Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvsmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Rltstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ekki áhœttunnar virði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur lengi legið undir feldi vegna óska sumra kúabænda um innflutning á fósturvísum úr norskum kúm. Kúabændurnir hafa þrýst á ráðherrann að ákvarða í málinu en sá dráttur sem orðið hef- ur á ákvörðuninni verður ekki skýrður á annan hátt en ráð- herrann hafi verið mjög efins um réttmæti þess að leyfa til- raunina. Raunar tók Guðni við málinu frá forvera sínum á ráðherrastóli, Guðmundi Bjamasyni. Guðmundur taldi mál- ið augljóslega svo viðkvæmt á síðari hluta kjörtímabilsins að rétt væri að eftirláta nýjum manni í embættinu ákvörð- unina. Afstaða bænda er skiljanleg frá fjárhagslegu sjónarmiði. Norskar kýr eru stærri og gefa meira af sér en þær íslensku. En fleira kemur til og mikilvægara. íslenska kynið hefur verið einangrað hér frá upphafi byggðar á landinu og er laust við sjúkdóma sem hrjá flest önnur kúakyn. Það er því ekki áhættulaust að flytja inn fósturvísa úr erlendu kyni. Af viðbrögðum landbúnaðarráðherra eftir fund á Selfossi á þriðjudag má ráða að hann sé að gefa eftir vegna þrýstings greinarinnar. Á fundinum með ráðherranum voru dýra- læknar, búfjársérfræðingar, starfsmenn í mjólkuriðnaði og bændur. Þar var til umræðu hugsanleg samanburðartilraun á norskum og íslenskum kúm vegna umsóknar um innflutn- ing fósturvísanna. Það var tekist á um rök í málinu og far- ið yfir hver áhættan væri. Landbúnaðarráðherra sagði, eft- ir fundinn, það vissulega koma til greina að leyfa tilraun- ina. Hún gæti orðið merkileg samanburðarrannsókn. Guðni sagði ákvörðun tekna í málinu á næstunni. Kúabændur eru orðnir óþolinmóðir og að vonum. Ákvörðun í málinu hefur dregist allt of lengi. Ráðherra hefði fyrir löngu átt að segja bændum hug sinn, að innflutn- ingur fósturvísa úr norskum mjólkurkúm væri ekki áhætt- unnar virði. Þeir sem mæla með innflutningnum telja áhættuna litla en önnur rök og viðvaranir hljóta að vega þyngra. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, segir í við- tali í DV í dag að stigið yrði hættulegt skref með því að opna fyrir það sem ekki hefur verið leyft hingað til. Fram kemur aö dýralæknirinn telur innflutninginn ekki áhættulausan. í fyrirliggjandi fagmannaáliti, segir Sigurður, hefur ekki ver- ið beðið um svar við öðru en hættunni af einum tilrauna- innflutningi. Einn innflutningur býður upp á fleiri og þar liggur hættan. Hún margfaldast við margfaldan innflutning. Þótt hluti kúabænda þrýsti á ráðherra um leyfisveiting- una hlýtur hann að ígrunda orð Sigurðar Sigurðarsonar gaumgæfilega áður en hann lætur undan. Dýralæknirinn fullyrðir að ýmsir smitsjúkdómar geti borist með fósturvís- um. Þar megi nefna veirusjúkdóma eins og illkynjaða slím- húðarpest sem finnst víðast í Evrópu nema á íslandi. Þá ótt- ast Sigurður einnig fósturvísainnflutninginn vegna hugsan- legrar kúariðu. Það liggja mikil verðmæti í íslenska kúakyninu en Sig- urður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, bendir á að þau verðmæti hafi hvorki verið rannsökuð né ræktuð nægilega. Kostir þess að eiga heilbrigt kúakyn hljóta, þegar allt kem- ur til alls, að vega þyngra en sú áhætta sem yrði tekin með innflutningi fósturvísa úr erlendu kyni. Vonir um meiri