Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 I>V 55 Ættfræði 85 ára________________________________ Guðmundur H. Þóröarson, Ölduslóð 28, Hafnarfirði. 80 ára________________________________ Steingrímur Harry Thorsteinson, Árskógum 2, Reykjavík. prentari. Hann verður á heimili dóttur sinnar að Lækjar- ási 14 á afmælisdaginn. Xhyia Doshlaku, Gyðufelli 12, Reykjavík. Unnur Helgadóttir, Hlíðarvegi 45, Siglufirði. 75 ára________________________________ Aðalsteinn Helgason, Stórholti 47, Reykjavík. 60 ára________________________________ Helgi Gunnar Jóhannsson, húsasmiður, Háteigi 4, Keflavík. Eiginkona hans er Helga Eiriksdóttir húsmóöir. Gunnar verður aö heiman á afmælisdaginn. Hulda Margrét Friðriksdóttir, Vestursíðu lOa, Akureyri. 50 ára________________________________ Ingvi Guðjón Kristinsson, Asparfelli 12, Reykjavik. Oddný B. Vatnsdal Axelsdóttir, Stakkhömrum 15, Reykjavík. Einar Magnús Einarsson, Breiðvangi 6, Hafnarfirði. Júlía Björnsdóttir, Lerkilundi 31, Akureyri. Björn Björnsson, Hvítárholti, Flúðum. 40 ára________________________________ Victor Guðmundur Cilia, Efstasundi 92, Reykjavík. Annetta A. Ingimundardóttir, Ásgarði 25, Reykjavík. Magnús Stefán Einarsson, Langeyrarvegi 1, Hafnarfirði. Stefán Geir Stefánsson, Traðarbergi 1, Hafnarfirði. Guðrún Högnadóttir, Greniteig 31, Keflavík. Friörik Margeir Friöriksson, Dalatúni 15, Sauðárkróki. Axel Jónsson, Kirkjubóli, Neskaupstaö. 50 ára laugardag______________________ Ólöf Helgadóttir, Bakkaveg 33, Hnífsdal, er fimmtug í dag. Eiginmaður hennar er Kristján Pálsson vélfræðingur. Þau verða heima og verður heitt á könnunni eftir kl. 20.00 í kvöld. Andlát Guðrún Hermannsdóttir, Geröavegi 2, Garði, andaöist á Landspítalanum í Fossvogi fimmtud. 28.9. Útförin hefur farið fram aö ósk hinnar látnu. Valgerður Sigríður Ólafsdóttir, Eystri- Sólheimum, Mýrdal, andaöist mánud. 9.10. Jóhannes Markússon flugstjóri, Skild- inganesi 19, lést á Landspítalanum viö Hringbraut föstud. 29.9. Jarðarförin hef- ur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Áróra Hjálmarsdóttir frá Seyðisfirði lést föstudaginn 29.9. á Elliheimilinu Grund. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey. Gísli Friðrik Johnsen frá Vestmannaeyj- um verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju mánud. 16.10. kl. 15.00. Bára Sigfúsdóttir, Bjargi við Mývatn, verður jarðsungin frá Reykjahlíöarkirkju föstud. 20.10. kl. 15.00. Jóhanna Kristín Helgadóttir frá Vest- mannaeyjum, síðast til heimilis á Hrafn- istu í Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugard. 14.10. kl. 16.00. Kristinn Pálsson útgerðarmaöur frá Þingholti í Vestmannaeyjum verður jarð- sunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um laugard. 14.10. kl. 10.30. Ingólfur Baldvinsson frá Naustum verð- ur jarösunginn frá Akureyrarkirkju fimmtud. 19.10. kl. 13.30. Guðmundur Alexandersson, áður til heimilis í Miðtúni 52, verður jarösung- inn frá Fossvogskirkju miðvikud. 18.10. kl. 13.30. Asta Peltola Siguröardóttir, Finnlandi, veröur jarðsungin frá Sysmá-kirkju í Finnlandi laugard. 21.10. kl. 12.30. Erf- isdrykkja verður í Rantala. Útför dr. philos. Bjarna Einarssonar handritafræöings, Háaleitisbraut 109, verður gerð frá Dómkirkjunni mánud. 