Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 I>V Kofi Annan ræddi óvænt við Ehud Barak í morgun: Leiðtogafundur er enn á dagskránni George Bush í kvöld mætast Gore og Bush í sjónvarpskappræöum ööru sinni. Bush meö ívið betri stööu Forsetaframbjóðendurnir A1 Gore og George Bush mætast öðru sinni í kappræðum í kvöld. Samkvæmt nýrri könnun Reuters/MSNBC er mjótt á mununum en Bush hefur einu prósentustigi meira fylgi. Gore hefur tapað fylgi frá síðustu sjón- varpskappræðum sem voru fyrir viku. Kappræðurnar í kvöld fara fram í Wake Forest-háskólanum í N-Kar- ólínu og munu frambjóðendur sitja til borðs með Jim Lehrer sem stýrir umræðum. Frammistaða frambjóð- endanna í kvöld er afar mikilvæg og hefur Gore til að mynda heitið því að andvarpa ekki þegar Bush talar en hann var gagnrýndur fyrir það í síðustu kappræðum. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum eftir 27 daga. Noröurlönd veröa aö vera sammála Norðurlöndin verða að mæla ein- um rómi vilji þau hafa einhver áhrif innan Evrópusambandsins, eftir stækkun þess í austur. Þetta segir Lykke Friis frá Danmörku, einn nefndarmanna í svokallaðri vitringanefnd sem skoðaði stöðu Norðurlandanna i samfélagi þjóð- anna. Nefndin leggur til að ýmsar breyt- ingar verði gerðar á norrænu sam- starfi til að gera það áhrifaríkara. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt óvænt fund með Ehud Barak, forsætisráð- herra ísraels, snemma í morgun til að reyna að finna leiðir til að binda enda á átök Palestínumanna og ísra- ela sem hafa staöið í tvær vikur. Fréttabann var á fundinum sem var haldinn í Jerúsalem. Annan kom til landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins á mánudag til að gera sitt til að koma á friði milli stríðandi fylkinga. Bill Clinton Bandaríkjaforseti reynir einnig hvað hann getur til að finna friðsamlega lausn á átökunum að undanfómu sem hafa orðið á ní- unda tug manna að bana. Teikn eru á lofti um að ofbeldis- aldan sé í rénun. Clinton ræddi við Barak og Yass- er Arafat, forseta Palestínumanna, í gær og hvatti þá til að leggja sig meira fram um að binda enda á of- beldisverkin. Þá fékk hann einnig fréttir frá Kofi Annan um viðræður hans. Bandarísk stjórnvöld ihuga enn að boða til leiðtogafundar en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Emb- ættismenn sögðu að aðrir valkostir kæmu einnig til greina og verið væri að skoða þá. „Dagurinn í dag var nokkuð góð- ur,“ sagði Clinton á fjáröflunarfundi fyrir samflokksmann sinn. William Cohen, landvarnaráð- herra Bandarikjanna, sagði á fundi landvamaráðherra NATO í Bret- landi að hætta væri á að önnur lönd drægjust inn í átökin ef þau yrðu ekki stöðvuð hið fyrsta. Tólf ára drengur í lífshættu Tólf ára palestínskur drengur, Sami Abu Jazar, liggur lífshættulega slasaöur á Al-Shafah-sjúkrahúsinu á Gaza. Sami litli fékk skot í höfuöiö í átökum palestínskra mótmæienda og ísraelskra hermanna í bænum Rafiah í gærdag. Vilt þú nd tilfjöldans? Já auðvitað, hver vill það ekki? Við hjá DV bjóðum þér að auglýsa í einu aj vinsœlasta sérblaði okkar sem kemur út miðvikudaginn 18. okt. Fjallað verður um Við œtlum að skoða strauma og stefnur í innanhússarkitektúr. Við kíkjum í heimsókn á nokkur heimili. Einnig lítum við á uppáhaldshluti og staði á heimili nokkurra einstaklinga. Fjöllum um húsbúnað ogfólk sem gerir upp gamla hluti. Skoðum