Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 49 V I>V Tilvera Blómsveigur Þessi er af dýrari geröinni. Blómin á þrotum Eins lengi og ferðamenn hafa lagt leið sina til Havaí hefur verið til siðs að bjóða þá velkomna með htskrúðug- um blómsveigum sem innfæddir bregöa um háls þeirra. Nú kvað hins vegar verið komið babb í bátinn því ferðamönnum hefúr fjölgað svo mjög að blómabændur ráða ekki neitt við neitt. Á þessu ári er reiknað með sjö miiijónum ferðamanna til Havaí og horfir til stórvandræða því innfæddir eru ófúsir að kasta blómahefðinni fyr- ir róða. Það eru raunar fleiri en ferða- menn sem skreyta sig blómsveigum því þeir þykja ómissandi þegar af- mælisveislur og aðrar stórveislur eru annars vegar. Yfirvöld munu því ætla að heimila innflutning blóma og lík- legt að Taíle.idingar verði þar stór- tækastir. Þeir sem vit hafa á segja hins vegar að hinar taílensku or- kídeur, sem eru jafhan uppistaða sveiganna, ilmi ekki eins vel og þær heimaræktuðu. Klukkur og fjárhættuspil Tímaleysi hefur jafnan verið aðall alvöruspilavíta og þess vel gætt að klukkur séu ekki að trufla einbeit- ingu manna við spilaborðið. Eigendur spilavíta vita nefnilega að ef fólk veit ekki hvað tímanum líður þá er það heldur ekki að flýta sér. Á þessu hef- ur nú orðið breyting í spilavíti nokkru í Atlantic-borg í Bandaríkjun- um. í Coyote Kate*s Slot Parlor mun vera að finna fyrstu klukkuna í bandarísku spilavíti. Og þar er ekkert vasaúr á ferðinni heldur há og vegleg torgklukka sem komið hefúr verið fyrir í miðjum spilasalnum. Ekki er annað að heyra en eigendum þyki klukkan sóma sér vel. Þar á bæ segja menn líka að klukkubann tilheyri senn fortíðinni þótt þeir viðurkenni í sömu andrá að flestir fastagesta taki einfaldlega ekki eftir klukkunni enda séu þeir allsendis óvanir að spá í tim- ann þegar þeir sitja að fjárhættuspili. Áhrifamikil mynd / bakgrunni sjást Siwa sandöldurnar. Enski sjúklingur- inn enn vinsæll Máttur bíómyndanna er mikill og eitt besta dæmi síðustu ára eru Siwa sandöldurnar í egypsku eyðimörkinni sem voru að hluta til sögusvið kvik- myndarinnar Enski sjúklingurinn. Myndin fór sigurfór um heiminn og sópaði til sín óskarsverðlaunum. í kjölfarið hófust skipulagðar ferðir til svæðisins frá Kaíró og síðan þá hefur ferðamannastraumurinn aukist jafnt og þétt. í augum Egypta hefúr svæðið kennt við Siwa ávallt haft yfir sér leyndardómsfúllan blæ og er að sumra mati helgur staður enda er þama að fmna rústir hofs sem sjálfúr Alexander mikli mun hafa gert sér sérstaka ferð tO. Nú er útlit fyrir að þessi fágæti staður bíði skaða vegna mikds ágangs ferðamanna og kannski ekki síst fyrir þær sakir að aUt í kring eru menn að reisa ýmis þjón- ustuver tU þess að sinna ferðamönn- unum. Framtíð svæðisins er óljós en raddir þeirra sem vUja stöðva frekari framþróun í eyðimörkhmi og vemda svæðið gegn ágangi verða sífeUt há- værari. Berlín er aftur höfuðborg Þýskalands: Borg byggingakrananna Berlín er aftur orðm höfúðborg Þýskalands og nú streyma ferðamenn þangað. Um langt árabU fór fólk aðal- lega tU Berlínar tíl að upplifa Berlínar- múrinn og stemmninguna sem fólst í hinu sérkennUega aðskUda nábýli aust- urs og vesturs. Nú fer fólk tU Berlínar tU að sjá og upplifa hina miklu upp- byggingu sem stendur yfir í borginni. Verið er að sameina tvær borgir í eina, þjóð sem lifði aðskUin um árabU er sameinuð á ný. Berlín varð höfúðborg sameinaðs Þýskalands árið 1871 en blómaskeið sitt á sviði lista og skemmtana átti hún á þriðja áratug þessarar aldar. Árið 1936 komst borgin aftur í sviðsljósið þegar Ólympíuleikamir vora haldnir þar. Berlín fór, eins og svo margar aðrar borgir, afar Ula út úr stríðinu, var í rústum og fólki hafði fækkað þar gríð- arlega. Skipting borgarínnar Eftir stríð var Berlín skipt í fjögur yfirráðasvæði, Frakka, Breta, Banda- ríkjamanna og Rússa, og Austur-Þýska- land varð tU árið 1949. Berlínarmúrinn frægi var byggður árið 1961 tU að koma í veg fyrir að Austur-Þjóðveijar REUTER Sameinað Þýskaland Þann 3. október voru liöin 10 ár frá sameiningu Þýskalands og héldu Berlínarbúar upp á daginn viö Brandenburgarhliöiö. DV-MYND STEINUNN Gamlir vinir Þeir félagar Marx og Engels fá enn aö standa. kæmust vestur. Hann var u.