Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 I>V Fréttir Landsþing um slysavarnir: Samræmd slysaskráning tekin upp á næsta ári Slysavamaráð stóð fyrir Lands- þingi um slysavarnir síðastliðinn föstudag á Hótel Sögu. Meðal mála sem voru til umræðu á þinginu var samrænd skráning á slysum sem taka á upp hér á landi. Helgi Þór Ingason, verkefnisstjóri Slysaskrár íslands, kynnti verkefnið á þinginu. Að sögn Helga er um að ræða sam- ræmdan gagnabanka þar sem öll slys á fólki verða skráð sem og tjón á bifreiðum. Stefnt er að því að hefja skráningu í mars á næsta ári en hún mun takmarkast við höfuð- borgarsvæðið fyrst um sinn en von- ast er til að verkefnið muni ná til alls landsins síðar meira. „Þetta opnar nýja möguleika til að bera saman og rannsaka tíðni slysa og í framtíðinni er vonin að þetta muni leiða til þess að slysum fækki hér á landi,“ segir Helgi Þór. Þær stofnan- ir sem taka munu þátt fyrst um sinn DV-MYND ÞOK Frá Landsþingi Slysavarnaráðs um slysavarnir á Hótel Sögu. Innköllun vegna rafvæðingar hlutabréfa Mánudaginn 16. október 2000 verða hlutabréf Íslandsbanka-FBA hf. skráð rafrænt hjá Verðbréfaskráningu íslands. Vegna rafvæðingarinnar eru hlutabréf í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og íslandsbanka hf. hér með innkölluð í samræmi við ákvæði laga um rafvæðingu hlutabréfa og rafræna eignarskráningu réttinda yfir þeim hjá Verðbréfaskráningu (slands hf. Engin hlutabréf hafa enn verið gefin út í sameinuðum banka Islandsbanka-FBA hf. og munu þau ekki verða gefin út í pappírsformi heldur skráð rafrænt. Hluthöfum hafa verið send yfirlit yfir hlutafjáreign sína og gefst kostur á að koma á framfæri athugasemdum um skráningu réttinda í hlutaskránni, ef við á, innan þriggja mánaða. Allir eigendur hlutabréfa bankans eru hvattirtil að ganga úr skugga um að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Íslandsbanka-FBA hf. samkvæmt ofangreindu yfirliti. Aðrir sem eiga takmörkuð réttindi í ofangreindum hlutabréfum, s.s. veðréttindi, eru jafnframt hvattirtil að koma þeim á framfæri innan þriggja mánaða við fullgilda reikningsstofnun sem hefur gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf. Athygli hluthafa er vakin á því að hlutabréfin verða ógilt sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á því að þessi ferill hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með bréf sín í félaginu. Nánari upplýsingar um rafræna skráningu hlutabréfa er að finna á www.vib.is,www.ergo.is og www.islandsbankifba.is, eða hjá símaþjónustu (slandsbanka-FBA í síma 5 75 75 75. Hluthafaskrá Íslandsbanka-FBA hf. veitir upplýsingar um hlutafjáreign og svarar spurningum í síma 560 8000. ÍSLANDSBANKIFBA eru Landspítalinn í Fossvogi, Tryggingastofnun, Vinnueftirlitið og lögreglan. Á þinginu var einnig rætt um um- ferðarslys og slys í frítíma. Fram koma að umferðarslys kosta samfé- lagið á bilinu 12 til 17 milljarða á hverju ári. Meðal þeirra sem héldu erindi Um umferðarslys var Sigurður Guðmundsson landlæknir sem ræddi um aðgerðir í umferðinni. Hann telur það ekki rétta leið að hækka bílprófs- aldurinn, með því sé aðeins verið að fresta vandanum. Sigurður telur betra að hafa reglulega endurnýjun á ökuleyfum áhættuhópa og einnig þurfi að framfylgja betur ákvæðum um að ólöglegt sé að veita lyfjafíklum ökuleyfl. Hann benti einnig á hvort ekki væri rétt að útvíkka reglur um bílbelti, t.d. í langferðabifreiðum og strætisvögnum, þannig væri mögu- lega hægt að koma skilaboðum tO samfélagsins. Mikilvægt væri að halda áfram fræðslu um umferðarmál og að ökumenn tækju meiri ábyrgð á hegðun sinni í umferðinni. Símon Sigvaldason, formaður rannsóknarnefndar umferðarslysa, kynnti niðurstöður um umferðarslys það sem af er árinu en alls hafa 23 látist á árinu sem er nokkuð yflr meðaltali. í flestum tilfellum er um ungt fólk að ræða en einnig er stór hluti þeirra 65 ára og eldri. Símon telur að einnig verði að gera eitthvað til að draga úr umferðarslysum hjá þeim aldurshópi. Að hans mati þarf einnig að skoða betur fleiri bak- grunnsþætti þegar umferðarslys eru rannsökuð