Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 13
13 MIDVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 I>V Mannvísindi Eitt aðalefniö á fjölmennu og vel heppnuöu evrópsku listaþingi, sem haldið var hér um síðustu helgi á vegum Sjálfstœðu leikhús- anna, fjallaði um samstarf lista og vísinda og var sá þáttur þings- ins skipulagður í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna. Stjórn- endur voru Mik Flood, forseti þingsins, og Trevor Davies, list- rœnn stjórnandi Salisbury-lista- hátíðarinnar í Englandi. Rœðu- menn voru Tor Norretranders, Hjálmar H. Ragnarsson, Withold Reichhart, Richard Yeo og Lára Magnúsardóttir sagnfrœðingur sem var fulltrúi ReykjavíkurAka- demíunnar og kvenþjóðarinnar á þessu metnaðarfulla málþingi. í fljótu bragði finnst manni fráleitt aó spyrja hvað vísindamenn og listamenn geti lœrt hverjir af öðr- um og við spurðum Láru hvernig þetta hefði komið út? „Þetta var mjög fróðlegt, kannski ekki síst fyrir sagnfræðing, því undir- eins kom upp spumingin um hvað ég væri sjálf “ segir Lára. „Enska orðið „science" er aðallega notað um raun- vísindi og við mannvísindamenn erum alltaf í ákveðinni klemmu - erum við vísindamenn eða ekki? Á að gera greinarmun á vísindum og fræð- um? Framsetning sagnfræði getur verið listræn, hún er lík vinnu hvaða rithöfundar sem er, og það sem ég lagði fram í mínu máli var að í raun- inni skiptist sviðið í þrennt. Öðrum megin væm raunvísindin og hinum megin listirnar en þar á milli væm mannvísindin. Og frá mínum bæjar- dyrum séð er það hlutverk okkar og ábyrgð að skila upplýsingum frá báð- um örmum út í samfélagið. Maður sem skrifar leikrit er til dæmis lík- legri tU aö vera að lesa sagnfræðirit eða bókmenntafræði heldur en eðlis- fræði. Og raunvísindin safna geysi- miklum upplýsingum sem hafa tU- hneigingu tU að hlaðast upp ef þær hafa ekki beinan praktiskan tUgang. Mér finnst það vera í okkar verka- hring að vinna úr þessum upplýsing- um og túlka þær þannig að þær geti gefið okkur betri innsýn í lif okkar.“ Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur Hlutverk mannvísinda er að koma upplýsingum frá vísindum og listum til almennings. DV-MYND GVA Dýrmætur tími „En fyrir mér varð þetta málþing staðfesting á þvi hvað við erum öU sérhæfð og eiginlega ólæs hvert á annað og þetta varð dálítið hjakk," segir Lára. „Samt fundum við áhugann hvert hjá öðm og það var afar þægUegt. Mér fannst líka gaman hvað þetta var óformleg samkoma og það er frá- bært að vera á óformlegri samkomu með fólki í listageiranum. Fræðimennskan verður að vera formleg en formið er kannski stundum of strangt, það heftir mann, og það eykur mér hugrekki að vera með fólki sem má segja það sem það ætlar milli að segja án þess að það sé aðalatriðið að hafa sautján neðanmálsgreinar! Ég skU mikUvægi neðanmálsgreina en þær mega ekki fá yfirhöndina." Gefinn var góður tími í þennan lið á þinginu; fundimir vom þrír og tóku aUs um sjö tíma. Lára segir að tíma- lengdin hafi haft þau áhrif að fundar- menn gátu farið í gegnum ákveðið ferli og dýpkað umræðuna. „Við höfðum tíma til að verða fyrst hrifm af mál- flutningi hinna, verða svo ósammála honum og láta hann fara í taugamar á okkur, koma svo kannski tU baka, reynslunni ríkari, og taka við boð- skapnum. Það var mjög gefandi. Þessar umræður eiga svo að halda áfram á Netinu og jafnvel í vinnuhópum." Að opna milli greina Fólk kom hvað úr