Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 DV Hvers vegna notar þú Rautt Eöal Ginseng? Sjöfn Har., myndlistarmaöur: Þaö eykur hugmyndaflugiö. Asta Erlingsdóttir grasalæknir: Þaö er ekki spurning aö þaö gerir gott. Sigurbjörn, hestamaöur: Til aö ná árangri og svo er þaö líka hollt. Blómln: Þroska fræ í fyllingu tímans. Laufln. Eru notuö íjurtate. Höfuð: Sagt hafa mótvirkandi Shrif. Er ekki notað meö rötinni. Störar hliöarrætur Smærri hliöarrætur Urgangs- rótarendar Rótarbolurinn: Máttugasti hluti jurtarinnar Einungis rótarbolir 6 ára gamalla kóreskra sérvalinna ginsengróta besta gæöaflokks. Rautt Eöal Ginseng Skerpir athygli og eykur þol. Valgeröur Sverrisdóttir. Helgi S. Guömundsson. Ossur Skarphéöinsson. Ogmundur Jónasson. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um sameiningu ríkisbanka ávísun á harðar deilur: Sameiningin skal í gegn - lögum veröur breytt ef ekki vill betur Mál dagsins er án efa fyrirhuguð sameining ríkisbankanna Búnaðar- banka og Landsbanka. Ríkisstjórn íslands samþykkti á fundi sínum í gærmorgun tillögu viðskiptaráð- herra um að beina þeim tilmælum til bankaráða Landsbanka fslands og Búnaöarbanka íslands hf. að hafnar verði viðræður um samnma bankanna. Jafnframt leggur ríkis- stjórnin til við bankaráðin að óskað verði eftir forúrskurði samkeppnis- ráðs samkvæmt 3. mgr. 18. gr. sam- keppnislaga. Á blaðamannafundi í gær sagði Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra að samkeppnisráð hefði sex vikur til að úrskurða um málið. „Ég geri mér vonir um það að i byrj- un desember geti legið fyrir frum- varp um sameiningu bankanna." Valgerður sagði jafnframt að þaö væri óskastaða ef af þessari samein- ingu gæti orðið fyrir áramót og nýr sameinaður banki tæki til starfa strax eftir áramót. Stenst ekki lög „Ég held að það sé borðleggjandi að eins og þetta er lagt upp þá sé þetta þaö mikU samþjöppun á mark- aði sem þegar ber einkenni fá- keppni að það geti hreinlega ekki staðist lögin,“ segir Gylfi Magnús- son, dósent í Háskóla íslands, í sam- tali við DV á fimmtudag. „Sam- keppnisstofnun og samkeppnisráð yrðu því að leggjast gegn því að öðru óbreyttu. Það þyrfti mjög sér- tækar aðstæður til að slíkur sam- runi yrði leyfður. Ef þessi samruni yrði ekki stöðvaður má eiginlega hugsa sér að það megi sameina eig- inlega hvaö sem er. Það er varla hægt að hugsa sér nokkum sam- runa á íslandi sem hefði önnur eins áhrif í þá átt að draga úr samkeppni í viðskiptalifmu." - Hvað segir viðskiptaráðherra við þessum ummælum? „Ég stjóma ekki vinnubrögöum samkeppnisráðs," sagði Valgerður Sverrisdóttir í samtali við DV eftir að hún hafði lesið upp fréttatilkynn- ingu ríkisstjómarinnar um banka- sammnann. „Ég ætla því ekki að gefa mér neitt í því sambandi hver niöurstaðan verður. Hins vegar er þetta ekki endilega spumingin um annaðhvort eða. Það má hugsa sér að sameina þessa banka og taka eitt- hvað út úr þeim, þannig að þetta standist ákvæöi samkeppnisráðs. Það verður bara að koma í ijós þeg- ar niðurstaða fæst þaðan.“ Lögum verður breytt - Kemur til greina að breyta sam- keppnislögum? „Við erum að breyta samkeppnis- lögum og sú breyting gengur í gildi í desember. Ákvæöi samkeppn- islaga um forúrskurð gengur úr gildi í desember. Það er þó í lögum í dag og við teljum rétt að nýta þetta Innlent fréttaljós Hörður Kristjánsson blaðamaður ákvæði til þess að fá aðstoð við að vinna að þessu máli þannig að það samræmist samkeppnislögum." Hagsmunlr mlnnihlutaeig- enda Tilkynning ríkisstjórnarinnar hefur mjög farið fyrir brjóst þeirra sem telja að þetta sé ekki einkamál ríkisins, heldur beri bankaráðum að verja hagsmuni allra