Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 21
21 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 I>v Hallgrímur skrifar: Einsetning Alþingis Helgarblað Hallgrímur Helgason skrifar: Er ekki frábært að eiga loksins for- seta sem þorir að segja eitthvað? Sem þorir að segja að Alþingi sé komið úr takti við þjóðlífið OG þorir að segja það í Alþingishúsinu, VIÐ þingmenn. Er ekki frábært að eiga forseta sem þorir að segja sannleikann? Ámi Johnsen svaraði honum. Tveimur mánuðum síðar. Hann var nefnilega í sumarfríi. Þingmenn fá lengra sumarfrí en böm á skólaaldri. Halldór Blöndal svaraði honum líka. Tveimur mánuðum síðar. Þegar hann var kominn úr fríi. Forsetinn fer aldrei í frí. He is free. Svarið var: Nei, við erum ekkert úr takti við þjóðlífið, og svo sló þingfor- setinn í bjölluna sína, skólabjölluna sem hringdi þingmenn inn úr lengstu frímínútum landsins, og allir sem heyra vildu heyrðu að það var ekki al- veg í takt við tiflð í tölvuúrum lands- manna. Topp tíu ástæður fyrir því hvers vegna Alþingi er úr takti við þjóðiífið: 1. Þingið starfar skemur en skólaárið í grunnskóla. 2. Þingmenn fá líka lengra jólafrí en krakkarnir. 3. Starfsreglurnar eru þær sömu og í barnaskóla: Allir rétta upp hönd þegar skólastjórinn spyr hvort þeir séu ekki sammála honum. L Viðveran er hinsvegar mun slakari en í barnaskólunum. 5. Það er aldrei uppselt á áhorfenda- pallana. 6. Þingsetning hefst í Dómkirkjunni. (Hve margir landsmenn ganga til kirkju áður en þeir fara í vinnuna?) 7. Pétur Blöndal sagði það áhrifa- laust. 8. Það eru engir hommar, lesbíur eða nýbúar á þingi. 9. Stjómmálaumræðan á íslandi í dag fer fram á sunnudögum (þegar Alþingi er lokað) á Skjá Einum. 10. Ég Á engan þingmann. í síðustu viku fóru fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Þeim var sjónvarpað beint. Að lokinni fyrstu umferð voru tíu þingmenn eftir í salnum. Hvert fóru þeir? Uppí „efri deild“? Yfir á Óðal? Hvernig ætlast þessir menn til þess að þjóðin sitji yfir þessu ef þeir nenna því ekki sjálfir? Er gaman að horfa á fótboltaleik þar sem annað liðið skreppur í kaffi undir stúkunni á meðan hitt er í sókn? Þess- ar umræður sýndu okkur í hnotskum hversu úrelt þingfyrirkomulagið er. Öll þessi gömlu formlegheit, „með leyfí háttvirts forseta" (sem þá var reyndar skroppinn fram í kaffi, sem og sá sem tók við af honum; í stólnum sat þriðji varamaður), eru leifar af gömlum tíma. Ræðufyrirkomulagið er heftandi, tóm sýndarmennska sem miðast frem- ur við að gefa þessum og hinum nafn- leysingjanum tækifæri til þess að koma fram í sjónvarpi heldur en að ræða um ræðu Davíðs. Þetta er engar umræður. Bara mislélegar ræður. Við skiljum vel að þingmenn nenni ekki að sitja undir þessu þó við skiljum alls ekki að þeir skuli leyfa sér að múna sínum auða stól framan í þjóðina. Við innsetnmgu Alþingis kom það vel fram hve nauðsynlegt er að stefha að einsetningu Alþingis hið fyrsta. Það verður einhvem veginn að gera þess- um mönnum kleift að sitja þama sam- felldan vinnudag. Kannski er „heitur matur í hádeginu" töfralausnin hér? Miðað við umræður á breska þing- inu era umræður á Alþingi íslendinga jafn spennandi og aðalfundur einhvers hrossaræktunarsambandsins. Þama koma þeir karlamir og mæra hver sinn hest; hve hátt þeir geti sett sig á hann, hve gangurinn sé góður og hve gott allt sem undan honum kemur. Og svo koma skólatelpumar á eftir þeim og fara með sínar vélrituðu ræður um að ekki megi samt gleyma litlu folöld- unum og öOum merunum sem enginn viO lengur ríða. Hver fær að segja sitt og enginn svarar því og svo fara aOir fram í kaffi og kasta klámvísum á miOi sín. Og ho ho ho. Við sáum það þetta þriðjudagskvöld að af 63mur alþingismönnum era að- eins tveir góðir ræðumenn. Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sig- fússon. Þá segja menn að góða fólkið fáist ekki tO að setjast á þing: Launin séu of lág og aOt það. En hver ætti svosem að fást tO að sitja á þingi ef þingmennimir sjálfir fást ekki tO að sitja þar á sjálfu aðalkvöldi vetrarins? Ég Á engan þingmann. Hvemig á maður að geta haft áhuga á íslenskri pólitlk á meðan leOcreglur hennar miðast við bændasamfélag frá þvf FYRIR Semni Heimsstyrjöld? Það er ekkert að marka skiptingu þingsæta samkvæmt flokkum. Og hvemig getur þá Alþingi verið í takti við þjóðlífíð á meðan það endurspeglar ekki ebiu sinni kosningaúrslitin? Afhveiju gOdir ekki sama landshlutamisvægið í Úr- valsdeOdinni? Afhverju fær Leiftur ekki að spOa með 20 menn á móti 11 hjáKR? Og svo skeOir þingið framan í okk- ur Reykvíkinga þessu djóki sem nýja kjördæmaskipunin er. Kjördæminu okkar er skipt í tvennt eftir um- ferðareyjunum á Miklubraut. Tíu árum eftir að Austur- og Vest- ur-Berlín voru sameinaðar er Reykjavík skipt upp í Norður- og Suður-Reykjavík. Það kom nokk- uð vel fram í „umræðunum" við þingsetningu að þrátt fyrir aOt misvægið versn- ar landsbyggða- vandinn með hverju ári. Reyndar fækkar fólkinu í réttu hlutfaOi við at- kvæðamisvægið. Þvi fleiri þing- menn sem kjör- dæmi hefur, þvi meir fækkar fólkinu. Er landsbyggðarliðið kannski að flýja aOa þessa þmgmenn sína? Samkvæmt leiðindunum á þriðjudagskvöldið mætti vel halda það. Og forsætisráðherrann okkar lét gamlingjana bíða eftir sér í mótmæla- stöðunni útá AusturveOi. Þeir vOdu af- henda honum mótmæli sín á blaði en þurftu að svæla hann út úr þmghúsinu með klappi og púi. Það fengum við að sjá á Stöð Tvö en það var hinsvegar klippt út úr fréttatnnanum á Rík- is(stjómar)sjónvarpinu. Höfuðástæðan fyrir hnignun Al- þmgis er þó gamla góða gróðærið. Við eram smám saman að komast á það velmegunarstig að stjómmál skipta ekki lengur stóru máli. ÖO barátta er búin og við megum bara ekki vera að því lengur að fylgjast með „umræð- unni“. (Ef eOOífeyrisaldurinn væri hækkaður í 77 ár (eins og hlýtur senn að gerast) væri þetta aldraðra-vanda- mál úr sögunni: Þá hefðu gamlingjam- fr heldur ekki tíma tO að standa heOan eftirmiðdag niðrá AusturveOi.) Þess vegna er þingið að breytast í þessa af- greiðslustofnun Ríkisstjómarfram- varpa sem hún er orðin. Eftir tíu ár, þegar öO hebnOin í landinu verða komin með sinn Bens, verður Alþrngi orðið jafn áberandi og svissneska þing- ið sem engOm veit hvar er niðurkom- ið. Það var þetta sem maður fór að hugsa eftir því sem leið á „Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra". Við tókum eftir því hvemig brúnin á Dav- ið tók að síga og pirringurinn að vaxa í augum hans sem hann skaut á hvern stjómarandstæðOiginn á fætur öðrum sem steig í ræðustól. Yfir höfði forsæt- isráðherrans okkar bfrtist hugsana- blaðra og í henni stóð: „Afhverju í andskotanum þarf ég að sitja héma undir þessu rugli úr þess- um vitleysingum? Þetta er eintóm tfrnaeyðsla!" Maður fór að vorkenna honum og fann að hann fór að gæla við þá hug- mynd að loka þessari vitleysOiga-búOu svo hann fengi almennOegan frið tO að stjóma landhiu. Og maður hugsaði með sér: Why not? Ættum við ekki bara að leyfa honum það? LAGERSALA FJÖLVA ÍSLAND .X 101® . ÚFSTA Smiöjuvegi 2 (Ba.k viö Bónus - Ekiö inn frá Skemmuvegi) / / RyMIN&ARin- SALAN ó bókalogernum heldur ófrom, og nú foro 00 veróo síðustu forvöó! Pað var aldeilis handagangur í öskjunni hjá okkur um síðustu helgiy og allir héldu áncegðir á braut með risabros á vör. * Allir fengu BÓKARGJÖF í KAUPBÆTI! * Sumir cetluðu að KOMA AFTUR um ncestu helgi! * Margir afgreiddu JÓLASJAFIRNAR á einu bretti, ÓDÝRT! * KRAKKARNIR skemmtu sér alveg KONUNSLESA ! * Pcer raddir heyrðust að fólki fyndist bcekurnar OF ódýrar ! * Flestir cetluðu að kíkja í Vefverslunina og kaupa MEIRA ! Barnabækur - Teiknimyndasögur Listaverka- og Náttúrufræöibækur Dulræn Fræöi - Heilsubækur - Skáldsögur Ævisögur - Sagnfræói og margt fleira Skemmtilegir bókapakkar Allir fá á enn betri vildarkjörum Bókargjöf! — ........... Þú m5tt ekki missa ðf þessu! ATH. SÍÐASTA OPNUNARHELGI. OPIÐ: Laugardag 14.okt. frá 10.00 til 17.00 Sunnudag 15. okt. frá 12.00 til 17.00 FJÖLVi Sími 568 8433 Allarbækurásamalágaverðinu ívefversluninni WWW.fíolVÍJS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.