Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 14
+ 14 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hertar reglur Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram tillögur um breytingar á lögum er miða að því að herða reglur og eftirlit með brottkasti á fiski og skerða rétt útgerða varðandi tegundatilfærslur. Sjálfsagt er að herða enn frekar eftirlit með nýtingu auðlinda við landið og auka svigrúm Fiskistofu til að framfylgja gildandi lögum og reglum. Hins vegar er auð- velt að fara offari í þeim efnum eins og svo mörgu öðru. Góður ásetningur og vilji eru ekki alltaf trygging fyrir því að útkoman verði eins og að er stefnt. Á undanförnum árum hefur íslenskur sjávarútvegur þurft að beygja sig undir ýmsar reglur og lög sem skerða athafnafrelsi. Þar skiptir tvennt mestu: annars vegar ákvæði laga um að hámarkshlutdeild fiskiskipa í eigu ein- stakra aðila eða tengdra aðila geti farið umfram tiltekið hámark og hins vegar hreint bann við fjárfestingu er- lendra aðila í fiskvinnslu og útgerð hér á landi. Hvort tveggja hefur leitt til þess að hagkvæmni í sjávarútvegi er minni en hún annars gæti verið og kostnaður við íjár- mögnun hærri. Mikilvægt er að svigrúm sjávarútvegsfyrirtækja til auk- innar hagræðingar sé aukið, um leið og lagðar eru aukn- ar skyldur á herðar þeirra. Ein forsenda þess að hægt sé að hrinda tUlögum auðlindanefndar í framkvæmd með sanngjömum hætti er að lögum um hámarkshlutdeild og fjárfestingar útlendinga verði breytt. Á þetta hefur verið bent hér í leiðurum DV en 25. ágúst síðastliðinn sagði meðal annars: „Vandi sjávarútvegsins er annars vegar sá að hann er pólitískt þrætuepli á uppboðsmarkaði stjóm- málanna og hins vegar fráleit lög sem hindra eðlilega hag- ræðingu og aukna verðmætasköpun. Verði vandinn ekki leystur verður allur almenningur að greiða fyrir afleiðing- amar í formi verri lífskjara. Gríðarleg gerjun hefur verið i islenskum sjávarútvegi á undanfornum áratug. Breytingarnar hafa verið örar og má líkja þeim við byltingu. Viðleitni sjávarútvegsfyrir- tækja hefur öll miðast að því að ná fram hagkvæmari rekstri enda í fyrsta skipti hægt að reka útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki með hagnaði án afskipta stjórnvalda.“ Tillögur Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra um hert eftirlit með brottkasti em góðra gjalda verðar en ráð- herrann ætti einnig að huga að öðrum þáttum í starfsemi íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kaupþing á markað Eigendur Kaupþings hf. hafa ákveðið að opna félagið og bjóða út nýtt hlutafé, að fíárhæð 180 milljónir króna að nafnvirði, en þar af verða 80 milljónir seldar í almennu út- boði. Það er sérstaklega ánægjulegt að sparisjóðimir - eig- endur Kaupþings - skuli taka þetta skref þó að það sé minna en vonir stóðu til. Ekki verður annað séð en að kaup á hlutabréfum í Kaupþingi, sem hefur verið leiðandi í mörgu á íslenskum verðbréfamarkaði, séu tiltölulega áhættulaus fjárfesting fyrir almenning. Þess vegna má búast við að áhugi verði mikill á hlutabréfunum. Hins vegar er nauðsynlegt fyrir helstu eigendur Kaupþings að losa enn frekar tökin en fé- lagið hefur fengið sérstaka undanþágu fram til 1. nóvem- ber 2001 frá reglum Verðbréfaþings um dreifingu eignar- halds. Of mikil samþjöppun á eignarhaldi kemur í veg fyr- ir að eðlileg verðmyndun verði á hlutabréfum og það þjón- ar hvorki hagsmunum núverandi eigenda né nýjum hlut- höfum. Óli Bjöm Kárason 27 3>V Skoðun Aflvaki í hundrað ár Guðmundur G, Þórarinsson verUfræöingur Alla síðustu öld, fram á allra síðustu áratugi hafa nær allir fremstu skákmenn ís- lands