Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2000, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 16. OKTÓBBR 2000 X>V____________________________________________________________________________________________Menning Konfekt enn og aftur Litháísku leikhúslista- mennimir Rimas Tuminas leikstjóri, Vytautas Narbut- as leikmyndahönnuður og Faustas Latenas tónskáld eru íslendingum að góðu kunnir enda er Kirsuberja- garðurinn fjórða uppsetn- ing þeirra í Þjóðleikhúsinu. Að þessu sinni sér Vytaut- as um búninga en leikmynd gerir Adomas Jacovskis sem er að vinna hér í fyrsta sinn. Uppsetningar þre- menninganna hafa verið ótrúlega gefandi fyrir ís- lenskt leiklistarlíf, jafnvel þótt gagnrýnendur hafi ekki alltaf verið á eitt sáttir um útkomuna, og Rimasi hefur tekist að virkja sköp- unarmátt leikara hússins á eftirminnilegan hátt. Og þar er kjami málsins því það er fyrst og síðast undir leikurunum komið hvort sýningin nær flugi. Æflnga- ferlið er ferðalag og leikar- arnir þurfa að gefa sig alla til að komast á áfangastað- inn, hina endanlegu sýn- ingu. Auðvelt er að skilja hvers vegna Rimas Tum- inas er heillaður af verkum Tsjekhovs. Tsjekhov tekst nefnilega að sýna okkur manninn eins og hann er, með öllum sínum kostum og göllum. Leikrit hans eru kómísk en tregablandin og rauður þráður í þeim öllum er spumingin um það hvort okkur takist að höndla lífs- hamingjuna. Kirsuberja- garðurinn við gamla ættar- óðalið verður í verkinu nokkurs konar táknmynd lífshamingjunnar því hann er í raun huglægt fyrirbæri eins og glöggt kemur fram í samtali mæðgnanna Önju og Ranevskaju undir lokin. Glatist hann glatast einnig hamingjan. Að vanda er sterkur heildarsvipur á þessari uppfærslu Rimasar og gætt að hverju smáat- riði. Leikmynd, búningar, ljós og tónlist eru tæki sem miða að því að ná fram þeim heildar- áhrifum sem leikstjórinn sækist eftir. Margar senur eru bæði myndrænar og ljóðrænar og uppfærslan hefur alla burði til að verða ein- Edda Heiðrún Backman og Brynhildur Guðjónsdóttir Persónur Ranevskaju og Önju uxu innra meö þeim. DV-MYND PJETUR urðsson (Lopakhín), Edda Arnljótsdóttir (Varja) og Sigurður Skúlason (Le- oníd) áttu greinilega auð- velt með að fara þessa leið, þau voru hvert um sig stórkostleg i þessari sýn- ingu og hef ég aldrei séð Sigurð gera jafn vel. Rand- ver Þorláksson var af- bragðsgóður í hlutverki Sí- meonovs-Pístsjíks sem er með peninga á heilanum og lika var gaman að sjá Ingvar búa til persónu sem er nánast algjör andstæða Lopakhíns sem hann lék í leikhúsi Frú Emilíu fyrir nokkrum árum. Baldur Trausti Hreinsson vann persónulegan leiksigur í hlutverki Troflmovs og Stefán Karl Stefánsson sá til þess að kómíkin kæmist vel til skila þó Jepíkhodov yrði líka brjóstumkennan- legur. Brynhildur Guð- jónsdóttir var skemmti- lega sannfærandi og ung- gæðisleg sem Anja og Ró- bert Arnfmnsson sat vel í hlutverki gamla þjónsins. Vigdís Gunnarsdóttir og Valdimar Örn Flygenring léku örlítið of mikið til að falla að leikstíl hinna og sama má segja um Tinnu Gunnlaugsdóttur. Nú fer lífmu i þessu húsi að ljúka, segir Lopakhín í fjórða þætti Kirsuberjagarðsins og einhvem veginn get ég ekki varist þeirri hugsun að þetta séu kveðjuorð Rimasar til Þjóðleikhúss- ins. Frammistaða þeirra sem best tekst upp í þess- ari sýningu sannar hins vegar að lífínu í Þjóðleik- húsinu er alls ekki lokið og þar eiga kirsuberja- garðarnir vonandi eftir að dafna um alla