Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 24
28 Tilvera FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 I>V 1 í f i ö Frumsýning á Vitleysingunum í kvöld verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu nýtt verk eftir Ólaf Hauk Símonarson sem heitir Vitleysingamir. Leik- ritið er svört kómísk sýn á nú- tímasamfélagið; hraða þess og Firringu. Munu margir án efa þekkja til þeirra persóna sem þar sýna á sér hinar athyglis- verðustu hliðar. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Aðalhlutverk: María Ellingsen, Gunnar Helga- son, Björk Jakobsdóttir, Dofri Hermannsson, Erling Jóhannes- son, Jóhanna Jónas og Halla Margrét Jóhannesdóttir. Leikhús ■ HAALOFT I KAFFILEIKHUSINU Háaloft er einleikur um konu með geöhvarfasýki eftir Völu Þórsdóttur. Hátíöarsýning í kvöld í tilefni alþjóð- lega geöheilbrigöisdagsins. Sýningin hefst kl. 21.00 í Kaffileikhúsinu í Hlaövarpanum. ■ KYSSTU MIG KATA Stórsýning í Borgarleikhúsinu kl. 19 í kvöld. ■ SHOPPING AND FUCKING Shopping and Fucking í Kvikmynda- verinu í kvöld kl. 20.30. ■ SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG í kvöld kl. 20 í Loft- kastalanum. G- og H-kort, örfá sæti laus. Opnanir ■ HLÁTURGAS 2000 hefst í dag í Heilbrigöisstofnun Suöurnesja í Reykjanesbæ. Hláturgas kemur í framhaldi af sýningunni Lífæöar sem sett var upp á ellefu sjúkrahúsum hringinn í kringum landiö áriö 1999 af íslensku menningarsamsteypunni ART.IS en hún samanstóð af verk- um eftir nafnkunna myndlistarmenn og Ijóðskáld. ■ ÁTRÚ NAÐARGOÐH) Hrund Jóhannesdóttir, nemi,á 2. ári í skúlptúrdeild Listaháskóla íslands, opnar sýningu í Gallerí Nema hvaö í kvöld kl. 20. Sýningin heitir „Átrún- löargoöiö" og fjallar um dýrkun og allt þaö sem tilheyrir frægu og rekktu fólki. Fundír ■ HUGVISINDAÞING I HASKOLA ÍSLANDS 13. og 14. október veröur haldið í þriöja sinn Hugvísindaþing í Há- skóla íslands. Þingiö er ætlaö öllum áhugamönnum um húmanísk fræöi. Málstefna Sagnfræöingafélags ís- lands og minningarfyrirlestur Jóns Sigurössonar veröa nú hluti af dag- skrá Hugvísindaþings. Málstefna sagnfræöinga fjallar aö þessu sinni um póstmódernisma og ber yfir- skriftina Póstmódernismi - hvaö nú? Þingiö hefst kl. 13.00 í dag í Hátíöarsal Háskóla íslands. Þar munu tala: Geir Svansson, Sigrún Siguröardóttir, Ingólfur Á. Jóhannes- son, Kristján Kristjánsson og Sölvi Sogner. Kl. 20.00 mun Sigrún Svav- arsdóttir halda erindi sem byggt er á kenningu um skynsemi sem á rót sína aö rekja til Davids Humes. ■ KYNNINGARFUNDUR HJÁ TÆKF FÆRI HF. Tækifæri hf., fjárfestingarsjóður í vörslu íslenskra verðbréfa, heldur kynningarfund í Lóni, Hrísalundi la á Akureyri. Á fundinum veröur fariö yfir starfsemi Tækifæris, viötökur sem sjóöurinn hefur fengið og yfirlit þeirra verkefna sem borist hafa. Fundurinn er öllum opinr. og hefst kl. 14. Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is Hratt og bítandi - skemmtikvöld fyrir sælkera í Hlaðvarpanum á sunnudag: Fyrir augu, eyni og lauka Á sunnudaginn verður frumsýnd dagskráin Hratt og bítandi - skemmtikvöld fyrir sælkera í KafFi- leikhúsinu. Dagskráin er unnin upp úr fjölbreyttu höfundarverki Jó- hönnu Sveinsdóttur og boðið verður upp á ljúffenga rétti úr matreiðslu- bók eftir Jóhönnu en hana þekktu margir undir nafninu Matkrákan. Matreiðslubókin er lista- verk Þegar Jóhanna lést fyrir fimm árum lét hún eftir sig handrit að matreiðslubók en hún skrifaði lengi matardálka í blöðum undir heitinu Matkrákan og hafði áður gefið út matreiðslubók fyrir u.þ.b. 20 árum. „Mér fannst við verða að gera eitt- hvað sérstakt í tilefni af útkomu bókarinnar, til að undirstrika að þetta eru ekki bara uppskriftir, text- inn er svo frábær, frásagnir, matar- tengdar sögur og matarheimspeki," segir Álfheiður Hanna Friðriksdótt- ir, dóttir Jóhönnu, sem er umsjón- armaður dagskrárinnar. Bókin er mikið listaverk en Álf- heiður Hanna fékk til liðs við sig tvær vinkonur sínar, Ólöfu Bimu Garðarsdóttur hönnuð og Áslaugu Snorradóttur Ijósmyndara. „Saman kokkuðum við upp úr þessu ævin- týralega hráefni þessa bók og kom- um henni í þann búning sem okkur fannst hæfa,“ segir Álfheiður Hanna. Úgefandi bókarinnar er Gísli Már Gíslason í Ormstungu sem að sögn Álfheiðar Hönnu var „alveg frábær“ og gaf þeim stöllum mikið svigrúm við hönnun bókar- innar. Bíógagnrýni Gurra Arndís