Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 22
34 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 DV Ættfræði Umsjón: KJartan Gunnar Kjartansson 95 ára_________________________________ Margrét Lýösdóttir, Meistaravöllum 5, Reykjavík. 90 ára_________________________________ Herdís Guömundsdóttir, Borgarbraut 65, Borgarnesi. 75 ára_________________________________ j Ragna Guömundsdóttir, Ásmundarnesi, Hólmavík. Kristin Engilbertsdóttir, Vogalandi 1, Djúpavogi. 70 ára_________________________________ María Konráósdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. Sigríöur Eiríksdóttir, Grandavegi 45, Reykjavík. Bjarni Kristmundsson, Ytri-Melrakkadal, Hvammstanga. 60 ára_________________________________ Hrafnhildur Vilhelmsdóttir, Eskihlíð 23, Reykjavík. Sigurður Hafstein, Hofsvallagötu 56, Reykjavík. Elín Hassing, Gaukshólum 2, Reykjavík. Ólöf Erla Halldórsdóttir, Suöurengi 31, Selfossi. 50 ára__________T______________________ Guöni Siguröur Óskarsson, Bárugötu 37, Reykjavík. Nobuyasu Leó Yamagata, Bræðraborgarstíg 35, Reykjavík. Hafsteinn Júiíusson, Bólstaöarhlíð 58, Reykjavík. Halldór Kristófersson, Hraunteigi 18, Reykjavík. Óli M. Eyjólfsson, Kögurseli 15, Reykjavík. Ólafur Grétar Egilsson, Kópavogsbraut 45, Kópavogi. Hannes Einarsson, Lindasmára 32, Kópavogi. Jóna Haraldsdóttir, Holtsbúð 3, Garðabæ. Bjarndís S. Jóhannsdóttir, Móabarði 34, Hafnarfirði. Sigurjón Rúnar Vikarsson, Bragavöllum 6, Keflavík. Hilmar Óskarsson, Lækjarhvammi 5, Búðardal. Brynja Fríöa Garöarsdóttir, Heiðvangi 20, Hellu. 40 ára_________________________________ Ingvi Jón Rafnsson, Klapparstíg 38, Reykjavlk. Bjarni Halldórsson, Suöurgötu 4, Reykjavík. Stefán G. Sigurbjörnsson, Skeiöarvogi 75, Reykjavík. Jens Bjarnason, Boöagranda 1, Reykjavík. Þuríöur Gisladóttir, Akraseli 17, Reykjavlk. Björn Geir Ingvarsson, Brekkubæ 17, Reykjavik. Þóröur Ingólfsson, Austurbergi 8, Reykjavík. Siguröur M. Grétarsson, Engihjalla 11, Kópavogi. Valgerður Bjarnadóttir, Birkibergi 42, Hafnarfirði. Guörún Bjarnadóttir, Dpfrabergi 11, Hafnarfiröi. Suömundur Karl Guönason, Þúfubaröi 13, Hafnarfirði. Ágústa Sigmarsdóttir, Heiðarholti 32h, Keflavík. Lárus Vilhjálmsson, Heiöarhrauni 18, Grindavík. Guömundur Ragnarsson, Miðstræti 8, Bolungarvik. Stefán Þór Árnason, Fellsbraut 2, Skagaströnd. Smáauglýsingar 550 5000 Jón S. Guðmundsson, Ljósvallagötu 22, lést á heimili sínu laugard. 7.10. Jón ívar Halldórsson skipstjóri lést á hafi úti föstud. 6.10. Jarðarförin verður auglýst síöar. Jóhanna Kristín Helgadóttir frá Vest- mannaeyjum lést á Hrafnistu að kvöldi laugard. 7.10. Ögmundur Kristófersson frá Stóradal, Háaleitisbraut 151, Reykjavík, andaöist á Hrafnistu í Reykjavik sunnud. 8.10. Gunnar Óskarsson, Asparfelli 6, Reykja- vík, lést á krabbameinsdeild Landspítal- ans við Hringbraut föstud. 