sálfrœði lita og hvemig litir henta mismunandi manngerðum. Þetta blað hefur notið mikilla vinsælda hjá lesendum og því kjörið tækifæri fyrir þig að auglýsa þína vöru. Umsjón auglýsinga: Selma Rut Magnúsdóttir, sími 550 5720, netfang: srm@ff.is Pantanir þurfa að berast okkur eigi síðar en fimmtudaginn 12. október. Elísabet drottning á leiö til Ítalíu Heimsækir Jóhannes Pál páfa. Engan hvítlauk á disk drottningar Elísabet Bretadrottning heimsæk- ir Ítalíu í næstu viku. Þar i landi eru menn áhyggjufullir og spum- ingar hafa vaknað um hvort drottn- ing borði hvítlauk og hvort fólk megi klæðast rauðu í návist hennar. ítalska dagblaðið II Messaggero staöhæfir aö drottning eti hvorki hvítlauk né venjulegan lauk. Hvers kyns ber og spaghetti segir blaðið ekki heldur koma til greina þegar konungborið fólk er annars vegar. Bann við hvítlauk hefur þó ekki verið staðfest af starfsmönnum drottningar né kannast starfsmaður breska sendiráðsins á Ítalíu við það að konur megi ekki klæðast rauðu í návist hennar. Hvað sem því líður mun drottn- ing heimsækja Jóhannes Pál páfa og þá væntanlega klæðast svörtu eins og hún gerði í síðustu heimsókn til Ítalíu árið 1980. Dewar berst fyrir lífi sínu Donald Dewar, fyrsti ráðherra Skotlands, liggm- milli heims og helju á sjúkrahúsi i Edin- borg vegna heila- blæðingar sem hann fékk eftir að hann datt fyrir ut- an heimili sitt í gær. Dewar var í öndunarvél í morgun en ekki voru gefnar frekari upplýsingar um heilsufar hans. Norðmenn í Öryggisráðiö Norðmenn fengu fulltrúa sinn kjörinn í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld eftir harða samkeppni við ítaliu. Norski full- trúinn náðí ekki kjöri fyrr en við fjórðu atkvæðagreiðslu. Mjótt á mununum Allt benti til þess í morgun að mjótt yrði á mununum milli stjóm- arflokksins á Sri Lanka og helsta stjórnarandstöðuflokksins í þing- kosningunum í gær. Háttsettur í heimsókn Bill Clinton Bandaríkjaforseti tók í gær á móti háttsettum norður- kóreskum embættismanni, Jo Myong-rok, í Hvíta húsinu þar sem þeir ræddu samskipti ríkjanna með það fyrir augum að draga úr spennu. Mónakó varað við Frönsk stjómvöld vöruðu stjórn Mónakós við því í gær að þau þyrftu að hreinsa til í bankakerfinu hjá sér, ella eiga yfir höfði sér refsiað- gerðir. Mónakómenn þvertaka fyrir að bankar þeirra séu miðstöðvar peningaþvættis og undanskota frá skatti. Meira fyrir Norður-írland Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, og Bertie Ahern, írskur starfsbróðir hans, hétu því í gær að auka enn frekar en orðið er þrýsting- inn á að koma frið- arviðræðum á Norður-írlandi aftur í gang. Enn tefst geimskutla Bandaríska geimvísindastofnun- in NASA þurfti enn á ný að fresta þvi í gær að skjóta geimskutlunni Discovery á loft. Nú er fyrirhugað að reyna aftur i kvöld. Suu Kyí sambandslaus Bandarísk stjóm- völd fordæmdu í gær herstjómina í Burma fyrir að rjúfa allt samband stj órnarandstöðu- leiðtogans Aung San Suu Kyi við umheiminn. Suu Kyi hefur verið kyrrsett heima hjá sér eftir að hún reyndi að taka lest frá höfuðborginni Rangoon til Mandalay til að kanna sannleiks- gildi fregna um herferð gegn liðs- mönnum sínum. Oiíuverð svimandi hátt Olíuverð fór i nærri 34 dollara Ifyrir tunnu í gær vegna lítilla birgða í Bandaríkjunum og spenn- unnar í Mið-Austurlöndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.