framtíð. Halldóra Friðjónsdóttir staklega eftirminnileg sýning. Á frumsýningu vantaði samt herslumuninn og skrifast það fyrst og fremst á leikinn. Persónumar verða ekki trúverðugar nema leikararnir gangist inn á aðferð leikstjórans sem krefst þess að persón- urnar vaxi innra með leikurunum. Edda Heiðrún Backman (Ranevskaja), Ingvar E. Sig- Þjóðleikhúsið sýnir á stóra sviöinu Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekhov. Þýð- andi: Ingibjörg Haraldsdóttir. Tónlist: Faustas Latenas. Leikmynd: Adomas Jacovskis. Búningar: Vytautas Narbutas. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson. Aöstoðarleikstjóri og túlkur: Ásdís Þór- hallsdóttir. Leikstjóri: Rimas Tuminas. Lifandi innsýn í líf fugla Sigurður Thorlacius, fyrsti skólastjóri Aust- urbæjarskólans, var fæddur árið 1900 og í til- efni af aldarafmæli hans hefur önnur barna- bók hans, Um loftin blá, verið endurútgefin fagurlega myndskreytt af Erlu Sigurðardótt- ur. Um loftin blá kom út í fyrra skiptið fyrir 60 árum, 1940, en árið áður gaf Sigurður út Sum- ardaga, heillandi sögu um sumar í lífi lambs- ins Brúðu og móður þess inni á afrétt. Um loftin blá gerist meðal fugla og annarra villtra dýra við ströndina og í báðum bókum nær Sigurður einstökum tökum á lifnaðarháttum og hegðun dýranna. Hann gæðir þau vissulega viti og máli en þau halda alltaf áfram að vera dýr með öllum einkennum tegundar sinnar þannig að saman fer traust fræðsla og góð skemmtun. Aðalpersónur í Um loftin blá eru æðarhjón, einkum þó kollan sem við fylgjum gegnum þykkt og þunnt í heilt ár. Brúnkolla er hug- rökk og vitur kolla sem öðlast á sögutíma næman skilning á umhverfi sínu, bæði gegn- um sinar eigin upplifanir og sögur og ævin- týri sem aðrir fuglar segja henni. Blikinn Skjöldur er svolítið léttúðugri en kona hans, hrifnæmari og ekki eins ábyrgur. Þau eru ung og ástfangin í sögubyrjun en lífið í Hvaley er ekki beint rólegt: „í rauninni voru þau Skjöld- ur og Brúnkolla í stöðugri lífshættu. Óvinim- ir voru alls staðar, á landi, í sjó og lofti. Hvenær var til dæmis hægt að vera óhultur fyrir selnum? Hann var vís til að synda langt í kafi og glefsa þegar minnst varði i fætur Snjótittlingar leita skjóls fyrir hreti Ein teikninga Erlu Sigurðardóttur í Um ioftin fuglanna, færa þá í kaf og rífa þá í sig. Úr loft- inu mátti alltaf búast við val eða emi og uppi á ströndinni gat refurinn verið að læðast jafnt á nóttu sem degi.“ Og þá er ekki minnst á vininn besta og óvininn versta: manninn. í bókinni er mikil og bitastæð fræðsla um íslenskt dýralíf sett fram á afar skýran og að- gengilegan hátt. Lýst er hreiðurgerð Brún- kollu og hegðun fuglanna í kringum varpið, baráttunni við krumma, samskiptunum viö blá. um þeirra þar sem ýmsar skoð- anir þeirra á tilverunni koma fram. í samtali koll- unnar og Nef- prúðar lunda- mömmu kemur til dæmis fram að lundahjón hafa frá örófi alda skipt jafnt með sér verkum við barnauppeld- ið! Dýrindis skemmtun og vel fram reidd. -SA hinn lúmska svartbak, eggja- tinslu- og dún- tekjufólki og öðrum gestum i varpinu. Við fáum líka lifandi innsýn í líf haf- amarins og lýs- ingin á árás kríanna á össu er frábær. Sig- urður hikar ekki við að smeygja sér í hugskot dýr- anna og sagan er fleyguð fjörug- um samtöl- Leikhús - til hvers? Frábært framtak hjá LR að efna til umræðufunda um leikhús og leikritun í Borgarleikhúsinu. Á fundin- um „Leikhús - til hvers“ á þriðjudagskvöldið virtust