6.10. Jarðar- förin veröur auglýst síðar. Aldís Kristjánsdóttir frá Fáskrúösfirði, til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík. lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnud. 8.10. Fólk í fréttum Guðmundur V. Gústafsson skipstjóri á Sæbjörgu ST-7 Guðmundur Viktor Gústafsson, skipstjóri og útgeröarmaöur á Hólmavík Guömundur er kominn af sjömönnum í báöar ættir. Hann fór ellefu ára til sjós og hefur veriö til sjós öll sumar síöan aö tveimur undanskildum. Guðmundur Viktor Gústafsson, skipstjóri og útgerðarmaður, Vest- urtúni 1, Hólmavík, er skipstjóri á Sæbjörgu ST-7, sem bjargaði tveim- ur mönnum úr sjávarháska er Ingi- mundur gamli sökk á Húnaílóa á sunnudaginn var. Starfsferill Guðmundur fæddist á Hólmavik 7.10. 1952 og ólst þar upp til fjórtán ára aldurs en hann flutti með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur. Hann var í bamaskóla á Hólmavík, í Laugarnesskólanum í Reykjavík, lauk . gagnfræðaprófi við Lindar- götuskólann, stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan farmannaprófi 1973. Guðmundur hóf sinn sjómanns- feril á Hólmavík er hann var ellefu ára og hefur síðan verið öll sumur á sjó að tveimur sumrum undanskild- um. Hann var fyrst háseti á bátum frá Hólmavík, varð fyrst skipstjóri átján ára á færabátum frá Hólma- vík, var á síld í Norðursjónum, var háseti á Reykjaborginni, II. stýri- maður á Guðmundi RE 1973-74, há- seti hjá Hafskip i nokkra mánuði, og háseti á Haraldi Böðvarssyni frá Akranesi. Guðmundur hóf útgerð með foður sínum, Gústaf Guðmundssyni, og frænda sínum, Jónasi Ragnarssyni vélstjóra, 1979. Hann flutti skömmu síðar aftur til Hólmavíkur þar sem hann hefur verið búsettur síðan. Þeir festu fyrst kaup á bát 1979 sem þeir nefndu Sæbjörgu og gerðu hann út þar til þeir keyptu stærri bát 1991 sem einnig var nefndur Sæ- björg. Þriðju Sæbjörginni festu þeir kaup á 1996 og hafa gert hana út frá 1997. Guðmundur lék knattspyrnu fram á unglingsárin með ung- mennafélaginu Geislanum á Hólma- vík. Hann leikur gjaman golf á sumrin en spilar bridge á vetuma. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 15.2. 1977 Bimu Sigurbjörgu Ríkharðsdóttur, f. 17.8. 1951, húsmóður. Hún er dótt- ir Ríkharðs Guðmundssonar sem er látinn, lengst af flutningabílstjóra hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Hvammstanga, og Erlu Bjamadótt- ur húsmóður sem einnig er látin. Börn Guðmundar og Birnu eru Guðmundur Ríkharð Guðmunds- son, f. 23.4. 1977, nemi við Stýri- mannaskólann í Reykjavík; Hrefna Guðmundsdóttir, f. 31.5.1979, nemi í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri en unnusti hennar er Gauti Már Þórðarson flutningabíl- stjóri; Guöný Guðmundsdóttir, f. 12.2. 1986, nemi. Systkini Guðmundar eru Guð- björg Gústafsdóttir, f. 2.12. 1953, kennari við MK, en maður hennar er Jakob Smári sálfræðingur; Magn- ús Gústafsson, f. 3.5. 1959, trillusjó- maður á Hólmavík, kvæntur Röfn Friðriksdóttur húsmóður Foreldrar Guðmundar eru Gústaf Guðmundsson, f. 19.8. 1925, skip- stjóri og útgerðarmaður, búsettur i Reykjavík, og k.h., Guðný Bjöms- dóttir, f. 8.12. 