fengið sína frumþjálfun í Taflfé- lagi Reykjavíkur. í þessum mánuði er Taflfélag Reykjavíkur 100 ára. Það er því að ég held elsta starfandi íþróttafélag á land- inu. Þegar TR var stofnað 6. október 1900 var aðeins eitt íþróttafélag í landinu, Skautafélagiö. FrumkvööuU að stofnun félagsins var Pétur Zophaníasson, aflvaki inn- an skákhreyfmgarinnar í áratugi og lengi íslandsmeistari i skák. Prófess- or Daníel Willard Fiske efldi félagiö mjög með gjöfum sínum um aldamót- in og hann lét félagið njóta tekna af sölu skákbóka sinna og tímaritsins í uppnámi, þó hann bæri sjálfur allan kostnað. Fiske hefur oft verið nefnd- ur mesti velgjörðarmaður íslensku skákhreyfingarinnar og á síðari árum má þar til helst jafna starfi Jó- hanns Þóris Jónssonar heitins, útgef- anda og ritstjóra timaritsins Skák. í upphafi aldar Fróðlegt er að litast um í skák- lífi íslendinga um 1900. Skák hafði lengi verið iðkuð hérlendis en engin formleg félög höfðu ver- ið stofnuð. Fornar bækur okkar vitna um skákáhuga langt aftur í aldir. Flestir telja að taflið hafi borist hingað frá Bretlandi en ekki Norðurlöndum. Þar bera nöfh mannanna helst vitni, hrók- ur, biskup, riddari og peð, sem nær eru eins á ensku. Enn er for- vitnilegt til þess að hugsa að íslend- ingar virðast einir eiga sögnina að tefla. Á erlendum málum er oftast talað um að leika, spille, play, spiel- en, jouer o.s.frv. Stofnendur TR og síðar félags- menn voru ýmsir þjóökunnir menn, sem almennt tengjast ekki skákinni. Nefna má Einar Benediktsson skáld, Ólaf Thors, síðar forsætisráðherra, Sigurð Thoroddsen, fyrsta verkfræð- inginn, og fleiri og fleiri. íslendingar áttu orðtakið „að leggj- ast í skák“ samanber að leggjast í Þótt margt hafi breyst er hlutverk TR enn mikilvœgt. Nú hafa fleiri taflfélög risið, bæði í höfuðborginni og úti um land. Samkeppni félaganna er af hinu góða og œtti að efla skákmennt íslendinga.“ - Ungir menn að tafli hjá TR (myndin er tekin árið 1995). óreglu. Pétur Zophaníasson sagði einhvers staðar: „TR hefur unnið þjóðinni gagn, kennt fjölda manns að einbinda hugann við ákveðið mark, hugsa fast og skipulega. Það hefur veitt félagsmönnum holla og góða F ólksf ækkunarf ramlög - byggðastefna ríkisstjómarinnar Ef marka má stefnuræðu forsætis- ráðherra og þær umræður sem fram hafa farið um fjárlagafrumvarp rík- isstjórnarinnar stendur ekki til aö rétta hlut sveitarfélaganna í landinu. Það virðist vera búið að taka ákvörð- un um að breyta fasteignagjöldum þannig að þau séu í einhverju eðli- legu samræmi við mat á virði hús- eigna á hverjum stað. Samkvæmt orðum ráðherranna mun fjárhagur sveitarfélaganna ekki breytast við þetta því ríkið mun brúa það bil sem myndast. Það á því ekki að breyta neinu um ijárhag sveitarfélaganna, þótt reynsl- an kenni að rétt sé að hafa allan vara á. Síðan virðist eiga að nota jöfnun- arsjóð sveitarfélaga til að mynda far- veg fyrir enn frekari fólksfækkunar- framlög. Það er ömurleg byggða- stefna. Sífellt hallar á sveitarfélögin Nefndin sem er að fara yfir tekju- stofna sveitarfélaga hefur enn ekki skilað niðurstöðum. Forsætisráð- herra gaf þó tónirm þegar hann upp- lýsti þjóðina um þá skoðun sína að sveitarfélögin ættu bara að sýna ráð- deild. Það truflar hann ekki þó ýms- ar af ákvörðunum ríkisins á undan- fomum árum hafi skert tekjustofna sveitarfélaganna um milljarða. Þeir sem hafa farið yfir fjárhags- skipti ríkis og sveitarfélaga hafa undantekingarlaust komist að þeirri niðurstöðu að mjög halli á sveitaifé- lögin, nú síðast endurskoðunar- fyrirtækið Deloitte &Touche sem komst að þeirri niðurstöðu að bara vegna yfirfærslu grunnskól- ans