Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Blaðsíða 50
.j£8_____ Tilvera LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 z>v Kirsuberjagarð- urinn í kvöld 1 kvöld verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Kirsu- berjagarðurinn eftir Anton Tsjekhov. Þetta er fyrsta frum- sýningin á Stóra sviðinu á þessu leikári. Eitt vinsælasta og af mörgum talið skemmtilegasta verk þessa snjalla höfimdar. Leikstjóri er Rimasar Tuminas. Þýðandi er Ingibjörg Haralds- dóttir. Tónlistin í sýninguna semur Faustas Latenas, höfund- ^iur leikmyndar er Adomas Jacovskis og höfimdur búninga Vytautas Narbutas. Opnanir ■ EGILL SÆBJORNSSON opnar sýningu á Ijósmyndum á veggnum í gallerí@hlemmur í dag klukkan 17.00. ■ JENNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR í dag kl. 15.00 opnar Jenný Guömundsdóttir myndlistarmaður sýningu T austursal Listasafns Kópavogs sem ber yfirskriftina „Sköpun heimsins, í nafni Guðs, " íöður, sonar og heilags anda... ■ MÓT Sýningin Mót „hönnun á íslandi - íslenskir hönnuðir" veröur opnuð í dag kl. 17.00 á Kjarvalsstóðum. Sýningin er sameiginlegt framlag Form ísland, samtaka hónnuða, Hönnunarsafns íslands og Listasafns Reykjavíkur til dagskrár Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. ■ PÚSL VALGERPAR Kl. 15.00 í dag verður opnuð I vestursal ListasafnsKópavogs sýning Valgerðar Hauksdóttur á 33 myndverkum sem öll eru unnin á þessu ári með blandaðri tækni og „collage“-tækni á handgerðan Japan-pappír. ■ RÓSKA ýA dag veröur opnuö í Nýlistasafninu viö Vatnsstíg yfirlitssýning helguð lífi og starfi Rósku. Á sýningunni verða sýnd málverk og teikningar eftir Rósku, Ijósmyndir og pólitískir skúlptúrar, veggspjöld og pólitísk barátturit. ■ ÍVAR VALGARÐSSON í dag kl. 15.00 verður opnuð á neðri hæð Listasafns Kópavogs, Gerðarsafni, sýning á verkum ívars Valgarðssonar. ■ ÞÓRARINN B. ÞORLÁKSSON í dag kl. 15.00 veröur opnuð yfirlitssýning á verkum brautryðjanda íslenskrar nútímlistar, Þórarins B. Þorlákssonar, í Listasafni íslands. Sýningin hefur veriö valin á dagská Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000, en í ár er ein öld 'frá því aö Þórarinn hélt opinbera sýningu á verkum sínum hér á landi, fyrstur íslenskra listamanna. Fundir ■ FÉLAGSSTARF SÁÁ Félagsvist í Hreyfilshúsinu á vegum Félagsstarfs SAA og hefst spila- mennskan kl. 20.00. ■ HUGVÍSINDAÞING í HÁSKÓLA ISLANPS A Hugvísindaþingi í Háskóla Islands í dag verða málstofur um Einstak- linginn fyrr og síöar, Menningu og samfélag kaldastríðsáranna, Á milli >mála, Hlutlæg verömæti og Fórnina. r Meöal sjálfstæöra fyrirlestra sem hægt veröur aö hlýða á er fýrirlestur um Rætur íslenska velferðarríkis- ins, Nýja Testamentisþýöingu Jóns Vídalíns og Andskotinn í hverju horni. Myndbirting djöfulsins i ís- lenskri þjóðfræöi. Málstofurnar eru í Aðaibyggingu, Odda og Arnagarði en fyrirlestarnir í Stofu 101 í Odda. -þSjá nánar: Liflð eftir vinnu á Vísi.is Kvikleikhús íslands: Stofnuðu leikhús í sturtu búnir að reikna dæmið fram og til baka og sjáum ekki annað en að þetta eigi að smella saman Eíógagnrýni Stjörnubíó/Bíóhöllin - What Lies Beneath: + ★ nn • / 1 Gunnar Smári Tveggja tima taugarækt s Guðmundur Jónas Haraldsson leikari og Finnbogi Kristjánsson fasteignasali hafa tekið höndum saman og sett á laggirnar nýtt leik- hús sem þeir kalla Kvikleikhús ís- lands. Guðmundur og Finnbogi kynntust fyrir nokkrum mánuðum, þegar þeir voru saman í líkams- rækt, og fóru að tala saman í sturtu. „Við vorum alltaf síðastir úr sturtu vegna þess aö við töluðum svo mik- ið um menningu, fasteignir og list- ir,“ segir Finnbogi. „Ég hef alltaf haft áhuga á leiklist og Guðmundur vildi vita meira um fasteignamark- aðinn þannig aö þetta hentaði okk- ur báðum mjög vel.