Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 7
MIÐYIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 hef aldrei getað prjónað heila peysu Guðný segir að lykillinn að velgengni hennar sé hið góða samband við kúnnann. Verkinu sé fylgt eftir frá hugmynd og upp á vegg. Aukþess að smíða innréttingar setur hún þœr sjálf upp enda telur hún að nauðsynlegt sé að sjá fyrir enda verksins ef vel á til að takast. við kúnnann. Verkinu sé fylgt eftir frá hugmynd og upp á vegg. Auk þess að smíða innréttingar setur hún þær sjálf upp enda telur hún að nauðsynlegt sé að sjá fyrir enda verksins ef vel á til að takast. Hún segir að kollegamir hafl ekki sýnt sér neina tortryggni í upphafinu, þvert á móti hafi hún notið velvilja. „Mér er tekið mjög vel þar sem ég kem til að kaupa efni og aðföng. Ég fæ alls staðar mjög góða þjón- ustu og það er ekki síst af því að ég er kona. Þeim finnst gaman að því körlunum að ég velti nýtninni mik- ið fyrir mér og það þýðir ekkert að bjóða mér eitthvað sem illa nýtist," segir þessi nákvæma smíðakona. Kári Ragnarsson eiginmaður Guðnýjar starfar sem smíðakennari á vetrum en vinnur hjá konunni yfir sumartímann. Hann segir al- gengt að hann sé spurður að því hvort ekki sé erfitt aö vinna hjá konunni sinni. „Það er gott að vinna hjá henni. Hún hefur fullan skilning á mínum þörfum, til dæm- is ef bömin mín eru lasin er ekkert mál að fá að vera heima og hugsa um þau. Það má segja að hún beri velferð mína fyrir brjósti og sé sofin og vakin í þvi. Það er meira en hægt er að segja um atvinnurekendur al- mennt,“ segir hinn hamingjusami starfsmaður eiginkonu sinnar. Guðný hefur ekki í hyggju að stækka við sig frá því sem er í dag en nú rekur hún vinnustofu með gamla smíðakennaranum sínum úr Iðnskólanum, Ólafi Helga Jónssyni, og deila þau húsnæði í Kópavogin- um. „Ég hef ekki í hyggju að stækka við mig. Þetta er lítið fyrirtæki með stórt nafn,“ segir Guðný, sem ætlar i frí næsta sumar ef Guð lofar. -GS egar ég var bam langaði mig alltaf að smíða. í skól- anum var stelpum ekki boð- ið upp á að smíða, við urð- um að prjóna og mér fannst það ógeðslega leiðinlegt. Það átti engan veginn við mig, ég hef aldrei getað prjónað heila peysu. Pabbi var smiður og það var alltaf svo góð furulykt af honum,“ segir Guðný Jónsdóttir húsgagnasmiður, sem notaði fyrsta tækifærið til að kom- ast í smíðar. Þegar hún fór í framhaldsskóla var opið fyrir konur að smíða og Guðný lét það ekki fram hjá sér fara. Eftir skólann fór hún að vinna í matvöruverslun en það átti ekki við hana frekar en prjónarnir. „Það var alltaf á bak við eyrað að fara í smíðarnar, mér fannst það spennandi og loks réö ég mig sem aðstoðarmann á trésmíðaverkstæði og á því verkstæði kynntist ég manninum mínum. Þannig að það er lim í trésmíðinni," segir þessi lífsglaða kona sem nú er með mann- inn sinn í vinnu hjá sér. Eftir að hafa unnið á trésmíða- verkstæðinu lá leið hennar í Iðn- skólann þar sem hún útskrifaðist sem húsgagnasmiður. Síðan stofn- aði hún sína eigin vinnustofu og hefur starfrækt hana um sjö ára skeið. „Þegar ég byrjaði var þjóðfélagið í djúpri lægð en það háði mér ekk- ert, ég hef haft nóg að gera allt frá upphafi. Við erum núna að reyna að skapa okkur möguleika á sumarfríi næsta sumar og ef Guð lofar komumst við þá í frí.