Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 ÐV Arafat fordæmir morðin á ísraelsku hermönnunum: Hafnar friðarvið- ræðum við ísrael Kínverji fær bókmenntanóbel Kínverski rithöfundurinn Gao Xingjian er ánægöur meö nóbelsverölaunin. Kínverskur flótta- maður fékk bók- menntanóbelinn Kínverski rithöfundurinn og leik- skáldið Gao Xingjian, sem flúði frá heimalandi sinu, fékk nóbelsverð- launin í bókmenntum í gær fyrir verk sem hafa alþjóðlega skírskot- un. Verk hins sextuga Gaos hafa verið bönnuð í Kína frá árinu 1986 og árið eftir yfirgaf hann heimaland sitt og settist að í París. „Þetta er mikil hamingja, mikil heppni. Mér hefur ekki enn gefist ráðrúm til að átta mig á hvaða þýð- ingu þetta hefur fyrir mig,“ sagði Gao við sjónvarpsþjónustu Reuters á heimili sínu í verkamannahverfi í París. Gao fær í sinn hlut rúmlega sjötíu milljónir íslenskra króna. Kínversk stjórnvöld gagnrýna út- hlutunina og segja að pólitískar hvatir liggi þar að baki. Gengið hafi verið fram hjá verðugri kínverskum höfundum. Konur í Útlend- ingaherdeildina Síðasta vígi óheftrar karl- mennsku er nú fallið. Frönsku Út- lendingaherdeildinni hefur verið gert að taka konur í raðir sínar. Franska utanríkisráðuneytið til- kynnti þetta í gær. Háttsettur embættismaður í ráðu- neytinu viðurkenndi að liðsmenn herdeildarinnar væru ekki mjög hrifnir af uppátækinu. Yfirmenn Út- lendingaherdeildarinnar munu sjálfir leggja fram tillögur um hvaða störfum konur myndu gegna innan vébanda hennar, ef einhverjar sækj- ast eftir að komast í karlahópinn og standast inntökuprófin. Hague gagnrýnir menningarárásir William Hague, leiðtogi breska íhaldsflokksins, sakaði vinstriöflin í morgun um árásir á breska menn- ingu og sögu. Tilefnið var skýrsla áhrifamikillar stofnunar sem kom út í vikunni og þar sem segir að orð- in „breskur" og „breska“ fælu í sér kynþáttafordómaa. Skilgreina þyrfti þau betur eða hreinlega afleggja. Yasser Arafat, leiðtogi Palestinu- manna, hafnaði i morgun öllum friðarviðræðum við ísraela á meðan ísraelski herinn héldi áfram árás- um sínum á Palestínumenn. Stjórnarerindrekar höfðu eftir Arafat að loknum fundi hans með Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, í nótt að hann fordæmdi morð æsts múgs á að minnsta kosti tveimur ísraelskum hermönnum í bænum Ramallah á Vesturbakkan- um í gær. Palestínsk ungmenni réð- ust inn í löOgreglustöð þar sem her- mennirnir voru í haldi og börðu þá til bana. Að minnsta kosti einu líki var síðan kastað út um glugga til æsts múgsins úti á götu. ísraelski herinn svaraði með því að gera loftárásir á palestínsk skot- mörk á Vesturbakkanum og Gaza. ísraelskar árásarþyrlur skutu meðal annars flugskeyti að bústað Arafats. Pelstínumenn sögðu að sautján manns hefðu slasast í árásunum. Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, vann að þvi hörðum hönd- um í gærkvöld og nótt að mynda neyðarstjórn og fór fram á það við hinn hægrisinnaða Ariel Sharon, einn helsta fjandmanna friðarsamn- inga við Palestínumenn, að taka þátt í stjómarmynduninni. Stjómarerindrekar sögðu eftir fund Arafats og Cooks að forseti Palestínumanna hefði ekki tekið ólíklega í fund með Barak í Egypta- landi, en þó ekki á meðan ísraelskir hermenn héldu árásum sínum áfram. Ráðgert er að Cook ræði við Barak í dag. Stöðvið árásirnar „Mikilvægast er að stöðva árás- imar á