Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 I>V Skoðun DV-MYND -RT Þar sem sigrihrósandi konan mátaði buxur, kjóla og blússur sat maður hennar í lægsta þrepi stigans og hugsaði um asna. Myndin tengist ekki efni pistilsins. Tvær fiðlur og ein til vara „Ég ætla að fá fiðlu,“ sagði konan við afgreiðslumanninn og benti upp í efstu hilluna. Hópur íslendinga var staddur í ótil- greindu landi, sunnarlega í Evrópu. Markmið ferðarinnar var fyrst og fremst að fólk ætlaði að teyga í sig menningarstrauma á slóðum þar sem andi sögunnar sveif yfir hverjum stokk og hverjum steini. Allir voru sammála því í upphafi að ferðin væri ekki farin í því skyni að versla. Á fimmta degi heimsótti fólkið miðalda- kirkju og hlýddi á fyrirlestur um sögu hennar. Hópurinn var að mestu pör og hjón á miðjum aldri voru í miklum meiri- hluta. Finna mátti í hópnum einstak- linga úr flestum starfsstéttum. Þar var pípari, bifvélavirki, tveir skip- stjórar, ógrynni af þroskaþjálfum, elli- lífeyrisþegar, blaðamaður og einn handrukkari, auk fleiri fulltrúa ís- lensks atvinnulifs. Skammt frá kirkjunni var hljóð- færaverslun þar sem á boðstólum voru hljóðfæri af ýmsum gerðum. Þegar heimsókninni í kirkjuna lauk sprungu einhverjir á limminu og hluti hópsins tók á rás inn í hljóð- færabúðina. Tvennt var við afgreiðslu í versluninni. Þau sátu yfirveguð og sötruðu te þegar þegar innrásin frá ís- landi hófst en hrukku umsvifalaust á fætur svo skvettist úr tebollunum. Allir áttu erindi i búðina, enda var tónlistarfólk í tlestum fjölskyldum eða þá að fólk þekkti einhverja sem fet- uðu þá braut. Flauta fyrir Stínu Eiginkona handrukkarans átti kunningjakonu heima sem átti son sem íhugaði að læra á flautu. „Það er ábyggilega tombóluverð á blokkflaut- um héma,“ sagði hún lafmóð á hlaup- unum frá kirkjunni í búðina. „Ég kaupi flautu fyrir Stjána litla. Sá held ég verði glaður," sagði hún með andköfum við stallsystur sína sem virtist ætla að skipta með henni bronsverðlaunum í 100 metra hlaup- inu úr kirkjunni í verslunina. „Já, dóttir mín er að byrja í fiðlu- námi. Ég væri ekki með fullum mjalla aö sleppa því tækifæri að kaupa handa stelpunni hræódýra fiðlu,“ sagði hún um leið og þær svifu inn í búðina á 15 kílómetra hraða. Fiðlukonan kom strax auga á kosta- grip í efstu hillunni og náði umsvifa- laust augnsambandi við annan af- greiðslumanninn sem skjálfhentur en einbeittur reyndi að lægja öldurnar í tebollanum. Þar sem hann rétti kon- unni fiðluna lýsti hún yfir kaupum á gripnum en spurði síðan um verð. Ásjóna hennar ljómaði þegar af- greiðslumaðurinn benti á verðmið- ann. „Verðið er stórkostlegt," æpti hún yfir þvera verslunina. Svo benti hún aftur upp í hilluna og bað um tvær í viðbót. „Stelpan þarf að hafa eina fiðlu heima og aðra til að æfa sig- í strætó á leiðinni í tónlistarmálið. Svo verður hún að hafa eina til vara,“ sagði hún við blokkflautukonuna sem þegar hafði fest kaup á tveimur flaut- um. „Stína þarf bara eina og aðra til vara,“ sagði hún i þeim tón að greina mátti að hún hugleiddi hvort þörf væri á þriðju flautunni. Hillur verslunarinnar tæmdust óðum og fiðlur, gítarar, flautur og einn kontrabassi skiptu um eigendur. Augu hinna kaupglöðu báru þess merki að þeir voru ekki lengur með fullum sönsum. Sjáöldrin víkkuðu út og starandi augnaráð var staðfesting þess að þeir væru í sérstöku andlegu jafnvægi sem gjaman er kennt við kaupæði. Nokkrir karlanna í hópnum voru ókátir með að fórna menningar- þætti ferðarinnar fyrir þá geggjun sem þeir töldu fylgja verslunarferð. Á óformlegum fundi sammæltust þeir um að grípa til andófs. Blaðamaður- inn og bifvélavirkinn höfðu sig mest í frammi og handrukkarinn kreppti hnefana og kinkaði ákafl kolli. Þeim þótti einsýnt að forin í hljóðfæraversl- unina væri aðeins upphaf enn fleiri verslunarferða. Og það kom á daginn. Skipulagðar ferðir í listasöfn, gall- erí