Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 24
36 _________________________________ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 Tilvera I>V 1 1 l\ V 1 N N U Kaffileikhúsinu Háaloft er einleikur um konu meö geðhvarfasýki. Vala er bæði höfundur einleiksins og leikari. Fjórða sýning í kvöld kl. 21.00 í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan- um. Krár ■ ROLEGHEIT A CAFE ROMANCE Enski píanóleikarinn og söngvarinn Miles Dowley spilar sig inn í hjörtu rómatískt sinnaðra hjarta á Café Romance. Kertaljós og Ijúfir tónar. Klassík ■ SONGUR I SALNUM I kvöld, kl. 20, í Salnum í Kópavogi, munu Björg Þórhallsdóttir sópran og Þór- hildur Björnsdóttir píanóleikari flytja verk eftir Haydn, Schubert, Strauss, Fauré og Britten. Miðsala er opin virka daga frð kl. 13-18, tónleika- daga til kl. 20 og um helgar klukku- stund fyrir tónleika. Opnanlr I CAFE9NET 13-15: KinderCargo, verkstæði þar sem börn geta unnið efni og skrifast á viö jafnaldra í hin- um borgunum (alla miðvikudaga frá 13-15). Fundir ■ FYRIRLESTUR UM CUNTON Dr. Howard L. Reiter, prófessor í stjórn- málafræði við Háskólann í Connect- icut, fjallar um Clinton og stefnumál hans í erindi sem hann nefnir „The Cllnton Adminlstratlon in History" í húsakynnum Reykjavíkur-Akademí- unnar, JL-húsinu við Hringbraut, fjóröu hæð. kl. 20.30. ■ FUNDUR í GERÐUBERGI ITC- deildln Melkorka heldur fund í Menningarmiöstöðlnni Gerðubergi í kvöld kl. 20. Fundurinn er öllum opinn. Myndlist ■ 14 FORINOIAR A PILLON Svo nefnist myndlistarsýning listamannsins Þorkels Þórissonar sem var opnuö um helgina. Á sýningunni eru fiórtán olíumálverk. ■ JOHN KROGH í GUK Um helgina opnaöi danski myndlistar- maöurinn John Krogh sýningu í GUK - Exhibition Place. Opnunin var á Seifossi en GUK er sýningarstaöur fýrir myndlist sem er aö finna í þremur löndum; í húsagaröi á Selfossi, í garöhúsi i Lejre í Danmörku og í eldhúsi í Hannover í Þýskalandi. ■ OLGA PÁLSDÓTTIR Listakonan Olga Pálsdóttir opnaöi sýningu í Fella- og Hólakirkju um helgina. Sýningin veröur opin daglega frá 13 til 17 til 15.9. ■ GEÐVEIK MST Á laugardaginn var opnuð sýningin Geöveik list í Galleri Geysi, Hinu húslnu v/lngólfstorg. Þrfr listamenn eiga verk á sýningunni. Þaö eru myndlistarmennimir Katrin Níelsdóttir og Leifur G. Blöndal og skáldiö Vllmar Pedersen. ■ GREIPAR ÆGIS Fyrir niu árum byrjaöi listamaöurinn Grelpar Ægis aö vinna Tár timans, sameiginlegt nafn yfir einstök verk hans, úr hinum svarta og sér- kennilega sandi Islands. Listamaöurinn afhjúpaöi verkiö Tár tímans um helgina í tilefni af fimm ára afmæll Gleraugnaverslunarinnar Sjáöu, Laugavegi 40, milli kl. 17 og 19. ■ RÍS ÚR SÆ í USTASAFNI ASÍ Helga Magnúsdóttir sýnir um þessar mundir verk sin í Ásmundarsal, Listasafni ASÍ viö Freyjugötu. Listakonan kallar sýningu sína Rís úr sæ. Sjá nánar: Líflð eftlr vinnu á Vísi.is íþróttir fatlaöra: Golfið í uppsveiflu íþróttir fatlaðra Hér á landi hafa fatlaöir haldið golfmót á hverju ári síðan 1995 og hefur það aðeins einu sinni falliö niður. Mikil uppsveifla hefur verið í golfiðkun fatlaðra í Evrópu á undan- fomum árum og er hennar einnig far- ið að gæta á íslandi. Hér á landi hafa fatlaðir haldið golfmót á hverju ári síðan 1995 og hefur það aðeins einu sinni fallið niður að sögn Harðar Barðdal, formanns nefndar um golf fyrir fatlaða. Segir hann enn fremur að í framtíöinni sé stefnan sett á að halda þrjú til fjögur mót árlega. Þátt- takendafjöldi hefur verið nokkuð jafn í gegnum árin eða um sex til níu manns. Telur Hörður að vísu að fleiri fatlaðir stundi íþróttina þó að þeir hafi ekki látið sjá sig á mótunum. „Sökin liggur kannski hjá okkur þar sem við höfum ekki verið nögu dugleg að auglýsa þetta.