þjóð okkar áður en af leið- togafundi getur orðið,“ var haft eft- ir Yasser Arafat. Barak hitti Ariel Sharon, leiðtoga Likud-bandalagsins, í nótt og upp- lýsti hann um þróun mála. Síðan var Sharon boðið að taka þátt í myndun þjóðstjórnar. Sharon hefur áður skotið sér und- an því að taka þátt í samsteypu- stjórn Baraks. Átökin sem hafa nú staðið yfir í hálfan mánuð hófust einmitt eftir umdeilda heimsókn Sharons á Musterishæðina í Jerúsalem þar sem eru helgidómar bæði múslíma og gyðinga. Enn var skipst á skotum í borg- inni Hebron á Vesturbakkanum í nótt og í Jeríkó sem er undir stjóm Palestínumanna. ísraelskar þyrlur skutu í gær flugskeytum að lög- regluskóla í bænum. Erlendir leiötogar, þar á meðal Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafa lagt leið sína til ísraels síðustu daga til að reyna að stilla til friðar. Öryggisráð SÞ ákvað í nótt að halda ekki fund um ástandið fyrir botni Miðjarðar- hafsins í bráð, þrátt fyrir beiðni áheyrnarfulltrúa Paslestínumanna um að ráðið tæki þegar í stað í taumana. Arafat í heimsókn á sjúkrahúsi Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, kyssir hönd ungs landa síns sem slasaöist i loftárásum ísraelska hersins á skotmörk f Gazaborg i gær. ísraelar skutu meöal annars aö bústaö Arafats í borginni. Háttsettur palestínskur emb- ættismaöur sakaöi ísraela í gær um aö heyja allsherjarstríö gegn Palestínumönnum og hvatti til erlendrar íhlutunar. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Eyjabakki 20, 50% ehl. í 90,4 fm íbúð á 3. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Stefán Steingrímsson, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður, Landsbanki Islands hf., höfuðstöðvar, og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 13.30. Grænamýri 5,0104, neðri hæð, Mosfells- bæ, þingl. eig. Stuðlar ehf., gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 17. október 2000, kk 11.30. Hraunbær 128, 107,8 fm íbúð á 3. hæð ásamt geymslu, merkt 0108, m.m., Reykjavík, þingl. eig. Jón Óskar Carls- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 11.00. Laugavegur 140, Reykjavík, þingl. eig. Halldóra Lilja Helgadóttir, gerðarbeið- endur Húsasmiðjan hf. og Tollstjóraemb- ættið. þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 15.00. Ránargata 2, 2ja herb. íbúð á 3. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Johnsen, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 14.30. Stórholt 24,0201, 3ja herb. íbúð á 2. hæð í A-enda, Reykjavík, þingl. eig. Ragn- heiður Hauksdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, þriðjudaginn 17. októ- ber 2000, kl. 14.00,________________ Tryggvagata 8, 0101, lager og þjónustu- húsnæði á 1. hæð, 328,1 fm m.m., Reykjavík, þingl. eig. Mænir ehf., gerðar- beiðendur Eimskipafélag íslands hf., Tollstjóraembættið og Valgarð Briem, þriðjudaginn 17. október 2000, kl. 15.30. Viðarhöfði 2, 0203, 92,3 fm eining, Reykjavík, þingl. eig. Sigfmnur Þór Lúð- víksson, gerðarbeiðendur Hlutabréfasjóð- urinn hf. og Tollstjóraembættið, þriðju- daginn 17. október 2000, kl. 10.30. Viðarhöfði 2, 0204, 96,2 fm eining, Reykjavík, þingl. eig. Sigfmnur Þór Lúð- víksson, gerðarbeiðendur Hlutabréfasjóð- urinn hf. og Tollstjóraembættið, þriðju- daginn 17. október 2000, kl. 10.15. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVIK Carl Bildt: Milosevic er búinn að vera í stjórnmálum Bill Clinton Bandaríkja- forseti aflétti í gær olíu- og flugbanni á Serbíu. Kvaðst Clinton aflétta banninu þar sem bandarísk yfirvöld vildu styðja nýja forystu- menn í Júgóslavíu. Skömmu síðar lýsti ný- kjörinn forseti Júgóslavíu, Vojislav Kostunica, þvi yfir að hann væri reiðubúinn að taka upp á ný diplómatískt samband við Bandarikin. Sambandinu var slitið í kjölfar loftárása NATO á Júgóslavíu í fyrra. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í gær að Júgóslavía gæti fengið að- ild á ný innan nokkurra mánaða. Júgóslavía var rekin úr sjóðnum fyrir átta árum vegna þáttar síns í stríðunum á Balkanskaga og fyrir að neita að endurgreiða skuldir sínar. Carl Bildt, sérlegur sendir- maður Sameinuðu þjóðanna á Balkanskaga, kvaðst í gær vera þeirrar skoðunar að Slobodan Milosevic, fyrrver- andi Júgóslavíuforseti, og bandamenn hans væru búnir að vera í stjómmálum. Lét Bildt i Ijós þessa skoðun sína er hann kom til fundar við Kostunica í Belgrad. Stuðningsmenn Milosevics hafa hingað til neitað að láta af hendi ýmsar valdastöður. Umbótasinnar óttast að þeir geti hindrað breyting- ar í lýðræðisátt. Orðrómur um að Milosevic undirbúi gagnbyltingu hefur verið á kreiki. Kostunica Júgóslavíufor- seti vill diplót- matisk sam- skipti viö Bandaríkin. Albright til Noröur-Kóreu d ráðherra Banda- heimsækja N-Kóreu JM síðar i þessum mán- j komu Clintons for- Sprengjuárás á sendiráö Sprengju var varpað í garð breska sendiráðsins í Sanaa í Jemen í morgun. Engar fréttir höfðu borist af því hvort einhverjir hefðu særst. Mafíuforingi gripinn ítalska lögreglan handtók í gær sikiieyska mafiuforingjann Sal- vatore „Toto“ Genovese sem þegar hefur verið dæmdur í lífstíðarfang- elsi fyrir sjö morð. Gagnrýna frumvarp Kúbanskir embættismenn gagn- rýndu í gær málamiðlunarfrum- varpið um sölu á lyfjum og matvæl- um til Kúbu sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í fyrra- dag. Sögðu embættismennirnir ákvæði í frumvarpinu gera við- skipti við Kúbu í raun ómöguleg. Kúbumenn sögðu einnig forseta- frambjóðenduma í Bandaríkjunum leiðinlega og atkvæðalitla. Flokkurinn ólöglegur aHerstjórnin í morgun að stjórnar- andstaðan undir forystu friðarverð- launahafans Aung San Suu Kyi væri ekki löglegur fiokk- ur. Vekur yfirlýs- ingin ótta um að stjórnin ráðgeri hertar aðgerðir til að þagga niður í andstæðingum sínum. Bílasprengja í Grosní Að minnsta kosti fimmtán manns, flestir lögreglumenn, létu lífið í gær þegar uppreisnarmenn sprengdu öfluga sprengju í bíl utan við lögreglustöð í Grosníu í Tj- setsjeníu. Neitað um ný réttarhöld Alríkisdómari vísaði í gær á bug beiðni Timothys McVeighs, sem dæmdur var fyrir sprengjuárásina í Oklahoma í Banda- ríkjunum, um ný réttarhöld vegna þess að aðalverjandi hans hefði haft meiri áhuga á að skrifa bók en verja hann. Kveikt í bænahúsi í París KveikLbar í bænahúsi og skóla gyðinga í úthverfi Parísar í nótt. Spenna er miUi gyðinga og araba í París vegna ástandsins í Miðaustur- löndum. Rekinn úr flokknum Borgarstjóri Parísar, Jean Tiberi, var í gærkvöld rekinn úr gaullista- flokknum. Hneykslismálin í ráðhús- inu urðu of mörg. Borgarstjórinn er bitur og sár en ákveðnari en nokkru sinni að bjóða sig fram til næstu kosninga. Hann kveðst saklaus af öllum ásökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.