“ Guðmundur segir að eftir að hugmyndin um að sétja á stofn leikhús komst á flug hafi hann lagt nótt við dag til að ganga frá leik- gerðinni að fyrsta stykkinu, sem er sagan um Bangsímon. „Það tók mig níu mánuði að gera það klárt,“ segir Guðmundur, „og þegar það var tilbúið hafði ég samband við Finnboga aftur.“ „Við ræddum málið og fórum að athuga hvaða möguleikar væru í stöðunni. Við fengum strax góðar viðtökur og frábæra listamenn til að vinna með okkur. Hilmar Öm Hilmars- son og Magnús Eiríksson semja lög og texta og María Ólafsdóttir sér um búningana. Það er valinn mað- ur í hverju rúmi og við ætlum aö frumsýna í Loftkastalanum 21. október.“ Ólíkir heimar Finnbogi og Guðmundur eru sam- mála um að í fyrstu megi ætla að leiklist og fasteignasala eigi fátt sameiginlegt en samstarfið hafi sannað annað. „Finnbogi er mjög listrænn i sér og hefur gaman af því að leika. Hann hefur leikið í nokkrum auglýsingum og var í áhugamannaleikhúsi í gamla daga. Honum fannst því fullkomlega eðli- legt að taka þátt í þessu ævintýri með mér,“ segir Guðmundur. Finnbogi segir að hans hlutverk sé utan sviðsins því hann sé fram- kvæmdastjóri leikhússins og sjá um alla samninga og peningamál. „Ég hef styrkt nokkra listamenn og upp- Guömundur Jónas Haraldsson leikari og Finnbogi Kristjánsson fasteignasali Við vorum alltaf síðastir úr sturtu vegna þess að við töluðum svo mikiö um menningu, fasteignir og listir. færslur i gegnum tíðina og þetta er í beinu framhaldi af því. Þegar Guð- mundur hafði sambandi við mig út af Bangsímon fannst mér sjálfsagt að slá til og áður en ég vissi af var þetta orðinn heilmikill rekstur. Við erum komnir með yfir tuttugu manns í vinnu og búnir að fá hús- næði; þetta er mun meiri vinna en fólk grunar í fyrstu. Ýmsar hugmyndir í farvatninu Þeir félagar ætla ekki að láta hér við sitja því hugurinn stefnir að kvikmyndargerð. „Við erum nú þeg- ar með einar þrjár leikgerðir í smíð- um og þar af er ein mynd í fullri lengd, en það er of snemmt að ræða frekar um þær hér.“ Finnbogi segir að með réttri markaðssetningu og með því að gefa út geisladiska og myndbandsspólur samhliða upp- setningum eigi dæmið að ganga upp. „Ég er búinn að reikna dæmið fram og til baka og sé ekki annað en að þetta eigi að smella saman hjá okkur og það án ríkisstyrkja.