“ Þegar Hörður var spurður hvort til stæði að stofna sérstakan golfklúbb fatlaðra sagði hann að það væri ekki á dagskránni. „Það er stefha íþrótta- sambands fatlaðra að fatlaðir stundi sem mest íþróttir í hefðbundnum íþróttafélögum þó að vissulega verði að stunda sumar greinar sér, til dæm- is boccia og sund.“ Hörður sagðist helst vilja sjá golf fatlaðra þróast innan Golfsambands íslands en þó ætti eftir að athuga hvemig menn þar á bæ tækju í þær hugmyndir. „Þeir eiga náttúrlega nóg með sig og sitt og það aö taka inn golf fyrir fatlaða er viðkvæmt mál, til dæmis fjárhagslega. Þeir hafa ákveðna fjárhagsáætlun sem þeir verða að fylgja." Enn fremur vill Hörður leggja út í meira kynningarstarf á íþróttinni, ekki síst meðal þeirra sem hafa ný- lega fatlast og standa frammi fyrir nýjum aðstæðum. „Það er draumur minn að golfnefnd geti komið með upplýsingar inn á stofnanimar og sýnt þessu fólki hvað bíður þess. Fólk sem hefur slasast er svipt út úr far- vegi sem það hefur skapað sér og sér ekki með hvaða hætti það getur hald- ið áfram. Þar kemur að okkur að veita því leiðbeiningar og fræðslu,“ sagði Hörður Barðdal að lokum. -eöj Með kylfuna í annarri hendi og hækjuna í hinni: Ætlaði aldrei að gefast upp - Guðmundur Blöndal lét ekki dæma sig úr leik „Þetta hefur mikla sálræna þýð- ingu fyrir mann og gefur manni gíf- urlega lifsfyllingu," segir Guðmund- ur Blöndal bókari þegar hann er spurður um gildi þess fyrir fatlaða að geta iðkað golf eða aðrar íþróttir. Sérstaklega bendir hann á hversu félagslegi þátturinn sé mikilvægur í þessu sambandi. „Það gefur fólki gleði og lífsfyllingu að vera þátttak- andi í einhverju í stað þess að vera bara eitt á báti á hækjunum sinum eða í hjólastólnum. Það er algengt að fólk sem lendir í því að lamast eða fatlast á besta aldri einangri sig frá öðrum og láti erfiðleikana yfir- buga sig. Það veit að það er ekki fært um að gera vissa hluti sem það Biój'njfnrýni gerði áður og fyllist reiði yfir hlut- skipti sinu.“ Guðmundur bætir við að vissu- lega séu margir sem finna sér eitt- hvað að gera en þeir séu þó alltof fáir. „Það er eins og fólk vanti ein- hvem sjálfsvilja,“ segir hann, „það lendir inni í kerfinu, fær sínar tryggingabætur og er bara ánægt með það og hefur sig ekki í neitt.“ Sjálfur er Guðmundur fatlaður eftir slys sem hann lenti í árið 1993 þegar hann var 39 ára að aldri. Um tíma var talið að hann myndi aldrei geta gengið aftur en með þraut- seigju og viljastyrk komst hann aft- ur á lappir. „Ég ætlaði aldrei að gef- ast upp,“ segir Guðmundur, „ég trúi því að maður geti allt sem maður vill ef maður bará vill það nógu innilega.“ Ekki annars flokks fólk Guðmundur, sem hafði talsvert stundað íþróttir fyrir slysið, fór fljót- lega að velta fyrir sér hvað hann gæti gert og var golfið eitt af því sem kom upp í hugann. Árið 1996 hóf hann að æfa en segir það hafa gengið nokkuð brösulega fyrst í stað. „Ég átti erfitt með að halda jafnvægi enda var ég nánast tilfmningalaus í vinstri fæti. Þess vegna datt ég alltaf i baksveifl- unni.