sínu fagi og Láru fannst það ekki virða fyUilega þekk- ingu annarra í hópnum. „Svo ég tali út frá minni grein þá halda menn áfram að nota sögulegar skýringar þó að búið sé að benda þeim á að þær séu löngu úreltar! En svona þing em einmitt til að hjálpa fólki tU að opna miUi greina því þessar lokuðu dyr eru aðallega þekkingarskortur. Við vorum sam- mála um að ekki væri æskilegt að skipta fólki í tungumálafólk og stærð- fræðifólk of snemma. Það er víða gert við 11-12 ára aldurinn i skólum erlend- is og þó að skiptingin sé gerð seinna hjá okkur er þetta hluti af ímynd okk- ar frá ungaaldri. Við vitum hvert við stefhum þó að við þurfum ekki að ákveða það fyrr en í framhaldsskóla. Svo var líka rætt um hvort umræðan ætti að vera almenn eða sértæk. TU dæmis var Tor Norretranders á því að viö ættum að taka fyrir tUtekin mál- efhi, annars yrðu þetta bara heim- spekUegar vangaveltur, og mér fannst afar gaman að dæmunum sem tekin voru. En þau vísuðu ekki mikið út fyr- ir sig fyrir mig.“ Lára var ánægð með erlendu þátt- takenduma á þinginu en hrifnust var hún af Withold Reichhart: „Hann er pólskur og býr í HoUandi og er bæði píanóleikari og stærðfræðingur. Hann var raunverulegur fuUtrúi þessara heima; maður fann hvemig hann gat Hann hafði bæði hugsana- og vísindamannsins. Að tveggja skipt á mUli þeirra, gang listamannsins sumu leyti var hann opnari en við hin, hann sér fleira. Það væri gaman ef fleiri gætu veriö eins og hann.“ Lútuleikur á N orðurl j ósahátíð Tónlistarhátíðin Norðurljós hefst með einleikstónleikum Hopkinson Smith ann- að kvöld, kl. 20, í Fríkirkjunni í Reykja- vík. Hann leikur á barokklútu verk eftir Johann Sebastian Bach, meðal annars Partítu í E dúr (BWV 1006a) og Ciaccona úr partítu í d moU (BWV 1004). Sónötumar sex og partítur sem Bach samdi fyrir einleiksfiðlu marka þáttaskU í sögu hljóðfæratónlistar. Andagiflin og fegurðin í dráttum þessara verka og auðgin í samsetningu koma frá æðstu uppsprettum tónlistarhugsunar. En það er hvorki hægt að segja að þessi tónlist sé í öUu einkennandi fyrir fiðluna né að flestar hugmyndimar í verkunum séu sprottnar úr því hljóðfæri. Upprnni þess- arar tónlistar virðist mun fjölþættari. Því hafa hljóðfæraleikarar sem leika á önnur hljóðfæri en fiðlur haft dálæti á þessum verkum nánast alveg frá því þau voru samin. TU eru hljómborðsútgáfur af tveimur sónötum Bachs frá kynslóð sona hans og geröir fyrir lútu af einni partitu hans eftir hann sjálfan. Einnig er tU gerð af fúgunni úr fyrstu sónötunni eftir lútu- leikara sem starfaði í Leipzig á tíma Bachs. Nemandi Bachs, Friedrich Agricola, minnist þess að tónskáldið hafi oft leikið sónötumar og partítumar á klavikord, „og bætti þá eins miklu í sam- hljóminn og þurfa þótti“. Undanfarin 25 ár hefur Hopkinson Smith leikið mikiö á barokklútu og glímt við þau verk sem henni tengjast. Jafn- framt hefur hann unnið aö sínum eigin umritunum á sónötum og partítum fyrir lútuna. Hann er leiðandi á sviði flutnings gamaUar tónlistar og einn af mestu lútu- leikurum heimsins. Hann hlaut tónlistar- menntun í Harvard og útskrifaðist þaðan með láði árið 1972. Hann lagði stund á leik gamalla strengjahljóðfæra hjá Emilio Pujol í Katalóníu og Eugen Dombois í Sviss. Hann hefur haldið tónleika, kennt á námskeiðum hljóðfæraleikara og komið fram á tónlistarhátíðum um alla Evrópu og i Ameríku. Hann hefur tekið þátt í um fjörutíu hljóðritunum með hljómsveitum og eftir hann liggja um tuttugu einleiks- hljóðritanir. Hann býr í Basel í Sviss og kennir við Schola Cantorum Basiliensis. Hopkinson Smith Einn af mestu lútuleikurum heims leikur í Fríkirkjunni annaö kvöld. ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Rússíbanar á Njáluslóðum Annað kvöld mun hin víðfræga sveit, Rússíbanarnir, halda tónleika í miðaldaskála Sögusetursins á Hvols- velli. Sveitin er skipuð nokkrum þekktustu hljóðfæraleikurum lands- ins og ætlar að flytja tónlist frá ýms- um heimshomum. Þetta er í fyrsta sinn sem tónleikar af þessu tagi eru haldnir í Söguskálanum á Hvolsvelli. í Söguskálanum standa enn yfir hinar geysivinsælu söguveislur sem hafa verið haldnar á hverju laugar- dagskvöldi undanfarna mánuði. Þá koma gestir á staðinn upp úr hádegi og að lokinni ferð um Njáluslóðir hlýða þeir á leikþátt um Hallgerði langbrók og söngdagskrá um Gunnar á Hlíðarenda í skálanum um leiö og griðkonur bera þeim kræsingar. Koma menn heim með sannkallaðan Njáluglampa í augiun eftir þessar trakteringar. í skammdeginu falla veislumar niður og verða þær sið- ustu í nóvember, en haft er fyrir satt að þær hefjist að nýju í mars á næsta ári. Minningarsjóður Stofnaður hefur verið Minningar- sjóður Björgvins Guðmundssonar tónskálds til að stuðla að útgáfu, flutningi og kynningu á verkum hans. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að leita stuðnings listamanna, vel- unnara, útgáfufélaga og annarra. Björgvin fæddist á Rjúpnafelli í Vopnafirði þann 26. apríl 1891. Hann fluttist ungur til Kanada og bjó þar og starfaði um 20 ára skeið. Tónlistar- nám stundaði hann við Royal College of Music í London. Árið 1931 fluttist hann til Akureyrar ásamt eiginkonu sinni og dóttur og stjómaði þar Kan- tötukórnum meðal annarra starfa. Þekktust verka Björgvins eru líklega Islands lag og Þei, þei og ró, ró en hann lét eftir sig mikið safn tón- smíða. 26. apríl 2001 verða liðin 110 ár frá fæðingu Björgvins og á að minn- ast þeirra tímamóta með útgáfu á tón- list eftir hann. Áhugamenn eru eindregið hvattir til að hafa samband í síma: 551-7997, 565-9034 eða 562-6116. Ljósið í vatninu Forlagið gefur út nýja skáldsögu eftir Birgi Sigurðsson í haust sem nefnist Ljósið i vatninu og er að sögn bæði ljóð- ræn og dramatísk. Síðasta stórvirki Birgis var leikritið Óskastjarnan sem sýndi haustið 1998. Af Forlaginu er það einnig að frétta að það hefur gengið til samstarfs við útgáfuhópinn Tekknólamb sem stofn- aður var fyrir tveimur ámm til að koma á framfæri við almenning helstu verkum evrópskra framúr- stefnubókmennta. Meðlimir Tekknólambs eru Björn Þorsteinsson, Geir Sigurðsson, Haukur Ástvaldsson og Svanur Kristbergsson sem starfa víða um lönd, allt frá Honolulu til Andalúsíu, Kaupmannahafnar, París- ar og Reykjavíkur. Markmiðið er að gefa út bækur eftir þýska, franska, spænska og ítalska höfunda sem ekki hafa áður sést á íslensku og munu þeir félagar sjá um aö þýða verkin og kynna þau með eftirmála. Fyrsta bók- in er væntanleg nú í haust, eitt dular- fyllsta og magnaðasta bókmenntaverk 20. aldar, Blýnótt, eftir þýska rithöf- undinn Hans Henny Jahnn. Sá var sérvitringur og athafnamaður sem reyndi að vinna lífselexír úr þvagi, stofnaði sértrúarhóp og barðist gegn nýtingu kjamorku og endurvígvæð- ingu Evrópulanda. Geir Sigurðsson og Bjöm Þorsteinsson þýða bókina. Þjóðleikhúsið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.