“ -Kip Harrison Ford og Mlchelle Pfeiffer. Stjörnur sem vel má horfa á í tvo tíma. Ég hef ekki enn lesið neins staðar að það sé hollt að láta sér bregða. En ör- ugglega á einhver vísindamaður eftir að komast að þessari niðurstöðu og styðja kenningu sína með skírskotun til þess að taugakerfl mannsins hafi mótast á þeim tíma að hann þurfti sí- fellt að vera á verði, með taugamar þandar. Þessi kenning mun njóta vin- sælda og það mun verða brýnt fyrir okkur að taugarækt sé ekki síður nauðsynleg en líkams- og hugrækt. Og þá mun bíómyndin What Lies Beneath verða talin holl mynd. Þangað til verð- ur hún frekar slöpp mynd. Það er hálffúlt að það fólk sem stendur að What Lies Beneath skuli ekki geta gert betur. Robert Zemeckis (Back to Future, Who Framed Roger Rabbit, Forrest Gump, Contact) kann aUt sem lært verður af fagmennsku í Hollywood og Harrison Ford og Michelle Pfeiffer eru kannski ekki miklir leikarar, en þau eru stjömur og það má vel horfa á þau í tvo tíma. En það er ekki hægt að saka aðstandend- ur myndarinnar um að hafa ekki vOj- að gera góða mynd. Myndin ber þess merki að þeir hafa sótt í nánast allar boðlegar hroOvekjandi spennumyndir síðustu áratuga. Fyrsta þriðjunginn er hún eins og sambland af Rear Window og Arlington Road, um miöbikiö verð- ur hún að The Exorcist í bland við Repulsion en endar svo sem samsuða úr Cape Fear, Pshycho og Fatal Attraction. En auðvitað nær hún ekki að verða lík neinum af þessum mynd- um. Afraksturinn er svipaður og ef maður tæki aOa uppáhaldslitina sína og hrærði þeim saman í Moulinex-vél- inni. Saman yrðu þeir að grárri druOu. Fyrir þá sem ekki em vel að sér í eld- húsinu má benda á að tveir plúsar verða einn stór mínus í stærðfræði. Þessi viOa - að hægt sé að sækja það besta í það sem vel hefur verið gert og blanda því saman af reyndum fag- mönnum - er orðin eitt helsta ein- kenni mynda frá DreamWorks-verk- smiðju Stevens Spielbergs og félaga. Og maður er farinn að velta fyrir sér hvort sá mæti maður hafi ekki þegar skOað af sér sínu stærsta framlagi tO bíómyndanna: að hann sé jafnvel orð- inn svolitið fyrir. Það er bæði sorglegt og gleðOegt að þegar eldurinn er slokknaður í mönnum geta þeir ekki blásið lífi í neitt; þeir búa tO verk sem í raun er ekkert að því það sem er að er það sem vantar - lýtalaus leiðindi. Og þannig er What Lies Beneath. Og þannig er líka leikur MicheOe Pfeiffer. Hún leikur konu sem er ýmist á barmi taugaáfaOs, með ofsóknarkennd og þráhyggju, er andsetin, ofsahrædd, lífs- leið, sorgmædd, fuO af vanmáttar- kennd og skömm en drifm áfrarn af lífsvOja og réttsýni og guð má vita hváð ekki - og svo þarf hún að vera sæt og viðkunnanleg adan tímann. Þetta er náttúrlega ekki hægt og því velur hún að vera fyrst og fremst við- kunnanleg og svo pínulítið af ödu hinu. Harrison Ford er í aukahlut- verki; framan af sem Harrison Ford og svo debúterar hann sem ekki svo góð- ur maður á lokasprettinum. En þetta er myndin hennar Pfeiffer. Það er ekki hægt að rekja söguþáð myndarinnar án þess að skemma fýrir þeim sem eiga eftir að sjá hana. Það má nefndega vel njóta þess að láta sér bregða undir myndhini og hvað maður er klár að leysa tdtölulega auðleysta gátuna. Þetta á einkum við um tvo fyrstu hlutana. Þegar komið er fram i þann síðasta er myndin orðin svo mik- 0 steypa að manni finnst ekki lengur sniðugt að hleypa þeim sem bjuggú hana td inn í taugakerfið á sér. Á eftir reynir maður að rifja upp hvar maður lagði bflnum og heldur áfram með líf sitt. Gunnar Smári Egilsson Leikstjórn: Robert Zemeckis. Handrit: Sarah Kernochan og Clark Gregg. Tón- list: Alan Silvestri. Leikarar: Michelle Pfeiffer.Harrison, Ford, Diana Scarwid o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.