16.10. kl. 13.30. Fimmtug Hildur Kristjánsdóttir deildarstjóri á Sólvangi Hildur Kristjánsdóttir, hjúkrun- ar-fræðslustjóri á Landspítalanum, Vesturbergi 123, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Hildur fæddist á Húsavík en ólst að mestu upp í Reykjavík til 1958, í Svíþjóð næstu þrjú árin og á Pat- reksfirði til 1966 en flutti þá til Reykjavíkur. Hildur lauk gagnfræðaprófi í Héraðsskólanum að Laugum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 1966, ljósmæðra- prófi frá Ljósmæðraskóla íslands 1979, hjúkrunarprófi frá Nýja hjúkrunarskólanum 1986, lauk próf- um sem framhaldsskólakennari frá KHÍ 1991 og stundar nú masters- nám við KHÍ. Hildur vann við afgreiðslu- og skrifstofustörf 1966-77, var ljósmóð- ir á Fæðingardeild Landspítalans 1979- 81 og við afleysingar þar 1981, 1982, 1986 og 1987, var stundakenn- ari við Ljósmæðraskóla íslands 1986-93, hjúkrunarfræðslustjóri Landspítalans 1988-91, deildarstjóri mæðraverndar á Heilsugæslustöð Kópavogs 1993-94, ljósmóðir við mæðravemd á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1995 og hefur verið deildarstjóri mæðravemdar á Heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafiiarfirði frá 1995. Hildur var formaður Fræðslu- nefndar Ljósmæðrafélags íslands 1980- 83, formaður Ljósmæðrafélags íslands 1986-89, fulltrúi Ljósmæðrafé- lagsins í stjórn Nordisk Jordmorfor- bund frá 1987, formaður Siðanefndar Ljósmæðrafélags íslands 1992-99, í stjórn Félags um fjölskylduráögjöf og barneignir 1990-93, formaður stjómar Rannsóknarsjóðs ljósmæðra 1992-98, sat í samstarfshópi um námsskrá í ljósmóðurfræðum, í gæðaráði heilsu- gæslustöðvanna í Reykjaneshéraði, og í stjóm Heilsugæslustöðvarinnar í Hafnarfirði sem fulltrúi starfsmanna. Fjölskylda Hildur giftist 24.5. 1969 Ingibirni Tómasi Hafsteinssyni, f. 2.7. 1944, fyrrv. kaupmanni. Foreldrar Ingi- björns: S. Hafsteinn Tómasson, d. 1966, og k.h., Guðný Huld Stein- grímsdóttir. Böm Huldu og Ingibjarnar eru Hafdís, f. 30.10. 1968; Hafsteinn, f. 17.10. 1970, vörustjómunarfræðing- ur en sambýliskona hans er Þór- anna Rósa Ólafsdóttir, f. 25.7. 1971, kennari, og er sonur þeirra Tómas Þorgeir, f. 19.3.1994; Kristján Öm, f. 14.8. 1973, sölumaður en sambýlis- kona hans er Berglind Gísladóttir, f. 23.10. 1978, nemi, og er dóttir þeirra Hildur Jóhanna, f. 21.8. 2000; dóttir, f. 20.3. 1976; Ingibjörn, f. 7.2. 1981, nemi; Guðný Hulda, f. 12.4. 1983, nemi. Systkini Hildar: Halldór, f. 29.5. 1952, framkvæmdastjóri í Hafnar- firði; Sigurður, f. 23.2. 1955, barna- læknir í Reykjavík; Hjalti, f. 23.11. 1958, heilsugæslulæknir í Vest- mannaeyjum; Guðrún Þura, f. 28.1. 1966, sjúkraþjálfari í Reykjavík. Foreldrar Hildar voru Kristján S. Sigurðsson, f. 14.11. 1923, d. 9.11. 1997, yfirlæknir í Keflavík, og k.h., Valgerður G. Halldórsdóttir, f. 20.4. 1929, d. 25.4. 2000, húsmóðir. Ætt Föðursystur Hildar em rithöfund- arnir Jakobína og Fríða. Foreldrar Kristjáns voru Sigurður Sigurðsson, b. í Hælavík og siðar símstöðvar- stjóri á Hesteyri, og Stefanía Hall- dóra Guðnadóttir. Sigurður var son- ur Sigurðar, b. á Læk, Friðrikssonar, b. í Rekavík bak Höfn, Einarssonar, af Pálsætt. Móðir Sigurðar Sigurðs- sonar var Kristín Arnórsdóttir, b. I Rekavik, Ebenezerssonar, b. á Dynj- anda, Ebenezerssonar. Móðursystir Kristjáns var Ingi- björg, móðir Þórleifs Bjamasonar, námsstjóra og rithöfundar. Stefanía var dóttir Guðna, b. í Hælavík, Kjartanssonar, b. á Atlastöðum, Ólafssonar. Valgerður er dóttir Halldórs, b. í Garði í Mývatnssveit, bróður Þuru, skálds í Garði, og Jóns, læknis á Kópaskeri, afa Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, rithöfundar og forstjóra. Annar bróðir Halldórs var Björg- vin, faðir Þorgríms Starra í Garði. Halldór