Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 DV Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 35 ára____________________ Sunnlaug Magnúsdóttir, Dalbæ, Dalvík. 35 ára____________________ 'mna Olsen, Snorrabraut 40, Reykjavík. Magnús Ingjaldsson, Furugeröi 1, Reykjavík. Lárus Gamalíelsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Guöbjörg Guölaugsdóttir, Austurvegi 5, Grindavlk. Jóhannes Einarsson, Sundabúö 1, Vopnafiröi. 30 ára____________________ Lóa Ágústsdóttir, Holtsgötu 13, Reykjavík. Kristín Ingimundardóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavík. 75 ára____________________ íjartan Jóhannesson, Skálabrekku 9, Húsavtk. Aöalsteinn I. Eiríksson, Heiðarvegi 13, Reyöarfiröi. 70 ára____________________ :rna Marteinsdóttir, Álftahólum 6, Reykjavík. Oddný Dóra Jónsdóttir, Aratúni 6, Garöabæ. Axel Þóröarson, Birkivöllum 14, Selfossi. 50 ára____________________ Suömundur Jóhannesson, Asparfelli 4, Reykjavík. lón Þ. Stefánsson, Logafold 44, Reykjavík. Sigurveig Sveinsdóttir, 3æjargili 30, Garðabæ. /laron Guömundsson, Brekkustíg 31c, Njarðvík. Steinþór Jónsson, Litlabotni, Akranesi. cgill Gústafsson, Lyngheiði 2, Hverageröi. Kristinn Jörundsson viöskiptafræðingur, Goöatúni 17, Garðabæ. Eiginkona hans er Stein- unn Helgadóttir. Þau taka á móti gestum í Frimúrara- húsinu I Hafnarfirði, Ljósa- tröö 2,1 kvöld kl. 18.00-21.00. Árni Páll Jóhannsson, Hávallagötu 55, Reykjavík. Sigfríö G. Þormar, Klapparstlg 35, Reykjavík. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Lækjasmára 86, Kópavogi. Helga María Ólafsdóttir, Lindarhvammi 2, Hafnarfirði. Ragnheiöur Jónsdóttir, Miötúni 17, ísafirði. Pálmi Björn Jakobsson, Árholti 4, Húsavik. 40 ára_________________________________ Merlyn B. Dupaya, Engjaseli 11, Reykjavik. Björn E. Sigurbjörnsson, Klukkurima 16, Reykjavlk. June Eva Clark, Austurgeröi 3, Kópavogi. Edda Sigríöur Sigurbjarnadóttir, Ástúni 10, Kópavogi. Þuríöur Jónsdóttir, Bæjargili 46, Garðabæ. Viggó Jónsson, Hólatúni 2, Sauðárkróki. Sigurður Guömundsson, Kambahrauni 41, Hveragerði. 50 ara ■ojo c: ■ ■■■ </> (ö 550 5000 'OJ) A 03 '03 550 5727 ■ E Þverholt ±±, c/> ±05 Reykjavík Fólk í fréttum Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu Atli Eövaldsson landsliðsþjálfari Atli hefur komiö mikið viö sögu íslenskrar knattspyrnu. Hann átti lengi leikjamet meö íslenska landsliöinu, var fyrirliöi þess, sem og Jóhannes, bróöir hans, geröi KR-inga aö langþráöum íslandsmeisturum í fyrra, eftir þrjátíu og eins árs þiö, og stendur sig vel sem landsliösþjálfari. Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, fylkti sínu liði til sig- urs í landsleik íslands og Norður-ír- lands í gær í undankeppni HM. Starfsferill Atli fæddist í Reykjavík 3.3. 