og þá sérstaklega andlega þáttinn hjá ökumönnum. Rannsókn- arnefndin hefur ákveðið að taka þátt í fjölþjóðlegri könnun sem gera á í framhaldsskólum, meðal annars til að fá betri vitneskju um bakgrunns- þættina. -MA Óheppileg myndbirting: Jói Fel. bakar ekki vandræði Með frétt hér í blaðinu í gær um al- þjóðlega bakara- ráðstefnu sem haldin var í Þýskalandi á dög- unum og endaði með því að ís- lenskur ráðstefnu- gestur var hand- tekinn á flugvell- inum í Frankfurt, birtist mynd af bakarameistaranum Jóa Fel. sem sótti umrædda ráðstefnu ásamt 80 öðrum íslendingum. Tekið skal fram að Jói Fel. bakaði ekki vandræði á sýning- unni heldur tjáði sig einvörðungu um sýninguna sem slíka í fréttinni. Norsku kýrnar: Leiðrétting Vegna tæknilegra mistaka í vinnslu er nauðsynlegt að koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingum við viðtal við Snorra Sigurðsson, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda, í DV í gær um flutninga á fósturvisum úr norskum kúm hingað til lands. Þar átti að standa, að erfðaefni hefði verið flutt til Hríseyjar um langt skeið. í þeim efnum hefði aldrei neitt komið upp. Þá sagði Snorri að vegna tilgátu um aukna hættu á sykursýki sam- fara innflutningnum væri hægt að kanna foreldra fósturvísa. Ekki yrðu fluttir inn fósturvísar nema þeirra foreldra sem væru lausir við þann erfðavísi sem sumir teldu valda sykursýki. Viðkomandi eru beönir velvirð- tngar á mistökunum. Sandkorn Hfe Umsjón: Hördur Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Aðalsteinn sviðakjammi? Verkalýðs- kempan Hall- dór Bjömsson var næsta ör- uggur í umræð- unni um for- mannssæti í nýstofnuðu i Starfsgreina- ! sambandi ís- lands. Þó var gælt við að Aðalsteinn Ámi Bald- ursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og Alþýðusambands Norðurlands, gæti kitlað hann eitt- hvað ef hann færi fram. Niðurstað- an varð þó sú að bjóða honum stöðu „sviðstjóra". Sviðamessur virðast nú tröllríða jafnt sveitarfé- lögum sem fyrirtækjum og stofnun- um launafólks. Eru sviðamessur þessar gjaman kenndar við Krist- ján Þór Júlíusson sem tók þetta upp í bæjarstjóratíð sinni á Isafirði og kostaði það miklar deilur. Voru sviðstjóramir þá gjaman nefndir sviðakjammar... Ráðherra snýr heim Á næstu vik- um flytur Bene- dikte Thor- steinsson bú ferlum frá Grænlandi til íslands ásamt manni sínum Guðmundi Thorsteins- son. Benedikte var um nokkurra ára skeið félags- málaráðherra í grænlensku ríkis- stjóminni en síðustu tvö áriif stjórnaði hún landafundaafmæli með glæsibrag. Benedikte og Guð: mundur bjuggu á íslandi um margra ára skeið og hafa nú ákveð- ið að snúa aftur. Ekki er vitað hvað hún hyggst taka sér fyrir hendur en líklegt er að hún hefji nám í viðskiptafræðum við Há- skóla íslands. Benedikte lýsti því í samtali við DV í sumar að hún gæti hugsað sér að verða sendi- herra á íslandi en ekki er vitað hvemig það mál stendur... Góð íslenskukunnátta í könnun sem Gallup lét gera á meðal nýbúa kom fram að 85% þeirra vilja I að íslensku- J kennsla verði skyldunám í þeirra hópi. ! Einn ágætur góðkunningi Sandkorns, sem nú tiiheyrir þeim fámenna hópi íslend- inga sem vaknar til vinnu á sama tíma og nýbúar, er daglega sam- ferða mörgum slíkum í strætó. Yf- irgnæfir þá kliður asískra og aust- ur-evrópskra tungumála æpandi þögn dauösyfjaðra íslendinga. í vikunni bar svo við að nýbúi af taílenskum uppruna var að tala i farsímann sinn. Rak Sandkornsgóð- kunningi þá upp stór eyru og gat ekki annað heyrt en að nýbúinn talaði reiprennandi íslensku. Hann sagði hátt og skýrt í símann: Halló, - já, já, kókakóla... Afi er bestur! Hjálmai' Jónsson alþing- ismaður hefur símsvara á GSM-símanum sínum eins og fjöldi annarra íslendinga. Þyk- ir þetta mikið þarfaþing og tekur það ómak af símeigendum að svara fólk: það vill af einhverjum ásta alls ekki tala við. Mismui gáfulegar kveðjur eru á simsv' um en símsvarinn hans Hjál er þó örugglega einn sá innile sem um getur. Þar segir ung barnabarns Hjálmars hægt c ugglega: „Afi minn er besti maður í hein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.