Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 3 Saddam Hussein Taliö er aö íraksforseti kunni aö notfæra sér ástandið í Miöausturlöndum Óttast íhlutun íraska hersins Bandaríkjamenn óttast nú að írakar kunni að blanda sér í deilur Palestínumanna og ísraela. William Cohen, vamarmálaráðherra Banda- ríkjanna, telur þó ekki að vænta megi hótana frá Saddam Hussein íraksforseta. Til að tryggja að Saddam feli ekki tilraunir til að notfæra sér ástandið í Miðausturlöndum með heræflng- um er vel fylgst með íraska hemum, að sögn Cohens. Haft er eftir heimildarmanni inn- an bandaríska hersins að írösk her- deild, með 15 þúsund sérsveitar- mönnum, hafi sést flytja sig um set. Jemen: Her Múhameðs á bak við árásina Leiðtogi múslíma, Omar Bakri, sem er í útlegð í London, sagði í gær að samtökin Her Múhameðs hefðu lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásinni á bandaríska tundurspillinn í Aden í Jemen á fimmtudaginn og breska sendiráðið í Sanaa í Jemen í gær. Talsmaður samtakanna hótaði fleiri árásum gegn sendiráðum Breta og Bandaríkjamanna. Fleiri samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á tundurspillinn. í gær komu um 100 sérfræðingar bandarísku alríkislög- reglunnar til Aden vegna rannsókn- ar á sprengjuárásinni. Öllum her- skipum Bandaríkjanna á svæðinu hefur verið skipað að sigla á haf út. Forseti Júgóslavíu Stuðningsmenn Kostunica náöu samkomulagi viö Milosevic. Serbía: Þingkosningar á aðfangadag Stuöningsmenn nýkjörins forseta Júgóslavíu, Vojislavs Kostunica, greindu frá því i gær að samkomu- lag hefði náðst við Slobodan Milos- evic, fyrrverandi forseta, og flokk hans um að halda þingkosningar í Serbíu 24. desember næstkomandi. Umbótasinnar sögðu einnig sam- komulag hafa náðst um myndun bráðabirgðastjómar sem færi með völd þar til kosiö yrði í desember. Áður hafði flokkur Milosevics lýst því yfir að hann ætlaði að halda áfram að stjóma. Átök ísraela og Palestínumanna: Aukinn þrýstingur á Bandaríkjaforseta Bandaríkjamenn tilkynntu i gær að þeir settu ekki nein skilyrði fyr- ir leiðtogafundi um Miðausturlönd. Áður höfðu þeir krafist þess að Isra- elar og Palestínumenn myndu binda enda á átök sín sem staðið hafa yfir i tvær vikur. Stjómmálaskýrendur segja að Bill Clinton sé farinn að óttast að hann fái neikvæð eftirmæli vegna átakanna. Hann hafi eftir öllu að dæma gefið upp vonina um frið. Takmarkið sé aðeins núna að binda skjótt enda á ofbeldið í Miðaustur- löndum til þess að hann verði ekki álitinn algerlega misheppnaður for- seti. Heima fyrir hefur verið aukinn þrýstingur á Clinton að taka greini- legar afstöðu með ísraelum. En þrátt fyrir jákvæða afstöðu banda- rísks almennings i garð ísraela rík- ir þó skilningur á því að forsetinn verði að reyna að vera hlutlaus sáttasemjari. Annars sé hætta á Mikill fögnuður braust út í Suð- ur-Kóreu í gær við fregnina um að forseti landsins, Kim Dae-Jung, hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels í ár. Fólk streymdi út á götur og torg og flugeldum var skotið á loft. For- setinn kvaðst vilja deila verðlaun- unum með öllum sem fært hefðu fómir fyrir frið og lýðræði. Kim Dae-Jung, sem hlaut friðar- verðlaunin fyrir að stuðla að bætt- um samskiptum S- og N-Kóreu, var i áratugi einn helsti andófsmaður S- Kóreu. Hann hefur verið kallaður Nelson Mandela Asíu. Á sjöunda áratugnum var hann leiðtogi lýð- ræðisflokks S-Kóreu. Hann var mik- ill ræðumaður og hreif með sér hundruð þúsunda á mótmælafund- um gegn herstjóm landsins. Árið 1971 varð Kim Dae-Jung for- • auknu hátri í garð Bandaríkja- manna í Miðausturlöndum og verri samskiptum við arabaheiminn. Það kann að reynast hættulegt þegar verð á bensíni og olíu heldur áfram að hækka auk þess sem kosningar eru í nánd. Á meðan Bill Clinton undirbjó í gær fund með leiðtogum ísraela og Palestínumanna komu leiðtogar að- ildarríkja Evrópusambandsins sér saman um yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu til þess að blóðbaðið yrði stöðvað. ísraelska lögreglan var með gífur- legan viðbúnað um hádegisbil í gær þegar fóstudagsbænir hófust á Musterishæðinni í Jerúsalem. Bannaði lögreglan múslímum undir 45 ára aldri að koma til bænahalds. Það var því tiltölulega rólegt