af- rakstur af norsk-íslenskum blendingum réttlæta ekki leyfis- veitinguna. Þrátt fyrir þrýsting, og vissulega ákveðin merki um eftir- gjöf, hlýtur þetta að skipta sköpum þegar landbúnaðarráð- herra tekur loks ákvörðun sína. Jónas Haraldsson DV Skoðun Einkavæðing Tækniskólans Síðan ég kom á Alþingi fyrir tæpum fjórum árum og hóf störf á sviði mennta- mála- og fjárlaganefndar hefur það vakið sérstaka at- hygli mina hversu lélega af- greiðslu mjög vel rökstudd- ar beiðnir um fjárveitingar, sem bárust Alþingi frá Tækniskóla íslands, fengu. Ég hefi heimsótt skólann og kynnt mér hversu gott starf þar er unnið við oft erfiðar aðstæður og hversu sá tækjakostur sem stofnunin hefur yfir að ráða til tækni- kennslu er ófullnægjandi. Ófullnægjandi fjárveltingar Það sem einkum og sér í lagi hef- ur háð framþróun skólans að mínum dómi eru ófullnægjandi fjárveitingar gegnum tíðina og sérkennilegt áhugaleysi sem yfirmenn mennta- mála hafa á undanförnum árum sýnt þvi skólastarfi sem þama fer fram, þrátt fyrir það að framþróun í þjóðfé- laginu sé óumdeilanlega mjög undir því komin að við höfum á að skipa nægu tæknimenntuðu fólki. En nú er smám saman að koma í ljós hvað Sigríður Jóhannesdóttir þingmaöur Samfylking- arinnar í Reykjanes- kjördæmi hékk á spýtunni. Það átti að einkavæða þetta flagg- skip tæknimenntunar í landinu. Viðræður um það að stofnað verði sameignar- félag sem reki þennan skóla hafa staðið yfir um skeið en, að því er segir í grein í Degi 6/10, ekki gengið sem skyldi. Ráðu- neytið vill að skólinn sé stofiiaður fyrst áður en farið verður að ræða fjár- hagslegar skuldbindingar ________ af þess hálfu. Og skyldi ” nú engan undra að það fylgir fréttinni að málið hafi vald- ið óvissu og kvíða um framtíðina meðal starfsmanna Tækniskólans sem eru ríkisstarfsmenn. Norræna leiðin Á liðnu vori var haldin ráð- stefna á Hótel Sögu á vegum Nor- rænu ráðherranefndarinnar um rekstur framhaldsskóla. Þar kom mjög skýrt fram í máli manna aö Norðurlandabúar telja að ekki þurfi að breyta um eignarhalds- form til að rekstur skóla verði ár- 1 tækniskóli íslands „Og hver verður þá okkar staða ef svo fer sem horfir að Tcekniskólinn verði einkavœddur? Munu skólagjöldin reyn- ast hafa það aðdráttarafl sem gefið hefur verið í skyn af að minnsta kosti sumum forsvarsmönnum hans?“ angursríkur og var fróðlegt að heyra hve fálega þeir tóku rökum um að skólagjöld myndu efla að- sókn í tækninám og auka virð- ingu fyrir slíku námi. Töldu þeir flestir vænlegra að beita náms- styrkjum til að lokka góða náms- menn inn í tæknigreinar. Það virtist þó vera sameiginlegt áhyggjuefni þeirra sem töluðu á þessari ráðstefnu að það myndi standa framþróun fyrir þrifum á næstu árum að þessar þjóðir myndu ekki eiga nægu tækni- menntuðu fólki á að skipa. Og hver verður þá okkar staða ef svo fer sem horfir að Tækniskólinn verði einkavæddur? Munu skóla- gjöldin reynast hafa það aðdrátt- arafl sem gefið hefur verið i skyn af að minnsta kosti sumum for- svarsmönnum hans? Eða væri kannski nær að ríkið efldi skól- ann að tækjum og bætti aðstöðu hans á allan hátt og tæki upp námsstyrki til þeirra sem vilja stunda þar nám? Ég verð að játa það hér og nú að ég hef að minrista kosti meiri trú á nor- rænu leiðinni. Sigríður Jóhannesdóttir Tilfinnanlegur skortur á óánægju Þeim sem tjáðu sig um skoðana- könnun DV í síðustu viku yfirsást helstu tíðindin sem hún