Egilsdóttir veltir vöngum og pakkar niöur í hlutverki sínu í einþáttungnum. DV-MYNDIR TEITUR Ekki bara uppskriftir Álfheiöur Hanna Friöriks- dóttir í sjöunda himni með fyrsta eintak matreiöstu- bókarinnar glæsiiegu. Skemmtikvöld fyrir sælkera Dagskráin er búin tU í kringum bókina. Eldaðir verða fjórir réttir upp úr henni og milli rétta spjailar Álfheiður Hanna við gestina og kynnir réttina. Fluttur verður einþáttur- Sam-bíöin - U-571; ★ ★* íslendingur og Færeyingur Þröstur Leó Gunnarsson ásamt hinum afar þögla Færeyingi sem leikur á móti honum. inn Quasi una fantasia - fyrir karl, konu, píanóleikara og Færeying (má vera uppstoppaður), Álfheiður Hanna flytur lag við ljóð eftir Jóhönnu, leik- lesinn er kafli úr matreiðslubókinni og nefnist sá dagskrárliður (Fjöl)ómett- andi ást - bmgðið upp myndum mat- rænnar ástsýki a la Jóhanna. Kokkur- inn verður einnig með uppistand og er þá ekki aUt talið. Hægt er að lofa fjölbreyttri og góm- sætri dagskrá og mun andi Jóhönnu, sem margir þekktu sem hugmynda- rika, skemmtilega og' glæsilega konu, svífa yfir vötnum. -ss Hugdirfska í undirdjúpum Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Matthew McConaughey og Harvey Keitel. Kafbátaforingjar sem fara í dirfskuför tit aö hafa uppi á dulmálslykli. Breakdown, sem Jonathan Mostow leikstýrði fyrir þremur árum, kom á óvart, var skemmtileg og góð spennumynd og var undra- vert hvað Mostow gat gert þétta kvikmynd úr margþvældu efni. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að hann skuli ná upp sömu spennu og þéttleika í U-571 sem er mun stærri um sig. Það sem aftur á móti kemur á óvart er hversu Mostow lætur hanka sig á mótsögn- um sem eru stundum mjög áberandi og skemma fyrir. Má þar nefna kaf- bát sem í byrjun er nánast flak sem btður eftir hjálp, en er um miðja mynd farinn að setja met í djúpköf- un, og lítill tundurspillir sem búinn er að losa sig við eitthvað um hund- rað djúpsprengjur springur samt upp eins og sprengjuverksmiðja við að fá á sig eitt tundurskeyti frá kaf- bát sem er stjómlaus. Þetta ásamt fleiri mótsögnum sem finna má í handriti myndarinnar og sú stað- reynd að um mikla sögufolsun er að ræða, sem að visu er leiörétt í texta í lok myndarinnar, þá er ekki laust við að setja verði einhverja mínusa við U-571. Ef aftur á móti er litið fram hjá þessum hnökrum og myndin og sag- an tekin án hugleiðinga um mót- sagnir og sannleiksgildi þá er U-571 fln spennumynd sem stundum myndar rafmagnað andrúmsloft, sérstaklega þegar um lif og dauða er aö tefla um borð í kafbátnum sem nánast er umkringdur djúpsprengj- um. Og að því leytinu til er það að- eins hin magnaða Das Boot sem hef- ur á að skipa betri atriðum. í U-571 eru dregnar mjög skýrar línur á milli vinar og óvinar. Við sjáum í fyrstu þýskan kafbát skjóta niður flutningaskip bandamanna. Þegar sá kafbátur verður fyrir djúp- sprengju og á í erflleikum er banda- rískur kafbátur sendur í dirfskuferð til að ná þýska kafbátnum á sitt vald. Ástæðan er að innanborðs er dulmálsvél sem bandamenn vilja ná á sitt vald án þess að Þjóðverjar uppgötvi það. Sú for endar með ósköpum. Þeir sem eftir lifa ná und- ir sig þýska kafbátnum og í síðari hluta myndarinnar fylgjumst við að mestu með baráttu kafbátsins við þýska tundurspiilinn. Þjóðverjarnir eru mjög vondir í þessari mynd og eru oftast kallaðir nasistar. Til að koma mannvonsku þeirra til skila eru þeir meöal annars látnir skjóta niður varnarlausan björgunarbát, fullan af fólki, með þeim orðum kaf- bátsforingjans aö „foringinn" hafi skipað að ekki ætti að taka neina fanga og síðar þegar bandarísku hetjurnar bjarga sama kafbátsfor- ingja frá drukknun reynir hann tvisvar að launa björgunarmönnum sínum með því að leiða þá í dauð- ann. Leikur er góður í myndinni, sér- staklega hjá Matthew McConaug- hey, sem leikur liðsforingja sem ekki hafði verið treyst fyrir kafbáti, en tekur við stjórninni þegar skip- stjórinn deyr. Conaughey gerir vel þegar hann þarf að taka ákvarðanir sem skipta máli eftir að áhafnar- meðlimir hafa misst trúna á honum. Hilmar Karlsson Leikstjóri: Jonathan Mostow. Handrít: Jonathan Mostow, Sam Montgomery og David Ayer. Kvikmyndataka: Oliver Wood, Tónlist: Richard Marvin. Aöalleikarar: Matthew McConaughey, Harvey Keitel, Jon Bon Jovi og Bill Paxton.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.