hallaði á sveitarfélögin um á Qórða milljarö. Stóran hluta af hinum mikla tekjuafgangi rikis- sjóðs má rekja tll þess að ríkið heldur hjá sér réttmætum hlut sveitarfélaganna í landinu. Flóttinn rekinn með fólks- fækkunarframlögum Staða sveitarfélaganna skiptir höfuðmáli fyrir búsetuþróun á _ landsbyggðinni. Það er viðurkennt að sveitaifélög sem ekki geta boðið upp á góða leik- og grunnskóla og þokkalega félagsþjónustu eigi ekki Svanfríður Jónasdóttir þingmaöur Samfylkingar „Ömurlegt er að ríkisstjómin virðist, undir stjóm Davíðs Oddssonar, œtla að velja þá leið að svelta sveitarfélögin áfram en auka hins vegar fólksfækkunarframlögin til að mœta vanda þeirra sveitarfélaga sem horfa á eftirfólkinu frá sér.“ mikla möguleika á að halda unga fólkinu hjá sér. Það einfald- lega flytur annað. Öfl- ug sveitarfélög geta verið farvegur ríkis- stjóma til góðra verka á þessum svið- um. Sveitarfélögin eru sá aðilinn sem annast flesta þá þætti opin- bera kerfisins sem skipta fjölskylduna máli mestu. Öflug sveitarfélög em því góð byggða- stefna, bæði af því þau em þá lík- legri til að veita góða þjónustu og líka vegna þess að þau geta þá tekið við enn fleiri verkefnum frá ríkinu og þar með færast störf, völd og ábyrgð í viðkomandi málaflokki til. Ömurlegt er að ríkisstjómin virð- ist, undir stjóm Davíðs Oddssonar, ætla að velja þá leið að svelta sveit- aifélögin áfram en auka hins vegar fólksfækkunarframlögin til að mæta vanda þeirra sveitarfélaga sem horfa á eftir fólkinu frá sér. Menn ræða það nokkuð opið að á meðan Reykja- víkurlistinn ráði Reykjavík og Davíð Oddsson sé forsætisráðherra muni hann ekki hleypa neinum almennum leiðréttingum gagnvart fjárhag sveit- arfélaganna i gegn. Þannig mimi sveitarfélögin í landinu líða áfram fyrir bamalega heift formanns Sjálf- stæðisflokksins i garð borgaryfir- valda og byggðaflóttinn verða rekinn með fólksfækkunarframlögum. Svanfríður Jónasdóttir Er öllum til góðs A „Það er afar mikilvægt að heil- R brigðisyfirvöld og Landlæknisemb- ættið bregðist við hvað varðar þunganir ung- lingsstúlkna. Það sem fram hefur komið nýverið, um aukið aðgengi að neyðargetnaðarvörn og átak I kynlífsfræðslu, eru afar góð mál og í samræmi við heil- brigðisáætlun til 2005. Þar er gert ráð fyrir 50 prósenta lækkun frá því sem nú er á þungunar- tíðni unglingsstúlkna á íslandi. Ég vil bæta í þessa áætlun tilraunaverkefni getnaðarvamir? Siðferðisógöngur þjóðarinnar Guörún Ögmundsdóttir aiþingismaöur með ókeypis getnaðarvarnir fyrir ungar stúlkur undir tvl- tugu. Um það em, held ég, flestir sammála. Við skerum okkur úr gagnvart Norður- löndunum hvað varðar fóstur- eyðingar hjá ungum stúlkum, svo og höfum við miklu stærri hóp af ungum stúlkum sem eiga böm mjög snemma. Ég lít svo á að nú sé tími til aö stilla saman fræðslu, auka aðgengi að getnaðarvömum og neyð- argetnaðarvöm til að fækka þungun- um unglingsstúlkna. Það held ég að sé öllum til góðs, ekki síst stúlkunum sjálfum." r„Varla er til betri staðfesting á siðferðisógöngum þjóðarinnar en svona spuming. Að veita „unglingsstúlkum" ókeypis getnaðarvamir er sönnun þess að þeirra hlut- verk er að vera leikfang strák- anna svo lengi sem verkast vill. Skilaboðin til drengjanna em: Stúlkan fær Mar vamir og þið frían aðgang! Hvemig geta þær síðan lofað trúmennsku í hjónabandi? Nei er auðvitað eina rétta svarið í þessu efhi. Foreldrum og kennurum ætti að vera uppálagt að Snorri Óskarsson, safnaöarhiröir í Betel hvetja stúlkumar og drengina til að byija ekki kynlíf í ótima. Hvað er rangt við það að stúlk- an varðveiti meydóminn? Hvað er að því að uppalend- umir hvetji ungt fólk til að geyma kynlíf fram að giftingu t.d.? Það væri eina rétta leiðin og rökrétt afstaða út úr fóstur- eyðingavandanum. Þetta tæki 7 ár. Ef „ungar stúlkur" fá frí- ar getnaðarvamir verður næsti meðalaskammtur til að bjarga þeim frá kynsjúkdómum - ætla menn að hafa það ókeypis? Ætla menn að ala upp lauslæti á kostnað hins op- inbera? Ég segi nei við því!