“ Þjálfuö á tommustokkinn Guðný segist ávallt hafa notið vel- vildar karlmanna í starfi sínu, held- ur fengið meiri athygli ef eitthvað er. Hún segir að komið hafi fyrir að hún hafi fengiö verk án þess að hafa átt lægsta tilboðið vegna þess að menn hafi talið að smíðin yrði finni í höndum konu en karla. Auk þess að sérsmíða innréttingar í híbýli fólks framleiðir hún húsgögn sem íslenskir arkitektar hafa hannað. „Ég býð mínum viðskiptavinum upp á innréttingar algjörlega eftir þeirra höfði og það koma margar ansi frumlegar hugmyndir sem ég vinn úr. Það er oft langur af- greiðslufrestur hjá mér en fólk vill heldur bíða en leita annað og það eru ekki lítil meðmæli. Það er eitt- hvað ef fólk er tilbúið að bíða fram í júlí á næsta ári. Enda held ég að ég sé orðin nokkuð þjálfuð á tommu- stokkinn. Það finnst mörgum að ég sé einum of nákvæm en vandvirkn- in borgar sig.“ Guðný segir að lykillinn að vel- gengni hennar sé hið góða samband „Ég býð mínum viðskiptavinum upp á innréttingar algjörlega eftir þeirra höfði og það koma margar ansi frumlegar hugmyndir sem ég vinn úr." Guðný Jónsdótíir smíðar og framleiðir húsgögn: Furulyktin sem var ◦f pabba heillaði Störf í verksmiðjum hafa tekið talsverðum breytingum undanfarin ár: Færri störf og sérhæfðari Guðmundur Þ. Jónsson var formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks, um langt árabil. Þegar nokkur verkalýðsfélög samein- uðust í Eflingu og Iðja þar á meðal varð Guðmundur einn formanna fé- lagsins. Vélar taka við af folki DV tók Guðmund tali og spurði hann um þá þróun sem átt hefði sér stað á störfum verksmiðjufólks undan- farin ár og áratugi. „Það hafa orðið gíf- urlegar breytingar í verksmiðjum frá því að ég fór að eiga við þetta,“ segir Guðmundur. „Vinnubrögð hafa breyst og tæknin hefur tekið við mörgum störfúm sem mannshöndin vann áður.“ Að sögn Guðmundar hafa mestu breytingamar orðið í þeim fyr- irtækjum sem flutt hafa í nýtt hús- næði. Byggt hefúr verið yfir verk- smiðjur og vinnuaðstaða fólks þannig gjörbreyst. „Tæknin hefur tekið við. Það sem mannshöndin gerði áður gera vélamar núna og hefúr það leitt til fólksfækkunar í mörgum iðngrein- um.“ Guðmundur segir breytinguna einna mesta i gosdrykkjaframleiðsl- unni. „Það vora tugir manna í Þver- holtinu og vestrn- í Haga sem unnu störf sem ein eða tvær stórar vélar gera í dag.“ Aðbúnaður fólks á vinnustöðum hefúr batnað þótt sums staðar sé enn brotalöm að mati Guðmundar. Kröf- umar era sífellt að aukast og verk- smiðjuhúsnæöi sem var nýtt og fínt fyrir einhverjum árum verður eldra og slitnara. Sérhæft starfsfólk Störf í iðnaði era orðin mun hrein- legri en þau vora áður. Einnig er vinn- an orðin miklu sérhæfðari með nýjum vélum og nýjum aðferðum. Starfsfólk í iðnaði er orðið mjög sérhæft. „Það er því orðið rangnefni að tala um ófaglært fólk í iðnaði vegna þess að margt af þessu fólki býr yfir geysilegri þekkingu og verkkunnáttu á sínu sviði. Fólk hleypur því ekki óundirbú- ið inn í þessi störf.“ Að sögn Guð- mundar tíðkaðist verkþjálfún á vinnu- stað ekki áður fyrr, hvorki í iðnaði né öðrum atvinnugreinum. „Þegar nýr maður hóf störf var næsti maður bara Guðmundur Þ. Jónsson. fenginn til að kenna honum. Ef hann hafði tileinkað sér vitlaus vinnubrögð hélt vitleysan áfram með nýja mannin- um.“ Guðmundur segist vona að við mun- um halda í iðnaðinn okkar, efla hann og styrkja og að hér eigi fólk eftir að hafa atvinnu af iðnaði. „Til þess að það geti verið þarf þó að bæta kjör fólks í iðnaði. Þessi hópur hefúr verið mjög neðarlega í launastiganum og úr því þarf að bæta.“ Að lokum segir Guðmundur: „Við megum svo ekki gleyma því að ef við veljum íslenskt þá erum við að styðja okkur sjálf, efla íslenskan iðnað og tryggja íslendingum Vinnu. Ef við kaupum erlenda vöru erum við hins vegar að tryggja útlendingum vinnu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.