Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 DV Fréttir Sigurður Sigurðarson dýralæknir um norsku fósturvísana: Hættulegt skref - reynslan sýnir annað, segja kúabændur „Ég tel að þama yrði stigið hættu- legt skref með þvi að opna fyrir það sem ekki hefur verið leyft hingað til,“ sagði Sigurður Sigurðarson, dýralækn- ir á Keldum, um hugmyndir um inn- flutning fósturvísa úr norskum kúm. Lærðir og leikir báru saman bækur sínar á fundi á Selfossi fyrr í vikunni. Eftir hann sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra við DV að slíkur innflutning- ur kæmi vissulega til greina enda gæti verið um merkilega samanburðarrann- sókn að ræða. „Það er verið að bera þetta saman Sigurður Sigurðarson dýralæknir við rannsóknir á svinum og hænsnum, sem ekki er sambærilegt," sagði Sig- urður. „Ég álít að þessi innflutningur sé ekki áhættulaus. í fyrirliggjandi fag- mannaáliti hefur ekki verið beðið um svar við öðm en hættunni af einum til- raunainnflutningi. Einn innflutningur býður upp á fleiri og þar liggur hætt- an. Hún margfaldast við margfaldan innflutning. Ýmsir smitsjúkdómar geta borist með fósturvísum. Má þar nefna veirusjúkdóma svo sem illkynj- aða slimhúðarpest, sem fmnst viðast í Evrópu nema hér á landi. Hægt er að standa þannig að verki að hættan sé mjög litil en það er ekki hægt að úti- loka hana. Ég óttast einnig innflutning með tilliti til kúariðu. Ég hef varað við þessu í bréfum til yfirdýralæknis og landbúnaöarráðherra." Sigurður sagði að þau miklu verð- mæti sem lægju í íslensku kúnni hefðu Norskar kýr í íslenska haga? Eftir fund á Selfossi fyrr í vikunni sagöi Guðni Ágústsson landbúnaöarráöherra að innflutningur á fósturvísum úr norskum kúm kæmi til greina. Ráöherrann hefur lengi legiö undir feldi vegna þessa máls en ákvöröunar er aö vænta. Siguröur Siguröarson dýralæknir varar viö þessu og telur aö hættu- legt skrefyröi stigiö meö innflutningnum. hvorki verið rannsökuð né ræktuð nægilega. Vantað hefði meiri og skipu- legri fræðslu. Ræktunaraðferðir hefðu breyst á síðari árum og strax komið í ljós verulegur árangur. Snorri Sigurðsson, framkvæmda- Flugslysið í Skerjafirði: Annar pilturinn farinn að tjá sig með orðum Drengimir tveir sem lifðu af flug- slysið í Skerjafirði í byrjun ágúst eru á batavegi og er annar farinn að tjá sig með orðum. „Annar er farinn að tjá sig meira en hinn,“ sagði Sævar Halldórsson, bamalæknir á Barnadeild Landspít- alans í Fossvogi. „Þeir eru báðir á mjög hægum batavegi og fram und- an er löng og ströng endurhæfing.“ Piltarnir tveir eru báðir 17 ára og hafa legið á sjúkrahúsi síðan þeim DVA1YNDS.' Björgunarmenn aö störfum. var bjargað úr flakinu. Fernt lést í flugslysinu, sem varð þegar litil flugvél með sex manns innanborðs hrapaði í sjóinn í Skerjafirðinum að kvöldi 7. ágúst síðastliðins er hún var að búa sig til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Áðskildar rannsóknir Rannsókn- arnefndar flugslysa og lögreglunnar í Reykjavík á slysinu og aðdraganda þess eru enn í gangi. -SMK stjóri Lands- sambands kúabænda, benti á að fósturvisar hefðu verið fluttir tU Hriseyjar sl. 30 ár. í þeim efnum hefði aldrei neitt komið upp á. Ferlið væri þannig að gripir væm settir í ein- angrun í við- komandi landi þar sem þeir væra í mánuð. Allir hugsanlegir sjúkdómar væru skann- aðir í upphafi og lok ein- angrunar- tímabils. Síð- an væra tekn- ir fósturvísar úr gripunum. Þá væra grip- imir látnir í einangrun í annan mánuð til viðbótar og enn sjúk- dómaskann- aðir. Að því búnu væra fósturvísamir fluttir í ein- angrunarstöðina í Hrísey. Kýmar þar væra undir stöðugu eftirliti. „Um 300.000 fósturvísar hafa verið fluttir milli kúa í heiminum sl. tiu ár. í þeirri sögu hefur aldrei tekist að sýna fram á að þeir hafi borið sjúkdóma með sér. Þrátt fyrir það erum við með það mikinn vara á okkur að aðeins af- kvæmi þeirra kálfa sem fæðast i Hrís- ey era notuð til ræktunarstarfa. Við erum í fararbroddi með að setja strangar kröfur. Þá er Noregur það Evrópuland sem stendur langfremst í sjúkdómarannsóknum nú. Þess vegna horfúm við til þess að flytja fósturvísa þaðan.