boðaði. Það var ekki „stórsveifla" Vinstri-grænna eða fylgistap Samfylkingar sem sætti tíðindum. Það var skoðanaleysi al- mennings. Aö kalla breytingar á fylgi Vinstri- grænna mikla sveiflu er, eins og áður, viðbrögð við væntingum um annað. Mönnum þykir eðlilegt að Vinstri-græn- ir hafi svosum tíu prósent fylgi þeirra sem fjandskapast út í markaðinn og þykir úrganga úr Nató meðal brýnustu úrlausnarefna samtímans. Allt fylgi umfram það er talið undarlegt. Þetta gerðist líka eftir kosningarn- ar i fyrra, Vinstri-grænir höfðu sex þingmenn fyrir kosningar og jafn- marga eftir. Það var kallað stórsigur, vegna þess að flestum hefði þótt minna fylgi eðlilegt. Með sama hætti voru 27 prösent Samfylkingarinnar talin tap og vonbrigði, af því að glaseygðir menn höfðu vonast eftir 35 prósentum. - Þannig eru niðurstöður túlk- aðar eftir væntingum en ekki eftir raunverulegum tölum. Skoðanaleysið En stóra fréttin í könnun DV var þátttakan, eða öllu heldur þátttökuleysið. Það hljóta að teljast nokkur tíð- indi að hartnær helmingur þjóðarinnar treystir sér ekki til að taka afstöðu til stjórn- málaflokkanna. Eflaust má þar að einhverju leyti kenna löngu pólitísku sumarfríi þar sem fátt hefur verið frétta og enn minna um átök þar sem draga mætti skýrar línur. En það er ekki einhlít skýring. Nú er hafmn annar pólitískur vetur Karl Th. Birgisson blaöamaöur 50% 40 Fylgi flokka sem tóku afstöl Vrfl - miöaö viö þá sem tóku afstööu - DV 29/09 ,00 ’ DV 21-22/03 '00 DV 28-29/12 '99 DV 20/10 '99 Kosnlngar m SKMANAKÖNNUN IWShI „En stóra fréttin í könnun DV var þátttakan, eða öllu heldur þátttökuleysið. Það hljóta að teljast nokkur tíð- indi að hartnœr helmingur þjóðarinnar treystir sér ekki til að taka afstöðu til stjómmálaflokkanna. “ Hagræðing í jjf , „Með samein- . ingu horfa menn til |p hagræðingar og þess að hægt sé að skera niður kostnað og fækka útibúum. Einnig er þá væntan- lega hægt aö skera niður í yfir- stjóm sameinaðs banka. Þá má nefna tölvukerfi og annað. Það er auðveldara að grípa til ým- iss konar hagræðingar, eins og fækkunar starfsfólks, ef sam- eining er á döfinni. Slíkum rökum er gildi erfiðara að beita ef engin sameining sem liggur í loftinu. Þá nefnir enginn þau stæð og ekki örlar á neinu því sem kalla mætti alvömmál eða al- vömágreining. Bitið hefur verið tekið úr kvótaumræð- unni í bili með skýrslu auð- lindanefndar. ESB-umræða gerir fátt annað en auka fólki syfiu. Salan á Landssímanum er ekki komin á dagskrá. Hvað stendur þá eftir? Byggðamál? Þetta væl í æ smærri hluta þjóðarinnar sem streitist á móti „náttúm- lögmálinu" um þjóðflutning- ” ana suður, og fautaskapur framsóknarmanna sem reka enn byggðastefnu síðustu aldar? Ætli sú um- ræða kveiki marga neista í góðærinu. Það skortir semsagt umræðuefni. Meðal annars vegna þess, eins og stund- um var sagt í kosningabaráttunni í fyrra, að það er tilfinnanlegur skortur á óánægju í samfélaginu. Og sá skortur birtist í skoðanaleysi. En í skoðanaleys- inu leynast lika tækifæri fyrir lunkna stjómmálamenn. Könnun DV sýnir að helmingur þjóðarinnar er vænlegt skot- mark þeirra sem vilja sækja þangað fylgi. Og að öllu óbreyttu em það ekki Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri-grænir sem eiga þar mesta möguleika, heldur flokkamir tveir á miðjunni, Samfylking og Framsóknarflokkur. Möguleikarnir á míðjunni Já, aumingja Framsóknarflokkurinn. Hann