1929, húsmóðir. Ætt Gústaf er sonur Guðmundar, sjó- manns og hrefnuveiðimanns á Hólmavík, bróður Mörtu, ömmu Gunnlaugs Sigmundssonar, fyrrv. alþm. og forstjóra Kögunar. Guð- mundur er sonur Magnúsar, b. í Halakoti í Flóa, Einarssonar, prent- ara og bæjarfulltrúa í Reykjavík, Þórðarsonar, dbrm í Skildinganesi, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Sesselja, systir Ámundar, langafa Guðrúnar Helgadóttur, rithöfundar og fyrrv. alþm. Sesselja var dóttir Filippusar, b. á Bjólu, Þorsteinsson- ar, bróður Önnu, langömmu Svövu, móður Matthíasar Á. Mathiesens, fyrrv. ráðherra, foður Áma sjávar- útvegsráðherra. Móðir Gústafs er Vigdís, dóttir Guðmundar, ættfóður Bæjarættar, Guðmundssonar, sjómanns í Bol- ungarvík og á ísafirði, Magnússon- ar, b. á Ljúfustöðum, Jónssonar. Móðir Guðmundar á Bæ var Þuríð- ur, húsfreyja í Þorpum, Jónsdóttir, b. á Feykishólum, Gíslasonar, b. á Litlu-Hvalsá, Magnússonar. Móðir Vigdísar var Ragnheiður Halldórs- dóttir, b. á Reynikeldu á Skarðs- strönd, Jónssonar, b. á Barmi, Bjamasonar. Móðir Ragnheiðar var Vigdís, systir Bjöms, hreppstjóra í Bæ. Vigdís var dóttir Bjöms, b. í Steinadal, Guðmundssonar, og Sig- ríðar Jónsdóttur. Guðný er dóttir Bjöms sjómanns Vigfússonar og Hrefnu Jónsdóttur, sjómanns úr Breiðafjarðareyjum, Friðrikssonar. Móðir Hrefnu var Guðbjörg, systir Finns, b. í Hvilft, föður Hjálmars, fyrrv. forstjóra Áburðarverksmiðjunnar, og Gunn- laugs, fyrrv. alþm. Guðbjörg var dóttir Finns, b. í Hvilft, Magnússon- ar, b. þar, bróður Ásgeirs, alþm. á Þingeyrum, Torfa, alþm. á Kleifum, og Ragnheiðar, ömmu Torfa Ás- geirssonar hagfræðings, Snorra Hjartarsonar skálds, og Torfa ríkis- sáttasemjara, föður Ragnheiðar, rektors MR. Magnús var sonur Ein- ars, dbrm. i Kollafjarðamesi, Jóns- sonar. Móðir Guðbjargar var Sigríð- ur Þórarinsdóttir, b. á Vöölum, Jónssonar, b. í Unaðsdal. Sextugur Bragi Eyjólfsson fyrrv. verkstjóri Bragi Eyjólfsson, fyrrv. verk- stjóri, Hrísmóum 4, Garðabæ, er sextugur í dag. Starfsferill Bragi fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp hjá móðurforeldrum sinum, Fanneyju Guðmundsdóttur og Þór- ami Guðmundssyni. Bragi var í barnaskóla í Ölafsvík, lærði síðan stjórnun og aðra starfsmenntun verkstjóra á árunum 1973-74 og var síðan auk þess við starfsnám i El- kem i Noregi 1978-79. Bragi var sjómaður á bátum frá Ólafsvík á árunum 1954-72, var verkstjóri i Hraðfrystihúsi Ólafsvík- ur 1972-77 og verkstjóri hjá íslenska járnblendifélaginu í Hvalfirði 1979-93. Bragi var gjaldkeri Verkstjórafé- lags Akraness og síðan formaður Verkstjórafélags Akraness um ára- bil. Hann var trúnaðarmaður verk- stjóra hjá íslenska járnblendifélag- inu 1979-92. Fjölskylda Bragi kvæntist 26.3. 1970 Sigríði Sívertsdóttur Hjelm, f. 30.8. 1939, sjúkraliða. Hún er dóttir Síverts Hjelm og Blómeyjar Stefánsdóttur. Börn Braga eru Sigríður Heiða Bragadóttir, f. 21.8. 1958, aðstoðar- skólastjóri, en maður hennar er Ágúst Jörgenson sjúkraþjálfi og eru böm þeirra Jörgen Már og Júlíana Rut; Sívar Sturla Sigurðsson, f. 9.4. 1959, sjómaður en böm hans eru Kristján, Stefán, Blómey og Bragi; Rut Bragadóttir, f. 30.9. 1959, fram- reiðslumaður í Noregi, en maöm hennar er Markús Kristjánsson, starfsmaður hjá Norsk Hydro, og eru synir þeirra Eyjólfur, Kristján og Svanur; Sigurður M. Sigurðsson, f. 22.7. 