Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Yfirvofandi samdráttur íslandsflugs í innanlandsflugi: Buðu starfsmönn- unum reksturinn Forráðamenn íslandsflugs hafa boðið starfsmönnum sínum að taka við rekstri áætlunarflugs til þeirra staða sem félagið hefur séð um farþegaflutninga til. Sam- kvæmt heimildum DV var það gert á starfsmannafundi nýverið. Enginn starfsmanna mun hafa sýnt áhuga enn sem komið er. Fé- lagið stefnir á að hætta áætlana- flugi til Vesturbyggðar og Sauðár- króks en ekki fyrr en fullvissa liggur fyrir að því verði sinnt áfram. Ómar Benediktsson, for- stjóri íslandsflugs, staðfesti að áherslubreytingar væru til um- ræðu hjá félaginu. Hann lagði á það áherslu í samtali við DV að engin ákvörðun lægi fyrir í þess- um efnum enn og kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. Eins og DV greindi frá er rætt um það innan íslandsflugs að draga verulega saman í rekstri flugvéla í innanlandsflugi. Hug- myndir eru uppi um að hætta rekstri þriggja Dornier-véla félags- ins. Ein þeirra er í leigu hjá Flug- félagi íslands, vonir standa til að önnur verði seld fljótlega, ef ekki reynist unnt að halda henni í áætl- anaflugi innanlands, en óljóst er hvenær þriðja vélin fer úr rekstri félagsins. Tvær ATR-skrúfuþotur íslandsflugs eru í leigu hjá Flug- leiðum. Félagið hefur sagt upp tíu flugvirkjum þar sem verkefni þeirra dragast mjög saman um leið og hætt er rekstri minni vélanna. Fragtflug íslandsflugs til Evr- ópu hefur aukist jafnt og þétt á síðari árum. Flogið er fimm næt- ur í viku til Bretlands og megin- landsins. Uppistaðan í þessum flutningum er DHL-þjónusta. Þá er félagið að byggja upp svokall- aðar blautleigur víðs vegar um heiminn.Vélar sem leigðar eru út á þann hátt eru þá reknar af við- komandi flugfélagi en Islandsflug hefur flugrekstrarlega ábyrgð á þeim. -JSS Samstarfsverkefni um geðheilbrigði kynnt: Fimmtíu þúsund íslend- ingar þjást af geðröskun DV-MYND PJETUR Gríman fellur Áhugafólk um geöheilbrigöi gekk frá Hallgrímskirkju aö Ráöhúsinu meö grímur. Grímunum var síöan varpaö á eld til tákns um aö nú sé kominn tími til aö svipta hulunni af geösjúkdómum. Á alþjóðlega heilbrigðisdeginum í gær var kynnt nýtt samstarfsverkefni Geðhjálpar, Landlæknisembættisins og geðsviðs Landspítala Háskóla- sjúkrahúss, sem ber heitið Geðrækt, en þetta er stærsta verkefni sinnar teg- undar sem ráðist hefur verið í hér á landi. Verkefnið, sem standa mun í þrjú ár, er að mestu fjármagnað af ís- lenskum fyrirtækjum og er ætlað að efla meðvitund einstaklinga, f]öl- skyldna, félaga og fyrirtækja um geð- heilbrigði. Á fúndi sem haldinn var á Hótel Borg til kynningar á verkefninu opnaði Öm Amarson sundmaður viða- mikinn upplýsingavef um geðheil- brigðismál, www.ged.is., og aðstand- endur verkefnisins fluttu ávörp. Fyrh- hugaðir era fjölmargii- menningar- og listviðburðum í tengslum við verkefn- ið og era þegar sýningar á leikþáttum og myndlist. Kostar 17-20 milljaröa á ári Um 22% Islendinga þjást af einhvers konar geðröskun hveiju sinni, eða meira en 50.000 manns. Nefnd á vegum Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að geðraskanir kosti ríki sambandsins um það bil 3-4% af vergri þjóðarframleiðslu á ári en mið- að við það tapar íslenskt samfélag á bilinu 17-20 milljörðum króna árlega af þessum sökum. Þá er ótalinn mann- legi þátturinn en varlega áætlað fremja um 30-35 manns sjálfsvíg hér á landi á hverju ári, oftast af völdum þunglyndis eða annarra geðrænna vandamála. Forvarnir mikilvægar Að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis er afar mikilvægt að unnið sé að fræðslu- og forvarnarmálum á þessu sviði: „Álag á samfélagið af völd- um geðraskana mun fara vaxandi en Alþjóða-heilbrigðisstofnunin (WHO) telur að flmm af þeim tíu heilsufars- vandamálum sem munu reynast vest- rænum löndum þungbærast á næstu áratugum séu geðsjúkdómar. Við vilj- um opna umræðuna en geðsjúkdómar hafa allt of lengi verið feimnismál. For- vamir verða í leikskólum, grunnskól- um og framhaldsskólum og verið er að athuga hvemig best sé hægt að gera slíkt hið sama á vinnustöðum. Með þessu vonumst við til að það verði jafn- sjálfsagt að hlúa að andlegri heilsu eins og líkamlegri, enda er nafn átaks- ins, Geðrækt, valið með það í huga.