hefúr hlotið hin sígildu örlög samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins, að tapa fylgi þrátt fyrir vinsældir ríkis- stjómarinnar. Það er ekki því að kenna að hann fáist við „erfiðu málin", sem svo eru kölluð. Framsóknarflokkurinn hefur einfaldlega enga ímynd sem svo má kalla, hvað þá málefni sem hann stendur fyrir. Fyrir kosningar var grip- ið í örvæntingu um öll hálmstrá sem buðust - fíkniefni, barnakort, hvað sem var - án árangurs. Hér áður mátti tengja nafn Fram- sóknarflokksins einhvers konar þjóð- emislegri miðjusteftiu með áherslu á byggðamál. Þetta er nú víðs fjarri; þjóð- flutningamir hafa sýnt fram á gjaldþrot byggðastefnunnar og Evrópudaður for- mannsins gengur þvert á þjóðemis- hyggju fyrri ára. Að vísu lifir fortíðin í mönnum á borð við Pál Pétursson og Guðna Ágústsson, en yngri kynslóð framsóknarmanna er skipuð kratískum menntamönnum sem eiga fátt sameigin- legt með þeim. Afleiðingin er ekki bara ímyndar- leysi heldur skortur á sjálfsmynd, sem er ennþá verra. Enda virðist Framsókn- arflokkurinn munu verða upptekinn við það næstu misserin að leita að sjálf- um sér, og ekki hafa margt að bjóða kjósendum þar til þeirri leit er lokið. Söfnuður ólíkra sjónarmiða Og þá stendur eftir Samfylkingin. Hún er í raun svo stór söfnuður ólíkra sjónarmiða að ætla má að hún endur- spegli allt samfélagið. Þama rúmast hægrikratar sem fylgja skarpari mark- aðshyggju en Sjálfstæðisflokkurinn, klassískir landsbyggðarmenn í anda Alþýðubandalagsins, kreppukratar sem horfa á lífið i gegnum Trygginga- stofnun ríkisins og nýrómantískir menntamenn sem rífast um hvort er mikilvægara, umhverfisvemd eða af- staðan til Evrópu. AOt á þetta, samkvæmt kenning- unni, að skarast og kristaUast í ný- kjömum formanni. Það er efni í aðra messu hvemig honum tekst að búa tO boðlega máltíð úr þessum graut. Það eitt dugar þó ekki tO; hann verður líka að espa upp hungrið í kjósendum sem eru ekki ýkja svangir um þessar mundir. Karl Th. Birgisson að sameina ríkisbankana? Ekki rökrétt Gylfi Magnússon dósent rök að þegar keppinautum fækkar á markaðnum þá er auðveldara að keppa en ef þeir em margir. Það er búið að vera inni í umræðunni lengi að selja bankana. Reyndar er búið aö selja um 30% í hvorum þessara tveggja banka. Ég held þó að sameiningin sé alveg sjálfstætt mál. Hún þarf ekki að breyta öUu varðandi söluna. Menn hafa þó bent á þau rök að verð- sameinaðs banka yrði meira þar hann væri sterkari eining. Gagn- rök eru þó einnig tU.“ | ta| „Ég hef það mUda I trú á markaðnum að ef skynsamlegt væri * að sameina bankana vegna hagræðis þá mundi það endurspeglast í hærra veröi við sölu bankanna. Ef sameining borgar sig ekki þá myndi samein- ing fyrir sölu rýra verðgUdi bank- ans. HagdeUdir allra bankanna eru auðvitað búnar að reikna út aUar mögulegar og ómögulegar sameiningar, hvaö borgi sig og hvað ekki. Almennt vita menn nákvæmlega hvaða arösemi það gefur að sameina þennan Pétur H. Blóndal alþingismaöur banka eða hinn. Það mun endur- speglast í verðmati á bréfunum þegar þau verða seld. Það er því ekki rökrétt aö sameina bankana fyrir sölu nema menn treysti ekki markaðnum og haldi að hann sé svo vitlaus að vita þetta ekki. Ef markaðurinn metur það svo að sameining lækki veröið þá er betra að selja bankana á hærra verði sinn í hvoru lagi. Ég mun hins vegar ekki mótmæla samein- ingunni. Það er nauðsynlegt fyrir