Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 Skoðun DV Ætlarðu til útlanda fyrir jólin? Iris Smáradóttir hárgreiöslumeistari: Nei, ég ætla aö versla heima þessi jól. Ég fór til Spánar í sumar og læt þaö nægja. Dóra Gunnarsdóttir verslunarmaöur: Nei, ég ætla aö versla alfariö í Ótrú- legu búöinni hér á íslandi fyrir jólin. Ragnar Vignir nemi: Nei, ég býst ekki viö þvi. Marteinn Sigurgeirsson kennsluráögjafi: Nei, ég versla á íslandi fyrirjólin en fer hins vegar til Krítar eftir jól. Olöf Júlíusdóttir nemi: Ég er aö fara á námskeiö í Kaup- mannahöfn á fimmtudaginn, svo ég fer ekki aftur fyrir jól. Júlíus R. Bjarnason verslunarmaöur: Nei, ég versla heima fyrirjólin. Ég fór til Englands og verslaöi svolítiö í sumar. Aflinn á land Veiöileyfagjaldiö rennur jú i ríkissjóö. Kvótakerfið - sættir takast Konráö Friðftnnsson skrifar: Vitað er að menn hafa lengi deilt um hið íslenska kvótakerfi og er lík- legt að ekkert mál annað hafi verið eins lífseigt í umræðunni en einmitt fiskveiðistjórnunarkerfið. Og þar hafa sannarlega mæst stálin stinn og sitt sýnst hverjum og hver spek- ingurinn eftir annan troðið öðrum um tær með yfirlýsingum sínum og háfleygum orðum. En þau merku tiðindi hafa gerst að stjórnmála- ílokkamir tóku höndum saman í málinu. Með þessari samþykkt flokkanna er raunverulega komin upp ný hlið í litrófi stjórnmálanna. Hlið sem sýnir að íslenskir stjórnmálaflokkar ná sáttum þegar á reynir. Að vísu er ég ekki gjörkunnugur efniviði sátt- málans en skilst þó að flokkarnir hafi samþykkt að taka einhvers konar gjald fyrir afnotin af miðun- um kringum landið. Þegar málið er skoðað betur kem- „Að vísu er sá maðkur í mys- unni að útgerðin fór fram á að gjaldið yrði tékið af óskipt- um hlut. En það þýðir, að sjó- maðurinn er þátttakandi í greiðslunni, hjá til að mynda „kvótakóngnum“ (smá „spæling“ þar!).“ ur í ljós að gjaldtaka í einhverri mynd þarna er eina staðan sem flestir menn geta sæst á vegna þess að þeim er þaö tamt að reikna allt út frá sjónarhóli gróðans. Skattborg- arinn telur sig eiga þetta eða hitt og vill því fá greiðslu fyrir þegar aðrir en hann sjálfur nota til dæmis fiski- miðin. Hann svíður í hjarta sínu þegar aðrir en hann eru að græða á fiskveiðum eða virkja vatnsföll óbyggðanna endurgjaldslaust. Og eftir að núverandi kvótakerfi kom verður til nafngiftin „kvótakóngur" (nýtt skammaryrði í íslenskri tungu.) „ Kvótakóngurinn „ er afskaplega „vondur" maður. Hann „arörænir" ja, hvað skal segja, háttvirtan „skattgreiðanda „.! dag hefur skatt- greiðandinn hins vegar slegið vopn- in úr höndum kvótakóngsins vegna þess að núna hafa flokkarnir komið sér saman um að láta „kónginn" borga skattgreiðandanum gjald fyr- ir veiðarnar. - Veiðileyfagjaldið rennur jú, í ríkissjóð. Að vísu er sá maökur í mysunni að útgerðin fór fram á að gjaldið yrði tekið af óskiptum hlut. En það þýðir að sjómaðurinn er þátttak- andi í greiðslunni hjá til að mynda „kvótakóngnum" (smá „spæling" þar!). . En munum að sátt er sátt. Og það er í raun stór stund í íslensku samfé- lagi þegar stjórnmálaflokkarnir taka höndum saman í mikilvægum mál- um sem snerta hvert mannsbarn í þessu landi. - Vér fögnum því. Stuðpúðadrengir borgarstjóra Gísli Sigurjónsson skrifar: Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjórnar, segir „lausnina ljósa“ í grein sem hann skrifar í eitt dag- blaðanna nýlega. Þar segir hann að frjáls samkeppni sé farin að blómstra í fjarskiptum og fólk og fyrirtæki séu farin að njóta ávaxt- anna af henni í betri þjónustu og lægra verði. Enn fremur reifar hann hve mik- ið Reykvíkingar hafa grætt á lagn- ingu ljósleiðaranets um borgina og stofnun Línu.Nets þrátt fyrir hrakspár. Ef Helgi heldur virkilega að frjáls samkeppni felist í því að semja við Línu.Net um tengingu við „Ef Helgi heldur virkilega að frjáls samkeppni felist í því að semja við Línu.Net um teng- ingu við grunnskólana án út- boðs œtti hann að staldra að- eins við og hugsa.