Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 42
50 _________________________________LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 Tilvera X>V Paprika, eða spænskur pipar eins og hún er stundum kölluð, rekur uppruna sinn til Suður-Ameríku og Vestur-Indía. Paprikan er ræktuð í yfir hundrað afbrigðum vegna aldin- anna sem eru safalaus og hol, með fræin á innanverðum aldinveggjun- um. Spánverjar eru taldir hafa upp- götvað paprikuna í Mexíkó í upphafi 17. aldar. Upp úr því barst hún til Evrópu og á Viktoríutímanum tók að bera lítillega á henni í enskum uppskriftum. Það var þó ekki fyrr en í lok seinna stríðs að vinsæld- ir hennar urðu jafn al- mennar og nú er. Stærstur hluti paprikuforða heimsins kem- ur frá Spáni, Hollandi, Ítalíu, ísrael og Kanaríeyjum. Paprikumolar Paprikusúpa Paprikur vilja verða linar ef þær eru geymdar í nokkra daga í kæliskáp. Það er þó ekki þar með sagt að ekki megi nýta þær og búa til góðan mat úr þeim. Þær eru til dæmis til- valdar í heita og bragðmikla vetrarsúpu. Hitið nið- ursneidd- an lauk og hvitlauk í potti þar til laukur- inn er orðinn mjúkur. Bætið út í nið- ursneiddum paprikunum og steikið í fimm mínútur til við- bótar. Hellið grænmetissoði yfir og bragðbætið með fersku timí- an. Saltið og piprið eftir smekk og látið súpuna sjóða í stutta stund. Hellið súpunni i matar- vinnsluvél og maukið. Hellið maukinu í pott á nýjan leik og hrærið rjóma út í. Þegar súpan hefur náð góðum hita er hún til- búin á borðið. Lax á paprikusalsa bland- an sem fer í grænu paprikurnar sé krydduð með sterku karríi. „Grænu paprikumar eru rammari á bragðið en þær rauðu og þess vegna á karríið svo vel við,“ segir Enzo. Kjötblandan sem ætluð er í Hér er á ferðinni spennandi forréttur þar sem paprikan fær svo sannarlega að njóta sín. Byrjið á að beinhreinsa laxaflak (700 g). Blandið saman 3 msk salti, 2 msk möluðum pipar, 1 msk rósapipar, 1 tsk fenniku- dufti, 1 tsk kóríanderdufti, 1 msk sykri, 2 msk söxuðum ferskum myntulaufum og 2 msk söxuðum basilíkulaufum. Stráið kryddblöndunni yfir flakið og látið standa í sólarhring í kæli. Skerið síðan flakið í tvo hluta, hitið olíu á pönnu og brúnið bit- ana í 10 sekúndur við snarpan hita, þannig að rétt ysta lagið á laxinum steikist (ekki roðhlið- in). Kælið. Þá er loks komið að paprikun- um, Skerið 1/2 rauða papriku, 1/2 græna papriku, 1/2 gula papriku og 1/4 agúrkur f smáar sneiðar. Bland- ið saman 1 msk hvítvlnsediki, 2 msk ólífuólílu og 1 tsk sykri og hellið yfir grænmetiö. Látið standa í kæli í 2 til 3 stundir áður en borið er fram. Enzo Rinaldi, matreiðslumeistari á veitingahúsinu Madonnu: Fylltar paprikur með kjöti, osti og ólífum Logandi ísterta „Paprikur eru frábært hráefni og mikið notaðar í matseld við Mið- jarðarhafið," segir matreiðslumeist- arinn Enzo Rinaldi sem er ættaður bæði frá Ítalíu og Spáni. Enzo hefur verið búsettur hér á landi í þrjú ár og frá fyrsta degi staðið yfir pottun- um og galdrað fram ítalska rétti á veitingahúsinu Madonnu við Rauð- arárstíg. „Það er mjög gaman að elda ítalskan mat ofan í Islendinga, þeir bæði þekkja þennan mat ágæt- lega og kunna að meta hann. Við leggjum einna mest upp úr góðu sjávarfangi, humri og skötusel, og svo erum viö alltaf með góðar nautalundir á matseðlinum. Fyrir utan sérréttina erum við svo með klassíska pastarétti og pitsur af mörgum tegundum," segir Enzo. Enzo býður lesendum DV upp á fylltar paprikur, eða Pimientos Rellenos eins og þær kallast á frum- málinu. Fylltar paprikur hrísgrjón nautahakk ólífur, svartar og helst frá Spáni parmesanostur goudaostur sveppir pestó karrí Hrísgrjónin eru soðin. Hitið ólífuolíu á pönnu og setjið síðan hakkið, ólifurnar, sveppina og parmesanostinn á pönnuna. Síðan er öllu blandað saman og paprik- umar teknar fram. Skerið lok af paprikunum og komið þeim fyrir í ofnskúffu. Enzo mælir með því að kjöt- Eftirlæti slökkviliðsstjórans MADOHNÍ Dv-MYNDIR INGO Enzo Rinaldi Hefur verið búsettur hér- lendis í þrjú ár og eld- að ítaiskan mat handa gestum veit- ingahússins Madonnu. rauðu paprik- urnar er hins vegar bragð- bætt með ímfí: ‘ém pestó sem er jSm ’nffl sætt á bragð- ið, rétt eins teMl* '■ og rauða paprikan. HBMgtA Vj Paprikumar eru síðan ' bakaðar jj;. gráða hita . ; í um það bil ™ sex mínútur. Sem sagt einfalt og gott. Fyrir 4 1 stk. tertubotn, e.t.v. með döðlum og súkkulaði 1 stk. mandarína 1 stk. kiwi 1 stk. plóma 1 stk. ferskja 6 stk. jarðarber 4-6 stk. ískúlur Marengs 5 stk. eggjahvítur 175g flórsykur Skerið sporöskjulagað stykki úr tertubotni, afhýðið og kjamhreinsið ávextina, skerið þá í teninga og dreifið yfir tertubotninn. Dreifið ísnum yfir ávextina eftir miðjum tertubotninum endilöngum og setjið í frysti i 2 klst. Stífþeytið marengs úr eggjahvítunum og flórsykri. Smyrjið tertuna með marengs og bakið undir grillinu í ofninum þar til marengsinn er orðinn fallega brúnn. Tilvalið er að hella 1 msk. af líkjör eða koníaki yflr heita tertuna og kveikja í þegar hún er borin fram. Lltríkur og girnilegur réttur Paprikurnar taka sig vel út á diskinum. Þær eru fylltar mesta lostæti. Næringargildi Paprikur er af kartöfluætt en grasafræðingar telja þær til ávaxta. Þaö breytir þó ekki þeirri staöreynd aö þær eru meöhöndlaöar eins og grænmeti þegar í eldhúsið er komiö. Paprikur eru hollur matur, einkum vegna þess hversu auðugar þær eru af c-vítamíni. Kaloríur eru fáar og fita og kólesteról mælist vart. Þess má þó geta aö sæt- leiki rauðu paprikunnar gerir hana ögn kaloríuríkari en paprikur í öðr- um litum. Meðalstór rauö paprika inniheldur 25 kaloríur 1 g prótín 0,6 mg járn 7,2 mg kalsíum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.