Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER 2000 I>V Fréttir Kaupás boðar opnun sex lágvöruverðsverslana: Bónusmenn eru hvergi bangnir - kemur í ljós hvort verðstríð verður, segir forstjóri Kaupáss Óhræddir Guömundur Marteinsson og Jóhannes Jónsson segast hvergi smeykir viö samkeppni frá Krónuverslununum sem Kaupás ætlar aö opna á næstunni. Þeir félagarnir voru kampakátir viö opnun nýrrar Bónusverslunar í Mosfellsbæ á laugardaginn. Bónusmenn segjast ekki óttast þau áform Kaupáss að opna sex nýjar lág- vöruverðsverslanir, þar af fimm á höfuðborgarsvæðinu. Þessar verslan- ir, sem reknar verða undir nafninu Krónan, hafa það að markmiði að keppa við aðrar lágvöruverðsverslan- ir á svæðinu, eins og Bónus og Nettó. „Við fögnum allri samkeppni þvi hún leiðir alltaf eitthvað gott af sér,“ seg- ir Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Bónus. „Við komum ekki til með að svara þessu á neinn sérstakan hátt heldur höldum við okkar striki. Við erum ódýrastir, höfum verið það í ellefu ár og það verður engin breyt- ing á því.“ Á laugardaginn var Nýkaups- verslun Baugs í Mosfellsbæ opnuð á nýjan leik, að þessu sinni undir Krónubúð Verslunin Kostakaup á Selfossi. Hún mun vera ein þeirra verslana sem Kaupás áformar aö reka undir Krónunafninu. merkjum Bónuss. Guðmundur segir viðskiptin hafa farið fram úr björt- ustu vonum og að greinilegt væri að Mosfellingar væru ánægðir með að fá lágvöruverðsverslun í bæinn. Hann sagði jafnframt að næsta skref hjá Bónus væri opnun verslunar á Akureyri. „Fyrirtækið er í stöðugri sókn en ekki er tímabært að tala um frekari áætlanir okkar.“ Þorsteinn Pálsson, forstjóri Kaupáss, segir að með opnun Krónu- verslananna sé Kaupás fyrst og fremst að sinna þörfum viðskipta- vina sem leita eftir lágu vöruverði. „Við ætlum að vera eins ódýrir og við mögulega getum Hvort í upp- siglingu er verðstríð við Bónus verður bara að koma í ljós. Það ger- ist ekki fyrr en verslanirnar verða opnaðar." -ÓSB Utför Siguröar Mikiö fjölmenni var viö útför Siguröar Einarssonar, forstjóra Isfélags Vestmannaeyja, sem fram fór frá Landakirkju í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Viöstatt útförina var margt þjóöþekkt fólk, m.a. Davíð Oddsson forsætisráöherra og ráöherrarnir Árni Mathiesen, Geir H. Haarde og Ingibjörg Pálmadóttir, auk þing- manna og forystumanna i sjávarútvegi. Starfsfólk ísfélagslns fjölmennti og aörir bæjarbúar. Er áætlaö aö milli 600 og 700 manns hafi veriö viö útförina. Frjálsíþróttasamband íslands: Vilhjálmur og Vala fengu heiðursskildi Frjálsíþróttasamband íslands veitti þeim Völu Flosadóttur og Vil- hjálmi Einarssyni viðurkenningar í gær fyrir að hafa unnið til verð- launa á Ólympiuleikunum. Eins og alþjóö er kunnugt var Vilhjálmur fyrsti íslendingurinn sem vann til verðlauna á þessum leikum þegar hann vann silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Mel- boume í Ástralíu árið 1956. Vala vann svo til bronsverðlauna í stangarstökki í Sydney nýverið. „Það er fagnaðarefni fyrir okkur öll að fá að hafa þessi tvö á sama pallinum, þetta afreksfólk," sagði Davið Oddsson forsætisráðherra þegar hann afhenti þeim Vilhjálmi og Völu viðurkenningamar í gyllta sal Hótel Borgar. „Þau voru í farar- broddi, hvort í sínu fagi, hvort á sínum tíma.