“ grunnskólana án útboðs ætti hann að staldra aðeins við og hugsa. - Ég hef ekki enn séð þennan sparnað. Vinur Helga, Hrannar B. Arnars- son, hefur sennilega notað sparnað- inn til að veiða heimiliskisurnar okkar sl. vetur. En ég get fullvissað þá félaga um að fjölskylda mín gleymir ekki þeim veiðum í næstu kosningum til borgarstjórnar. Þess- ar 8 milljónir sem veiðamar kost- uðu og skiluðu engum árangri hefðu til dæmis verið kærkomið framlag til vímuvarna félagasam- taka hér í borginni. Þegar Ingibjörg Sólrún var í kosningabaráttunni 1994 hafði hún orð á því að hún ætlaði ekki að stjórna eins og Davíð Oddsson, næði hún kjöri. Þegar eitthvað fer úr- skeiðis hjá henni kvakar hún gjarn- an líkt og litla gula hænan í sögunni og segir: Það var ekki ég, og sendir fram á völlinn félagana Helga og Hrannar til að taka við högginu. - Davíð Oddsson þurfti aldrei á þess háttar stuðpúðum að halda. Köld eru kvennaráð Mikið óskaplega var það vel til fundið hjá þeim Steinunni Ólínu og Jónínu Ben. að ráðast gegn Súsönnu Svavarsdóttur í nýjum skemmtiþætti í Ríkissjónvarpinu á laugardaginn. Dagfari getur ekki annað en dáðst að þeim stöllum fyrir hugrekkið að sitja í beinni sjónvarpsútsendingu og hakka Súsönnu i sig. Súsanna átti það svo sannar- lega skilið. Nógu lengi tætti hún í sig leik- húsið þar sem Ólína vann, svo ekki sé minnst á viðtalið við Jónínu Ben., sem hún bar ábyrgð á, þar sem Jónína missti það út úr sér að karlmenn væru bónus, þó ekki Jóhannes i Bónus. Svo hnykktu þær á gam- anseminni með því að birta fitubollumynd af Súsönnu og flissa með. Frábærar stelpur í sjónvarpinu. Dagfara var skemmt. Svona eiga sjónvarpsþættir að vera. Eins og saumaklúbbur í beinni útsendingu þar sem kon- ur slúðra og baktala íjarstaddar vinkonur með þeim léttleika sem bæði Steinunn Ólína og Jón- ína Ben. eru landsþekktar fyrir. Svo sagði Jón- ína að sér þætti best að sofa hjá á morgnana og Steinunn Ólína rann til í þularstólnum. Frábært sjónvarp. Þær klikkuðu bara á einu. Dagfari gat ekki betur séð en báðar væru þær Steinunn Ólína og Svona eiga sjónvarpsþœttir að vera. Eins og saumaklúbbur í beinni útsendingu þar sem konur slúðra og baktala fjarstaddar vin- konur með þeim léttleika sem bœði Steinunn Ólína ogjónína Ben. eru landsþekktar fyrir. Jónína Ben. orðnar feitari en Súsanna sem þær voru að hlæja að fyrir framan alþjóð. í upphafi skemmtiþáttarins var Steinunn Ólína í svo þröngum brjóstahaldara að brjóstin á henni minntu helst á 17. júní- blöðrur. Enda brá hún á það ráð að skipta um brjóstahaldara í miðjum þætti hvar eða hvernig sem hún nú fór að því, blessunin. Steinunn Ólína þarf að grenna sig. Þá hef- ur Jónína Ben. stækkað svo mikið eftir að hún keypti upp allar líkamsræktarstöðvar í Reykjavík að hún tók tvö sæti í þriggja sæta sófanum í skemmtiþættinum. Dagfara fannst vanta fltubollumyndir af þeim með fitubollumyndinni af Súsönnu. Þá hefði þátturinn verið fullkominn. Dagfari