eigenda, líka þess fjölda einstaklinga sem hlut eiga í bönkunum nú þegar. Það er fyrst og fremst önnur málsgrein umræddrar fréttatilkynningar sem hefur hleypt illu blóði í menn sem telja að veriö sé að valta yflr rétt þeirra sem eiga 1/3 hluta í báðum bönkunum. í tilkynningunni segir orðrétt: „Ríkiö á meira en 2/3 hlutafjár í bæði Landsbanka og Búnaðar- banka. Því munu bankaráðin hafa náið samráð við þriggja manna starfshóp sem viðskiptaráð- herra hefur skipað til að gæta hags- muna ríkisins í sameiningarferlinu og gera tillögu til viöskiptaráðherra um afstöðu til samrunans á hlut- hafafundi. Formaður hópsins er Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, en aðrir í hópnum eru Hreinn Loftsson hrl. og Jón Sveinsson hrl.“ Orðalag tilkynningarinnar er með þeim hætti að ýmsir túlka það sem beina skipun til bankaráðanna að hafa samráð við þriggja manna nefnd viðskiptaráðherra sem gætir hagsmuna meirihlutaeigandans. Með öðrum orðum, bankamir verða sameinaðir í krafti meirihlutaeign- ar ríkisins en án tillits til hagsmuna 1/3 eigenda, jafnvel þó meira fengist fyrir þá við sölu sinn í hvoru lagi. Aöeins ráögefandi nefnd Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, segir að bankaráð sé löglega kosiö á aðal- fundi allra hluthafa. „Varöandi þessa þriggja manna nefnd þá lít ég þannig á að hún sé fyrst og fremst ráðgefandi nefnd fyrir ráðherra. Ég lít ekki þannig á að það sé verið að skipa bankaráðunum að fara að vilja ríkissjóös sem á 2/3 hluta hlutafjár bankanna. Ég lít þannig á að ráðherra sé að gefa það til kynna að þessir tveir menn úr einkavæð- ingarnefndinni eigi ásamt starfs- manni ráðuneytisins að fylgjast með framkvæmdinni. Mér finnst ósköp eðlilegt og sjálfsagt að ráð- herra tilnefni fulltrúa fyrir svo stór- an eignaraðila til að fylgjast með og vera ráðgefandi í málinu.“ Ósammála Pétrl Ljóst er að ágreiningur er innan ríkisstjórnarflokkanna um hvort skynsamlegra sé að selja bankana áður en til sameiningar kemur. Pét- ur H. Blöndal alþingismaður hefur meðal annars lýst þeirri skoðun sinni. Valgerður Sverrisdóttir sagð- ist á blaðamannafundinum vera ósammála Pétri. „Eigandinn á aö hafa stjóm á þessu samrunaferli og búa til verðmætan banka. Þannig fást meiri fjármunir fyrir bankann heldur en að selja þá sinn í hvoru lagi.“ Fá minna fyrir bankana Það eru fleiri þingmenn ósam- mála ráðherranum og taka undir skoðanir Péturs Blöndals. Þannig segir Össur Skarphéðinsson t.d.: „Ég held að það sé ekki rétt hjá ríkisstjóminni að meira fáist fyrir bankana ef þeir eru seldir samein- aðir en ef þeir yrðu seldir sinn í hvoru lagi. Verðmæti íslandsbanka- FBA er til dæmis mun minna í dag en samanlagt verðmæti bankanna var fyrir sameiningu. Við í Samfylkingunni getum ekki stutt ákvörðun sem stríðir gegn hagsmunum neytenda. Ef það sem vakir fyrir ríkinu er að fá sem mest fyrir sinn hlut þá næst það mark- mið líklega helst með þvi að selja bankana sinn í hvora lagi.“ Erlend fjárfesting í rökum ríkisstjórnarinnar fyrir sameiningu bankanna er einmitt komið inn á erlenda fjárfestingu í bönkunum. Um það segir orðrétt í tilkynningunni: „Sameinaður banki er fjárhags- lega sterkari eining með tilliti til þátttöku í erlendri fjármálaþjónustu og áhugaverðari fjárfestingarkostur fyrir erlenda banka.“ Um þetta segir Ögmundur Jónas- son alþingismaður t.d.: „Þetta er fremur vísbending um að þeir séu komnir á hnén og menn horfi bæn- araugum til útlanda. Ég held að menn þurfl að taka þessi mál öll til heildstæðrar endurskoðunar og gera sér grein fyrir þeim markmið- um sem að er stefnt. Sú umræða fari fram inni á Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.