“ Öllum Ólympíuíorum íslands í frjálsum íþróttum frá upphafi var boðið til þessarar verðlaunaafhend- ingar og mátti sjá marga af bestu íþróttamönnum landsins á Hótel Borg í gær, ásamt forseta íþrótta- DVWND ÞÓK Hamingjuóskir Davíö Oddsson forsætisráöherra veitti íþróttamönnunum Völu Flosadóttur og Vilhjálmi Einarssyni viöurkenningar í gær fyrir hönd Frjálsíþróttasamþands ís- lands fyrir aö hafa unniö til verölauna á Ólympíuleikunum árin 1956 og 2000. sambands íslands, Ellert B. Schram. Ólympíuleikunum í Los Angeles Einnig vann Bjami Friðriksson 1994. til bronsverðlauna í júdó á -SMK wrnmrmmm Lög um olíuleit Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra segir lagasetningu for- sendu þess að er- lend fyrirtæki fái heimild til að leita að olíu og gasi á ís- lensku landgrunni. Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra kom þessum skilboðum á fram- færi á ráðstefnu um landgrunnið og auðlindir þess á fóstudag þar sem Valgerður forfallaðist. Mbl. sagði frá. Annar besti kaffiþjónninn fslandsmeistari kafllbarþjóna, Erla Kristinsdóttir, varð í öðru sæti á heimsmeistaramóti kaffibarþjóna sem fram fór í Mónakó. Erla var eina konan sem komst í úrslit. Sig- urvegarinn var norskur og Dani var svo í þriðja sæti. Mbl.is sagði frá. Fnjóskárbrú opnuð Fnjóskárbrú var opnuð í gær við athöfn þar sem samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, klippti á borð- ann. Fyrsti maðurinn til að fara yfir brúna var Pétur Þórarinsson, prest- ur í Laufási, og sagði hann þetta mikla samgöngubót. Fnjóskárbrú er lengsta bogabrú landsins. Frétta- stofa Ríkissjónvarpsins sagði frá. Aukning á tölvuþjófnaði Þjófnaðir á tölvum og tölvutengd- um hlutum hafa aukist mjög á þessu ári. Mest hefur aukn- ingin orðið í þjófnaði á fartölvum. Á síð- asta ári var tilkynnt um þjófnað á 8 far- tölvum en það sem af er þessu ári eru þeir orðnir 52. Auk þess hefur verið til- kynnt um stuld á 82 öðrum tölvum á þessu ári. Mbl. sagði frá. Bíll valt við höfnina Bíll með fjóra menn innanborðs valt á hafnarsvæðinu í Ólafsfirði um klukkan hálftiu á laugardags- kvöldið. Hálka og ising var á vegin- um þar sem óhappið varð. Mennim- ir sluppu með lítils háttar meiðsli en bíllinn er ónýtur eftir veltuna. Valt undir Hafnarfjalli Bílvelta varð undir Hafnarfjalli um áttaleytið í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar í Borgamesi sakaði ökumanninn ekki en hann var einn í bifreiðinni. Jeppinn var hins veg- ar talsvert skemmdur og var fjar- lægður með kranabifreið. Fri sjúkraþjálfun Sjúkraþjálfun íþróttamanna sem meiðast við keppni er borguð að fullu úr ríkissjóði en almenningur þarf að greiða helming kostnaðar á móti ríkinu. íþróttamenn verða að vera skráðir hjá viðurkenndu íþróttafélagi. Útgjöld vegna sjúkra- þjálfunar eru stór hluti af útgjöld- um Tryggingastofnunar. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins sagði frá. Þóra fær viðurkenningu Framkvæmdastjóri og annar eig- andi flugfélagsins Atlanta, Þóra Guð- mundsdóttir, fékk viðurkenningu Fé- lags kvenna í at- vinnurekstri. Við- urkenningin er af- hent árlega fyrir störf f þágu at- vinnureksturs kvenna eða þeim sem hefur verið hvatning og/eða fyrirmynd á þeim vettvangi. Texta- varpið sagði frá. -HT/-SMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.