við Musterishæðina en átök brutust út viða annars staðar þegar þúsundir Palestínumanna efndu til mótmæla á Vesturbakkanum. Að minnsta Klm Dae-Jung Friðarverðlaunahafinn hefur verið kallaöur Mandela Asíu. kosti 44 Palestínumenn voru sagðir hafa særst í gær. Við gröf Rakelar í Betlehem særð- ust um 15 unglingar sem kastað höfðu grjóti að ísraelskum her- mönnum sem gæta grafarinnar. í Hebron var skotið að Palestínu- mönnum sem köstuðu grjóti. Einn Palestínumaður var skotinn til bana í Hebron og 12 særðir. í Ramallah kom til skotbardaga í útjaðri borgarinnar milli ísraela og palestinskra lögreglumanna. Palest- ínumenn efndu til mótmælagöngu að bækistöð israelskra hermanna eftir bænahald. Þar særðust að minnsta kosti 4 Palestínumenn. Átök brutust einnig út á Gazasvæðinu i gær. Þar kveiktu Palestínumenn í hóteli, verslunum og heimili kristins manns sem þeir sögðu hafa selt áfengi. Víða um heim efndu Palestínumenn til mótmæla gegn ofbeldi ísraela í gær. setaframbjóðandi flokks síns. Hann tapaði með litlum mun og fór í út- legð til Japans og Bandarikjanna. S- kóreskum leyniþjónustumönnum tókst samt að ræna honum á hótel- herbergi og við lá að hann væri tek- inn af lífi. Kim Dae-Jung slapp með 5 ára fangelsi. Árið 1980 var hann dæmdur til dauða en dómnum var breytt í lífstíðarfangelsi. Fangelsis- dómurinn var ógiltur ári seinna en Kim fór í útlegð á ný. Þremur árum seinna sneri hann heim og stofnaði nýjan flokk 1987. Eftir að hafa tapað tvisvar i forsetakosningum tók hann þátt í alþjóðlegri starfsemi og stofnaði eigin friðarsjóö. Kim Dae-Jung, sem er orðinn 74 ára, stofnaði enn á ný stjómmála- flokk og sigraði í forsetakosningun- um 1998. Bjargaði lífi fyrirsætu Karl Gústaf Svía- konungur bjargaði lífi kínverskrar fyr- irsætu sem hann fann léttklædda í snjóskafli er hann var á kvöldgöngu með hundinn sinn. Þetta kemur fram i bók Jans Mártensons, fyrrverandi starfsmanns Svíakonungs. Atburð- urinn átti sér stað um jól á miðjum áttunda áratugnum. Konungurinn hafði haldið upp á jólin hjá systur sinni utan við Stokkhólm og fyrir- sætan hjá vinum sínum skammt frá. Stúlkan hafði farið út til að fá sér ferskt loft. Einrækta dóttur sína Bandarísk hjón hafa greitt trúfé- laginu Rael um 40 milljónir króna fyrir að einrækta dóttur þeirra. Dóttirin lést þegar hún var 10 mán- aða. Foreldrarnir geymdu frumur úr baminu. Grunur um leka Tíu dögum áður en tilkynnt var að Gao Xingjian hefði fengið bók- menntaverðlaun Nóbels fékk forlag- ið Forum í Svíþjóð bréf frá keppi- naut sínum Atlantis með tilkynn- ingu um að Gao hefði skipt um for- lag. Vangaveltur eru nú um leka I sænsku akademíunni. Útgefandinn hjá Atlantis er vinur margra félaga akademíunnar. Hann kveðst ekkert hafa vitað fyrirfram. Ekkert neyðarástand Joseph Estrada, forseti Filippseyja, sagðist í gær ekki hafa í hyggju að lýsa yfir neyðará- standi vegna krafna um að hann segði af sér. Forsetinn er sakaður um tengsl við spilavítiskónga. Spenna ríkti í Manila í gær vegna fregna um yfir- vofandi neyðarástand. Sjálfsvíg við handtöku Bosníuserbinn Janko Janjic, sem var eftirlýstur stríðsglæpamaður, svipti sig lífi aðfaranótt föstudags er friðargæsluliðar reyndu að hand- taka hann. Kúbumenn refsa Gore Sigri George Bush, forsetafram- bjóðandi repúblik- ana í Bandaríkjun- um, A1 Gore, fram- bjóðanda demókrata, í Flór- ída í næsta mánuði getur hann þakkað kúbverskum útlögum sigurinn. Stjórnmálaskýrendur segja Kúbu- menn reiða vegna heimferðar Eli- ans Gonzalez. Fær ekki Díönuskjöl Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjun- um vísaði í gær á bug kröfu Mo- hameds Fayeds um aðgang að skjöl- um bandarísku leyniþjónustunnar um bílslysið í París er Díana prinsessa lést. Hillary með forskot Hillary Clinton, sem sækist eftir öldungadeildarþingsæti fyrir New York, nýtur fylgis 48 prósenta kjós- enda en keppinautur hennar, Rick Lazio, 44 prósenta. Bænahald undir lögreglueftirliti Israelska lögreglan bannaöi múslímum undir 45 ára aldri aö koma til bænahalds á Musterishæöinni í Jerúsalem. Tiltölulega rólegt var í Jerúsalem í gær en til átaka kom víða annars staöar. Friðarverðlaunahafinn var dæmdur til dauða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.