Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 Helgarblað z>v ****^"*'-« ■í? •• ......... * ,-. ' *í- •■JíT'! * :v. I '.#* *A * 'A‘n Skáli Jöklarannsóknafélagsins í Kverkfjöllum, Vatnajökull Skarphéöinstindur í fjarska. Vatnajökulsþjóögaröur veröur stærsti þjóögaröur í Evrópu, um 8500 ferkílómetra. Vatna j ökulsþ j óðgar ður - ríkisstjórnin hefur samþykkt að Vatnajökull verði gerður að þjóðgarði árið 2002 en endanleg mörk garðsins liggja ekki fyrir Vatnajökull er stærsti jökull Evr- ópu, en flatarmál hans ásamt skrið- jöklum er mn 8300 ferkílómetrar. Hann er talinn vera um 1000 metra þykkur þar sem mest er en meðal- þykkt hans er 400 metrar og heilda- rísmagn um 3300 rúmkílómetrar. Stærð jökulsins er þó breytileg eftir árferði og geta sveiflumar numið hundruöum ferkílómetra á nokk- urra áratuga fresti. Á jöklinum er að finna hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk. Nákvæm hæð hans er á reiki en almennt er talið að hann sé 2119 metrar. Ríkisstjómin hefur samþykkt að Vatnajökull verði gerður að þjóð- garði árið 2002 en endanleg mörk garðsins liggja ekki fyrir. Starfshóp- ur á vegum umhverfisráðherra lagði til að mörkin miðuðust við jaðra jök- ulsins og núverandi mörk þjóðgarðs- ins í Skaftafelli. Jöklafræðingar hafa bent á að sú mörk séu mjög hreyfan- leg. Á fáeinum áratugum gæti þjóð- garðurinn minnkað umtalsvert ef veður heldur áfram að hlýna og Vatnajökull gæti hæglega verið orð- inn að fimm eða sex smærri jöklum eftir tvö til þrjú hundrað ár. Þjóðgarðar á miöhálendinu Hjörleifúr Guttormsson, náttúm- fræðingur og fyrrverandi alþingismað- ur, lagði fyrstur manna fram þingsá- lyktunnartilögu um stofnum þjóðgarða á miðhálendinu. Tillaga Hjörleifs gekk út á að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar sem allir hefðu jökul að þungamiðju. Þeir áttu að vera Vatnajökulsþjóðgarð- ur, Hofsjökulsþjóðgarður, Langjökuls- þjóðgarður og Mýrdalsþjóðgarður. Hjörleifur bendir á að mörg og sterk rök megi „færa fyrir þvi að setja beri jökla landsins undir vemdarskipulag. Jöklamir em i hugum margra tákn hins ósnortna og yfir þeim hvílir dulúð og upphafning. Þeir em snar þáttur í náttúrufari landsins og bakhjarlinn í vatnakerfum þess, bæði jökulfljóta, lind- áa og grunnvatns á stórum svæðum. Vatnsvernd og vemdun á hreinleika jöklanna em því samofnar og hafa í senn heilbrigðislegt og hagrænt gildi.“ Samkvæmt tillögunni átti Vatnajök- ulsþjóðgarður að vera mun stærri en nú er gert ráð fyrir, eða um 15 þúsund ferkílómetar, en hluti þess er nú þegar þjóðgarðurinn í Skaftafelli eða friðlýst samkvæmt öðrum reglum. Þrátt fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður verði minni Heygarðshornið en upprunaleg tilaga gerir ráð fyrir mun hann verða stærsti þjóðgarður í Evrópu, um 8500 ferkílómetrar. í nefndaráliti umhverflsnefndar seg- ir að með stofnun Vatnajökulsþjóð- garðs fengist reynsla sem síðar gæti nýst við hugsanlegan undirbúning fleiri slíkra þjóðgarða á miðhálendinu. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra tók undir þetta sjónarmið í ávarpi sem hún hélt á ráðstefnu um Vatnajökuls- þjóðgarð í september síðastliðnum. „Þegar rætt er um útvíkkun þjóðgarðs- ins síðar meir er eðlilegt að líta tO þeirra stórkostlegu svæða sem liggja í nágrenni hans. Hef ég sérstaklega nefnt Lakagíga og Kverkfjöll í þvi sam- bandi en eðlilegt er að fleiri svæði komi til. Það er verðugt verkefni að byrja á þjóðgarðsstofnun innan jökulj- aðars Vatnajökuls. Það er fyrsta skref- ið. Næstu skref verða svo þau að skil- greina hvaða öðrum svæðum þjóðgarð- urinn tengist eða nær til.“ Klofajókull Nafn jökulsins var nokkuð á reiki framan af og vafasamt hvort hann hafi átt nokkuð eitt heiti fyrr en á þessari öld. Þorvaldur Thoroddsen nefndi 'SIRIII hann Klofajökul á uppdrætti sínum og það nafn er einnig þekkt á Homafirði, en hann er oft nefndur Austuijöklar í annálum. Jöklar myndast þegar snjór nær ekki að bráðna ár eftir ár og smátt og smátt safnast fyrir snjódyngja. Þegar dyngjan hefúr náð að minnsta kosti fimmtíu metra þykkt og farin að síga undan eigin þunga hefúr myndast í henni ískjami sem hleypir ekki vatni í gegn. ískjaminn er forsenda jökulsins en afkoma hans ræðst af úrkomu á vet- uma og hita á sumrin. Úrkoma veldur mestu um hvar jökull myndast og á stærsta þáttinn í tilkomu Vatnajökuls, þar sem hann er á úrkomumesta svæði landsins. Út frá Vatnajökli ganga skriðjöklar til allra átta, þeir fara smálækkandi og breiðast út við rætumar. Skriðjökiamir í vestanverðum jöklinum em flatir, breiðir og greiðfærari en austurjöklam- ir em brattari og erfiðari yfirferðar. Ferðamennska Einn megintilgangur þjóðgarða er að tryggja aimenningi útivist í náttúm- legu umhverfi. Þjóðgarðar draga að sér stóran hóp ferðamanna á hverju ári en því fylgir aukin hætta á mengun og skemmdum vegna umferðar. Nauðsyn- legt er að ganga þannig frá allri að- stöðu í þjóðgarðinum að náttúran verði fyrir sem minnstu hnjaski, en það má gera með því að setja reglur um umferð og umgegni þannig að saman fari nátt- úruvemd og nýting. í skýrslu umhverfisráðherra um möguleika á stofnun Vatnajökulsþjóð- garðs er gert ráð fyrir að skipulagi verði komið á umferð um jökulinn. Bent er á nauðsyn þess að taka frá svæði fyrir hefðbundna útivist þar sem ferðamenn geta notið öræfakyrrðarinn- ar og að einnig sé tekið tillit til vélknú- inna farartækja sem tengjast ferða- mennsku. Jöklarannsóknafélag íslands hefur bent á að með aukinni umferð um jökulinn sé hætt við að mikilvægar vísindalegar upplýsingar glatist og að þeim sökum eigi röskun á náttúrufari að vera sem minnst. Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og hugsanlegri stækkim hans 1 nán- ustu framtíð kemst ísland í forystu- sveit þjóða sem leggja metnað sinn í náttúmvemd og skapar fordæmi fyrir aðrar þjóðir. -Kip Löggan í leyni Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV. Lögreglan sést æ minna þar sem hennar er þörf um leið og hún geng- ur sífellt harðar fram þar sem hún á ekkert sjáanlegt erindi. í banvænni bílaumferðinni hér hefur verið plantað pappírslöggum en þegar ungur Palestinumaður vill tjá með sterkum hætti andstyggð sína á því að verið er að myrða samlanda hans - einkum börn - stökkva óðara á hann fimm grenjandi berserkir. At- hæfið virðist hafa sært sómakennd Ríkislögreglustjórans. Samt var maðurinn bara að brenna táknræna pjötlu. Á meðan fjárskortur er sagð- ur hamla því að lögreglan sinni hlutverki sínu á vegum horfum við upp á að hér er komin óeirðalög- regla grá fyrir jámum en óeirðimar sem bæla þarf niður eru þær