“ -MT Fréttir á Skjá einum: Rugluðust á Ijósmyndara - héldu ljósmyndara DV vera frá lögreglunni Skjár einn birti mynd af einum ljósmyndara DV í fréttatíma sinum í fyrrakvöld og staðhæfði að ljós- Sólveig Bergmann Biöur Ijósmyndarann velviröingar. myndarinn væri starfsmaður lög- reglunnar í Reykjavík að mynda þátttakendur í mótmælagöngu sam- takanna Ísland-Palestína sem geng- in var um síðustu helgi. Eftir mynd- birtinguna var rætt ítarlega við Bubba Morthens um persónunjósn- ir lögreglunnar og ljósmyndara hennar - sem í raun var ljósmynd- ari DV. „Ég kann því illa að sjá mynd af mér í sjónvarpinu þar sem ég er sagður njósnari lögreglunnar. Ég vinn fyrir DV,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson ljósmyndari eftir að hafa fylgst með sjálfum sér í frétta- tíma hjá Skjá einum. „Ég skil ekki Hlssa við sjónvarpiö Kristján Örn Kristjánsson Ijósmyndarí viö sjónvarpstækiö þar sem hann var sagöur handbendi lögreglunnar viö upplýsingaöflun um mótmælendur. hverjum datt þessi vitleysa í hug.“ Sólveig Bergmann, fréttastjóri á Skjá einum, hafði þetta um málið að segja: „Lögreglan staðfesti í samtali við fréttamann að hún tæki myndir af fólki í mótmælaaðgerðum og teldi sig hafa heimild til þess. Hins vegar var birt mynd af röngum manni fyr- ir misskilning. Við biðjum ljós- myndarann velvirðingar en fréttin var efnislega rétt.“ -EIR MIDVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 I>V Utan ríkjasam- banda Steingrímur J. Sig- fússon mælti í gær fyrir þingsálykhmar- tillögu um steftiu ís- lands í alþjóðasam- skiptum. Gert er ráð fyrir að Alþingi álykti að hagsmuna ís- lands verði best gætt með því að standa utan efnahagsbandalaga og rikjasam- banda en hafa við þau sem besta sam- vinnu. - RÚV segir frá. „Klúðri kirkjunnar að þakka“ 125 nýir félagar hafa skráð sig í Ása- trúarfélagið á árinu sem er athyglis- vert á 1000 ára afmæli kristnitöku í landinu. Allsherjargoði ásatrúarmanna segir ijölgunina að hluta til klúðri kirkjunnar að þakka. 125 manns gengu í félag ásatrúarmanna fyrstu níu mán- uði ársins og þar af sögðu 95 manns sig úr þjóðkirkjunni og gengu til liðs við Ásatrúarmenn. - Dagur segir frá Esjuberg frumkvöðlasetur Reykjavíkurborg hefur ákveðið að ganga að tilboði Esjubergs ehf. í hús- eignina Þingholtsstræti 29a. Esjuberg ehf. er í eigu Guðjóns Más Guðjónsson- ar í OZ sem hyggst stofna þar frum- kvöðlasetur. Óvissa um Landsbréf og VÍS Búist við að Samkeppnisstofnun kunni að vilji undanskilja Landsbréf og VÍS við sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka. Rætt er um að hindra slíkt með sérstökum lögum um nýja bankann. Samkvæmt heimildum Dags hafa forystumenn stjómarflokkanna ákveð- ið að sameina Landsbankann og Bún- aðarbankann. - Dagur segir frá Aðgerðir vegna landbrots Iðnaðarráöherra kynnti á ríkis- stjórnarfundi í gær áætlun um gerð ná- kvæmra landmælingakorta og vamar- aðgerða vegna landbrots í Kelduhverfi og Öxarfirði af völdum Jökulsár á FjöH- um. Jökulsá á Fjöllum hefur verið að bijóta sér farveg til vesturs. Farvegur- inn sem áin rennur um núna kaliast Bakkahlaup og hefur hún rannið um hann í meginatriðum síðan 1907. Bakkahlaup á núna örfáa metra ófama til þess að rjúfa sér leið inn i Skjálfta- vatn. - MBL sagði frá vænaur um re- [7 SE græðgi Andstæðingar gagnagranns á heil- brigðissviði væna Kára Stefánsson um valda- og fégræögi í viðtali við þýska blaðið „Diet Zeit“. Kári sakar þá á móti um hræsni og segist ekki hriflnn af þýskum blaðamönnum. - RÚV segir frá Borgarráð spar- ar 5 milljónir Borgarráð Reykja- víkur samþykkti samhljóða í gær að ganga til samninga við Islandssíma hf. um símaþjónustu fyr- ir Reykjavíkurborg á granni afsláttar- tilboðs frá fyrirtækinu. Að mati flár- máladeildar borgarinnar er spamaður borgarinnar talinn nema að minnsta kosti 5 milljónum. Húsavíkurhöfn fær mest Samkvæmt flárlagafrumvarpinu er áætlað að verja 73,8 milljónum króna til sjóvama, mest til ísafjarðar, eða 23 milljónum króna. Samkvæmt þingsá- lyktun um hafnaáætlun fyrir árin 1999 til 2002 er gert ráð fyrir að fjárveiting- ar til nýframkvæmda verði 783,3 millj- ónir króna á næsta ári og hækki um 370,9 milljónir króna milli ára. Húsvík- ingar fá stærstan hluta kökunnar, 216,3 milljónir króna, eða liðlega 27% alls fjármagns til nýframkvæmda. - Dagur segir frá -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.