“ skemmtun og e.t.v. forðað þeim frá ýmsum laklegum skemmtunum." Mikiö hlutverk Þótt margt hafi breyst er hlutverk TR enn mikilvægt. Nú hafa fleiri tafl- félög risið, bæði í höfuðborginni og úti um land. Samkeppni félaganna er af hinu góða og ætti að efla skák- mennt íslendinga. Margir verða til þess að óska Tafl- félagi Reykjavíkur heilla á 100 ára af- mælinu. List hins sextíu og fjögurra reita borðs hefur löngum staðið traustum fótum meðal íslendinga. Þar hefur TR verið aflvaki I fortíð og getur orðið það í framtíð ekki síður. Stundum er sagt að skákmenn séu deilugjamari en aðrir menn. Ekki skal ég leggja dóm á það. Umræður þó harðar séu sýna líf og áhuga. Þrátt fyrir gífurlega samkeppni á sviði tómstunda hefur skákin haldið velli og „kennt mönnum að einbinda hugann við ákveðið mark, hugsa fast og skipulega". íþróttir líkama og huga þurfa að fara saman þannig að hver efli aðra en báðar ungmenni okkar. Guðmundur G. Þórarinsson Ummæli Guörún Ogmundsdóttir alþingismaður hefur lagt tii aö ungtingsstúlkur fái ókeypis getnaöarvarnir. Hún lagði það tii i þungana meöal ungtingsstúlkna. kjölfar upplýsinga um mikla tíöni Leiti til heimilanna „Er það vilji þeirra sem vilja einkavæða Ríkisútvarpið, að töluvert stór hluti þjóðarinnar eigi ekki möguleika á íslensku sjónvarpi? Er það framtíðarsýnin? Ríkis- útvarpið er nauðsynlegt til þess að tryggja að allir eigi möguleika á góðu og fjölbreyttu sjónvarps- og útvarps- efni hvar svo sem þeir búa - fyrir viðráðanlegt verð ... Ríkisútvarpið verður að leita til heimilanna í land- inu og innheimta afnotagjöldin." G. Pétur Matthíasson, fráfarandi deildar- stj. afnotadeildar RÚV, í Mbl. 10. október. Gervifátækt „Ég þekki dæmi um hjón með hálfa milljón á mánuði og 7 milljón króna skuld á bakinu eftir að hafa misst allar eigur sín- ar, sem teljast fátæk. - Hvað ætli það sé mikið um svona eða svipuð dæmi í þjóðfélaginu? Það er ekki alltaf fólkið sjálft sem er í óreglu, heldur einhver því nátengdur og fólk lætur ekki sína nánustu veslast upp. Þetta kem- ur í sjálfú sér tryggingakerfmu ekk- ert við. Óreglan er margs konar og hún er víða.“ Pétur H. Blöndal alþm. í Degi 10. okt. Skrípaleikur hafinn „Það er sjálfsagt að aflétta refsiaðgerðum, en frekari aðstoð hlýtur að taka mið af framsalsmálum. Ann- að er óásættanlegt og vanvirðing við fórn- arlömb stríðsglæpa- manna. Halldór Ásgrímsson hefur þegar sent nýjum ráðamönnum ham- ingjuóskir Islendinga, hann verður einnig að flytja þeim þau grundvall- arskOaboð, að stríðsglæpamenn beri að draga tO ábyrgðar." Birgir Guömundsson í ritstjórnarpistli Dags 10. október. Milosevic framseldur? Vissulega er ekkert sem bendir tO að MOosevic verði á næstunni látinn svara tO saka fýrir grimmdarverk þau er hann ber ábyrgð á. Hinn nýi forseti Júgóslavíu hefúr raunar lýst því yfir að haim muni ekki framselja MOosevic. Þessa ákvörðun Kostun- icas verður að virða, enda vandséð hvemig serbneskur stjómmálamaður ætti að geta gert annað í stöðunni. - Því má hins vegar ekki gleyma, að MOosevic er ákærður stríðsglæpa- maður.