1961, d. 3.10. 1993, og er sonur hans Alexander Rafn; Ásdís Halla Bragadóttir, f. 6.7.1968, bæjarstjóri í Garðabæ, en maður hennar er Aðal- steinn F. Jónasson, forstöðumaður lögfræðisviðs íslandsbanka FBA og eru synir þeirra Jónas og Bragi; Að- alheiður Þóra Bragadóttir, f. 24.9. 1970, þroskaþjálfi og forstöðumaður en maður hennar er Einar Halldór Jónsson kjötiðnaðarmaður og eru böm þeirra Braga Stefaný, Ásdis Halla og Gerald Brimir. Systkini Braga eru Jóhanna Hjelm, starfrækir líkamsræktarstöð í Ólafsvík; Herbert Hjelm, verktaki í Reykjavík; Lilja Hjelm, húsmóðir á Selfossi; Helgi Hjelm, sjómaður í Ólafsvík; Kristján Hjelm, sparisjóðs- stjóri á Sauðárkróki; Þorsteinn Guðmundsson, langferðabílstjóri I Reykjavík; Páll Eyjólfsson, skip- stjóri í Hafnarfirði; Guðrún Eyjólfs- dóttir, húsmóðir í Hafnarfirði; Loft- ur Eyjólfsson, starfsmaður ísal í Hafnarfirði; Guðmunda Eyjólfsdótt- ir, búsett í Hafnarfirði; Eyjólfur Eyj- ólfsson, sjómaður í Hafnarfirði; Laufey Eyjólfsdóttir, búsett í Hafn- arfirði. Foreldrar Braga eru Eyjólfur Kristjánsson, vörubílstjóri í Hafnar- firði, og Kristín Þórarinsdóttir, fisk- verkakona og húsmóðir i Ólafsvík. Einar G. Guðlaugsson frá Búöum i Hlööuvík, Álakvísl 1, veröur jarösunginn frá Grafarvogskirkju miðvikud. 11.10. kl. 15.00. Anna Bára Siguröardóttir, Efstaleiti 81, Keflavík, verður jarösungin frá Keflavík- urkirkju föstud. 13.10. kl. 16.00. Útför Magnúsar Helgasonar, stjórnarformanns Hörpu hf., veröur gerö frá Dómkirkjunni I Reykjavík fimmtud. 12.10. og hefst kl. 13.30. Hannes Árnason, prestur og heimspekikennari, fæddist í Belgsholti 11. október 1809, skömmu eftir að byltingarstjórn Jörundar hundadagakonungs hafði verið brotin á bak aftur. Hann var sonur Árna Davíössonar, stúdents í Belgsholti, og Þóru Jónsdóttur, prests að Mosfelli í Mosfellssveit, Hannessonar. Hannes lauk stúdentsprófi í Bessastaðaskóla 1837, lauk fyrsta og öðru lærdómsprófi við Kaupmanna- hafnarháskóla, seinkaði nokkuð í námi sökum fátæktar en lauk prófi í hebresku 1844 og í guðfræði 1847. Hannes fékk Staðastaö á Snæ- fellsnesi 1848 en var ekki gefinn fýr- ir prestsþjónustu og gaf því frá sér brauðið. Hins vegar kenndi hann náttúrufræði við Lærða skólann og heimspeki við Prestaskólann 1848-76. Hannes taldi heimspekina öðrum fræðigreinum göfugri og lét allar eigur sínar renna í styrktarsjóð til handa íslenskum heimspekinemum í útlöndum. Skyldu styrkþegar síð- an halda fyrirlestra hér eftir námiö ög heimkomuna. Hannes Arnason Ýmsir þekktir íslendingar sem lögðu stund á heimspekinám við er- lenda háskóla nutu styrks Hannes- ar, s.s. Ágúst H. Bjarnason, Guð- mundur Finnbogason, Sigurður Nordal, Símon Jóh. Ágústsson og Þorsteinn Gylfason. Þorsteinn skrifar reyndar nokkuð um Hannes í inngangi að bók sinni Tilraun um manninn, útg. 1970. Sú bók var reyndar efnd Þorsteins við sjóðinn að halda fyrirlestrana. Hannes lést 1. desember 1879.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.