var sonur Áma, b. í Garði við Mývatn, Jónssonar, b. í Garði, Jónssonar, b. i Garði, Marteinsson- ar. Móðir Árna var Guðrún, systir Jóns, langafa Kristjáns Eldjáms for- seta, foður Þórarins rithöfundar. Guðrún var dóttir Þorgríms, b. í Hraunkoti í Aðaldal, Marteinsson- ar. Móðir Guðrúnar var Vigdís Hall- grimsdóttir, ættfoður Hraunkots- ættar, Helgasonar. Móðir Halldórs Ámasonar var Guðbjörg Stefáns- dóttir, b. í Haganesi við Mývatn, Gamalíelssonar og Bjargar Helga- dóttur, ættfoður Skútustaðaættar, Ásmundssonar. Móðir Valgerðar Guðrúnar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Vatnsleysu í Skagafirði, Kristvinssonar. Sextugur Egill Gústafsson bifreiðarstjóri og bókhaldari Egill Gústafsson, bifreiðarstjóri og bókhaldari, Lyngheiði 2, Hvera- gerði, varð sextugur í gær. Starfsferill Egill fæddist á Bjamarstöðum í Bárðardal og ólst upp til 1959 er hann flutti með fjölskyldu sinni í Rauðafell. Hann var í farskóla í Bárðardal hjá Kára Tryggvasyni frá Víðikeri og stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugum í tvo vetur. Egill ólst upp við öll almenn sveitastörf og stundaði bústörf í RauðafeOi með foreldrum sínum og systkinum að hluta til allt fram til 1992. Þá flutti hann í Hveragerði þar sem hann hefur verið búsettur síðan. Egill var sex vetrarhluta á vertíð í Vestmannaeyjum. Hann hefur ver- ið vörubílstjóri frá 1967 og hefur auk þess ekið leigubifreið í Hvera- gerði frá 1993. Þá starfar hann við bókhald. Egill sat i sveitarstjórn Bárðdæla- hrepps í tuttugu og fjögur ár og var oddviti hreppsins í tuttugu ár. Hann sinnti auk þess ýmsum öðrum fé- lags- og trúnaðarstörfum í Suður- Þingeyjarsýslu. Fjölskylda Kona Egils frá 6.11. 1992 er Helga Haraldsdóttir, f. 7.7. 1937, íþrótta- kennari við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Hún er dóttir Haralds Jenssonar lögregluþjóns og Bjargar Jónsdóttur húsmóður. Böm Helgu eru Björg Snjólfsdótt- ir, f. 6.3. 1964, kaupkona í Reykja- vík, í sambúð með Gunnari Hjartar- syni umhverfisfræðingi og á hún tvö börn; Haraldur Snjólfsson, f. 7.7. 1965, rafvirki í Svíþjóð, í sambúð með Rúnu Sverrisdóttur hár- greiðslukonu og á hann tvö börn og fósturson. Systkini Egils: Vigdís Gústafs- dóttir, f. 15.9.1941, starfsstúlka á Ási i Hveragerði; Jón Gústafsson, f. 9.3. 1946, bóndi í Rauðafelli í Bárðdæla- hreppi; Björn Gústafsson, f. 18.5. 1950, byggingaverkfræðingur í Reykjavík; Eysteinn Gústafsson, f. 10.7. 1954, vélstjóri í Reykjavík; Svanborg Gústafsdóttir, f. 21.7.1959, skrifstofumaður í Reykjavík. Foreldrar Egils voru Gústaf Jóns- son, f. 20.8.1910, d. 28.7.1969, bóndi á Bjarnarstöðum og síðar í Rauða- felli, og k.h., Jónína Egilsdóttir, f. 8.11. 1920, d. 19.5. 2000, húsmóðir. Egill og Helga eru í útlöndum. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í'eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 28. útdráttur 4. flokki 1994 - 21. útdráttur 2. flokki 1995 - 19. útdráttur 1. flokki 1998 - 10. útdráttur 2. flokki 1998 - 10. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. desember 2000. ÖIL númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá íbúóalánasjóói, í bönkum, sparisjóóum og veróbréfafyrirtækjum. ✓ Ibúðalánasjóður Borgartúni 21 | 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 C., T Þú nærö alltaf sambandi viö okkur! 550 5000 alla vlrka daga kl. 9-22 sunnudaga kl. 16-22 dvaugl@ff.is hvenær sólarhringsins sem er Smáauglýsingar 550 5000 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.