“ Úr forystugrein Mbl. 10. október. Ekkert að marka þá Stjómarandstaðan segist hafa áhyggjur af viðskipta- haOanum í landinu og setur á miklar ræður í þingsaln- um um þetta áhyggjuefni sitt. Það er aUt gott og blessað. En útlistanir þeirra á stöðu mála eru frá- leitar, mótsagnakenndar og yfirborðskenndar og kaOa á frekari umræðu. Staða ríkisijármálanna er óvenju sterk nú um stundir. Ríkissjóður er gerður upp með afgangi og hið nýja fjárlagafrumvarp boðar að enn verði haldið áfram á þeirri braut. Skuldir ríkissjóðs minnka ár frá ári og sá ótrúlegi ár- angur blasir við að innan skamms tíma verði nettóskuldir ríkissjóðs með öUu horfnar. Þetta er afleiðing þeirrar stefhu sem hefur verið fylgt í ríkisfjármálum á undanfórnum árum og er að leggja grunninn að frekari sókn íslenska hagkerfisins í framtíðinni. Afleiöing markvissrar stefnumótunar Nú láta menn eins og þetta sé ekk- ert til þess að hafa orð á. Þetta hafl komið af sjálfu sér. Þetta er skrýtinn málflutningur. Einkanlega þegar hann kemur úr munni og hrýtur af pennum þeirra sem ætíð hafa verið fyrstir tU þess að taka undir aUar Einar K. Guðfinnsson þingmaöur fyrir Sjálfstæöisflokkinn kröfur sem reistar hafa ver- ið í þjóðfélaginu um aukin útgjöld, líkt og verið hefur aðalsmerki stjórnarand- stöðunnar undangengin ár. Er þó Ijóst að ef undan þeirri kröfugerðarpólitík hefði verið látið myndum við ekki státa af góðri af- komu ríkissjóðs. Nauðsynlegt er að mtnna á að sú meðvitaða ákvörð- un var tekin að létta byrð- um af atvinnulífinu á sam- dráttartímum í því skyni að auðvelda því að eflast og fjárfesta. Það bar sannarlega árang- ur, þrátt fyrir harkalegar ádeUur stjómarandstöðunnar þá. Fyrir nú utan það að sýnt hefur verið fram á að þó svo við tækjum ekki tiUit til efnahagsbatans eða viðskiptahaUans væri samt myndarlegur afgangur á ríkissjóði. Það er því ljóst að það er ekki haUarekstur ríkissjóðs sem nú knýr fram viðskiptahaUa. Fylgt hefur verið tU viðbótar aðhaldssamri peninga- málastefnu, með háum vöxtum, tO þess að draga úr innlendri eftirspurn. Aukin útgjöld, minni tekjur, meiri viðskiptahalli Þeir sem nú kaUa eftir ennþá virk- ari afskiptum hins opinbera tO þess að draga úr viðskiptahaUanum verða auðvitað að tala skýrt. Þeir eru í raun að biðja um frekara að- hald á báðum sviðum; peninga- og ríkisfjármálasviðinu. Þeir sem hvetja tU öflugri aðgerða að þessu leyti geta þess vegna ekki krafist hærri fjárhæða tU skólamála, vel- ferðarmála eða vegamála, né heldur heimtað almennar skattalækkanir. Eru þó aUir sammála um að tO allra þessara mála væri gott að sjá af meiri fjármunum. Auknar fjárveit- ingar í bland við almennar skatta- lækkanir (lægri tekjur hins opin- bera) myndu nefnUega leiða tU auk- ins viðskiptahaUa. Þeir sem telja nú- verandi viðskiptahaUa vera váboða geta ekki leyft sér að æpa á aukin út- gjöid og almenna skattalækkun - að minnsta kosti ekki ef þeir vUja láta taka sig alvarlega. Ekki heil brú í málflutningnum Þess vegna sætir það undrun að heyra þingmenn Samfylkingar kyrja allan þennan söng. Einn gagnrýnir að viðskiptahaUinn sé háskalegur og megi líkja við sprengjur, aðrir heimta aukin útgjöld og í bland er það svo gagnrýnt að almenn skatt- heimta sé of mikU. Þetta rekur sig aUt á annars hom. Það verður ekki heO brú í málflutn- ingnum og þess vegna gufar það litla fylgi sem að Samfylkingunni hafði safnast upp eins og daggardropi á sólskinsdegi. Einar K. Guðfmnsson „Staða ríkisfjármálanna er óvenju sterk nú um stundir. Ríkissjóður er gerður upp með afgangi og hið nýja fjárlagafrumvarp boðar að enn verði haldið áfram á þeirri braut.... Þetta er afleiðing þeirrar stefnu sem hefur verið fylgt í ríkisfjármálum á undanfömum árum og er að leggja gmnninn að frekari sókn íslenska hagkerfisins ^ í framtíðinni. “ +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.