þ.b. 155 km langur, þar af vom liðlega 43 km gegn- um miðja borgina. Veggurinn var aUt að 4,10 m hár og á honum vom 293 varðtumar. FaU múrsins 9. nóvember 1989 telst tU stærstu viðburða í Evrópu á þessari öld. Lýsing fólks á þeim degi er mögn- uð, allt í einu fyUtust götur Vestur- Berlínar af Traböntum og enginn vissi hvaðan á sig stóð veðrið. I fyrra var haldið upp á að 10 ár væm liðin frá falli múrsins í Berlín og þann 3. október var haldið upp á 10 ára afmæli sameiningar Þýskalands, en Berlín varð höfuðborg Þýskalands á ný þann 23. maí í fyrra. íbúar Berlínar em 4 mUljónir en borgin nær yfir landsvæði sem er 9 sinnum stærra en Paris, eða um 890 ferkUómetrar og Berlín er græn borg, mikið Hæmi garða og skóga er setur svip á borgina og gerir hana að græn- ustu stórborg Þýskalands. Breytt ímynd borgarínnar Berlín er nú orðinn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Þýskalandi, komin upp fyrir bæði Múnchen og Hamborg í fjölda ferðamanna sem heimsækja borgina. Teknótórdistarhá- tíöin Ástargangan og hátiðarhöldin á gamlárskvöld em þeir viðburðir sem draga flesta ferðamenn tU Berlínar, eða 1,5 tU 2 mUljónir hvor viðburður. Ferðamálaráð Berlínar auglýsir nú í annað sinn sjö verslunarhelgar fyrir jólin frá 3. nóvember tU 17. desember. Þeir sem em vanir að bregða sér í verslunarferð fyrir jólm geta því íhug- að að breyta tU. Einkum er bent á Kurfúrstendamm, Friedrichstrasse og Potsdamer Platz fyrir þá sem ætla aö versla í Berlín. Ekki er flogið beint tU Berlinar yfir vetrartímann en í sumar sem leið var fiogið þangað beint í fyrsta skipti og líklegt er að framhald verði á því næsta sumar. Það ætti þó ekki að vera vand- DV-MYND STEINUNN Andstæöur 1 austurhluta borgarinnar er alls staöar veriö aö gera upp hús og and- stæöurnar btasa víöa viö. kvæðum bundið að komast tU Berlínar. Flogið er daglega tU Frankfurt og það- an er auðvelt bæði að Ðjúga og komast með lest beint frá flugvellinum. Eins er hægt að fljúga tU Berlínar gegnum Kaupmannahöfn. þess óneitanlega stað í húsagerð og skipulagi torgsins. Endurbygging torgsins er á döfinni og spennandi verður að sjá hvaða mynd Alexand- erplatz tekur á sig á næstu árum. Borg breytínganna Berlín er að sönnu borg bygginga- krananna um þessar mundir. Múrinn er horfinn, utan nokkurra staða þar sem hlutar hans hafa verið varðveittir tU minningar, en beggja vegna þar sem Að gefa sér tima Meðal þess sem er ómissandi fyrir þá sem fara tU Berlínar er að ganga um gamla austurhluta borgarinnar og finna fyrir þeirri endurreisn sem þar á sér stað. Hlið við hlið standa hús sem virðast að faUi komin og önnur sem ný- DV-MYND STEINUNN Byggingar í Sovétanda Á Alexanderplatz má sjá dæmi um þann byggingarstíl sem réö ríkjum í Austur-Evrópu eftir stríö. REUTER Tákn nýrra tíma Potsdamer Platz var hjarta Berlínar fyrir stríö og er nú oröiö nokkurs konar sameiningartákn borgarinnar. var vora bygging- ar og annað í al- gerri niðumíðslu. Svæðin beggja vegna múrsins vora líflaus. Nú stendur þar veisla arkítekta og bygg- ingamanna. Torgið mikla Potsdamer Platz var fjölfamasta torg í Evrópu á þriðja áratugnum en þar hafa nú risið gríðarlegar glerhallir. Á Pots- damer Platz er nú borgarumhverfi eins og það gerist nútímalegast og þar er einn þriggja meginverslunarkjama borgarinnar. Brandenburgarhliðið hefur orðið tákn bæði skiptingar og sameiningar Berlinar og Pariser Platz, þar sem hið sögufræga hlið stendur, er smám sam- an að taka á sig þá tignarlegu mynd sem torgið hafði fýrir stríð. Þama set- ur Hótel Adlon svip sinn á umhverfið, en það var opnað á ný 1997, og einnig era þar fjármálafyrirtæki og sendiráð í glæsUegum byggingum. Hið sögufræga torg Alexanderplatz tUheyrði áður Austur-Berlín og sér lokið er við að gera við, þannig að and- stæðumar era miklar. Þessi hverfi era orðin afar vinsæl, t.d. er hverfið Prenzlauer Berg orðið hálfgerð lista- j mannanýlenda. Möguleikarnir era endalausir í þess- ari borg uppbyggingarinnar. Þar era þijú óperuhús, meira en 150 leikhús og um 200 söfii og gaUerí. Hins vegar heimsækja Uklega flestir Berlin um þessar mundir tU að anda að sér því lofti umbyltingar sem þar er að finna um þessar mundir. -ss 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.