1957 og ólst þar upp. Hann lauk verslun- arprófi frá VÍ 1977, íþróttakennara- prófi frá íþróttakennaraskóla ís- lands 1980, stundaði nám í knatt- spyrnuþjálfun við Þjálfaraskólann í Þýskalandi og lauk þaðan A-stigs prófi í þjálfarafræðum 1993. Atli æfði og keppti í knattspyrnu með yngri flokkum og meistara- flokki Vals til 1980, var atvinnumað- ur í knattspyrnu hjá Borussia Dort- mund í Þýskalandi 1980-81, Fortuna Díisseldorf 1981-85, Bayer Uer- dingen 1985-88, Turu Verbandsliga 1988-89, hjá Genclerbirligi í Ankara í Tyrklandi 1989-90 og keppti meö meistaraflokki KR 1990-93. Atli var þjálfari hjá HK í eitt ár, þjálfari meistaraflokks ÍBV 1995-96, meistaraflokks Fylkis 1997, meistarflokks KR 1997-99, þjálfaði auk þess u-21 árs landsliðið til 1999 og þjálfar A-landsliðið frá 1999. Atli var verslunarmaður hjá Teppaversluninni Kadir hf. 1991, umboðsmaður á íslandi fyrir þýska tryggingarfélagið Alliance og stjóm- arformaður Alliance-söluumboðsins á íslandi sem er fyrsta söluumboð fyrirtækisins utan Þýskalands. Atli varð íslandsmeistari með Val i 4. flokki 1971; íslandsmeistari, haustmeistari og Reykjavíkurmeist- ari með 3. flokki Vals 1973; bikar- meistari með meistaraflokki Vals 1974; íslandsmeistari með 2. flokki Vals 1975 og 1976; innanhússmeist- ari með meistaraflokki Vals 1976; ís- landsmeistari og bikarmeistari 1976; bikarmeistari 1977 og íslandsmeist- ari 1978; íslandsmeistari í blaki meö Ungmennafélagi Laugdæla 1978-79; íslands- og bikarmeistari í blaki með UMFL 1979-80 og Reykjavíkur- og íslandsmeistari innanhúss með Val 1979; bikarmeistari með Val 1988, Reykjavíkurmeistari með KR 1991 og gerði KR-inga að íslands- og bikarmeisturum 1999. Atli lék með A-landsliði íslands í knattspyrnu um árabil, var fyrirliði landsliðsins og átti lengi metið í fjölda landsleikja en hann lék alls sjötíu leiki með landsliðinu. Fjölskylda Kona Atla: Steinunn Guðnadóttir, f. 5.2. 1955, íþróttakennari. Hún er dóttir Guðna Steingrímssonar, f. 7.1. 1931, múrarameistara, og Vilborgar Pétursdóttur, f. 11.2.1932, verslunar- manns. Börn Atla og Steinunnar eru Eg- ill, f. 12.5.1982; Sif, f. 15.7.1985; Sara, f. 2.1. 1991; Emil, f.22.7. 1993. Alsystkini Atla eru Jóhannes, f. 3.9. 1950, fyrrv. fyrirliði A-landsliðs- ins í knattspyrnu, og íþróttakenn- ari, búsettm- í Skotlandi; Anna Jón- ína, f. 15.12.1958, hjúkrunarfræðing- ur, búsett í Hafnarfirði. Hálfbróðir Atla, sammæðra, er Bjarni Jónsson, f. 8.11. 1941, starfs- maður við Sjúkrahús Reykjavíkur. Foreldrar Atla voru Eðvald Hin- riksson, f. í Tartu í Eistlandi 12.7. 1911, d. 27.12. 1994, sjúkraþjálfari, og k.h., Sigríður Bjamadóttir, f. 6.1. 1921, sjúkranuddari. Ætt Eðvald var sonur Hendrik Mikson, lögreglumanns og verslun- armanns í Tartu í Eistlandi, og Önnu Mikson verslunarkonu. Sigriður var dóttir Bjarna, sjó- manns á Hoffelli í Vestmannaeyjum Bjamasonar, b. í Aurgötu undir Eyjafjöllum Jónssonar, b. á Syðri- Steinsmýri Bjamasonar, b. á Fossi á Siðu Jónssonar. Móðir Jóns var Guðný Árnadóttir, b. á Syðri-Steins- mýri Halldórssonar. Móðir Bjarna á Hoffelli var Guðrún, systir Sveins, b. á Rauðafelli. Guðrún var dóttir Arnodds, b. í Hrútafeflskoti undir Eyjafjöllum, Brandssonar, b. í Drangshlíð, Einarssonar. Móðir Arnodds var Margrét Baldursdóttir. Móðir Guðrúnar var Guðrún, dóttir Bjama Tómassonar. Móðir Sigríðar var Jónína, systir Dagrúnar, langömmu Hannesar Hlífars Stefánssonar