miðaldakastala, féllu niður næstu dagana vegna ónógrar þátttöku. Fólk dró upp minnismiða að heiman þar sem óskir bamanna vora skráðar með klossuðum prentstöfum. Þar var af nógu að taka og ljóst að ekki veitti af tímanum til að tæma óskalistana. Handrukkarinn og kona hans gerðu dauðaleit að Barbieklósetti fyrir yngsta barnið heima. Sú leit varð ár- angurslaus, enda Barbie óþekkt fyrir- bæri í landinu og í raun álíka fráleitt eins og að panta hrútspunga á veit- Hann fann hvernig hugs- un hans varð óskýr og augu hans galopnuðust án þess að sjálfur hefði hann neina stjórn á ástandinu. Sem í móðu laust þeirri hugsun niður að hann vœri orðinn kaupóður og síðan varð allt svart. ingahúsi. „Er ekki nóg komið af bruðli?“ spurði bifvélavirkinn þungur á brún þar sem þau hjónin stóðu inni í miðri kvenfataverslun. Minnugur þess að þrjár fiðlur biðu þess heima á hóteli að verða fluttar til íslands í yf- irvigt ákvað hann að stíga á brems- una. Sjö asnar Eiginkona hans í fjölda ára horfði á hann með nístandi augnaráði og sagði glórulaust að vera innan um sam- kvæmiskjóla, sem kostuðu helming af hálfvirði, án þess að skoða að minnsta kosti vöruna. Þá minnti hún hann á Ítalíuferð nokkrum áram áður þar sem hann hafði misst sig í leikfanga- verslun sem seldi notað og nýtt. Þar voru til sölu, auk hefðbundinna leik- fanga, sjö uppstoppaöir asnar. Þrátt fyrir að vera úr gerviefnum og tals- vert minni en frummyndin voru þeir sláandi líkir alvöruösnum. Bifvéla- virkinn féll gjörsamlega fyrir ösnun- um og sem hendi væri veifað festi hann kaup á þeim öllum. „Þetta er fyrir börnin," sagði hann afsakandi við konuna í miðju kaupæðinu. Hún spurði hann hvað þau ættu að gera með alla þessa asna í ljósi þess að þau ættu aðeins tvö böm sem þar að auki væru oröin fullorðin og flutt að heim- an. „Við gefum bamabömunum og vinum þeirra sinn asnann hverju. Þá skulum við halda einum þeirra. Hann sómir sér vel í sjónvarpsherberginu," svaraði maðurinn í sömu svifum og hann tók við Visakortinu og kaupin voru staðfest. Þau þurftu sendiferða- bíl til að koma uppstoppuðu dýrunum heim á hótel. Þá þurfti sérstaka hag- ræðingu á hótelherberginu til að stóð- ið rúmaðist þar. Aðalvandamálið dúkkaði upp þegar heimferð skyldi hefjast. Á flugvellinum kom á daginn að hjónunum var alls ekki ætlað allt það rúmmál í flugvélinni sem asnam- ir þurftu. Þrátt fyrir að ferðafélagam- ir væru grátbeðnir um að taka að sér asna í farangur til íslands var svarið alls staðar nei. Sérstaklega þurfti að reikna út yfirvigtina hjá hjónunum og niðurstaðan var svo skelfileg að árum saman gættu þau þess að innkaup væru með hóflegt umfang. Fljótlega eftir heimkomuna kom á daginn að mölur var í ösnunum og ekki var ann- að til ráða en eyða skepnunum á báli. „Þú mannst asnaskapinn á Rimini og hvað það ævintýri kostaði okkur," sagði konan æst og bifvélavirkinn gafst upp fyrir kaupóðri konunni. Júdas í versluninni var stigi upp á aðra hæð þar sem langflottustu vörumar vom seldar. Hann ákvað að lágmarka tjónið með því að loka stiganum og settist í neðstu tröppuna. Þar sem sigrihrósandi konan mát- aði buxur, kjóla og blússur sat maður hennar í lægsta þrepi stigans og hugs- aði um asna. Þá bar að blaöamanninn og konu hans. Þau virtust róleg og glampinn sem fæddist í augum henn- ar í hljóðfæraverslunni var horfinn. Þar hafði hún keypt nokkur sett af gítarstrengjum - án þess þó að eiga gítar. Maður hennar gekkst upp í því að gegna forystustarfi í andófshópn- um gegn eyðslu kaupóðra kvenna. „Eigum við ekki bara að koma?