Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 DV 25 Helgarblað Tár í myrkri - er hollt að gráta í bíó? Hvernig bragðast tárvott popp? Það er ekki talið karlmannlegt að gráta. Konur gráta oft af litlu tilefhi við jarðarfarir, í kvikmyndahúsum og á réttum stað í tíðahringnum en vér karlmenn bítum fast á jaxlinn og hrín- um ekki fyrr en í fúlla hnefana. Kvik- myndahús eru einn þeirra staða þar sem fullorðið fólk gefur oft tilfmning- um sínum lausan tauminn og vatnar músum af einskærri samúð með harmi söguhetjanna á hvíta tjaldinu. Þetta staðfestir hve kvikmyndin er öfl- ugur miðill og auk þess má segja að í rökkri eða myrkri bíósalarins séu kjöraðstæður til þess leyfa tárunum að renna. Er þetta „vasaklútamynd?" Sumar myndir eru taldar meira gráthvetjandi en aðrar og eru stundum kallaðar „vasaklútamyndir" af nokk- urri litilsvirðingu. Á engilsaxnesku eru slíkar myndir kallaðar „tear- jerkers" sem myndi útleggjast táratott á lauslegri íslensku. Það fer auðvitað eftir smekk og tíðaranda hvaða kvik- myndir hafa komið flestum til að gráta en um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Dancer in the Dark eftir Lars von Trier með söngkonunni Björk Guðmrmdsdóttir í aðalhlutverki. Mjög margir gagnrýnendur hafa séð ástæðu til þess að vara áhorfendur við því að lokaatriði myndarinnar sé með afbrigðum sorglegt og engir nema harðsvíruð iUmenni og tillfmninga- lausar druslm’ geti setið þurrum hvörmum undir því. í samtali við Mbl nýlega lýsti Björk fjálglega kvölum sínum við gerð mynd- arinnar og hve mikið hún hefði grátið við gerð hennar. Það er því ljóst að von Trier hefúr að stórum hluta tekist ætl- unarverk sitt hafl hann ætlað að græta sem flesta sem koma við sögu. Tárvott poppkorn Það er óneitanlega sérstæð tiiflnn- ing að sitja í myrkvuðum kvikmynda- sal þegar melódrcunatískt hámark nálgast og heyra nokkra tugi eða hundruð samborgara sinna sjúga hraustlega upp í neflð í einum kór sem er blandinn snökti. Beinlínis hávær og stjómlaus grátur eða ekki heyrist sjaldan eða aldrei í kvikmyndahúsum en það er auðvelt að ímynda sér sölt tárin drjúpa hljóðlaust ofan í popp- komið og mynda lágværan klið. Tár- vott poppkom er ekki góður matur og enn síður ef hor kemst í pokann. Sá sem þetta ritar sat eitt sinn fyrir mörgum árum á forsýningu átakan- legrar tyrkneskrar kvikmyndar ásamt tveimur karlkyns gagnrýnendum. Við slíkar aðstæður hendir á tíðum að menn taka tal saman að lokinni sýn- ingu. Því var ekki til að dreifa að þessu sinni. Við drógum allir hettur á höfuð okkar og skunduðum út í myrkrið að lokinni sýningu. Sennilega hefur eng- inn okkar kunnað við að standa rauð- eygður með társtokknar kinnar og spjalla um tyrkneska kvikmyndagerð. Grátið með Greystoke Eins og áður sagði er frekar fátítt að bíógestir missi sig á flot í táraflóð en móðir ungrar samstarfskonu minnar fór með hana 12 ára gamla á kvik- myndina Greystoke sem fjallar um hinn unga Tarsan. Unga stúlkan hreifst svo með að undir lok myndar- innar brast hún í svo háværan og stjómlausan grát að móðir hennar fékk ekkert við ráðið og leið mikla önn fyrir dóttur sína. Þær mæðgur fóru ekki saman á bíó lengi á eftir. Hollt að giáta „Það er f sjálfú sér hollt að gráta. Fyrir fólk í sorg er það beinlínis nauð- synlegt. Ef kvikmyndir eru það góðar og við lifúm okkur svo inn í söguna að við fáum ekki tára bundist þá er sjálf- sagt að leyfa sér það en mörgum finnst svolítið óþægilegt að gráta mikið í bíó. Þetta er á almannafæri þó það sé myrkur og ljósin eru kveikt að lokum. Flestir vilja gráta í einrúmi sem er mjög eðlilegt," sagði Álfheiður Stein- þórsdóttir sálfræðingur í samtali við DV. „Það að gráta losar um vanliðan og spennu og það er góður eiginleiki að flnna svo til með öðrum að manni vökni um augu.“ Nokkrar pottþéttar“ vasaklútamyndir" Það er auðvitað huglægt mat og háð aðstæðum hvað okkur finnst sorglegt og hvað ekki. Hvar er best að finna lista yfir sorglegustu myndir allra tima? Auðvitað á Netinu. Eftir að hafa skoðað lista á ýmsum spjallrásum um kvikmyndir varð þetta niðurstaðan: Nokkrar öruggar vasaklútamyndir: Lorenzo’s Oil. Elephant Man Sophie’s Choice An Affair to Remember Sleepless in Seattle Life Is Beutiful Terms of Endearment Lion King Steel Magnolia’s Love Story Titanic Gone with the Wind Schindler’s List Með þennan lista í vasanum og box af vasaklútum við hendina er hægt að búa sjáifum sér og öðrum hugljúfa en társtokkna kvöldstund. -PÁÁ Dancer in the Dark eftir Lars von Trier er sýnd í Reykjavík um þessar mundir Margir gagnrýnendur segja aö hann beinlínis neyöi áhorfendur til tára í ofursorglegum endi myndarinnar. Björk Guömundsdóttir, sem lék aöal- hlutverkiö, segist hafa grátiö mikiö viö gerö myndarinnar. Kvikmyndir sem græta áhorfendur eru kallaða vasaklútamyndir Þaö er hollt aö gráta aö sögn sálfræöinga og viö ættum aö leyfa okkur þaö þó viö séum næstum á almannafæri. Hér erum við Helgina 14 &. 15 október í íslenska kvikmyndaverinu Fossaleyni 19-21 Opiðfrá 10:00 til 18:00 undanúrslit hefjast um 16:00 Aðgangseyrir: Fullorðnir: 500.- eldríborgarar og börn 12 ára og yngri: 300,- Dómarar: Sabrine Paquin frá Trakkiandi Ruth Kulinel frá Austurríki l.oredana Fanelli frá italfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.