stórmeistara. Jónina var dóttir Sigurðar, b. á Grjótáreyri í Seyðisfirði, Sveinsson- ar, b. í Mjóanesseli, Vigfússonar, b. í Hallberuhúsum, Þórarinssonar. Móðir Sveins var Þuríður Þórðar- dóttir, b. í Flögu, Hildibrandssonar. Móðir Þuríðar var Sigríður, systir Þorbjargar, langömmu Vilhelmínu, ömmu Alberts Guðmundssonar, knattspymukappa og síðar ráð- herra. Önnur systir Sigríðar var Gyðrún, langamma Bóelar, langömmu Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra, föður Hallgríms, framkvæmdastjóra Árvakurs. Sig- ríður var dóttir Erlends, ættfóður Ásunnarstaðaættar, Bjarnasonar. Móðir Jónínu var Jóhanna Eiriks- dóttir, af sunnlenskum ættum. Sextugur Magnús V. Jónsson vélamaður á Seljanesi Magnús Viggó Jónsson, vélamað- ur að Seljanesi í Reykhólahreppi, er sextugur í dag. Starfsferill Magnús fæddist að Klukkufelli í Reykhólasveit og ólst upp í Reyk- hólasveit. Hann var í barnaskóla á Reykhólum, var á vertíð i Grinda- vík og stundaði vegavinnu. Magnús stundaði búskap á Selja- nesi 1977-97, var jafnframt póstur á Barðaströnd til 1995 og starfrækti verktakafyrirtækið Sumarþór um árabil og átti lengi jarðýtu. Fjölskylda Magnús kvæntist 29.4. 1966 Dag- nýju Stefánsdóttur, f. 3.12. 1946, ráðskonu sem nú starfar við um- önnun aldraðra. Hún er dóttir Stef- áns Guðmundssonar og Ólafar Guð- mundsdóttur. Börn Magnúsar og Dagnýjar eru Stefán Hafþór, f. 30.12. 1964, vakt- maður, búsettur á Seltjarnamesi; Jón Ingi, f. 9.2. 1966, forstjóri í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Björk Gunnarsdótt- ur og eru börn þeirra Jón Björk og Magnús Viggó; Bjarki Þór, f. 27.11. 1972, bú- settur í Reykjavík en kona hans er Eygló Kristjánsdóttir og er dóttir þeirra Dagný; Ágúst Ragnar, f. 21.7. 1975, sendifl, búsettur í Reykjavík en kona hans er Ioulia Khlamova; Jóhann Víffll, f. 4.5. 1982, lagermað- ur, búsettur í Reykjavík. Systkini Magnúsar: Páll Finn- bogi, f. 23.10. 1932, vörubílstjóri á Reykhólum; Jóhann, f. 7.3. 1935, d. 1977; Sveinn, f. 3.6. 1937, vörubíl- stjóri í Reykjavík; Sesselja, f. 21.1. 1944, búsett í Skálatúni; Jón Hjálm- ar, f. 7.4. 1954, húsasmíðameistari í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar voru Jón Óskar Pálsson, f. 10.11. 1909, d. 6.10. 1989, bóndi og landpóstur á Selja- nesi, og k.h., Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 2.8.1916, d. 22.5.1992, húsfreyja. Fertugur Jóhann Þór Ævarsson málari í Bolimgarvík Jóhann Þór Ævarsson málari, Heiðarbrún 1, Bol- ungarvík, er fertugur í dag. Starfsferill Jóhann Þór fæddist að Svarfhóli í Austur-Barða- strandarsýslu en ólst upp á Blönduósi. Hann var í barnaskóla á Blönduósi og lauk þar grunnskólanámi, stund- aði nám við Héraðsskólann á Laug- um i einn vetur, stundaði nám við Iðnskólann á Isafirði, lærði húsa- málun hjá Jóni Gunnarssyni á ísa- firði og lauk sveinsprófl í húsamál- un 1992. Jóhann hefur stundað málaraiðn- ina frá því hann lauk námi. Hann stofnaði eigið fyrirtæki, Málning- arlagerinn, 1987 og hefur starfrækt það í Bolungarvík síðan. Jóhann hefur setið í stjórn Bridgefélags ísafjarðar og var for- seti Bridgesambands Vestfjarða 1995-98. Þá hefur hann setið í íþróttaráði Bolungarvíkur frá 1984. Fjölskylda Jóhann kvæntist 22.11. 