leikhúsmenn skipa sér gróft i tvær fylkingar. Annars vegar eru þeir sem vilja að leikhúsið hafi af einlægni eitthvað að segja fólki, geri það á listrænan hátt og noti öll brögð leikhússins. Fulltrúi þeirra var Guðjón Pedersen. Hins vegar eru þeir sem vilja fyrst og fremst laða fólk unnvörpum í leik- hús og gefa því það sem það vill. Hallgrímur Helgason var helsti fulltrúi þessa hóps um kvöldið og hefði líklega ekki líkað val fóstbróður síns í listinni, Þorvalds Þor- steinssonar, á leikriti aldar- innar sem talað var um kvöldið eftir. Þorvaldur valdi 13. krossferðina eftir Odd Björnsson en Hallgrímur hafði engan áhuga á táknrænum verkum og módemisma. Gleymum framsæknu leikhúsi, sagði hann! Leikhúsið á umfram allt að segja fólki sögur - og það margar. Hann stakk upp á að lækka laun höfunda, stytta æflngatímann og demba sýn- ingamergð yflr almenning, það gæti kannski grafið undan þeirri pempíulegu virðingu sem fólk bæri fyrir leikhúsi og fært það nær bar- menningunni eins og var á dögum Shakespe- ares. Gemm eitthvað nýtt! sagði Hallgrímur. Rokk og ról! Hallgrímur þyrfti að eignast milljarð og reisa sér sitt eigið Globe-leikhús. Ljóð 2000 Verður ljóðaárið eins gott og skáldsagnaárið? Aðeins hefur frést af tveimur grónum skáld- um á haustmarkaði: Þor- steinn frá Hamri sendir frá sér Vetrarmyndina (Iðunn), sem ratar áreiðanlega til sinna, og Jóhann Hjálmars- son fylgir Marlíðendum eft- ir með Hljóðleikum (Hörpu- útgáfan). Sigmundur Emir Rúnarsson gefur út Sögur af aldri og efa hjá JPV og Ágústína Jónsdóttir gefur út Vorflautu hjá Máli og menningu. Meðal ungu skáldanna eru tvær spennandi stúlkur: Gerður Kristný átti stórleik í ísfrétt (1994) og kemur nú með Launkofa hjá MM og Sigur- björg Þrastardóttir gefur út bókstaflegt Hnattflug hjá JPV. Ljóðasafn ísaks Harðar- sonar (Forlagið) virkar vel á ljóðaunnendur, einnig ljóða- úrval Nínu Bjarkar Árnadóttur (JPV) og ljóða- þýðingar Gyrðis Elíassonar (MM). Þaðan er þegar komið út ljóðasafn Stefáns Harðar Grímsson- ar og væntanleg er i end- urútgáfu hin ómissandi bók Fjögur ljóðskáld þar sem Hannes Pétursson skrifar um og velur ljóð eftir nýrómantíkera frá upphafi 20. aldar. Á lista MM eru einnig boðaðar þýðingar á sonn- ettum Johns Keats eftir Sölva Sigurðsson og sætir tíðindum að ungur maður skuli voga sér í slíkt verkefni. En Sölvi er afkomandi Magnús- ar Ásgeirssonar og er gott til þess að vita að enn leynist bragsnilli með þjóðinni. Svo eiga sjálfsútgáfumar eftir að bætast við. Enskt dogma Kominn er fram hópur ungra rithöfunda í Bretlandi sem heimtar gjörbyltingu í bók- menntunum og hefur gefið út manífestó upp á það. í inngangi að nýju smásagnasafni, All Hail the New Puritans, eru settar fram tíu reglur nokkurn veginn á þessa leið: Við einbeitum okkur að lausu máli. Afneit- um ljóðum. Við samþykkjum skáldskapargrein- arnar en stefnum að því að brjóta þær stöðugt upp. Textinn skal vera einfaldur. Ekkert endur- lit. Málfræðireglum skal fylgt og greinar- merkjasetningu. Allar sögur gerast í samtíman- um. Engar óljósar vangaveltur um fortíð eða framtíð. Við eram siðavandir og siðfræðilegur veruleiki verður í öllum sögum okkar. Heiðar- leg tjáning verður ævinlega sett ofar formi. Bókin hefur verið gagnrýnd fyrir barnalega einfeldni í stíl og frásagnarhætti, en svona stefnuskrár era bara til góðs - ef ekki til ann- ars þá til að gera uppreisn gegn þeim...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.