bíður spenntur eftir næsta þætti með Steinunni Ólínu á laugardagskvöldið. Hver fyllir út í sófann hjá henni? Skiptir hún aftur um brjóstahaldara í miðjum þætti? Hvar verður öxin látin falla? Hver verður niðurlægður næst? Allt þetta og meira til í Ríkissjónvarpinu næsta laug- ardagskvöld. Dagfari ætlar að horfa. Hann er bú- inn að greiða afnotagjöldin og lítur á Steinúnni Ólínu og gesti hennar sem hreinan bónus á skylduáskriftina. ^ ^ . Viö Mývatn Hvar eru vinir náttúrunnar? Náttúra Mývatns B.S^skrifar:- Ljóst virðist að ráðamenn þessa lands halda áfram að eyðileggja nátt- úru Mývatns. Kísiliðjan fær að skrapa botn vatnsins og hér eftir í Syðri-Flóa, sem hingað til hefur fengið að vera í friði. Mývatn er okkar helsta nátt- úruperla og það er skjalfest að veiðar úr vatninu hafa stórlega dregist sam- an eftir komu Kisiliðjunnar. Nóg er af stuðningsmönnum Kísiliðjunnar, en talsmenn verndunar Mývatns hafa lít- ið haft sig í frammi. Steingrímur J. Sigfússon alþm., sem kennir sig við grænan flokk, er ósýnilegur með öllu þegar talið berst að Mývatnsmálum. Menn eins og hann og aðrir grænir fé- lagar hans geta ekki setið hjá þegar tekist er á um framtíð Mývatns. - Eða er þeim líka sama? Vin, raunveru- legt athvarf Björn Gustavschiold skrifar: Skömmu eftir að Vin, athvarf fyrir geðsjúka, var opnað byrjaði ég að stunda staðinn og eftir um tvo mán- uði þurfti ég ekki lengur að taka lyf. Sjálfsvirðing mín og sjálfstraust jókst af því að stunda athvarfið. Svo hætti ég að koma og fljótlega þurfti ég aftur á jafnvægislyfjum að halda. Síðan í mars á fyrra ári byrjaði ég aftur að stunda staðinn og hef verið lyijalaus síðan. Hef ég þannig sparað ríki og borg stórfé í lyfjakostnaði frá því ég byrjaði að koma í Vin, og reiknast mér til að það séu um 72.000 krónur. Þannig tel ég að staður eins og Vin sé þjóðhagslega hagkvæmur og nauðsyn fyrir þjóðfélagið hvort sem alþingis- maður eða róni þarf á að halda. Loksins E1 Grillo Siguröur skrifar: Fyrir okkur Aust- firðinga var afar ánægjulegt að heyra að loks ætti að dæla upp olíunni úr E1 Grillo. Umhverfisráð- herra hefur staðið vel að verki og verið mun ákveðnari en ýmsir Siv Friðleifs- dóttir. fyrirrennarar hans. Ómarkviss skot formanns Samfylkingarinnar í DV fyrir skömmu eru beinlínis hlægileg og hitta hann sjálfan verst fyrir. Hef- ur greinilega gleymt því að í eina tíð var hann umhverfisráðherra. Og þrátt fyrir beiðni Austfirðinga til hans um að aðhafast eitthvað í málinu gerði hann ekki neitt annað en að tala um þetta vandræðaflak á botni Seyðis- fjarðar frá því i stríðinu. Siv, núver- andi umhverfisráðherra, hefur með framgöngu sinni í þessu máli sýnt að hún er mun öflugri umhverflsráð- herra en Össur var á sínum tíma. Hamast á Blöndal Geröur Jónasdóttir hringdi: Einkennilegt hvernig menn láta hafa sig út í ógöngur eins og þeir sem ásaka Pétur Blöndal alþm. um að hann hafi bendlað aldraða við óreglu- fólk. Þetta sagði Pétur einfaldlega aldrei, hann var að taka upp hansk- ann fyrir aldraða með því að benda á að aldraðir hefðu mátt sæta afleiðing- um, m.a. vegna uppáskrifta á víxla, en benti á í leiðinni að oft og tíðum mætti rekja bágar aðstæður margra til óreglu. Það átti ekkert við um aldr- aða fremur en aðra sem þiggja bætur hjá hinu opinbera. En þó hamast menn á Pétri fyrir að hafa bendlað aldraða við ofneyslu áfengis! - Furðu- legur málflutningur. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.