1986 Guðrúnu Dagbjörtu Guðmundsdóttur, f. 23.12. 1963, stuðningsfulltrúa. Hún er dóttir Guðmundar H. Kristjánssonar, fyrrv. langferðabílstjóra, og Jónínu Þ. Sveinsbjörns- dóttur húsmóður. Börn Jóhanns og Guð- rúnar Dagbjartar eru Ævar Örn, f. 27.1. 1983, nemi; Hafsteinn Þór, f. 14.10.1990, nemi; Daníel Ari, f. 16.11. 1993, nemi. Systkini Jóhanns eru Svavar Geir Ævarsson, f. 7.10. 1959, sjómaður í Bolungarvík; Helga Sigríður Ævars- dóttir, f. 15.3. 1967, starfsmaður hjá Kaupþingi, búsett í Reykjavík. Foreldrar Jóhanns Þórs eru Æv- ar Rögnvaldsson, f. 26.4. 1938, tré- smíðameistari hjá Særúnu á Blönduósi, og Elín Sólveig Gríms- dóttir, f. 15.10. 1938, kaupkona. Jóhann Þór verður staddur i Portúgal á afmælisdaginn. Merkir Islendingar Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemj- ari fæddist 13. október 1924 á Járngerð- arstöðum í Grindavík, sonur Þorvalds Klemenssonar, útvegsb. á Jámgerðar- stöðum, og k.h., Stefaníu Tómasdóttur húsfreyju. Guðlaugur var bróðir Tómasar Þorvaldssonar, útgerðar- manns í Grindavík. Guðlaugur lauk stúdentsprófl frá MA 1944, viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1950 og var við nám í Bandaríkjunum sem Eisenhower Exchange Fellow. Guðlaugur var blaðamaður og rit- stjóri Fálkans 1946-58, starfaði á Hagstofu íslands 1950-66, var kennari við viðskipta- deild HÍ 1956-67 og prófessor 1960-61. Hann var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu Giliðlaugur Þorvaldsson 1966-67, prófessor við viðskiptadeild HÍ 1967-79, háskólarektor HÍ 1973-79 og var ríkissáttasemjari 1979-94. Þá bauð hann sig fram til forseta 1980 og tapaði þá naumlega fyrir Vigdísi Finnbogadóttur. Guðlaugur sinnti ýmsum trúnaðar- störfum, sat m.a. í Stúdentaráði HÍ, var formaður Félags viðskiptafræð- inga, stjórnarformaður Happdrættis HÍ 1969-79, stjómarformaður Stofnun- ar Áma Magnússonar 1973-79, í stjóm Vísindasjóðs 1975-78, í stjóm Norræna hússins 1978-90 og formaður í átta ár, formaður Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins og í stjóm Norræna félagsins á íslandi 1985-91. Guðlaugur lést 25. mars 1996. Siguröur Einarsson, Greniteig 9, Kefla- vík, verður jarðsunglnn frá Keflavíkur- kirkju föstud. 13.10. kl. 14.00. Anna Bára Siguröardóttir, Efstaleiti 81, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavík- urkirkju föstud. 13.10. kl. 16.00. Bára Sigfúsdóttir, Bjargi viö Mývatn, verður jarðsungin frá Reykjahlíðarkirkju föstud. 20.10. kl. 15.00. Magnús Stefánsson verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstud. 13.10. kl. 13.30. Sigríður Bogadóttir frá Flatey á Breiða- firöi verður jarðsungin frá Laugarnes- kirkju föstud. 13.10. kl. 13.30. Bjarni Guöbjörnsson, fyrrv. yfirvélstjóri á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmunds- syni, Byggðarholti 31, Mosfellsbæ, verð- ur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstud. 13.10. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.