Kirkjuveg og Að- algötu og í þeim búa meðal annars eldri borgarar. Lóð- imar sem hér um ræðir em á mifli tveggja slíkra húsa. Því fer vel á að sameina þær og nýta undir slíka byggingu. Bæði verður götumyndin heilsteyptari og nýting lóðanna betri. Það skapar fleiri tækifæri til að búa á þessum eftirsótta stað, auk þess sem tekjur sveitarfélagsins af lóðun- um verða meiri. Gert er ráð fyrir niðurgröfnum bíla- geymslum sem ekki valda sjónmengun. Ég tel að kominn sé tími til að menn átti sig á að land er verðmætt og það þarf að nýta vel. Þess vegna er ég hlynnt- ur því að deiliskipulag mið- bæjarins verði endurskoðað með tifliti til fjölbýlishúsa og jafnvel háhýsa. Þá er ég að tala um svæðið frá Hafhargötu að Hringbraut annars vegar og Aðal- götu að Faxabraut hins vegar.“ Kjartan Már Kjartansson Framsóknarflokki Ekki fylla í loftgatið „Við erum svo heppin að í elsta bæjarhluta Kefla- víkur hefur safn- ast fólk sem lætur sér annt um umhverfí sitt og sögu. Það hefur gert upp eldri hús sem þar vom og þangað hafa gömul hús verið flutt. Jafhframt hefur bærinn lagt metnað í að gera upp götur í gömlum stíl. Götur hafa verið hellulagðar og gamaldags götulýsing sett upp. í febr- úar á þessu ári var svo samþykkt defliskipulag sem nær að Tjamar- götu. Því miður hafa nokkur alltof stór hús verið byggð við Aöalgötuna. Enn er þó „loftgat" þar sem nú er Vall- argata og því á að halda sam- kvæmt deiliskipulaginu. í það má ekki fylla með stór- hýsi. Það er því algjör firra að ákveða að endurskoða 8 mán- aða gamalt skipulag einungis vegna þess að þar datt bygg- ingaverktaka í hug að byggja há- hýsi.“ Mikið hefur verið deilt um fyrirhugaða byggingu fjölbýlishúss í miðbæ Keflavíkur. Máliö snýst um hvort fylgja eigi samþykktu deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir tveim einbýlishúsum eða hvort byggja megi 8 hæöa fjölbýlishús. Minnihlutinn vill að fylgt verði samþykktu deiliskipulagi en meirihlutinn er því mótfallinn. Mjólk lætur undan síga „Skólayfirvöld þurfa að móta ákveðna stefnu um framboð matar og drykkjar í grunnskólum landsins ... Víðast hvar í Evrópu er mjólk ýmist seld á vægu verði eða gefln í skólum. Með því móti er verið að beina neyslunni i þá átt án þess að veriö sé að banna aðra drykki eða gefa í skyn að mjólkin sé eini holli drykkurinn fyr- ir böm. En öllu má ofgera og til skamms tima var mjólkumeysla ís- lenskra ungmenna það rífleg að frekar var ástæða til að spoma við ofneyslu en hvetja til mjólkurþambs. Nú er öldin önnur og mjólkurdrykkja fer hraðminnkandi. Ef heldur fram sem horfir verður drykkjarmjólk að öllum likindum litilfjörlegur þáttur í fæði margra eftir fáein ár.“ Laufey Steingrímsdóttir, forstööumaöur Manneldisráös, í Mbl. 7. október. Markaðurinn „Það dregur ekki úr vetrarkvíðanum hjá þeim sem sjá örlítið lengra en hin svo- nefnda viðtekna fram- sýni stórathafnamanna að gróðinn af túrista- bransanum, sem fram undir þetta átti öllu að bjarga, er minni en enginn þetta áriö. Innkoman að vísu mikil en útgjöldin þó meiri. Yfir þessu em menn bara brattir, þetta hefur sínar skýringar, óhagstæð gengisþróun o.s.frv. „Það gengur bara betur næst.“ En þaö er því miður ekki svo. Málið er að þessi markaður mettast eins og aðrir, verðið fellur meö sífellt aukinni hagræðingu, sífellt harðari samkeppni. Víða í löndum er þessi „iðnaður“ kominn á sveitina og það sem arðvænlegast er í honum; brennivínssala, húsabrask og vændis- húsarekstur komið í hendumar á út- lendum maflufélögum..." Eyvindur Erlendsson í Rabbi Lesbókar Mbl. 7. október. íþróttir í áskriftarrásir „Um helstu keppnis- iþróttir hefur skapast eitt samfellt gróðabrall á alþjóðlega vísu sem teygir anga sína hingað til lands. Fjölmiðlar, sem starfa í almanria- þágu með naum fjárráð, hafa ekki getu til að hækka greiðslur fyrir helstu viðburði eins og íþrótta- basarinn krefst. íþróttfrnar í sjónvarpi Ríkisútvarpsins em orðnar of dýrar og líka of fyrirferðarmiklar á þeirri einu rás sem viö höfum til afnota. íþróttaefni mun leita í auknum máli í áskriftarrásir sem menn borga fýrir sérstaklega." Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í Degi 7. október. ► 27 Skoðun Serbar reka á flótta © 'ooTHe$öST»NGu?geL U.A TIááe4-5VMW<íAte: Jc> - . « - -~d£A <( i Lítum í eigin barm Astþór Magnússon stofnandi Friöar 2000 Nær öll líknarfélög heims hafa skorað á ríkisstjómir heims að aflétta viðskipta- banninu áður en fleiri liggja í valnum, enda flestir sammála um að það hafl frekar styrkt harðstjóra landsins í sessi en grafa undan honum. Jafnvel yfir- menn Sameinuðu þjóðanna em nú famir að vekja at- hygli á því að þeir telji að- gerðimar ekkert annað en dulbúna heimsvaldastefnu Með samstilltu átaki og við mikla hrifningu fjöl- miðla og ríkisvalds mót- mæltu ungliðahreyfingar stjómmálaflokkanna komu kínverska þingforsetans til Reykjavíkur. Þó að Kínverj- inn hefði líklegast mjög gott af þvi að kynnast vinnubrögðum elsta þjóð- þings veraldar er sjálfsagt að sýna í verki að við líðum ekki ítrekuð mannréttinda- brot eða morð í Kína. Það er hins vegar merki- legt hvernig íslendingurinn lætur sig einungis varða slíkt á Rauöa torginu hinum megin á hnettinum en lokar algerlega augum og eyrum fyrir þeim hræðilegu mannréttinda- brotum sem unnin eru á kontór ut- anríkisráðherra við Rauðarárstíg. Viöskiptabann styrkir harð- stjórana Að beiðni Bandaríkjanna, sem tel- ur viðskiptahagsmuni sína í húfl, hefur utanríkisráðherra staðið dyggilegan vörð um viðskiptabann á stærsta olíuríkið í Miðausturlönd- um. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru sammála um að bannið hafl valdið dauða 500.000 bama undir 5 ára. Allt mannlíf hefur verið lagt í rúst á svæðinu, skolp flæðir um göt- ur, vatn er mengað, lyf vantar, mat- væli af skomum skammti, skólakerf- ið hrunið, vonleysi, vændi og glæpir ört vaxandi. Hatur hreiðrar um sig og sumir bíða þess að hefna aðgerð- anna. valdamesta ríkis Vestur- landa vegna þess hve olíuhagsmunir og efnahagskerfi okkar sé samtvinn- að. Hiutdeild íslands Flestir Islendingar kjósa að vera algerlega blindir og heymarlausir þegar minnst er á þjóðarmorðið í írak. Þrátt fyrir að ekki sé lengur hægt að líta fram hjá því að hér er verið að deyða á kvalafuflan hátt íjölda saklausra bama með beinum aðgerðum og stuðningi utanríkisráð- herra íslenska lýðveldisins vilja menn líta undan á meðan bömin deyja. Stjómmálahreyfmgum lands- ins fmnst þægilegra að vekja athygli á flísinni í auga fjarlægs Kínverja en að taka á bjálkanum í okkar eigin auga. Miðað við þá staðreynd að 183 þjóðir hafi jafnan atkvæðisrétt hjá S.Þ. er hlutdeild íslands í fjöldamorð- inu í írak 2.730 böm. Myndum við þegja ef utanríkisráðherra heföi um leiö og hann fyrirskipaði viðskipta- bannið á írak fyrirskipað að svelta skyldi öfl nýfædd börn á Akureyri? Eigum við kannski von á því að íslenskir ráðherrar fái kínverskar móttökur þegar þeir heimsækja er- lendar þjóðir í framtíðinni? Eða eru Vesturlandabúar svo forskrúfaðir að ^ einungis má mótmæla þvi sem hent- ‘ ar viðskiptum hverju sinni? Þannig eru búin til tískumótmæli eftir pönt- un, eins og Rauða torgið i Kína, því menn telja að slíkt hjálpi til að grafa undan alþjóðlegum áhrifum Kín- verja sem eru mjög vaxandi. Fréttabann ríkir hjá fjölmiðlum landsins um mannréttindabrotin sem unnin eru við Rauðarárstíg í Reykjavik þrátt fyrir að þau valdi dauða margfalt fleiri einstaklinga í hverjum mánuði ársins 2000 en þeirra sem létu lífið á Rauða torginu fyrir meira en áratug. íslenskar fréttastofur hafa ekki talið ástæðu til að skýra frá nýju skýrslunni frá S.Þ. Líklegast er það of óþægilegt fyrir v' gullgröftinn okkar og RÚV er undir ráðherravaldinu og Stöð 2 að stóram hluta í bandarískri eigu. Á grundvefli nýju skýrslunnar frá S.Þ. endumýjaði undirritaður hjá embætti Ríkissaksóknara lögreglu- kæru frá árinu 1998 á utanríkisráð- herra. Enginn fjölmiðill á íslandi hefur séð ástæðu tfl þess að fjalla um hina nýju skýrslu S.Þ. né kæruna á ráðherrann. Þetta óþægilega mál vilja sfjómvöld reyna að þegja í hel með aðstoð fjölmiðla. Ástþór Magnússon „Nœr öll líknarfélög heims hafa skorað á ríkisstjómir heims að aflétta viðskipta- banninu áður en fleiri liggja í valnum, enda flestir sammála um að viðskiptabannið hafi frekar styrkt harðstjóra landsins í sessi en grafa undan honum. “ - Götumynd frá Bagdad.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.