að Árni Snævarr er að reyna að spyrja Li Peng um ástand mannréttinda- mála í Kína. Það hlýtur að hafa verið gremju- legt fyrir Ríkislögreglustjórann og íslensku óeirðalögregluna að þurfa að sitja með hendur í skauti á með- an Li Peng var sýnd sú fáheyrða lít- isvirðing og móðgun að kínverska andófsmanninum Gao Xingjian voru veitt Nóbelsverðlaunin í bók- menntum á dögunum. Það er aðeins eitt sem lögreglan þarf að gera til þess að draga stór- lega úr árekstrum. Það er að sjást. Sá sem sér lögreglubíl hægir sjálf- krafa á sér því enginn nennir að lenda í sektum út af of hröðum akstri og allir hræðast lögregluna. Lögreglan hefur hins vegar lagt á það megináherslu að sjást ekki - og þá sjaldan að lögreglumenn taka sig til og fara að sinna umferðarmálum koma þeir sér fyrir einhvers staðar i leyni. Það er gert til þess að góma menn. Það er gert til þess að lokka menn til að aka of hratt svo að hægt sé að góma þá. Aðalatriðið er með öðrum orðum að upplýsa brotið og refsa fyrir það, en ekki að fyrir- byggja það. Á meðan þeir hjá Um- ferðarráði tala og tala um öflugar forvarnir lætur Lögreglan þannig hjá líða að gera það eina sem getur virkað í þeim efnum. Ráðherraferill Sólveigar Péturs- dóttur hefur verið sérkennilegur og ætti að vera þeim femínistum nokk- urt umhugsunarefni sem telja að konur séu í eðli sínu fólk sem tekur ævinlega skynsamlegar, réttar og fagrar ákvarðanir. Hún byrjaði á því að láta útbúa fyrir sig sérstakt salerni svo að hún þyrfti ekki að deila slíku með lægra settum full- trúum og undirtyllum og kostaði það milljónir. Næst tókst þessum fulltrúa kvenna í stjórnsýslunni að ganga fram hjá þremur kvendómur- um við val á hæstaréttardómara og skipa höfund kvótalaganna í það embætti við svo ofsafenginn fognuð Jóns Steinars Gunnlaugssonar að hlaut að sannfæra hinn almenna borgara um að hann hefði haft þar hönd í bagga. í millitíðinni hafði hún sagt umferðarslysum stríð á hendur. Afrakstur þess hernaðar er nú að koma á daginn - lækkuð framlög til lögreglunnar og pappírs- löggur um alla Reykjanesbraut við almennan aðhlátur. Einu löggumar sem sjást eru uppstrílaðir yfir- menn. Undarlegur brag- ur hefur verið á lögregl- unni síðustu misserin og því hvemig ráðamenn hennar kjósa að hún birtist almenningi. Þeir em alltaf að halda blaðamannafundi og mceta þar í flóknum búningum með alls kyns dúskum eins og generál- ar í útlöndum. Einu löggurnar sem sjást eru upp- strílaðir yfirmenn. Undarlegur bragur hefur verið á lögreglunni síðustu misserin og því hvemig ráðamenn hennar kjósa að hún birt- ist almenningi. Þeir eru alltaf að halda blaðamannafundi og mæta þar í flóknum búningum með alls kyns dúskum eins og generálar í út- löndum. Einhver óviðfelldinn her- bragur hefur verið á því hvemig að þessum kynningum hefur verið staðið, fullkomlega á skjön við ís- lenskar hefðir. Peningum virðist hafa verið mokað í eitthvert óljóst apparat sem nefndir sig Ríkislög- reglu og virðist einna helst ganga út á að taka sig vel út í einkennisbún- ingum og skapa virðingu meðal samborgaranna og þar með aga í samfélaginu á meðan forsmáð hefur verið að sinna lágmarkseftirliti með umferð og hinum raunverulegu óeirðum sem þó blossa hér upp vikulega: helgardjamminu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.