“ Guðmundur lét þó ekki deigan síga heldur stundaði markvisst lík- amsrækt í því skyni að ná upp nógu miklu þoli og krafti til að geta stund- að golf. Nú er hann nýkominn af fyrsta Evrópumótinu í golfi fatlaðra sem haldið var í borginni Lyon í Frakklandi í ágúst síðastliðnum. „Þarna var fólk sem átti við mismun- andi fótlun að stríða: sumir voru haldnir lömunarveiki, á aðra vantaði hendur eða fætur, þama var fólk í hjólastólum og jafnvel blindir. Það var stórkostleg upplifun að sjá allt þetta fólk koma saman og spila golf. Svona nokkuð er viðurkenning á því að fólk sem hefur slasast og lamast er ekki annars flokks, að það hefur ekki verið dæmt úr leik,“ sagði Guðmund- ur Blöndal að lokum. Wk Condo Paining: Þykkur sýrugrautur Pétur Jónasson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Corido að mála. Ræöir list sína og fær í heimsókn þekkta menn. Heimildamyndir eru ekki alltaf heimildamyndir. Að minnsta kosti er Condo Painting það ekki þótt hún dul- búi sig sem slík. Tilraunir til að kynna persónu listmálarans George Condo fyrir áhorfendum eru allavega í lágmarki í myndinni, sem mætti lýsa sem súrrealískum samvinnu- gjömingi Condo og leikstjórans John McNaughton (Henry: Portrait of a Ser- ial Killer, Mad Dog and Glory, Wild Things). Reyndar átti þetta bara að verða 15 mínútna stuttmynd til að sýna á málverkasýningu Condo, en þeim fannst víst svo gaman aö þeir ákváðu að lengja verkefnið í 84 mínút- ur. Ég hef ekki nógu mikið vit á mynd- list til að gera mér grein fyrir þvi hvort Condo er í rauninni eitthvað merkilegur, en hann er a.m.k. athygl- isverður fyrir lágmenningarhund eins og mig. Hann skilgreinir list sína sem gerviraunsæi, þ.e. raunsæa túlkun á einhverju sem er ekki raunverulegt. Hann er einna frægastur fyrir að mála figúrur sem em e.k. martraðar- kenndar útgáfur af sætu myndunum sem litlar stelpur teikna gjaman af stóreygðum hvolpum og þess háttar. í gegnum myndina fylgjumst við m.a. með honum reyna að festa eina slíka á striga. Málverkið tekur stöðugum breytingum og ný vera rís upp fyrir neðan þá gömlu og gleypir hana smám saman. Fyrir utan sköpun þessa málverks er lítið um fasta punkta í myndinni. Við fylgjumst með Condo mála og sjá- um hann rabba við gesti sem koma í heimsókn, William S Burroughs og Allen Ginsberg, en báöir dóu skömmu síðar. Hann ræðir einnig um list sína og kenningar um listasögu (þessar ræður eru tómt bull og það leiðinleg- asta í myndinni), ásamt því að fara á stúfana með grímuklæddum vini sín- um og leita að hugarfóstrum sínum á götum New York. Það er mikill hasar í kvikmyndatökunni og kaótísk, súrr- ealisk stílbrigði myndarinnar eru í stíl við verk listamannsins. Myndin virkar eins og langt tónlistarmynd- band af súrustu sort, en tónlistin flöktar frá rafrænu sýrupönki til gam- aldags hippasýru. The Residents sjá um megnið af tónlistinni, en einnig heyrist í öðrum, þ.á.m. Tom Waits og Sonic Youth. Þetta linnulausa áreiti á skilningarvitin er athyglisvert, en þreytandi. Ég var fremur syfjaður þegar ég fór á myndina og átti á köfl- um erfitt með að halda mér vakandi. Reyndar held ég að þetta sé fyrirtaks mynd til að sofna út frá og gæti verið efni í athyglisverða drauma, en þessi þykki sýrugrautur er heldur stór biti að kyngja í einni setu. Pétur Jónasson Leikstjóri: John McNauthton. Handrit: George Condo og John McNaughton. Aó- alhlutverk: George Condo, William S. Burroughs og Allen Ginsberg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.