Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2000, Blaðsíða 28
* L >' FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, gréiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö f hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 Sameining ríkisbanka: Ákvörðunar beðið -•*> í fjármálaheiminum bíða menn spenntir eftir niðurstöðu af samein- ingu Búnaðarbanka og Landsbanka íslands. Búist var við að málið yrði tekið fyrir á ríkisstjómar- fundi í morgun, en af því verður ekki að sögn Valgerðar Sverrisdóttur ráðherra. Fyrrver- andi bankastjóri Landsbankans, Sverrir Hermanns- son, segir það engan vafa að með samein- ingu geti menn stór- aukið verðmæti eign- arinnar. „Ef samein- ing fer fram á bönk- unum með samein- ingu á rekstri, þá geta menn sparað sér gifurlega í mannahaldi og eins í rekstri útibúa. Ef þú ættir þetta sjálfur, þá dytti þér ekkert annað í hug en að sameina bankana. Það væri hægt að auka verðmæti þeirra um svona milljarð með því hand- taki.“ Sögur eru á kreiki um að Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, og Sólon R. Sigurðsson úr Búnaðarbanka verði aðalbanka- stjórar sameinaðs banka. Þá hefur einnig heyrst að Geir Magnússon sé líklegur formaður bankaráðs.-HKr. Sólon R. Sig- urðsson. Halldór J. Krístjánsson. DVMYND H.KR. Tvennt flutt á sjúkrahús með grun um reykeitrun. Krummahólar: Eldur í íbúð Eldur kom upp í íbúð á jarðhæð í Krummahólum í Breiðholti um eitt- leytið aðfaranótt mánudagsins. Slökkviliðið slökkti eldinn sem var í einu herbergi íbúöarinnar. Mikinn reyk lagði fram á gang hússins og inn í aðrar íbúðir. Tvennt var flutt á slysadeild með grun um reykeitr- un og er íbúðin mikið skemmd vegna reyksins. Lögreglan rannsak- ar nú upptök eldsins en grunur leik- 4 ur á að kviknað hafi í út frá elda- mennsku íbúanna. -SMK mmammam Fjörtök stinn Margir stunda enn útreiöar þótt langt sé liöiö á haust. Margir nota þennan tíma til aö temja unghross sín en aörir þjálfa til sölu á erlenda markaði. Vel hefur viöraö til útreiöa og ekki spilla haustlitirnir í náttúrunni fyrir. Á þessum árstíma er fátt betra en aö setjast upp á glæstan fák og finna fjörtök stinn. Miklar breytingar liggja í loftinu hjá íslandsflugi: Tíu flugvirkjum sagt upp störfum - rætt um að draga verulega úr flugrekstri hér heima Tíu flugvirkjum var sagt upp hjá íslandsflugi um síðustu mánaða- mót. Til stendur að breyta verulega um áherslur hjá félaginu og draga úr rekstri flugvéla í innanlands- flugi. Tvær ATR-skrúfuþotur félags- ins eru í leigu hjá hjá Flugfélagi ís- lands. Er gert ráð fyrir að þær verði það áfram. Hins vegar er rætt um hugmyndir þess efnis, að þrjár Domier-vélar sem eru í eigu ís- landsflugs verði ekki lengur í rekstri hjá félaginu. Samkvæmt heimildum DV voru þessar hugmyndir um endurskipu- lagningu og áherslubreytingar fé- lagsins kynntar á starfsmannafundi nýverið. Ein Dornier-véla félagsins er nú í leigu erlendis. Gert er ráð fyrir að önnur vélanna sem eru í notkun hér fari úr rekstri um ára- mótin en ekki hefur verið nefnd tímasetning á hvenær félagið hættir að reka hina. Eftir standa fjórar þotur sem fé- lagið er með í farþega- og fragtflutn- ingum hér heima og erlendis. ís- landsflug flýgur nú á tvo staði inn- anlands, Vesturbyggð og Sauðár- krók. Ef af þessum breytingum verður er útlit fyrir aö félagið muni hætta flugi á þessa tvo staði. Það mun þó ekki eiga að gerast með eng- um eða skömmum fyrirvara, því forráðamenn íslandsflugs munu ætla að leggja áherslu á að því verði sinnt áfram. Samkvæmt heimildum DV er upp- gangur hjá flugfélaginu á erlendri grund. Rætt er um að nýir fjárfestar séu að hasla sér völl í félaginu. Það mun vera samkvæmt þeirra kröfum aö breytt er um áherslur hjá því, dregið úr umsvifum hér heima en þau aukin erlendis. Stærstu hluthafar íslandsflugs nú eru Höldur hf. á Akureyri, Gunnar Þorvaldsson, Ómar Benediktsson, eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn og Guðlaugur Bimir Ásgeirsson. -JSS Sólheima j ökull: Jökullinn hækkar DV, VÍK 1 MÝRDAL: „Hvað þarna er að gerast undir er ekki gott að segja, vatnssöfnun eða annað, en staðreyndin er að þama hefur jökullinn hækkað gífurlega mikið, um allmarga metra, síðan snemma í sumar. Það er eins og hann spymist upp,“ sagði Þorsteinn Einarsson frá Sólheimum í samtali við DV í morgun. Hann fór ásamt fleiri upp á Sólheimajökul í gær, fór inn á innstu sker í Sólheimaheiði til að gera samanburð á sérstökum kletti ofan og austan við svokallaða Bröttufönn innst í Lakalandi í Sól- heimaheiði. Þorsteinn segir að jök- uUinn hafi byrjað að hækka snemma í sumar og mikið frá því í lok ágúst en allra mest núna síðustu DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Á jöklinum Þorsteinn er hér á jöklinum ásamt Ragnhildi í Fagradal í gær. Bunguna sem hann miöar viö bar áöur viö Fimm- vöröuháls en ber nú viö himin. vikurnar. Þor- steinn sagði að eitthvað væri að gerast á svæðinu. „Þegar ég byrjaði að fylgjast með þessu bar þessa bungu akkúrat við Fimmvörðu- hálsinn en núna er hún komin langt upp fyrir og ber við himin,“ sagði Þorsteinn. Jarðvísindamenn fylgjast með og hafa komið á staðinn. -SKH/JBP Ölvaður ökumaður: Skemmdi fjjóra bíla Ungur ölvaður ökumaður stal bíl á Akureyri í nótt og skemmdi þann bíl og þrjá aðra. Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um ökumanninn skömmu eftir miðnætti í nótt. Þegar lögreglan kom að manninum reyndi hann að stinga hana af og ók norður Óseyrina með lögregluna á eftir sér. Þar stökk maðurinn út úr bílnum á ferð. Billinn rakst síðan utan i þijá aðra bíla, sem allir skemmdust við áreksturinn. Maðurinn slapp ómeidd- ur og var handtekinn af lögreglu og færður í fangageymslur. Bílamir eru ekki mikið skemmdir. -SMK Eskifjörður: 11 ökumenn stöðvaðir Lögreglan á Eskiflrði stöðvaði 11 ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina og eru það óvenju margir á einni helgi. Allir voru stöðvaðir ut- anbæjar, og sá sem fór hraðast var tekinn á 140 km/klst. Að sögn lög- reglunnar á Eskifirði voru sumir þessara ökumenn á leið á og af dansleik sem haldinn var á Egils- stöðum um helgina. Auk þessa var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. -SMK brother Prentaðu merkimiða beint úr ti Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpl prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Gæði og glæsileiki smoft Csólbaðstofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.