“ Snorri sagði að vegna tilgátu um aukna hættu á sykursýki samfara inn- flutningnum væri hægt að kanna for- eldra fósturvísa. Ekki yrðu fluttir inn fósturvisar nema þeirra foreldra sem væru lausir við þann erfðavísi sem væri talinn auka hættuna á sykursýki. -JSS Vesturbæjarlaugin Dregur til sín gesti í áöur óþekktum mæli. Vesturbæ j arsundlaugin: Aðsókn aukist um 25 prósent Aðsókn að Vesturbæjarsundlaug- inni í Reykjavík hefur aukist um 25 prósent eftir að ráðist var í endur- bætur á lauginni fyrir um 40 millj- ónir króna fyrir skemmstu. í sept- ember í fyrra voru gestur um 16 þúsund talsins en í síðasta mánuði heimsóttu rúmlega 20 þúsund manns laugina. Þakka forráðamenn sundlaugarinnar hringlaga eimbaði auknar vinsældir en eimbaðið er einstakt í sinni röð. Er nú stefnt að því að reisa rennibraut við laugar- bakkann og á hún að vera ólík öll- um öðrum á landinu: „Þetta verður enginn barnarenni- braut heldur skemmtitæki fyrir fólk á öllum aldri. Ég vona að renni- brautin verði komin í gagnið sum- arið 2002,“ sagði forstöðumaður Vesturbæjarsundlaugarinnar. -EIR Kvikmyndaframleiðendur: Ráku lög- mann sinn Tómas Þor- valdsson, lögmað- ur Sambands ís- lenskra kvik- myndaframleið- enda, var rekinn á fundi kvik- myndaframleið- enda á dögunum. Það var Snorri Þórisson, vara- formaður sam- takanna, sem bar upp tillögu þessa efnis og var hún samþykkt einróma. Lögmanninum var borið á brýn að sitja beggja vegna borðsins því auk þess að vera lögmaður Sambands kvikmynda- framleiðenda var hann jafnframt lögmaður íslensku kvikmyndasam- steypunnar og Friðriks Þórs Frið- rikssonar og sat í stjórn Kvik- myndasjóðs fslands þar sem hann afgreiddi meðal annars umsóknir frá Friðriki Þór. Friðrik Þór var staddur erlendis þegar lögmaður hans var rekinn en eftir heimkomuna náðist um það sátt að gengið yrði til samninga við lögmanninn um starfslok. -EIR IAVÍK akureyri 18.14 17.54 08.15 08.05 18.29 23.02 06.46 11.19 SÁýymgat' á ve&Sfíáfiástett Fer að rigna suövestanlands Fremur hæg suölæg átt verður norðaustan- og austanlands og þykknar upp. Suðaustan og austan 13 til 18 og rigning á landinu undir kvöld. Snýst í suövestan 5 til 10 meö skúrum sunnanlands í kvöld. ri*-^VINDÁTT 15) '"*\VINDSTYRKUR i metruin 5 sekúndu 10 HITI io« \FR0ST & HEIÐSKÍRT o IÉTTSKÝJAÐ KÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ 'W’ m W RIGNIN6 SKÚRfR SLYDDA SNJÓK0MA 'Q’ ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Greiðfært á helstu þjóðvegum Greiðfært er um helstu þjóðvegi landsins en þó eru hálkublettir á Möðrudalsöræfum og á Vopna- fjarðarheiöi. Suölæg átt Suölæg átt veröur á morgun, 8 til 10 suövestanlands en annars hægari. Skúrir verða sunnanlands og á annesjum norðanlands en annars úrkomulítið. Hlýnandi veður, 3 til 8 stig. Su»!!!Uda ______ib Vindur: -íKÍ) 10-13 n* Hiti 3“ til 8° WW Austlæg átt, 10 tll 13 austanlands og met) su&urströndlnnl og rlgnlng en annars hægarl og úrkomulítlö. Vindur: 13—18 m/s ' Hiti 3» til 8” *yV Suöaustan hvassvlöri og rignlng, elnkum sunnanlands. iVbuAÍ) Jil, 'ú WniflMC'iiiðMirilrai.sawtjaæ.'f. AKUREYRI hálfskýjaö -3 BERGSSTAÐIR skýjaö -3 BOLUNGARVÍK léttskýjaö -4 EGILSSTAÐIR -4 KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 1 KEFLAVÍK skýjaö 2 RAUFARHÖFN léttskýjaö -6 REYKJAVÍK skýjað 1 STÓRHÖFÐI úrkoma 4 BERGEN rigning 10 HELSINKI þokumóöa 11 KAUPMANNAHÖFN þokumóða 11 ÓSLÓ alskýjaö 9 STOKKHÓLMUR sandbylur 3 ÞÓRSHÖFN skýjaö 4 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 8 ALGARVE 12 AMSTERDAM léttskýjaö 9 BARCELONA rigning 13 BERLÍN skýjað 12 CHICAGO skýjaö 16 DUBLIN léttskýjaö 6 HAUFAX heiöskírt 10 FRANKFURT skýjaö 11 HAMBORG rigning 10 JAN MAYEN snjóél 1 LONDON þokumoöa 9 LÚXEMBORG skýjaö 7 MALLORCA rigning 16 MONTREAL léttskýjaö 12 NARSSARSSUAQ alskýjaö 5 NEW YORK heiöskírt 16 ORLANDO heiöskirt 18 PARÍS skýjaö 9 VÍN skýjaö 17 WASHINGTON heiöskírt 4 WINNIPEG heiöskírt 5 11-r,■ <1 ..l'i.4'.1 VI11 J S'.T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.