markað- inn að selja bankana og ef það er gert þá er ég ánægður." Samelning ríklsbankanna, Landsbanka og Búnaðarbanka, kraumar í deiglupotti stjórnmálanna. I því máli eru skoðanir skiptar, rétt eins og um það að rík- ið selji bankana til einkaaðila. Forsenda banka- sameiningar „Sameinaður Bún- aðar- og Landsbanki verður með meiri- hluta þjóðarinnar í viðskiptum, en í ein- staklingsviðskiptun- um er einmitt mest- an vaxtamun að hafa. Þar gefst frábært tækifæri tU að auka þjónustuna og gera hana arð- bærari. Ég bendi á að ríkisbankarnir hafa verið að fjárfesta í tækni- og fjarskiptafyrirtækjum, en ekki bara tU að ávaxta sitt fé, heldur líka tU þess að geta þjónustað viðskiptavin- ina betur með nýjum leiðum sem tækniframfarir bjóða upp á. Forsenda þess að sameining á borð við þessa gangi upp er að viðskiptaleg sjónar- mið ráði ferðinni. TU að tryggja það væri best ef sameinaður banki kæm- ist á ábyrgð einkaaðUa sem fyrst.“ Margeir Pétursson, stjórnarmaöur MP Veröbréf hf., í Viöskiptablaöinu 11. okt. Talsmenn fyrirtækja „Forvigismenn fyrirtækja eru and- lit þeirra út á við og framkoma þeirra ræður miklu um álit mikUvægra hópa eins og viðskiptavina, fjárfesta, samstarfsaðUa og almennings.... SkU- merkUegt viðtal sem endar jafnvel með hnyttnu tilsvari verður fólki minnisstætt. Óskýr, Ula hugsuð svör og óörugg framkoma getur á hinn bóginn hægt og rólega mótað fremur neikvæða afstöðu almennings tU tals- manns og þess fyrirtækis eða mál- staðar sem hann stendur fyrir.“ Siguröur R. Valgeirsson hjá Inntaki, í Mbl. 12. október. Börnin og fósturlaunin „Kynslóð Davíðs Oddssonar tekur skakkan pól í hæð- ina þegar hún lítur yfir þjóðfélagið og einblinir áfram á seðlabankann. Hún sér ekki áratuginn fyrir árunum og áður en varir er hún sjálf komin á eUilífeyri. Eldra fólkið ber því ekki bara eigin hag fyrir brjósti, heldur er hún áfram að búa í haginn fyrir bömin sín. Kyn- slóðina sem nú svelgist á þvi að leiðrétta hennar hag. Og því miður hefur eldra fólkiö ekki tima tU að bíða eftir að bamabömin nái völd- um í þjóðfélaginu og kippi málinu í liðinn fyrir afa sinn og ömmu. Tak- ist ekki sættir með valdakynslóð Davíðs Oddssonar og foreldrum hennar blasir við foreldrunum að taka málið í sínar hendur, gjaldi börnin þeim ekki fósturlaunin.“ Ásgeir Hannes Eiríksson verslunar- maður, í Degi 12. október. Friður úr augsýn Svo sýnist af ótíðindun- um frá ísrael sem aðUar séu innst inni andvígir friði. Friðarsamningar hafa verið innan seUingar aUt frá 1993, þegar Óslóarsam- komulagiö var gert, en núna er ljóst að það er end- anlega dautt og grafið. Sú mikla bjartsýni sem það vakti meðal Palestinu- manna er horfin og reiði og vonleysi ríkir. Heima- stjómin sem þeir fengu á litlum hluta hemámssvæð- _______ anna og í Gaza reyndist gjörspUlt harðstjóm og tU lítUs nýt. Þjóðarframleiðsla á mann þar hefur minnkað um 21% frá 1993 og heljar- tök ísraels voru hvergi linuð. Síðan 1993 hafa um 50 þúsund gyð- ingar numið land á svæði Palestínu- manna, hundruö ferkUómetra af þeirra landi hafa verið gerð upptæk undir vegi til landnemabyggða og um 13 þúsund Palestínumenn tU við- bótar hafa verið settir í dýflissur Israels; margir, ef ekki flestir, án dóms og laga. Uppsöfnuð gremja braust upp á yfirborðið þegar Ariel Sharon, alræmdur blóðhundur og arabahatari, ruddist inn á helgasta vígi íslams í Jerúsalem fyrir hálfum mánuði, ásamt 1000 