“ spurði kona hans yfirveguð og sneri baki við samkvæmiskjólunum. Kona bifvélavirkjans var í óðaönn að skoða kjól og maður hennar sat sem fastast í stiganum en hafði nú falið andlitið i gaupnum sér. Fyrir augu blaðamannsins bar skilti sem vísaði til þess að kjóll af bestu gerð kostaði álíka mikið og húfa á bensínstöð heima á íslandi. Hann fann hvernig hugsun hans varð óskýr og augu hans galopnuðust án þess að sjálfur hefði hann neina stjórn á ástandinu. Sem í móðu laust þeirri hugsun niður að hann væri orðinn kaupóður og síðan varð allt svart. Hann kallaði á konu sína að koma strax. „Þetta em hrein kostakaup. Þú verður að fá þér kjól,“ sagði hann æst- ur og stöðvaði hana í dyrunum. Svo ýtti maðurinn konu sinni að af- greiðsluborðinu og kallaði eftir þjón- ustu. „Þú líka, Júdas,“ heyrðist úr neðsta þrepinu og tár læddust fram á hvarma bifvélavirkjans. Hann stóð upp og gekk til konu sinnar sem var að skoða svartan kjól með blúndum. „Þessi lítur nú ágætlega út,“ sagði hann hálfbrostinni röddu. Skoðanir annarra Slappir leiðtogar „Ehud Barak og Yasser Arafat vita það ekki enn en þeir eru á sama báti - báti sem rekur og sem hvorugur þeirra hefur lengur stjórn á og hætta er á að brotni í spón. Þessi veikleiki þeirra og sameiginlegur vanmáttur fela í sér miklar hættur. Á sama tíma og ísraelar og Palestínumenn hefðu þörf fyrir sanna leiðtoga, menn sem stjóma þeim og beina að þessum margumtöluðu friðarsamn- ingum, eru í forystu fyrir þeim veikir stjórnmálamenn sem þeirra eigin þjóðir vísa á bug. Menn sem fylgja en hafa ekki lengur stjórn á atburðunum. Þeir fara ekki lengur fyrir meðborgurum sínum sem heyra ekki lengur í þeim.“ Úr forystugrein Libération 10. október. Meiri ábyrgð Noregs „Nú, þegar Noregur hefur verið valinn í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, eftir kosningabaráttu sem var erfiðari en vænta mátti, tökum við á okkur mikla pólitíska ábyrgð fyrir friði í heiminum. Til að kom- ast hjá því að verða eitthvert skjól- stæðingaríki verðum við sjálf að kynna okkur málin eins vandlega og hægt er og fá upplýsingar frá eins mörgum óháðum aðilum og mögulegt er. Það verður verðugt verkefni fyrir utanríkisráðuneytið og pólitíkina í Noregi. Það að það þurfti fjórar umferðir til að komast í Öryggisráðið sýnir að Noregur er einangraðri í stjómmálum en við viljum sjálfir vera láta. Það hefur áhrif á pólítískt vægi okkar, einnig í Miðausturlöndum, þar sem Noreg- ur hefur stundum verið gagnlegt verkfæri fremur en þátttakandi með vægi.“ Úr forystugrein Aftenposten 11. október. Ekki afskrifa friðinn „Enn er of snemmt að skrifa minningargrein um friðarferlið. Heldur dró úr ofbeldisagerðum á þriðjudag, þótt ekki hafi því linnt alveg, og stjómarerindrekar voru á þönum. Friðarferliö hefur áður staðið af sér ofbeldisverk: sprengju- árásir Hamas, gríðarleg mótmæli í kjölfar þess að forn göng undir gömlu borginni í Jerúsalem voru opnuð í stjórnartíð Likud-banda- lagsins, forvera Baraks, morðið á Yitzhak Rabin forsætisráðherra. Alltaf hefur verið vitað að öfgamenn beggja myndu reyna að spilla fyrir friðauferlmu. En það getur ekki lif- aö ef annar helsti málsaðilinn vill ekki láta af ofbeldisverkum eða semja í einlægni." Úr forystugrein Washington Post 12. október. Kúvending í Serbíu „Eftir að ríkis- stjóm Serbíu neit- aði að segja af sér í gær verður almenn- ingur líkast til að skunda aftur út á götur til að þvinga valdaskiptin líka fram á vettvangi lýðveldisins. Það voru fjöldafundir almennings í Belgrad sem knúðu Slobodan Milosevic til að viður- kenna ósigur sinn fyrir Vojislav Kostunica í forsetakosningunum í Júgóslavíu. Það færði Kostunica þó ekki völdin í Serbíu, ráðandi lýð- veldi í júgóslavneska sambandsrík- inu. Kosið var til sambandsþingsins á sama tíma og kosið var um forseta 24. september en kjörtímabil serbneska þingsins rennur ekki út fyrr en um mitt ár 2001. Kúvending serbnesku stjórnarinnar, og þar með samsteypustjómar Milosevics í gær, sýnir að Kostunica hefur ekki gengið jafn vel með lögfræðina í samskiptum sínum við gömlu vald- hafana og með að fá almenning á sitt band.“ Úr forystugrein Politiken 12. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.