lögreglumönn- um og ótal blaðamönnum, sjálfa musterishæðina í gamla bænum, Harim al-Sharif, sem múslímar um aUan heim telja þriðja mesta helgi- dóm íslams, næst Mekku og Medínu. Sharon ætlaði að taka af öU tvímæli um rétt ísraelsmanna tU aUrar Jer- úsalem og þar með að arabar ættu engan rétt, sem þó er undirskUið í Óslóarsamkomulaginu. Þetta kveikti það bál sem enn brennur. Stríð á þrennum vígstöövum Báliö nær einnig tU landamær- anna við Líbanon og í fyrsta sinn tU araba innan Isarels. Sú staðreynd hefur ekki verið mikið rædd að yfir fimmti hluti íbúa ísarels eru arabar sem ekki flúðu þegar Ísarelsríki var stofnað 1948, svo og afkomendur þeirra. Þeir hafa aUa tíð verið ann- ars flokks þegnar, þótt yfir ein miUj- ón séu, og þeim kjósendum á Barak að þakka meirihluta stjómar sinnar. Síðustu daga hafa veriö átök miUi herskárra ísraelskra araba og öfga- fuUra ísraelsmanna sem hafa pyntað og myrt a.m.k. 5 araba í Norður-ísr- ael. Þetta er nýtt og hættulegt ástand sem hefur valdið miklu meira fáti og hræðslu meðal almennings í ísarel en átökin á hernámssvæðunum. Sú almenna stríðshætta sem talað er um stafar af því að Hizbollah rændi Gunnar Eyþórsson þlaöamaöur þremur hermönnum á svæði þar sem landamæri ísraels, Líbanons og Sýr- lands liggja saman og halda þeim í gíslingu. Það kom vel á vondan því að ísarels- menn hafa í haldi yfir 2000 araba sem þeir hafa rænt í Líbanon (þar sem palest- ínskir flóttamenn eru um 400 þúsund) og hafa haldið sumum þeirra án dóms i 12 ár. Samt hrópa þeir hástöf- um um brot HizboUah á al- þjóðalögum. En Barak er undir þrýstingi að gera inn- rás í Líbanon og refsa Sýrlandi og íran sem styðja HizboUah. Önnur riki á svæðinu mundu óhjákvæmi- lega dragast inn i slíkan hemað. Þjóðstjórn Afleiðingin af flótta allra aðila frá Óslóarsamkomulaginu er sú að frið- ur er horfinn úr augsýn og verður tæpast að veruleika í stjómartíð nú- verandi leiðtoga. Barak mun trúlega neyðast tU að mynda þjóðstjóm með stjórnarandstöðunni, sem Sharon er í forsvari fyrir, sem mundi þýða fuU- an fjandskap á ný miUi ísarela og araba, og ekki aðeins Palestínu- araba. Staða Arafats er veik - hann sjálfur er gamaU og lúinn. Líklegt má telja að í stað aðskilnaðar stjórn- mála og trúarbragða, sem Arafat hef- ur barist fyrir, verði trúarlegir leið- togar frá Hamas, Jihad og fleiri trú- arsamtökum araba aUsráðandi og sú þíða sem verið hefur miUi Isarels, Jódaníu og Egyptalands breytist i kalt stríð. Slík þróun myndi draga olíuríkin inn vegna Jerúsalem, sem gæti kom- ið Ula við aUa heimsbyggðina ef olíu- framboð raskast. Þetta snertir fleiri en deUuaðUa eina. Nærri skUyrðis- laus stuöningur Bandaríkjanna við Israelsmenn hefur aðeins magnað upp þvergirðingshátt þeirra í samn- ingum. Friður getur því aðeins náðst að ísarelsmenn viðurkenni fyrir sjálfum sér að hernámið og apartheidstefna þeirra gagnvart aröbum er undirrótin að öUu saman - þótt arabar séu ekki saklausir. Því miður eru ekki líkur á hugarfars- breytingu í þá átt ef Sharon kemur inn i þjóðstjórn og Jihad og Hamas ná undirtökum meðal hinna hemumdu. Gunnar Eyþórsson „Friður getur því aðeins náðst að ísarelsmenn viður- kenni fyrir sjálfum sér að hemámið og apartheidstefna þeirra gagnvart aröbum er undirrótin að öllu saman - þótt arabar séu ekki saklausir. - íbúar á Gaza-svœðinu mótmœla hryðjuverkum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.